Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
-
Morgunblaðið/Kristinn
TILKYNNINGASKYLDAN er alltaf á vakt. Eysteinn Guðlaugsson starfs-
maður mætir til vinnu klukkan 20 og situr vaktina næstu tólf txmana.
Fj ölmargir að
vinna yfir j ólin
ÞAÐ verður hátíðleg stund á
heimilum um allt land þegar
kirkjuklukkurnar hringja inn jól-
in í kvöld klukkan sex. En þótt
flestir geti notið hátíðarinnar í
faðmi Ijölskyldunnar eru fjöl-
margir sem þurfa að vinna yfir
jólin. Það þarf að hjúkra sjúkum,
vakta byggingar og sinna útköll-
um hvort sem er á sjó eða landi.
Tilkynningaskyldan sinnir sjó-
farendum. Að sögn Eysteins Guð-
laugssonar, starfsmanns Tilkynn-
ingaskyldunnar, er einn starfs-
maður á vakt yfir jólin. Þeir
reyna þó að skipta vöktunum
með sér þannig að flestir geti átt
einhveija stund heima í faðmi
fjölskyldunnar yfir hátíðirnar.
Eysteinn segir að fjöldi skipa á
sjó yfir jólin hafi farið minnkandi
hin síðustu ár. í fyrra hafi verið
3-4 frystitogarar úti sem stóluðu
á söiudaga erlendis strax eftir
jólin. En auk þess séu fraktskip
alltaf á ferðinni.
Hann minnist jólanna árið
1986 þegar tvö sjóslys áttu sér
stað með sólahrings millibili, hið
fyrra á aðfangadagskvöld og hitt
sólarhring síðar. „Við vonum að
þetta verði róleg og friðsamleg
jól, það er best og ánægjulegast
fyrir alla,“ segir Eysteinn, sem
verður á vaktinni í kvöld.
Jólahald f
Húsdýragarðinum
Þeir sem eru með búskap vita
að hann Ieyfir ekki frí á lög-
bundnum frídögum eins og jólun-
um. Eins og á öðrum býlum
verða starfsmenn í Húsdýragarð-
inum á vakt yfir jólin og sinna
dýrunum. Unnur Sigurþórsdótt-
ir, dýrahirðir í garðinum, tjáði
Morgunblaðsmönnum að dýrin
fengju sérstaka meðferð á að-
fangadag. Þau fá lúxusfæði auk
þess sem dýrahirðirinn stjanar
við þau, en þau fá til dæmis sér-
staka jólaburstun. „Selirnir fá
eintóma sfld í stað þess að hún sé
blönduð loðnu eins og vanalega.
Svínin fá epli, banana og kartöfl-
ur og kanínurnar fá grænmeti.
Þannig að við höldum líka upp á
jólin hér,“ segir Unnur.
Aðfangadagur er annasamur í
fiestum kirkjugörðum landsins. I
Grafarvogskirkjugarði eru starfs-
menn á vakt til klukkan þijú á að-
fangadag til að aðstoða fólk. Dag-
urinn er einn sá annasamasti á ár-
inu enda margir að heimsækja
leiði látinna ættingja eða vina.
Það er einnig mikið að gera
hjá upplýsingum Landssímans og
að sögn Ónnu Nínu Stefnisdóttir
er mjög mikið að gera þangað til
klukkan verður sex, þá dettur
allt í dúnalogn. Hjá starfsmönn-
unum rfldr líka jólastemmning
og þeir fá jólakræsingar eins og
þær gerast bestar.
Aðfangadagur er stærsti dag-
ur ársins hjá rafmagnsveitum um
allt land og þar með taiinni Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Þar
hafa menn verið að undirbúa hið
mikla álag sem fylgir elda-
mennsku á aðfangadag allt frá
því í haust, að sögn Gunnars Að-
alsteinssonar rekstrarstjóra.
„Toppurinn er á milli fimm og
sex, þegar kartöflumar em sett-
ar yfir á hverju heimili. Það er
stöðug aukning í orkunotkun á
milli ára og við emm í viðbragðs-
stöðu ef eitthvað bregður út af.
