Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 58
•8 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ eterna —EXCELLENT— fiertn GARÐURINN -klæðirþigvel AUREA Italskur kristall ‘Datía Sölustadir: ^ff)ord ~/yrir_ L.vo Kfin^lunní, s. 568 I2l2lí 1 Gufunesradíó undir íþróttasvæði í NORÐURHLUTA Grafarvogs er í dag einn leikfimisalur og leiksvæði við tvo grunnskóla. Von er á góðum leikfímisal nú eftir áramót við Rima- skóla en betur má ef duga skal. í öllum Grafarvogi er einn fót- boltavöllur og tveir æf- ingavellir, allir við íþróttahúsið í Dalhús- um. Fyrir utan leik- svæði við skólana er að finna einn sparkvöll í slakkanum á Gylfaflöt. Jafn dapm-lega útiað- stöðu er hvergi að finna á landinu, sé horft til þess að þessi aðstaða á að gagnast rúmlega 15.000 manns og þar af eru 6.000 börn og unglingar 16 ára og yngri. Það liggur því fyrir að Reykjavíkur- borg þarf að hefja uppbyggingu íþróttasvæða og íþróttamannvirkja í þessum nýjasta hluta borgarinnar. Eitt íþróttafélag í Grafarvogi Milli Engjahvei-fis og Korpúlfs- staða, nánar tiltekið milli Víkui-veg- ar og Ulfarsár, norðan við verslun Húsasmiðjunnar, er búið að úthluta stóru svæði undir íþróttamiðstöð. Þetta íþróttasvæði á að þjóna Rima- hverfi, Borgarhverfi, Engjahverfi, Víkurhverfi og Staðarhverfi. Á þessu ári hefur sú breyting orðið á, að íþróttafélagið Armann kemur ekki í Grafarvoginn eins og til hefur staðið, heldur mun væntanlega starfa með íþróttafé- laginu Þrótti í Laugar- dalnum og Ungmenna- félagið Fjölnir mun sinna öllu íþróttastarfi í Grafarvogi. Þetta svæði niður með Úlfarsánni er því miður ekki nógu vel staðsett. Þetta svæði er í takmörkuðum tengsl- um við skóla hverfisins. Það er í útjaðri og er skorið frá byggðinni með mikilli umferðar- götu, Víkurvegi. Þetta þýðir að á þessum stað er ekki rekstrargrund- völlur fyrir að byggja upp íþróttamiðstöð eins og við höf- um nú við Dalhúsin. Ástæðan er að rekstrargrundvöllur verður að vera fyrir íþróttahúsinu og það mun ekki verða nema íþróttahúsið standi við eða sé í nánum tengslum við ein- hvem af skólum hverfisins. Sú hugmynd að byggja upp góða íþróttamiðstöð fyrir nýjustu hverfi borgarinnar með stóru íþróttahúsi, fótboltavöllum, og frjálsíþróttaað- stöðu ásamt sundlaug getur því miður ekki orðið að veruleika. Þær hugmyndir sem uppi eru í dag til að „redda“ þessu eru að í stað þess að byggja leikfimisal við Borgarholts- skóla, sem er fjölbrautaskóli og því mál ríkisins, þá sameinist ríki og borg um að byggja þar veglegt íþróttahús. Fótboltavöllunum, frjálsíþróttasvæðinu og sundlaug- inni verður væntanlega komið fyrir Jafn dapurlega útiaðstöðu er hvergi að finna á landinu, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, sé horft til þess að þessi aðstaða á að gagnast rúmlega 15.000 manns. á víð og dreif um hverfin. Þetta mun kalla á aukinn kostnað og óhagræði í rekstri íþróttafélagsins. I þessum hverfum verður það með rekstur víða og mun því í raun hvergi eiga sér samastað og vígi. Gufunesradíó í hjarta Grafarvogs Því þarf að horfa til fleiri átta og það er hér sem ríkið gæti komið að málinu. Ríkið er eigandi Landssím- ans hf., sem á fallegasta svæðið í öll- um Grafarvogi, sem er lóðin og gömlu túnin í kringum Gufunesrad- íó. Þetta svæði er í dag inni í miðj- um