Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 72
72 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rokktónleikar
í Loftkastalanum
UPPSKERUHÁTÍÐ íslenskra
rokkara verður laugardagskvöldið
19. desember í Loftkastalanum.
Þar ætla sex hljómsveitir að spila
efni af nýjum plötum.
Hljómsveitimar era Botnleðja
sem kynnir efni af plötunni Magnyl,
Bellatrix kynnir plötuna „g“, Unun
kynnir plötuna Otta, Súrefni kynnir
plötuna „Wide Noise“, 200.000 nagl-
bítar kynna plötu sína Neondýrin
og Magga Stína kynnir sína plötu,
„An album“.
Auk þessara framvarðarsveita í
íslenska rokkinu munu Hallgrím-
ur Helgason og Mikael Torfason
lesa úr nýjum bókum.
Tónleikarnir, sem hafa yfír-
skriftina Gefðu mér rokk í skóinn,
hefjast kl. 21 og standa fram eftir
nóttu. Miðaverð er 1.200 kr., en
einnig eru miðar seldir í forsölu í
Japis-búðunum og í Loftkastalan-
um, og þar kosta þeir 1.000 krónur.
N ýkomnir toppar undir jakka,
silfur- og gullofnir.
Verð kr. 2.900. Stærðir M—XXL
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið í dagfrá kl. 10-22
og sunnudag frá kl. 13-16
Innilegar þakkir til allra okkar góðu vina og
vandamanna, er glöddu okkur með blómum,
gjöfum og heillaóskaskeytum á 80 ára afmæli
okkar.
Sérstakar þakkir til barna okkar, tengda-
bama og barnabarna, sem glöddu okkur á
svo margvíslegan hátt á þessum tímamótum.
Guð blessi ykkur öll^
Asta og Sveinbjörn,
Hraunprýði, Hellissandi.
RAYM0ND WEIL
Dömu- og herraúr úr eðalstáli, kúpt gler, verð kr. 49.900
Fáanleg með 18 karata gullhúð.
Garðar Ólafsson úrsmiður,
Lækjartorgi, s. 551 0081
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Aðstoð í Keflavík
ÉG frétti að það væri enga
aðstoð að fá í Keflavík fyrir
fátækar mæðui-, enginn
staður sem þær gætu leit-
að til. Engin mæðrastyrks-
nefnd eða Hjálpai'stofnun
kirkjunnar, Rauði krossinn
eða svoleiðis. Er einhver
sem veit hvar hægt er að fá
svona aðstoð í Keflavík?
Móðir.
Þakkir
til Arnars
ÞAD er ekki seinna vænna
að þakka Arnari Jónssyni
fyrir frábæran flutning á
Sjálfstæðu fólki. Þessu
stórkostlega ritverki Hall-
dórs Laxness. Ég vona og
veit raunar að landsmenn
hafa ekki látið lesturinn
fram hjá sér fara. Þessi
frábæra saga Bjarts, með
hans fólk í baksýn, náði
hjarta hvers sem hlustaði,
en oft ofbauð manni sjálf-
birgingsháttur og eigin-
hagsmunir Bjarts gagn-
vart öllu sem hann hafði
samskipti við, en er það
ekki vöm lítilmagnans sem
ekki vill viðurkenna, ekki
einu sinni fyrir sjálfum
sér, að hann er smár.
Flutningur Arnars var ein-
stakur og verðugt að eiga
hann á „bandi“ þar sem
komandi kynslóðh- geta
lært söguna zum Bjart.
Um tíma var ég ekki
heima og þótt ég hafí lesið
Sjálfstætt fólk fyrir löngu
var mitt fyrsta verk eftir
að heim var komið að taka
bókina og lesa það sem ég
hafði misst úr í flutningi
Arnai-s. En ég varð svolítið
hissa. Ég náði ekki sam-
bandi við Bjart og hans
fólk með mínum lestri í
einrúmi. Slíkur var flutn-
ingur Amars, hann lyfti
sögunni í hæna veldi.
Þakka þér fyrir Arnar.
Kona
Þakkir fyrir göngu-
stíga í Kópavogi
ÞÓRHALLA hafði sam-
band við Velvakanda og
langaði að koma á fram-
færi þakklæti til forráða-
manna Kópavogsbæjar
fyrir yndislega upplýsta
göngustíga í bænum og
ekki síður þakklæti fyrir
hvað hugsað er vel um
göngustígana, bæði eru
þeir mokaðir og borinn
sandur á þá.
Um jólasveina
ÉG hafði gaman af því að
heyra Olínu Þorvarðar-
dóttur tala um jólasveina,
fjölda þeirra og nöfn, í
dægurmálaþætti Rásar 2 í
vikunni. Um helgina sat
ég með félaga mínum,
Skagfírðingi, og ræddum
við málin. Kom að því að
fá að vita hvað sá fjórtándi
og sá fímmtándi hétu, ef
þeir væru ef til vill
mennskir. Þar er ég er
svoddan jólasveinn stund-
um sagði ég, að hann héti
Sveinn ki. Félagi minn
sagði að bragði hinn
fímmtánda heita Sauða-
krókur. Féllumst vér báð-
ir á þessi nöfn.
Sveinn Guðmundsson.
