Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 11
FRÉTTIR
Samgöngu- og vél-
tæknisafn rís í Skógum
NÝJA húsið, sem verður 1.500 fermetra límtréshús rís austan við aðal-
byggingu Byggðasafnsins í Skógum, lengst til vinstri á myndinni, og
ráðgert er að framkvæmdir hefjist fljótlega á næsta ári.
Morgunblaðið/RAX
FRA undirritun samningsins í gær. Frá vinstri: Þórður Tómasson
safnvörður, Árni Johnsen alþingismaður, Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Isólfur Gylfi Pálmason alþingismaður og Sverrir Magn-
ússon formaður safnstjórnar Byggðasafnsins í Skógum.
SAMNINGUR um stofnun Sam-
göngu- og véltæknisafns á vegum
Byggðasafnsins í Skógum undir
Eyjafjöllum var undimtaður í
Skógum á þriðjudag. Viðstaddir
voni Bjöm Bjarnason mennta-
málaráðherra, safnstjórn byggða-
safnsins og alþingismennirnir Arni
Johnsen og Isólfur Gylfi Pálmason.
Samningur ráðuneytisins og
Byggðasafnsins í Skógum nær til
þriggja ára og mun ráðuneytið
leggja fram 6 milljónir ki-óna ár-
lega til að reisa safnið, en heildar-
kostnaður er áætlaður 54 milljónir
króna og mun safnið afla þess fjár
sem upp á vantar.
„Það er með vísan til þjóðminja-
laga og að fenginni umsögn þjóð-
minjaráðs, sem við gerum þetta,“
sagði Björn Bjamason mennta-
málaráðherra. Fmmkvæði að
byggingu Samgöngu- og véltækni-
safnsins er komið frá safnstjórn
Byggðasafnsins í Skógum, sem
fékk menntamálaráðuneytið til að
leggja fram þriðjung af kostnaði.
„Astæðan fyrir því að við höfum
áhuga á þessu er sú að Byggða-
safnið á Skógum er eitt mest sótta
safn landsins þar sem 30 þúsund
manns koma árlega og þarna er
verið að bæta nýrri vídd við safn-
ið.“
Mjög ánægð með samninginn
Að sögn Sverris Magnússonar,
formanns safnstjórnar Byggða-
safnsins í Skógum, er ráðgert að
nýja húsið, sem verður 1.500 fer-
metra límtréshús, verði orðið fok-
helt á næsta ári, en framkvæmdir
við húsið munu að öllu óbreyttu
hefjast snemma á næsta ári.
„Við erum mjög ánægð með
þennan samning,“ sagði Sverrir.
„Nú verður eftirleikurinn vonandi
auðveldari með fjái-mögnunina á
þessari framkvæmd, sem er mjög
stór fyrir svona lítið safn. Við ætl-
um okkur að leita til fyrirtækja og
stofnana, sem tengjast samgöngu-
málum á einn eða annan hátt með
framlög og gerum okkar góðar
vonir um að fá talsvert af framlög-
ummeð þeim hætti."
Arni Johnsen alþingismaður
sagði að unnið hefði verið að því
síðan í sumar að koma safninu á
laggirnar og bætti við, að þeir aðil-
ar, sem leitað hafí verið til með
stuðning vegna framgangs máls-
ins, hafi tekið þeim umleitunum
vel svo nú sé orðið ljóst að á Skóg-
um verður byggt bílasafn Islend-
inga.
Bílasafnsins bíður vegleg gjöf
frá Helga Magnússyni cand.mag.
frá Sólheimum, en þar er um að
ræða hálft annað hundrað sam-
göngutækja, þar á meðal gamall
snjóbíll og áætlunarbílar úr
Skaftafellssýslu frá fyrstu áratug-
um bifreiðaaldar. Þórður Tómas-
son safnvörður í Skógum segir að
mest ríði á að koma mununum í
góða upphitaða geymslu og gera
suma þeirra sýningarhæfa innan
árs. „Við lítum á þetta sem sam-
gönguminjasafn og tækniminja-
safn, en ekki alhliða búvélasafn,"
sagði Þórður. „Það er líka mjög
brýnt að búa vel að tækniminjum
eins og rafvélum eftir bænduma í
Skaftafellssýslu, sem eru á víð og
dreif út um byggðir."