Grafarvogi. Þetta svæði liggur að skólalóðinni við Rimaskóla og að nýja miðbæjarkjarnanum, Spöng- inni. Fjölbrautaskólinn og grunn- skólarnir þrír, Borgarskóli, Víkur- skóli og Engjaskóli, liggja í 5 til 10 mín. göngufæri frá svæðinu. Gufu- nesradíó stendur hreinlega í hjarta Grafarvogs. Ef lóðin, sem Gufunes- Friðrik Hansen Guðmundsson radíó stendur á, fengist undir úti- vist og sem íþróttasvæði og þar yrði byggð upp íþróttamiðstöð, væri hægt að skapa þessum 6.000 börn- um og unglingum, sem búa í dag í Grafarvogi, íþróttaaðstöðu eins og best gerist. Þar yrði hægt að byggja upp íþróttasvæði með völlum, sund- laug og íþróttahúsi. Rekstrargrund- völlur og nýting þessara mann- virkja væri tryggð og íþróttamið- stöðin ásamt miðbæjarkjarnanum, Spönginni, yrðu miðpunktur og möndull Grafarvogs. Látum möstrin víkja fyrir börnunum Stjórn íbúasamtaka Grafarvogs hefur farið þess á leit við Lands- símann hf. og eigendur hans, þing- menn og borgarstjórn Reykjavík- ur, að leitað verið samninga milli ríkis og borgar um að þetta svæði verði tekið í áföngum undir útivist og íþróttir, og þar verði byggð upp framtíðar íþróttamiðstöð hverf- anna í norðurhluta Grafaivogs. Reykjavíkurborg þarf að koma myndarlega til móts við Landssím- ann hf. og eiganda þess ef gefa á eftir jafn vel staðsetta lóð og hér um ræðir. Hugsanlega koma maka- skipti til álita, fyrirhugað íþrótta- svæði við hliðina á iðnaðar- og at- hafnasvæðinu við Víkurveg yrði Landssímanum hf. ef til vill nota- drýgra til framtíðar því erfitt gæti reynst að nýta lóð Gufunesradíós við hliðina á Rimaskóla og inni í miðju íbúðahverfi, þangað fer a.m.k. ekki hvaða starfsemi sem er. Það er einnig ljóst að varla er það ætlunin að láta þessi möstur taka allt þetta land um ókomin ár. Þær byggingar sem fyrir eru geta auð- vitað verið áfram en eigum við ekki að sameinast um það að láta möstr- in við Gufunesradíó víkja fyrir börnunum. Höfundur er fomiaður Ibúasamtaka Grafarvogs. Borðstofub.+6 stólar Ví irsuberjaviður Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiðslu V eiðileyfi/ aflahlutdeild ÓNEITANLEGA vekja nokkra furðu, þær frétth- sem nú ber- ast um viðbrögð stjórn- valda við dómi Hæsta- réttar í svonefndu „kvótamáli". Athygli vekur, að svo virðist sem lögfræðingarnir í ríkisstjórninni hafi kall- að til samráðs við sig at- vinnulögmenn til að finna leiðir fram hjá dómnum. Svo virðist sem ásetningurinn sé að fara eins mikið og mögulegt er á snið við þau ákvæði stjórnar- skrár lýðveldisins sem Hæstiréttur benti á. Þau vinnubrögð finnst mér illa hæfa lögfræðimenntuðum mönnum, sem svarið hafa eið að því að virða stjórn- arskrána. Ekki má heldur gleyma því að þessir sömu menn hafa leitað umboðs almennings í kosningum, til að gæta hagsmuna þjóðfélagsins, en ekki einungis fáeinna aðila innan þess. Veiðileyfi Það vekur undrun að lögfræði- menntaðir menn, eins og forsætis- og sjávarútvegsráðherrar eru, skuli hafa uppi svona augljósa tilburði til að ganga gegn hagsmunum almenn- ings, til þjónkunar við þröngan hóp aðila sem náð hefur undir sig helstu auðlind þjóðarinnar í skjóli ranglátra laga. Sé litið til þeirrar skynsemi sem fram kemur hjá framangi'eind- um ráðherrum á ýmsum öðrum svið- um, er ljóst að þeir hafa skynsemi til að skilja hvað í dómi Hæstaréttar felst. Þess vegna dylst ásetningur þeirra ekki þeim sem hlustað hafa á mál þeirra í gegnum árin. Það er ótrúleg fífldirfska af ráðherrum rík- isstjómarinnar að koma fram fyrir þjóðina og segja að það sé í samræmi við 1. málsgr. 