Um 20 manns era á vakt úti í
hverfunum á þessum áiagstíma
og mæta þeir heim til fólks að
bjarga málunum fljótlega eftir að
beiðni um aðstoð hefur borist.
Fólk veit ekki af því og er oft
undrandi á því hvað starfsmenn-
irnir em fljótir á staðinn," segir
Gunnar. Þrátt fyrir að nauðsyn-
legt sé að sumir vinni yfir jólin
munu vonandi allir eiga gleði-
lega jólahátíð.
FRÉTTIR
HJÁ upplýsingaþjónustu Landssímans er vanalega
mikið að gera til klukkan sex í dag, þá dettur allt í
dúnalogn, segir Anna Nína Stefnisdóttir starfsmaður.
SVÍNIN í Húsdýragarðinum fá hátíðarfæðu: epli,
banana og kartöflur í stað hversdagslegs fóðurs.
Grísimir hennar Gjólu kunna vel að meta það.
MorgunblaðiíVGolli
GOTT veður var í höfuðborginni
í gærkvöldi og fjöldi fólks á ferð í
miðborg Reykjavíkur og fór
fjölgandi um og eftir kvöldmatar-
leytið. Verslanir vom opnar og
ungir og gamlir ljósberar samein-
Mannfjöldi í
miðborginni
uðust í friðargöngu frá Hlemmi
að Lækjaríorgi. Lögreglan sagði
umferð mikla og hafa gengið vel
og áfallalaust, enda þurrt og eng-
in hálka. Fremur lítið hafði verið
um útköll yfir daginn og allt fór
friðsamlega fram í jólastemmn-
ingunni.
Rafíðnaðar- og símamenn um tilboð um innanhússsamning
Efast um lögmæti
samtengingarinnar
RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands
telur að tilboð Landssímans um inn-
anhússsamning sé óvenjuleg leið og
vafasöm. Einkum finnst sambandinu
mjög óeðlilegt að leggja þrjá mis-
munandi samninga fyrir félaga jafn-
margra launþegasamtaka og tengja
síðan niðurstöðumar saman. Guð-
mundur Gunnarsson, formaður RSÍ,
kveðst telja þetta ólöglega aðferð.
Einar Gústafsson, formaður Félags
íslenskra símamanna, kveðst ósáttur
við þessa samtengingu, en hins veg-
ar sé of snemmt að fella dóma um
innihald tilboðsins. Þórarinn V. Þór-
arinsson, stjómarformaður Lands-
símans, kveðst telja tilboðið þjóna
bæði hagsmunum fyrirtækins og
starfsmanna.
Kostnaður um 300 millj.
Tilboðið nær til félaga þrennra
launþegasamtaka, RSÍ, FÍS og
Verkamannasambandsins. Lands-
síminn leggur til að kaffitími starfs-
manna að morgni verði felldur niður,
í stað þess verði greidd yfirvinna,
eins og heimilt er samkvæmt gild-
andi kjarasamningum. Þá er 2%
launahækkun boðin frá og með 1.
janúar ásamt því að starfsmenn fái
75 þúsund króna eingreiðslu.
Þessu til viðbótar er farið fram á
að félagsmenn hinna þriggja félaga
fallist á breytingar sem snerta við-
komandi félög. Oskað er eftir að raf-
iðnaðarmenn samþykki að launa-
greiðslur til þeirra komi mánaðar-
lega í stað vikulega eins og nú
tíðkast. Óskað er eftir að félagsmenn
FÍS samþykki breytingar á vöktum
og hugmyndir sem eyða myndu
ágreiningi um lífeyrismál, en slíkar
deilur hafa verið uppi síðan fyrirtæk-
inu var breytt í hlutafélag 1. janúar
1997.
í yfirlýsingu RSÍ kemur fram það
sjónarmið að ákaflega óeðlilegt og
jafnvel ólöglegt sé að afgreiða lífeyr-
ismál símamanna með þessum hætti.
