Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM15691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðjð/Árni Sæberg Á LEIÐ upp í TF-LÍF eftir volk í sjónum. 370 manns hafa verið -hífðir úr sjó FISKIEFTIRLITSMENN frá Fiskistofunni tóku þátt í nám- skeiði hjá Björgunarskóla sjó- manna í gær. Þeir voru hífðir um borð úr gúmmíbjörgunarbát í þyrlu á ytri höfn Reykjavíkur og handtök við björgun af þessu tagi voru æfð. Alls hafa 32 æfingar verið haldnar á þessu ári með þátttöku þyrlna Landhelgisgæsl- unnar, þar af 19 á TF-SIF og 13 á TF-LÍF. Samtals hafa 370 manns, sem sótt hafa námskeið hjá sjó- mannafræðsiunni, verið hífðir upp úr sjó á æfingum á þessu ári. J'orben Lund, stýrimaður á TF- fcLIF, sagði að mennirnir hefðu verið hífðir um borð og síðan flogið með þá út í Engey. Til greina kæmi að hætta að fara út í Engey vegna rusls sem safnast hefur saman í eynni. Ruslið þyrl- ast upp þegar vélin nálgast og segir Torben hættu á því að það lendi í spöðum og inntökum. Fyr- ir fimmtán árum lenti rusl í spöð- unum á TF-GRÓ. Ruslið er reki úr sjónum en Torben segir að sér þyki sjálfsagt að gerður verði út leiðangur til að hreinsa eyjuna. Þrjú íslensk börn björguðust er lestarvagni þeirra hvolfdi í Noregi í gær ,Taldi að börnin væru öll látinu SVEINN Guðmundsson, Ásmund- ur Þór, Hanna Kristjana og Tómas Birnir Sveinsbörn komust lífs af þegar lest fór út af sporinu suður af Mosjoen í norðurhluta Noregs í gær. Þau voru á leið frá Bodö til að Iialda jól í Danmörku. Tveimur vögnum lestarinnar hvolfdi við óhappið og var annar þeirra leik- vagninn þar sem börnin voru. Um 150 farþegar voru í lestinni sem var á leið til Þrándheims. Leikvagninum hvolfdi ásamt næsta vagni fyrir framan. Sveinn var í aftasta vagnmum, veitinga- vagninum, og segir hann að það hafi verið skelfilegasta lífsreynsla sín nokkru sinni þegar hann sá Ieikvagninn á hvolfi. „Eg taldi víst að börnin væru öll látin,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Fjórtán manns voru fluttir á sjúkrahúsið í Mosjoen en enginn reyndist lífs- hættulega slasaður. Sveinn og börnin sluppu án teljandi meiðsla. Tvö eldri börnin eru marin eftir slysið, en yngsta barnið virðist al- veg hafa sloppið. Tómas Birnir, sem er tveggja ára, lýsti slysinu á þann veg fyrir föður sínum að hann hefði skyndilega farið á hvolf í lestinni. „Þegar ég komst inn í vagninn spurði hann hvort við værum núna komnir til Dan- merkur. Dóttir mín og Ásmundur flugu um inni í vagninum þegar honum hvolfdi og það kom gat á Ioftplötu í þakinu þegar hann skall með höfuðið þar,“ sagði Sveinn í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. ■ Óhugnanlegasta/43 ÁSMUNDUR Þór, Hanna Kristjana og Tómas Birnir komust heil á húfi úr lestarslysi í Noregi í gær. Einn forstjóri yfír báðum stóru sjúkrahúsunum Fjárhagsleg ábyrgð ríkisins á rekstri SHR RÍKIÐ mun um næstu áramót taka við fjárhagslegri ábyrgð af rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur af Reykjavíkurborg. Frá sama tíma tekur við störfum einn forstjóri yf- ir báðum stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, hefur verið ráðinn í starf- ið. Ennfremur hefur verið ákveðið að sjúkrahúsin fái á fjáraukalögum 500 milljónir til að taka á fjárhags- vanda liðinna ára. „Það er eðlilegt að fagleg og fjár- hagsleg ábyrgð á rekstri fari sam- an. Það ber ekki vott um nútíma- lega stjórnunarhætti að borgin reki Sjúkrahús Reykjavíkur og stjórni honum en ríkið borgi allan tilkostn- að. Nú fer þessi faglega og fjár- hagslega ábyrgð saman og mér finnst það vera mjög skynsamlegt af Reykjavíkurborg að taka þetta Spítalarnir fá 500 milljónir í aukafjárveitingu skref,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Hún sagði að með ráðningu for- stjóra fyrir bæði sjúkrahúsin gæfist færi á að fylgja betur eftir ákvörð- unum sem hefðu verið teknar um ýmsa hagræðingu í rekstri sjúkra- húsanna. „Ég tel, í ljósi reynslu síðustu ára, þrátt fyrir að borgin hafi haft mikinn vilja til að reka Sjúkrahús Reykjavíkur, að þetta rekstrarfyrir- komulag sé fullreynt. Það er ijóst að