Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998_______________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
_____________________________________————-------------------------------------------------\
VR vill viðurlög í ákvæði um hvfldartíma
Lagabreyting til
hagsbóta fyrir aðila
Fyrirlestur
Heyerdahl
um sigling-
ar og nor-
rænan arf
í HÁTÍÐASAL Háskóla íslands
kl. 17 mánudaginn 28. desember
mun hinn heimskunni landkönnuð-
ur og sæfari Thor Heyerdahl flytja
opinberan fyrirlestur í boði rektors
Háskóla íslands. Fyrirlesturinn
verður fluttur á ensku og eru allir
velkomnir.
Thor Heyerdahl nefnir fyrirlest-
ur sinn „Upphaf siglinga og nor-
rænn arfur“. Þar mun hann fjalla
um sögu úthafssiglinga á suðræn-
um slóðum og hvort draga megi
ályktanir af þeim varðandi sigling-
ar norrænna manna vestur um haf
á víkingatímum.
Dr. Thor Heyerdahl er fæddur
árið 1914 í Larvik í Noregi. Hann
er menntaður í líffræði, landafræði
og mannfræði. Hann öðlaðist
heimsfrægð fyrir siglingar sínar
(Kon-Tiki, Ra-leiðangra I og II og
Tigris), sem vörpuðu nýju ljósi á
ferðir manna á forsögulegum tím-
um. Á síðari árum hefur Thor
Heyerdahl látið umhverfismál til
sín taka og m.a. fjallað um vemdun
hafsins.
Dr. Gísli Pálsson, prófessor í
mannfræði, mun kynna fyrirlesar-
ann og stjóma umræðum.
Fastað á
jólunum
ÞAÐ eru ekki allir sem halda
upp á jólin með ljúffengum
kræsingum. Þær Elín Agla
Briem og Guðrún Eva Mínervu-
dóttir fasta yfir hátíðirnar til
þess að vekja athygli á málefn-
um hálendisins. Þær ætla að
hafa það notalegt yfir jólin; lesa
og hlusta á messu við kertaljós,
þar sem þær hafast við í húsa-
kynnum Háskóla Islands. Fast-
an hófst 17. desember og lýkur
hinn 27. þessa mánaðar.
Aðspurðar segjast þær hafa
fengið jákvæð viðbrögð ýmissa
einstaklinga sem hafa Iýst yfir
stuðningi við þær og hvatt þær
áfram. „Margt eldra fólk hefúr
hringt í okkur og þakkað okkur
fyrir að standa vörð um hálend-
ið með því að vekja athygli á
málefninu,“ segir Elín Ágla.
Takmark þeirra með föstunni
er að fá hinn almenna Islending
til þess að velta þessum málum
fyrir sér, hvort sem þeir aðhyll-
ast virkjanir eða verða á móti
þeim eftir að hafa skoðað málin.
Stöllurnar stunda nám í heim-
speki við Háskóla íslands og
hafa aðsetur á skólasvæðinu í
Sumarhöllinni svokölluðu, en
þangað getur fólk komið og
rætt málin. Þær stóðu einnig
fyrir málþingi í Odda um mál-
efnið frá 17.-22. desember þar
sem Ijöldi framsögumanna hélt
erindi.
VERSLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur hefur ekki lokið að
fullu rannsókn á ábendingum um
meint brot á lögum um vinnutíma
og hvíldarskyldu en Pétur Maack,
varaformaður félagsins, segir ljóst
að álag á starfsfólk sé í mörgum til-
vikum mikið. Vitað sé um að ellefu
tíma hvíldarákvæði hafi verið brot-
ið en ekki hafi fengist sannanir fyr-
ir brotum á ákvæðum um átta tíma
lágmarkshvíld.
„Það eru komin lög um vinnu-
tímaákvæði og þróunin hefur verið
til hins betra í þeim málum. I lög-
unum um vinnutíma og hvíld eru
hins vegar engin viðurlög vegna
brota á átta tíma hvíldinni. Vinnu-
eftirlitið fylgist með þessum mál-
um og kannski betur en við, en við
vinnum þó saman og getum
kannski í sameiningu þrýst á lög-
gjafann til að fá inn viðurlög til að
báðir aðilar virði lögin,“ segir Pét-
ur. „Við myndum æskja þess og
getur verið bæði vinnuveitandan-
um og starfsfólkinu í hag að fastar
væri kveðið að í þessum málum.“
Lítt móttækilegir á vertíð
Hann segir fulltrúa félagsins hafa
heimsótt marga vinnustaði vegna
þeirra ábendinga sem borist hafa.
„Við erum búnii- að vera á ferðinni,
höfum heimsótt þessa vinnustaði og
eftir því sem mér sýnist núna, er
sérstaklega um einn vinnustað hjá
Bónusi að ræða, þ.e. í Holtagörðum.
