Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 65
Opiá Lau: 10-22 Sun: 13-18 Mörk inni 4 * 108 Reykjavík Sírni: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is styöjum við bakið Foiaweisiai Litir: Rauður Grænn ( Jólastólar á jólatilhoði) Ihkmarkað magn ! Alvöru heilsu/hvíldarstóíl kr. 55.100 Svartur j Grænn Blár T i m e 1 e s s Verð áður kr. 68.000 Leður á slitflötum Action Lane hvfldarstólamir eru með fótaskemli og stillanlegu ba sf: 2,0 m x 1,35 m mbl.is SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfutttv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 i MORGUNBLAÐIÐ TÓNLIST Er tími fyrir eitt lag enn? TONLIST Geisladiskur FYRIR ÞIG Geisladiskur Harðar G. Ólafssonar. Lögin eru öll eftir Hörð G. Ólafsson og text ar eftir Hörð, Jðnas Friðrik Guðnason, Stefán Hilmarsson, Krist- ján Hreinsson, Ársæl Guðmundsson, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Söngv- arar: Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Helga Möller, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhannes Eiðsson, Grétar Örvarsson og Hörður G. Ólafsson. Hljóðfæra- leikarar: Jón Kjell Seljeseth, píanó, hljómborð, Hammond og forritun, Jón Elfar Hafsteinsson, gítar, Guð- mundur Pétursson, gítar, Jóhann Ás- mundsson, bassi, Gunnlaugur Briem, trommur, ásláttur og forritun, auk ýmissa fleiri í einu og einu lagi. Upp- taka og hljóðblöndun: Pétur Iijalte- sted og Jon Kjell Seljeseth. títgef- andi: Hörður G. Ólafsson. Dreifing: Skx'fan. Lengd: 42:32 mín. HÖRÐUR G. Ólafsson komst á landakort íslenskrar dægurtónlistar þegar hann sló óvænt Geirmund Valtýsson út úr söngvakeppni sjón- varpsins hér heima um árið og fór með lag sitt, Eitt lag enn, í fjórða sæti sjálfrar Evrópusöngvakeppn- innar, sem haldin var árið 1990, ef ég man rétt. Síðan eru liðin tæp tíu ár og gefur augaleið að talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Is- lendingar eru dottnir út úr Eurovision og ekki fyrirsjáanlegt að þeir eigi eftir að ríða feitum hesti frá þeirri keppni í bráð. Og þó? - Ef til vill er ekki fullreynt, og kannski tími fyrir eitt lag enn - það er að segja ef landinn hefur þá vit á að fá Hörð G. Ólafsson til að semja lagið. Á nýjum geisladiski, sem hann hefur nú gefið út með lögum sínum, eru nokkur sem hafa alla burði til að ná langt í þessari keppni. Á þessum diski eru tíu lög og að auki Eitt lag enn, sem hljóðritað var árið 1990 með þeim Siggu Beinteins og Grétari Örvarssyni. Sigga syngur auk þess annað lag á plötunni, Upp á við, sem sver sig í ætt við tónsmíð- ar Benny Anderssons hjá ABBA- flokknum og raunar má víðar finna áhrif frá ABBA á þessum diski, sem og sterk evrópsk tónlistaráhrif. Hörður er lunkinn lagasmiður í anda „Evrópupoppsins" og flytjend- ur skila sínu verki með mikilli prýði sem ekki hefur áður verið bendlaður við Evrópusöngvakeppnina svo vitað sé. Jóhannes skilar hins vegar sínu með mikilli prýði og stekkur nánast eins og alskapaður út úr höfði tón- listargyðjunnar í þetta nýja hlut- verk ,júróvisjónhetjunnar“. Koma hans í þennan hóp verkar eins og ferskur vindgustur og reyndar er annað lagið sem hann syngur á disk- inum, Regndropar, besta lag plöt- unnar að mínu mati. Annars rennur tónlistin á þessari plötu dálítið saman í hausnum á mér. Og þótt hér sé fagmannlega að verki staðið læðist að mér sá grnnur að platan sé nokkrum árum of seint á ferðinni. Með lækkandi gengi í Evrópusöngvakeppninni hefur áhugi þjóðarinnar dvínað mjög á Evrópupoppinu. Og ef ég á að vei’a alveg hreinskilinn þá höfðar þessi tónlist ekki til mín í dag. Það er í sjálfu sér enginn áfellisdómur yfir tónlist Harðar G. Ólafssonar og get- ur þess vegna sagt meira um tónlist- ai-smekk minn en hann sem laga- smið. En ég er bara einhvern veginn þannig stemmdur þessa dagana og við því er ekkert að gera. Sveinn Guðjónsson Hörður G. Ólafsson undir fagmannlegri stjórn Jóns Kjell Seljeseth. Söngvaramir hafa flestir komið nálægt Evrópu- söngvakeppninni: Bo Halldórs, Sigga Beinteins, Pálmi Gunnars, Helga Möller, Eyvi og Grétar Ör- vars hafa öll staðið á sviði í aðal- keppninni og sungið fyrir milljónir sjónvarpsáhorfenda í beinni útsend- ingu. Og meira að segja Erna Þórar- insdóttir er á sínum stað í bakrödd- unum á þessum diski. I þennan hóp vantar eiginlega enga nema Eika Hauks, Stebba Hilmars og Höllu Margréti og jú, - Danna, sem söng nauðasköllóttur „Það sem enginn sér“, lagið sem enginn kaus í at- kvæðagreiðslunni um árið, íslensku þjóðinni til sárrar armæðu. Stebbi Hilmars kemur reyndar við sögu á þessum diski sem texta- höfundur í einu lagi og sjálfur á Hörður texta í fjórum lögum. Aðrir textahöfundar em Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, Jónas Friðrik, Kri- stján Hreinsson og Ársæll Guð- mundsson og allir skila þeir ágætu verki og íylgja textarnir með í plötu- bæklingi. Af aðalsöngvurum á þessum diski vora ótalin Guðrún Gunnarsdóttir og Ari Jónsson, sem bæði hafa sung- ið í forkeppni Ewópukeppninnar hér heima, og er þá aðeins eftir að nefna Hörð sjálfan og Jóhannes Eiðsson, gamla þungarokkarann, FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 65C Súreíhisvörur Karin Herzog Kynning í dag í Fjarðarkaups Apóteki kl. 15-18 og Grafarvogs- apótekí kl. 15—18.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.