fjármunir til rekstrarins koma úr ríkissjóði, en ekki úr borgarsjóði og hin fjárhagslega ábyrgð hlýtur að liggja á endanum hjá ríkinu þó að borgin hafi verið hinn formlegi eig- andi og rekstraraðili spítalans. Við teljum eðlilegt að fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð fari saman,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að nú þegar fjárhagsleg ábyrgð af rekstri SHR væri komin yfir á ríkissjóð yrði ríkið að marka stefnu varðandi framtíðarrekstur spítalanna. Hann útilokaði ekki frekari breytingar á stjóm þeirra. Hann tók fram að starfsfólk þyrfti ekki að óttast um sinn hag við þess- ar breytingar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gagnrýndu samninginn á fundi borgarstjórnar í gær og að málið hefði ekki verið rætt í borgar- ráði áður en til undirskriftar kom. ■ Ríkið tekur við/12-13 Niðurstöður nefndar Bandaríkjaþings um þróun kvótakerfa Hluti arðsins af kerfínu skili sér til samfélagsins NIÐURSTÖÐUR nefndar sem unnið hefur að ít- arlegri úttekt fyrir Bandaríkjaþing á reynslu af kvótakerfum í sjávarútvegi voru kynntar þinginu í gær. Meðal þeirra sem sæti áttu í nefndinni oru Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Há- skóla íslands, og Rögnvaldur Hannesson, pró- fessor í hagfræði við Norska viðskiptaháskólann í Bergen. I skýrslu sinni leggur nefndin til að banni við þróun kvótakerfa í Bandaríkjunum verði aflétt. Þá kemur fram í niðurstöðum nefnd- arinnar að við hönnun kvótakerfa verði að full- nægja ákveðnum skilyrðum. Þannig þurfi að hafa í-huga samfélagið í heild og varast að kerfið þró- ist í andstöðu við bandarísk lög og þau markmið sem menn setja sér í upphafi. Gísli Pálsson segir eina af helstu niðurstöðum nefndarinnar þá að upphafleg úthlutun aflaheim- ilda skipti geysilega miklu máli við hönnun kvóta- kerfa. Nefndin bendi þannig á margs konar út- hlutunarmöguleika, meðal annars til sjómanna, bátaeigenda, vinnslustöðva og til byggða. Einnig telur nefndin að verulegu máli skipti hverjir komi að upphaflegri úthlutun. „Nefndin leggur mikla áherslu á að þeir aðilar sem koma að hönnun kerfisins komi sem víðast úr sjávarútveginum og hópur svokallaðra hagsmunaaðila sé ekki skil- greindur mjög þröngt," segir Gísli. Þá segir ennfremur í skýrslunni að hluti þess arðs sem verði til í kvótastýrðum fiskveiðum verði að að skila sér til samfélagsins en ekki að- eins til handhafa aflaheimildanna. Nefndin bend- ir á ýmsar leiðir í þessu sambandi, þar á meðal auðlindagjald eða skattlagningu. Gísli segir athyglisvert hvernig að nefndar- störfum hefur verið staðið. „Hið pólitíska vald fól umboðsmanni vísinda í landinu að standa að þess- ari samantekt. Ekki er valið í nefndina á pólitísk- um forsendum, heldur með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Allir nefndarmenn eru algerlega óháðir hagmunaaðilum og hafa ekki neinna hags- muna að gæta. Nefndin hefur unnið með full- kominni leynd í meira en ár. Hún hefur því ekki unnið undir neinum þrýstingi," segir Gísli. ■ Höfuðatriði/42-43 Frjóvgun með gjafa- eggjtim AÐEINS vantar eggin til að hægt sé að hefja tæknifrjóvgun með gjafa- eggjum á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítalans. Eggin verða að vera íslensk enda er ekki hægt að frysta og flytja egg jafn auðveldlega á milli landa og sæði, sem hefur verið flutt frá Danmörku til íslands um árabil. I viðtali við Þórð Óskarsson, yfir- lækni, kemur fram að eggjagjafar geti gefið egg nafnlaust eða undir nafni. ■ Tæknifijóvgun/B6-B7 --------------- Óska eftir viðræðum við formenn EKKI var tekin ákvörðun um að slíta viðræðum við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið um sameigin- legt framboð á félagsfundi Kvenna- listans í Reykjavík í gærkvöldi. Samþykkt var á fundinum að fela fulltrúum listans að óska eftir fundi með formönnum A-flokkanna til að gera þeim grein fyrir afstöðu Kvennalistans. Á fundinum var jafnframt lýst yfir fullu trausti á þær konur sem staðið hafa í samningaviðræðunum við A- flokkana að undanfórnu. ■ Ásakanir/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.