Við höfum þó nánast vissu fyrir því
að fólk fái greitt fyrii- ef það vinnur
meira en ellefu tíma hvíldarákvæðið
segir til um. Það verður reyndar að
játast að unglingamir eru minna
móttækilegir meðan á vertíðinni
stendur og þeh- meta það svo að
kaupið sé ívið hærra en annars stað-
ar hjá Bónusi, en vinnutíminn er
náttúrlega langur.
Þær fjölmörgu ábendingar og
fyrirspumir sem til VR hafa komið
era að flestu leyti samhljóða því
sem kom fram í Morgunblaðinu í
gær, og fólk er greinilega orðið sér
meira meðvitandi um þessi efni en
það var. Enginn hefur hins vegar
lagt fram formlega kvörtun," segir
Pétur.
Hann segir sjálfsagt rétt hjá for-
eldram að bömin kæra sig ekki um
að þeir skipti sér af, og sömu sögu
megi segja um afskipti stéttarfé-
lagsins.
„Heimilin verða náttúrlega
miklu meira vör við þetta en vinnu-
staðiu-inn, vinnuveitandinn eða
stéttarfélagið. Mæðumar sjá þetta
auðvitað og vita miklu meira en við
um þessi mál. Þegar þær eða börn-
in koma hingað, skoðum við þessi
mál og göngum í þau, en það er
eins með okkur og heimilin, að
bömin vilja oft á tíðum ekki að við
skiptum okkur af. Við eigum trán-
aðarmenn á mörgum vinnustöðum
sem þessir krakkar bera sig upp
við og þeir leita úrbóta hjá vinnu-
veitandanum. Það era því ýmsar
leiðir sem hægt er að fara, þó að
opinberlega liggi ekki fyrir brot á
þessum atriðum,“ segir Pétur.
„Þess ber að gæta að þarna er um
að ræða unglinga sem era ekki
komnir með neina fjölskylduá-
byrgð og því með önnur gildi held-
ur en við sem höfum slíka ábyrgð.“
Upplýsa unglinga betur
Hann kveðst sammála því sem
komið hafi fram hjá foreldrum, að
upplýsa þurfi unglingana betur um
réttindi þeirra. VR hafi lagt sitt af
mörkum undanfarin misseri og
haldið verði áfram á þeirri braut,
bæði með því að nálgast nemendur
10. bekkjar í skólum og í gegnum
tránaðarmannakerfi félagsins.
Athugasemd
frá Bónus
Morgunblaðsins með greininni þar
sem hún er til þess gerð að villa fyrir
lesendum en þar er birt mynd af ung-
um dreng sem er í verslunarferð með
foreldrum en þeir klipptir út.
Bónus vill svo biðja viðkomandi af-
sökunar á því sem fram kom í grein
blaðsins þar sem tvær kassadömur
voru þjófkenndar, þar sem ummælin
voru slitin úr samhengi af blaða-
manni.
Að lokum vill Bónus afþakka boð
Morgunblaðsins um fría auglýsingu
vegna þessarar greinar en óskar eftir
því að athugasemd þessi verði birt í
blaðinu við fyrsta tækifæri.
Aths. ritstj.:
Morgunblaðið vísar á bug ásökun-
um framkvæmdastjóra Bónuss þess
efnis, að ummæli hans hafi verið
„slitin úr samhengi". Framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins var boðið að
hlusta á segulbandsupptöku af eigin
ummælum en hann afþakkaði það. Su
segulbandsupptaka sýnir, að þessi
staðhæfing er einfaldlega röng.
Morgunblaðið vísar því á bug, að
mynd, sem birtist með umræddri
grein, hafi verið til þess fallin að
„villa fyrir lesendum". Það er rangt
að foreldrar drengsins hafi verið
klipptir út úr myndinni. Hún var tek-
in sérstaklega og engir aðrir vora á
þeirri mynd.
Morgunblaðið hefur ekki boðið
Bónus „fría auglýsingu vegna þessar;
ar greinar". Slíkt er aldrei gert. I
þessu tilviki er heldur ekkert við
vinnubrögð blaðsins að athuga. Hins
vegar var fyrirtækinu boðið að birta
athugasemd, þar sem sjónarmið þess
kæmu fram.
Þótt auglýsingadeild Morgun-
blaðsins hafi boðið fyrirtækinu birt-
ingu á auglýsingu án endurgjalds
vegna þeirrar óheppilegu tilviljunar,
að auglýsing frá Bónus birtist á sömu
opnu og gagnrýnin umfjöllun um fyr-
irtækið er þar um viðskiptamál að
ræða, sem snertir á engan hátt nt-
stjómarlega umfjöllun blaðsins. For-
ráðamönnum fyrirtækisins hefur ver-
ið gerð grein fyrir því, að ritstjórn
blaðsins hefur ekki upplýsingar um
staðsetningu einstakra auglýsinga,
þegar gengið er frá efni blaðsins.
