Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp rfldsstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða GÓÐÆRISGAUR, Greifasleikir og Kvótastubbi bregðast ekki sínum hvað sem raular og tautar. Sameining- sjúkrahús- anna fyrir borgarstjórn SAMNINGUR um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík var lagður fram í borgarráði á þriðju- dag og var afgreiðslu hans vísað til borgarstjórnar. í bókun borgarstjóra segir m.a. að eftir margra ára hallarekstur og niðurskurð til sjúkrahúsa séu ekki forsendur fyrir því að borgin verði áfram í rekstrarlegri og pólitískri ábyrgð fyrir Sjúki-ahús Reykjavík- ur. I bókun Sjálfstæðisflokks er m.a. lögð áhersla á að sjúkrahúsið verði áfram sjálfstæð stofnun rekin af borgaryfírvöldum. Vegna ágreinings í borgarráði fer málið til borgarstjómar. I bókun borgarstjóra er bent á að fyrir einu ári hafi verið gerð grein fyrir því að til þess gæti kom- ið að rekstur sjúkrahússins flyttist yfir til ríkisins. Það hafi einnig komið fram á fundi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir síðustu kosning- Sjálfstæðis- menn gagnrýna vinnubrögð borgarstjóra ar. Aðalatriðið sé ekki hvort borgin eða ríkáð reki spítalann heldur hitt að tryggja góða heilbrigðisþjón- ustu fyrir alla landsmenn. „Það er að mínu mati best gert með því að bæta verkaskiptingu milli stóru sjúkrahúsanna, auka samstarf þar sem það hentar og síðast en ekki síst treysta rekstrargrundvöll þeirra með auknum fjárframlög- um,“ segir í bókun borgarstjóra. Fleiri en ríkið í bókun sjálfstæðismanna segir að til að tryggja nauðsynlegan samanburð, fjárhagslega og fag- lega samkeppni, sé brýnt að fleiri aðilar en ríkisvaldið standi að slík- um rekstri. Reykvíkingar hafi byggt upp Borgarspítalann og með sameiningu hans og Landakots- spítala hafi átt að leggja grunn að öflugra sjúkrahúsi og hagkvæmari rekstri, sem yrði valkostur við Landspítalann. Fram kemur að sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á að starfsemi sjúkrahússins yrði skilgreind og þjónustusamningur gerður við ríkisvaldið um rekstur- inn. Borgarstjóri hafi hins vegar lagt á það áherslu að ríkisvaldið tæki alfarið við rekstri sjúkrahúss- ins. Þá segir: „Vinnubrögð borgar- stjóra í þessu máli eru ámælisverð. Ekkert samráð er haft við borg- arráðsfulltrúa, stjórnarmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur eða starfsmenn þess. Hér er enn eitt dæmið um vinnubrögð borgar- stjóra scm sýnir hvernig lýðræðis- leg vinnubrögð eru fótum troðin." 'k Þln uorslun er 6 oftlrtúldum atoOum: Stigahlíð, Reykjavik ^ Grímsbæ, Reykjavík Hagamel, Reykjavík Seljabraut, Reykjavík Vesturbergi, Reykjavik Gilsbúð, Garðabæ Selásbraut, Reykjavík Hringbraut, Keflavík Miðbæ, Akranesi Borgarbraut, Stykkishólmi Grundargötu, Grundarfirði Vallholti, Ólafsvík □lafsbraut, Ólafsvík Vitastig, Bolungarvík Lækjargötu, Siglufirði Aðalgötu, Ólafsfirði Álaugarvegi, Höfn Breiðumörk, Hveragerði „ Tryggvagötu. Selfossi Skrifstofa 587 6720 iStangarhyl, Reykjavík >$C * % Síarfsfólfyfog cigendur ósl^a lanHsmönnum ölliun gleðilegra jóla jta verslun Jólagleði Hjálpræðishersins og Verndar Mikil jóla- stemmning o g allir velkomnir A KVÖLD verður hús Hjálpræðishersins þétt setið en þangað eru allir velkomnh' sem ekki eiga þess kost að eyða aðfanga- dagskvöldi með ættingjum sínum. Það eru Jólanefnd Verndar og Hjálpræðisher- inn sem standa fýrir sam- komunni. Miriam Óskars- dóttir sér um skipulagningu jólafagnaðarins. „Hús Hjálpræðishersins hefur í fjöldamörg ár staðið opið á aðfangadagskvöld og þangað geta komið allir þeir sem vilja. Undanfarin ár höfum við haldið kvöldið há- tíðlegt í samstarfi við Vemd.“ - Hverjir koma til ykkar á aðfangadagskvöld? „Það er alls konar fólk sem kemur til okkar og þar á með- al eru einstæðingar og einnig fólk sem hefur ekki annað heimili en Hjálpræðisherinn. Þá heimsækja okkur útlendingar sem eru staddir hér um hríð og stundum hefur það komið fyrir að gestaskip liggja við höfnina og við höfum þá fengið áhöfnina til okkar.