Þá gerir félagið athugasemdir við
samtenginguna, eins og fyrr segir,
og bendir á að starfsmenn eru
dreifðir um allt land þannig að kynn-
ing fari fyrir ofan garð og neðan hjá
mörgum. „Það er mat RSÍ að það
hefði verið eðlilegra að hafa meira
samráð við trúnaðarmenn og samn-
inganefndir hópanna, auk þess að
bera plöggin undir stéttarfélögin."
Einar Gústafsson, formaður FÍS,
segir að skoða verði tilboð Landssím-
ans betur áður en hægt sé að tjá sig
um innihald þess og tilboðið hafi
borist svo nærri jólum að tíminn sé
naumur. „Þá fínnst mér út úr kortinu
að spyrða saman atkvæðagreiðslu
um ólík mál og spyr hvort þetta sé
löglegt og gjörlegt," segir hann.
Hlynntur vinnustaðasamningum
Launagreiðslur Landssímans
nema tæplega þremur milljörðum
króna í ár og segir Þórarinn V. Þór-
arinsson, stjómarformaður Lands-
símans, að 2% launahækkun myndi
þýða um 60 milljóna króna hækkun
þess kostnaðar. Eingreiðsla til
starfsmanna myndi kosta fyrirtækið
um 90 milljónir. „Þar að auki viljum
við kaupa aukinn vinnutíma, þannig
að við erum að skuldbinda okkur til
að kaupa vinnutíma fyrir um
120-130 milljónir í viðbót á næsta
ári,“ segir Þórarinn.
Hann segir að einnig verði að taka
með í reikninginn tilboð til starfs-
manna sem ekki hafa lífeyrisréttindi
miðað við fóst laun eins og þeir hefðu
vænst þegar fyrirtækinu var breytt í
hlutafélag áramótin 1996/97. „Þeim
er gert tilboð til að ljúka því og koma
í veg fyrir að fyrirtækið eigi yfir
höfði sér málaferli vegna mögulegra
deilna um viðskilnað ríkisins við
þessa starfsmenn," segir Þórarinn.
Hann segir Landssímann vonast
til að þetta tilboð verði samþykkt og
sé það miðað við að greiðslurnai'
komi til framkvæmda næstu mán-
aðamót eftir að samþykki fæst. „Við
erum bjartsýnir á góð viðbrögð og að
tekist hafi að slá þann tón sem henti
bæði hagsmunum íýrirtækisins og
starfsmanna," segir Þórarinn.
Hann kveðst mjög hlynntur vinnu-
staðasamningum og fari það sjónar-
mið saman við framtíðarsýn Vinnu-
veitendasambands íslands. „Slíkir
samningar gefa kost á að hvert fyrir-
tæki taki á þeim hagræðingarmögu-
leikum sem gefast hverju sinni. Það
má sjá fyrir sér að í almennum
kjarasamningum væri að allra
minnstu leyti fjallað um laun, heldur
væru launaákvarðanir viðfangsefni í
kjarasamningum úti í fyrirtækjum.
Það er örugglega talsvert þangað til
það gerist, en þetta er þróun og til-
boð okkar er þáttur í þeirri þróun,“
segir Þórarinn.
Þjónar hagsmunuin beggja
Hann segir að hagnaður af Lands-
símanum sé mjög góður í ár, kostn-
aðaraðhald hafi verið mikið og m.a.
hafi launaútgjöld á þessu ári verið
minni en ráð var fyrir gert. Lands-
síminn hafi ekki náð að fjölga starfs-
fólki á síðasta ári eins og áætlað var,
heldur þurfi að reiða sig meira á
vinnuframlag hvers og eins. „Við
teljum að það sé heppilegra að ganga
hreint til verks og semja við starfs-
fólk um skilvirkari vinnutíma og
hærra fastakaup, enda þjóni það
hagsmunum hvorra tveggja. Þetta er
borið upp sem vinnustaðasamningar
sem félagsmenn í hverju og einu fé-
lagi greiða atkvæði um, en hanga þó
saman, því það er til lítils að leggja
niður kaffitíma hjá vinnufiokki ef
einhver einn í þeim flokki hefur enn
samning um að drekka kaffi.“