Þakkir fyrir
gott lagaval
ERNA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
koma á framfæri þakklæti
sínu og kveðju til Lenu
Kolbrúnar Eddudóttur, í
morgunþætti ríkisútvarps-
ins, fyrir einstaklega gott
lagaval, fjölbreytta og
létta tónlist.
Góð þjónusta
ÁNÆGÐUR viðskiptavin-
ur hafði samband við Vel-
vakanda og vildi þakka
fyrir góða þjónustu sem
hann fékk í Skífunni á
Laugavegi. Ungur maður
var þar við afgreiðslu og
gaf hann sér góðan tíma
til að aðstoða hann og
hafði góða þekkingu á því
sem hann var að gera.
Segist hann hafa gengið
mjög ánægður út úr versl-
uninni.
Tapað/fundið
Giftingarhringur
týndist
KARLMANNS giftingar-
hringur, 14 karata, týndist,
trúlega í Bankasti’æti sl.
föstudag. Inn í hringnum
stendur Lillian. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 568 2972.
Bækur f óskiluni
ÞRJÁR bækur fundust sl.
fostudag í Fífuhvammi.
Þær lágu á götunni og
gætu hafa dottið úr bíl.
Þeir sem kannast við að
hafa týnt þeim hafi sam-
band í síma 554 0586.
Silfurlitað mynda-
albúm týndist
SILFURLITAÐ mynda-
albúm týndist við Álfheima
26 í lok september. Þeir
sem kannast við albúmið
hafi samband í síma
565 6732.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
NÍU VIKNA gullfalleg-
ur kassavanur kettlingur
fæst gefíns. Upplýsingar
í síma 564 6116.
í Hljóniskálagarði.
Morgunblaðið/Ásdís.
Búðu hana undir
drauminn
Glæsilegur undir- og
náttfatnaður er örugg
og auðveld leið að hjarta
konunnar í lífi þínu.
V\l//
cS«'
Mundu giatakcrtin!
1. HÆÐ • SIMI 553 7355
Víkverji skrifar...
HART var deOt um gagnagrunns-
frumvarpið á Alþingi, bæði inni-
hald þess og vinnubrögð stjórnar-
liða. Milli annarrar og þriðju um-
ræðu rifust þau Siv Friðleifsdóttir,
talsmaður meirihlutans í heilbrigðis-
nefnd, og Össur Skarphéðinsson,
talsmaður minnihlutans, harkalega
um vinnubrögð við afgreiðslu máls-
ins. Víkverji fylgdist spenntur með í
sjónvai’pi og fannst eins og stemmn-
ingin í þingsalnum hlyti að vera góð.
Þau brýndu raustina og Össur var
ekki að spara handahreyfingarnar til
að leggja áherslu á mál sitt.
Svo vildi til að bekkur vinkonu
Víkverja, sem er 10 ára, var staddur
í miðbænum á kaffihúsarölti þennan
morgun og hópurinn kom við í Al-
þingishúsinu. Fannst bömunum
skemmtilegt að koma þarna, og
sagði vinkonan að maður og kona
hefðu komið til skiptis í ræðustólinn
og bæði verið reið. En henni þótti
skrýtið, að auk þessara tveggja,
hefði mátt telja þá á fingrum ann-
arrar handar sem sátu í salnum!
Hún spurði þegar heim kom hvort
þingmennirnir þyrftu ekki að vera í
vinnunni.
XXX
yÍKVERJI las í gærmorgun á
svokallaðri Team Talk síðu
enska knattspyrnufélagsins Liver-
pool á Netinu - síðu sem tengist
reyndar félaginu ekki formlega - að
næstu daga yrði líklega skrifað und-
ir samning við mjög efnilegan varn-
armann, stjörnu framtíðarinnar,
eins og það var orðað. Sá heitir
Endredre Sigurdsson í fréttinni og
er sagður leika með liðinu Reykja-
vik. Greint er frá því að Gerard
Houllier, knattspyrnustjóra Liver-
pool, þyki mikið til drengsins koma
og mikils megi vænta af honum í
framtíðinni.
Endredre þessi mun vera Indriði
Sigurðsson, KR-ingurinn bráð-
efnilegi. Eða skyldi hann vera á mála
hjá Fram? Víkverji gat ekki annað
en brosað út í annað á dögunum,
þegar Framarar ákváðu að nefna
hlutafélag sitt Fótboltafélag Reykja-
víkur - Fram. Þeim fannst fáránlegt
þegar KR-ingar mölduðu í móinn og
bentu á að líkur væru á að félögun-
um yrði ruglað saman á erlendri
grundu. Knattspyrnufélag Reykja-
víkur og Fótboltafélag Reykjavíkm-
yrðu mjög líklega bæði kölluð FC
Reykjavík í enskumælandi löndum.
Þetta fannst Frömurum harla ólík-
legt, en nú virðist Víkverja sem þeg-
ar hafi komið í Ijós að KR-ingar hafi
haft lög að mæla. Þegai- greinin um
Endredre á Team Talk síðunni er
lesin er ógemingur fyrir útlendinga
að átta sig á því hvort leikmaðurinn
kemur úr KR eða Fram, FC Reykja-
vik eða FC Reykjavik.