“ Miriam segir að margir sjálf- boðaliðar séu að störfum á að- fangadagskvöld. „Þetta er fólk sem vill Iáta gott af sér leiða og við höf- um fengið hringingar héðan og þaðan frá fólki sem vill koma og vinna með okkur. Hjónin sem hafa boðist til að koma og sjá um að elda í kvöld eru Anna Olafsdóttir og Arnar Gestsson. Þau voru líka með okkur í fyrra og koma með börn og tilvonandi tengdabörn með sér. Stefán Garðarsson verður veislustjóri eins og í fyrra og siðan ætla til dæmis nokkrir unglingar að þjóna til borðs auk annarra sjálfboðaliða. Kona ein hafði sam- band fyrir skömmu og bauðst til að koma í uppvaskið. Það er frábært að finna þennan kærleika og skynja að fólk er tilbúið að koma og gefa af sér með þessum hætti.“ -Hvenær hefst jólagleðin hjá ykkur í kvöld? „Við hefjum dagskrána klukkan sex með því að jólaguðspjallið er lesið á ýmsum tungumálum og síð- an er sungið borðvers. Að því búnu borðum við saman. Við bjóðum upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi og verðum líka með annars konar kjöt á boðstólum." Miriam segir að einstaklingar og fyrirtæki gefi þeim gjarnan mat og aðrar gjafir, t.d fá þau yfirleitt kjötið frá kjötiðnaðarfyrirtæki, sælgæti frá sælgætisverksmiðjum, ístertur, ýmsan dósamat, ferska ávexti og annað sem þarf í veislu- máltíð. „Þá hafa bæði einstaklingar og fyrir- tæki komið með gjafir eins og bækur eða fatn- að en auðvitað fá allir gestir jólagjöf. Það er mjög hátíðlegt hjá okkur á aðfanga- dagskvöld. Við fáum líka góða gesti í heimsókn. Gísli Helgason ætlar að gleðja okkur með tónlistarflutn- ingi og Óskar Jakobsson leikur á píanó og þjónar til borðs. Eftir matinn eru borðin fjarlægð og þá er dansað í kringum jólatréð." Þá bætast gjarnan við nokkrar fjöl- skyldur sem dansa með í kringum jólatréð. Ávallt er boðið upp á kaffí og kökur á gistiheimilinu. „Ég vil ítreka að allir eru vel- komnir til okkar í kvöld og það er mjög gott ef fólk hringir í okkur og lætur skrá sig. í fyrra heimsóttu okkur um hundrað manns og við eigum von á sama fjölda í ár.“ ►Miriam Óskarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1960. Hún varð foringi í Hjálpræðishern- um um tvítugt og bjó síðan í Noregi um skeið. Hún dvaldi í Panama í átta ár og rak þar m.a. barnaheimili fyrir fátæk börn ásamt konu frá Kólumbíu, var skólastýra um skeið og sá um söfnuð auk þess sem hún sá um útvarps- þætti. Miriam lauk BA námi í spænsku, sænsku og norsku frá Háskóla íslands árið 1995 og árið 1996 kennsluréttindum frá sama skóla. Miriam söng á geisladisk trú- artónlist árið 1994 en hafði áð- ur sungið inn á kassettu til styrktar starfi í Panama. Miriam mun halda tónleika hjá Hjálpræðishernum í Los Angeles í febrúar næstkom- andi og verða með námskeið á spænsku. Miriam varð flokksforingi Hjálpræðishersins fyrir einu og hálfu ári. -Þið útbúið líka pakka fyrir funga? „Já, það gerum við og mætum sama velvilja hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem gefa okkur oft ýmislegt í þá.“ Fjölskyldur hafa líka getað leitað til ykkar eftir matarkortum? „Við gefum um 300 matarkort fyrir jólin sem gilda fyrir úttekt upp á 2.500 krónur. Sumar fjöl- skyldur fá 1-2 slík kort, við metum aðstæður hverju sinni. Þeir sem hafa látið fé renna í jólapottinn okkar gera okkur kleift að styðja við bakið á fjölskyldum með þess- um hætti. Við erum með tvo jólapotta í Kr- inglunni, einn á póst- húsinu í Austurstræti og einn við verslunina Liverpool." - Býður Hjálpræðis- herinn ekki til stn öldruðum umjólin? „Jólahátíðin okkar íyrir aldraða er 27. desember og um skipulagn- inguna sjá foreldrar mínir, Irma og Óskar. Að þessu sinni mun sr. Frank M. Halldórsson flytja jóla- hugvekju og Guðrún Ásmundsdótt- ir leikkona les jólasögu. Við bjóð- um upp á heitt súkkulaði og tertur og eftir borðhaldið er dansað í kringum jólatréð. Sá siður hefur fest í sessi að elsti maðurinn og elsta konan fá verðlaun.“ Á jóladag er hátíðarsamkoma hjá Hjálpræðishernum og eftir hana er öllum boðið upp á kaffi og kökur í gistiheimilinu. Margir sjálfboðaliðar eyða jólunum með þessum hætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.