65. gr. stjómar- skrárinnar að menn sem fengið geti veiði- leyfi, skv. áætlaðri beytingu á lögunum, geti síðan bara keypt sér aflahlutdeild hjá þeim aðilum sem stjómvöld hafa úthlut- að aflaheimildum ókeypis. Er það að vera jafn fyrir lögunum að sumir útgerðarmenn þurfi að kaupa af fáein- um aðilum, í sömu at- vinnugrein, þann að- gang að auðlindum þjóðarinnar sem stjórn- völd láta af hendi án endurgjalds? Afgreiði Alþingi slíka vitleysu, ætti tvímælalaust að viðhafa nafnakall við slíka afgreiðslu, svo hægt sé að Réttlátast er, segir Guðbjörn Jónsson, að úthluta aflaheimildum til landshluta, sem síðan skipta heimildunum niður á byggðir á sínu svæði. merkja vandlega alla þá þingmenn sem á þann hátt brjóta stjórnar- skrána, sem þeir hafa svarið eið að verja. Úthlutun aflaheimilda Núverandi úthlutun aflaheimilda hefur verið við haldið í skjóli þess að enginn hafi bent á betri leiðir til út- hlutunar. Það er að vísu ekki rétt að ekki hafi verið bent á aðrar leiðir. Ég Guðbjörn Jónsson og margir fleiri bentum á, við upphaf veiðistjórnunar, leið sem trúlega er sú réttlátasta sem hægt er að fara. Hún byggist á því að úthluta afla- heimildum til landshluta, sem síðan skipta heimildunum niður á byggðir á sínu svæði. Byggðarlögin úthluti síðan heimildum til útgerða, skráðar í byggðarlaginu og veiði fyrir fisk- vinnslu byggðarlagsins. Regla þessi byggist á því að meg- inuppistaða atvinnulífs í byggðum út um land er sjávanátvegui1, sem í mörgum tilvikum leggur til atvinnu fyrir meira en 50% af mannafla svæðisins. Einnig er rétt að benda á að hringrás fjárstreymis í þessum byggðum er mjög háð fjárstreymi frá þessari gnmdvallar undirstöðu- grein atvinnulífs á landsbyggðinni. Oflug hringrás fjárstreymis er nauð- synleg til að viðhalda öðrum atvinnu- greinum, sem einnig eru nauðsyn- legar, þó þær séu ekki beint í tekju- öflun fyrir byggðarlagið, heldur sinna þjónustuhlutverkinu. Sama hver veitir leyfin Það er ekki hægt að nefna nein haldbær rök fyrir því að það skipti útgerðarmenn neinu máli hvort þeir fái aflahlutdeild sína úthlutaða frá byggðarlagi eða beint frá ráðuneyti. Hvoru tveggja er stjórnvald, hvort á sínu sviði. Þessi regla ætti ekki held- ur að þurfa að trufla skipti á jafn- virðis aflaheimildum milli útgerða, til hagræðingar í útgerð. Þessi regla fer ekki gegn jafnræðisreglu stjórnar- ski-ár, því stjórnvöld deila í raun aflaheimildunum til byggðarlaganna, sem nýta þær síðan til tekjuöflunar og hagsbóta fyrir alla íbúa byggðar- lagsins. Ég hef skoðað þessa úthlut- unarmöguleika í ljósi þess sem gerst hefur í sambandi við úthlutun afla- heimilda frá stjórnvöldum og hef ekki séð neitt sem ætti að verða til trafala þeirri reglu sem ég er að tala um. Þessi regla hefur verið til frá upphafi og hefur nokkrum sinnum verið kynnt, en greinilega verið of réttlát til að mönnum hafi þótt fýsi- legt að fara eftir henni. Kannski er hennai- tími kominn núna. Höfundur er skrifstofunmður og ráðgjafi i endurskipulagningu fjár- skuldbindinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.