Morgunblaðið/Kristinn
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Guð-
mundi Marteinssyni, framkvæmda-
stjóra hjá Bónus:
„í Morgunblaðinu í dag er sagt frá
því að einn starfsmaður Bónus hafi
verið hlunnfarinn með hvíldartíma og
vill Bónus koma eftirfarandi á fram-
færi.
í fyrsta lagi þá eru starfsmenn
ekki látnir vinna næturvinnu nema
með samþykki þeirra. Bónus getur
að sjálfsögðu ekki leitað eftir sam-
þykki foreldra enda einstaklingar,
sem vinna hjá Bónus, sjálfráða.
í öðra lagi þá er tímakaup í versl-
unum Bónus 7% hærra en í samning-
um VR (byrjendalaun.)
í þriðja lagi er rétt að mikið álag
er á opnunartíma Bónus, en opnunar-
tíminn er sá stysti á Reykjavíkur-
svæðinu, aðeins 7 tímar á dag og að-
eins ein verslun opin á sunnudögum
þannig að fullyrðingar um að einstak-
lingar fái ekki löglegan hvíldartíma
eiga ekki við rök að styðjast. Þó skal
tekið fram að verslun Bónus í Holta-
görðum var breytt í nóvember og
hafði það í för með sér tímabundið
aukaálag.
Þá vill Bónus harma myndbirtingu
Ungir sósíalistar krefjast ljósmynda sem lögreglan tók af þeim við mótmælastöðu
Flokkast ekki sem
lögreglugögn
UNGIR sósíalistar krefjast þess að
fá afhent framrit ljósmynda og
myndbanda sem lögreglan tók þegar
Ungir sósíalistar efndu til mótmæla-
stöðu fyrir framan bandaríska sendi-
ráðið vegna loftárása Bandaríkja-
manna og Breta á írak 18. desember
sl. Ungir sósíalistar krefjast einnig
að hugsanlegum afritum af myndun-
um verði eytt.
Segja Ungir sósíalistar, að mynda-
taka lögreglunnar hafi þjónað þeim
tilgangi að skrá hver var á fundinum
og að hún hafi verið atlaga að rétti
þátttakenda til að tjá pólitískar skoð-
anir. „Tengist hún einhverri rann-
sókn lögreglunnar er það réttur okk-
ar að vita hver sú rannsókn er og
hvað knýr lögregluna til þessarar
myndatöku," segir í bréfi Ungra sósí-
alista til lögreglustjórans í Reykjavík.
Að sögn Geirs Jóns Þórissonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykja-
vík, hefur ekki verið tekin ákvörðun
um það hvort lögreglan muni bregð-
ast við kröfum Ungra sósíalista. Geir
Jón segir lögregluna hafa verið í full-
um rétti til að taka myndirnar og
segir að myndatöku lögreglunnar
megi réttlæta með vísan í ályktun
Mannréttindanefndar Evrópuráðs-
ins, þar sem segir að myndataka af
einstaklingi sem tekur þátt í opin-
bem uppákomu flokkist ekki að mati
nefndarinnar sem afskipti af einkalífi
viðkomandi.
„Okkur ber að vernda sendiráð
með mjög öflugum hætti því að árás
á sendiráð er mjög alvarlegt og lög-
reglan í Reykjavík hefur öryggis- og
vörsluskyldu á sendiráðum í Reykja-
vík,“ sagði Geir Jón. „Við vissum
ekki í hvað myndi stefna og þess
vegna urðum við að vera með allan
þann viðbúnað sem til þarf til að
bregðast við ef eitthvað gerist sem
gæti ógnað viðkomandi sendiráði.
Nú reyndust þetta hin friðsömustu
mótmæli og því verður engin frekari
rannsókn á myndum eða þeim gögn-
um fylgjandi að neinu leyti.“
Flokkast myndirnar sem lögreglu-
gögn?
„Nei, ekki nema þær sæti ein-
hverri rannsókn eða frekari vinnu.
Það vai- engin ástæða til þess eftir að
mótmælunum lauk. Það er ekkert
sem kallar á að myndirnar verði not-
aðar í neinum rannsóknar- eða lög-
reglutilgangi.“
Mega Ungir sósíalistai' þá ekki fá
myndirnar?
„Það er lögreglustjórans að
ákveða, ég sé enga ástæðu til þess.
Við ætlum að eiga þessar myndir í
myndasafni okkar,“ sagði Geir Jón.