Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 69 FRÉTTIR Á MYNDINNI er talið frá hægri: Róbert B. Agnarsson, aðstoðar- frainkvæmdastjóri SÍF hf., Ástrós Sverrisdóttir, formaður Umsjón- arfélags einhverfra, og Matthfas Kristiansen, formaður Foreldrafé- lags misþroska barna. Styrkir í stað jólakorta Allt braut ekki siðareglur í um- fjöllun um dómsmál Námsstyrkir veittir í verk- fræði og raun- vísindum STJÓRN Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar hefm- ákveðið að veita í ár alls 2,8 milljónir króna í námsstyrki til átta einstaklinga sem stunda fram- haldsnám í verkfræði og raunvísind- um. Styrkþegai- eru: Birgir Örn Arn- arson, PhD-nám í hagnýtri aflfræði, Cornell University, Gréta Björk Kri- stjándóttir, MS-nám í jarðfræði, Há- skóla Islands, Haraldur Óskar Har- aldsson, PhD-nám í verkfræði, Kunglinga Tekn. Högskolan, Hersir Sigurgeirsson, PhD-nám í hagnýtri stærðfræði, Stanford University, Hilmar Ágústsson, civ.ing.-nám í efnaverkfræði, Danmarks Tekn. Universitet, Jóhanna Harpa Arna- dóttir, civ.ing.-nám í verkfræði, Danm. Tekn. Universitet, Marta Guðrún Daníelsdóttir, MS-nám í um- hverfísverkfræði, U. of Washington, og Rannveig Ólafsdótth, PhD-nám í landafræði, Lunds Universitet. Minningarsjóðminn var stofnaður 1980 á grundvelli erfðaskrár þeirra hjóna, Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kiistjánssonai-. Frá því er úthlutun styi-kja hófst árið 1984 hefur alls ver- ið úthlutað 136 námsstyrkjum. SÚ hefð hefur skapast hjá SÍF hf. að veita styrki til líknarmála í stað þess að senda hluthöfum, framleiðendum og öðrum við- skiptamönnum jólakort. I ár var ákveðið að styrkja tvö félög, Foreldrafélag misþroska barna og Umsjónarfélag ein- hverfra, með 150 þús. kr. fram- lagi hvort. Foreldraféalg mis- þroska barna hefur það að mark- miði að miðla fræðslu um mis- þroska börn til ýmissa hópa, s.s. foreldra, skólastofnana o.fl. til að auka skilning á málefninu. Um- sjónarfélag einhverfra byggir starfseini sína einnig á fræðslu og útgáfu og gætir hagsmuna ein- hverfra. Starf félaganna byggist að mestu leyti á sjálfboðavinnu. SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur kveðið upp þann úr- skurð að tímaritið Allt hafi ekki brotið siðareglur í umfjöllun sinni um dómsmál þriggja barna gegn föður sínum vegna líkamlegra misþyrminga og andlegrar kúgun- ar. Aðstandendur barnanna lögðu fram kæra á hendur Evu Magnús- dóttur blaðamanni og Þórarni Jóni Magnússyni ritstjóra tímaritsins. Töldu kærendur m.a. að þótt nöfn málsaðila hefðu ekki verið nefnd í umfjöllun tímaritsins væri svo ná- kvæmlega skýi-t frá atburðum að auðveldlega mætti sjá um hverja væri fjallað. Jafnframt töldu kærendur að viðkvæmar persónu- legar upplýsingar, sem ekki ættu erindi við almenning, væru gerðar að umfjöllun í algjöru heimildar- leysi. Ennfremur töldu kærendur að um vítaverðar rangfærslur væri að ræða í greininni en bentu ekki á ákveðnar greinar siðareglna BÍ í því sambandi. í niðurstöðu siðanefndarinnar, sem var einróma, segir m.a. að um- rætt mál hafí vakið mikla athygli á sínum tíma enda hafí verið um ein- stakt dómsmál að ræða. Því hafi verið fyllilega eðlilegt að frá því væri greint í fjölmiðlum. Er dómur hafi verið kveðinn upp hafi áhersla fyi-st og fremst verið lögð á þá nið- urstöðu að faðir hafi verið dæmdur til að greiða börnum sínum skaða- bætur vegna misþyrminga. Á þeim tíma hafi minna verið fjallað um heimilisofbeldi sem slíkt. Tímaritið Allt taki hins vegar þann þátt málsins fyrst og fremst upp til að birta hinar dökku hliðar mannlífs- ins og sýna fram á að slíkt ofbeldi viðgangist. Greinin sé skrifuð sem eins konar viðvörun og eigi fullan rétt á sér sem slík. Nefndin taldi að tímaritið hefði getað vandað efnistök sín betur í einstaka atriðum en þeir annmark- ar væru ekki svo miklir að siða- reglur Blaðamannafélags Islands teljist brotnar. Velferð barna í umferðinni BANDALAG íslenskra skáta hefur í átta ár ásamt Reykjavík- urborg fært sex ára börnum að gjöf endurskinsborða sem brugðið er yfir öxl barnsins. Síð- ustu þijú árin þ.e. 1996, 1997 og 1998 hefur P. Samúelsson ehf. - Toyota verið stærsti stuðnings- aðili þessa verkefnis. Ákveðið hefur verið að hafa stærstu vinninga í sérstöku bfl- númerahappdætti frá Toyota, jeppabifreið af gerðinni Toyota LandCruiser VX 4wd og fólks- bifreið af gerðinni TOYOTA Avensis, 1800. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SKIJLI K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, Ólafur Ás- geirsson, skátahöfðingi og Sveinn Guðmundsson, verkefnisstjóri BÍS. Aukin þjónusta í World Class WORLD Class og Sérverslun hlauparans á 3. hæð í Kringl- unni hafa gert með sér samning um að sérfræðingur frá Sér- verslun Hagkaups verði í Word Class seinni part dags aðra hverja viku. „Viðskiptavinum World Class er boðin hlaupaskoðun með að- stoð hlaupabands og upptöku- búnaðar. Þannig sést hvernig niðurstigið er og í framhaldinu er hægt að ráðleggja um val á skóm. Stóru hlaupaskóframleiðend- urnir hafa á síðustu misserum framleitt skó með tilliti til mis- munandi hlaupalags. Skórnir eru orðnir það sérhæfðir og tæknilega fullkomnir að skór sem henta einum vel duga öðr- um alls ekki. Uppbygging og dempun á hlaupaskóm hentar mjög vel fólki sem stendur mikið eða gengur á hörðu undirlagi," segir í fréttatilkynningu. ■ EINKAKLÚBBURINN verður með Laser Tag-kvöld í kvöld kl. 20. Frítt fyrir Einkaklúbbsfélaga gegn framvísun skírteina. ■ Vinnustofan Gallerí Járn opnuð SVEINN Magnússon listamaður hefur opnað vinnustofuna og verkstæðið Gallerí Járn á Grettis- götu 3, í bakhúsi. Sveinn smíðar ýmsa muni úr smíðajárni og öðrum málmum, s.s. borð, stóla, lampa, ljósakrón- ur og lifandi blómaskúlptúra. Sveinn lærði hjá innréttinga- og blómalistamanninum Tage And- ersen í Kaupmannahöfn. Opið er miðvikudaga til föstu- daga kl. 13-18, annars eftir sam- komulagi. Ný blóma- skreytinga- stofa BLÓMASMIÐJA Hildu var opnuð um síðustu helgi en hún er við Rauðavatn. Eigandi hennar er Hilda Allansdóttir. Hún lærði í Óðinsvéum í Dan- mörku og hefur unnið í Blóma- miðstöðinni og fleiri stöðum síð- ar. Hún tekur að sér allar teg- undir skreytinga við öll tækifæri svo sem brúðarvendi, kransa, kistuskreytingar, körfur og skreytingar eftir óskum hvers og eins. Þurrskreytingar eru alltaf til á staðnum. Opið er alla daga frá kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 13-18. LEIÐRÉTT Talað við Huldu UMMÆLI eignuð Kristínu Blöndal um viðræður um samfylkingu á vinstri vængnum á baksíðu Morg- unbiaðsins í gær voru í raun höfð eftir Huldu Olafsdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn í FRÉTT um Móeiði Júmusdóttur og hljómsveit hennar á þriðjudag var nafn eins hljómsveitarmeðlims rangt haft eftir, en hann heitir Þór- hallur Bergmann. Beðist er velvirð- ingar á þessu mishermi. Hærra en ekki lægra í UMFJÖLLUN um samkeppni í þjónustu vegna millilandasímtala var ranghennt að verð á GSM-sím- tölum frá Tali væru 2,60 krónum ódýrari en grunngjald fyrir almenn símtöl til Bandaríkjanna. Rétt er að verðið hjá Tali er 2,60 krónum hærra en grunngjald fyrir almenn símtöl til Bandaríkjanna. Leiðrétting við verðkönnun á jólatrjám RANGT var farið með tvær tölur í verðkönnun á jólatrjám fyrir skömmu. Jólatréssalan við Landa- kot og IKEA selur norðmannsþin í stærðinni 151-175 cm á 3.490 kr. og í stærðinni 176-200 cm á 4.490 kr. Þessi jólatréssala er því með lægsta verð á norðmannsþin í þessum tveimur stærðarflokkum. Þess má geta að Jólatréssalan Landakot hef- ur lækkað verð á jólatrjám sínum frá því í fyrra og lætur hluta af ágóða sölunnar renna til Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.