Lögfræðinga greinir á þegar lög eru óskýr
Akveðin siðferðileg
hugmynd um jafnræði
HUGMYNDIR löglærðra manna
um siðferðilegt gildi laga hafa áhrif
á dómsniðurstöður við dómstóla og
ólíkar hugmyndir manna um þau
valda því að lögfræðilegar ályktanir
manna eru ekki ætíð þær sömu.
þetta kom fram í framsöguerindi
Skúla Magnússonar lögfræðings í
málstofu á vegum Lögfræðingafé-
lags íslands fyrir nokkru.
Skúli flutti erindi um kenningar
bandaríska réttarheimspekingsins
Ronalds Dworkin, sem unnið hefur
að viðamikilli kenningu um að ávallt
sé til ein lögfræðilega rétt niður-
staða í erfiðum dómsmálum.
„Dworkin segir að hugmyndir um
eðli laga og réttar séu hinar óskrif-
uðu forsendur hvers einasta dóms
sem kveðinn er upp,“ segir Skúli.
„Ef við ræðum um hina einu lög-
fræðilega réttu niðurstöðu, myndi
Dworkin halda því fram að við
myndum túlka hin lagalegu gögn,
þ.e. sett lög, fordæmi dómstóla,
venjur fólks o.s.frv., á grundvelli
siðferðilegs gildismats og þannig
náð ávallt einni réttri niðurstöðu."
Lögfræðinga greinir á í erfið-
uin dómsmálum
Skúli segir að þegar lögfræðinga
greinir á, sé jafnan talað um erfið
dómsmál og siðferðilegt gildismat
lögfræðinga kæmi helst fram þegar
réttarheimildirnar eru óskýrar.
„Sem dæmi um það getum við nefnt
jafnræðisreglu 65. greinar stjórnar-
skrárinnar, sem nýlega kom til
skoðunar í máli Valdemars Jóhann-
essonar. Þá er nokkuð augljóst að
lögfræðingar eru ekki eingöngu að
beita tæknilegum aðferðum við
skýringu, heldur hafa þeir ákveðna
siðferðilega hugmynd um jafnræði."
Skúli bendir á að ekki sé einhlítt
að lögfræðinga gi-eini á eingöngu
þegar lögin eru óskýr heldur geta
þeir einnig verið ósammála þótt lög-
in séu skýr. „Þannig kemur fyrii' að
Hæstiréttur hverfi frá fyrri dóm-
venjum og setji ný fordæmi," segir
hann.
-Skapar það ekki óvissu úti í
samfélaginu?
„Við getum sagt að tvennskonar
hagsmunir vegist á, annars vegar
að niðurstöður dómstóla séu fyrir-
sjáanlegar, en hins vegar er æski-
legt að þessar niðurstöður séu sann-
gjarnar og réttlátar hverju sinni.
Þessir hagsmunir eru því miður
ekki ætíð samrýmanlegir. Ef við
viljum setja dómstólum nákvæmar
leiðbeiningar um hvernig þeir eigi
að komast að sínum niðurstöðum er
hætt við að þær verði a.m.k. í sum-
um tilvikum skrýtnar og óeðlilegar.
Þá er spurningin sú, hvernig við
metum þessa hagsmuni og hversu
langt við viljum ganga í átt að sann-
girni og réttlæti í hverju tilviki fyrir
sig á kostnað fyrirsjáanleika og
skýi-leika. Réttaróvissa í sjálfu sér
er hinsvegar aldrei æskileg."
Reykjavík
Bisajlugeldamar/caðiirirw Hjðifxirsveitarhúsinii Malarhöjða
Skálahúðin, SnorraJoraut 60
Bílabúð Benna, Vagnhöfða 23
Ferðafélag Islands, Mörkiimi 6
S/cátaheimilið, Gerðuhergi
Landsbjargarhúsið, Stangarhyl 1
Við verslun Nettó íMjódd
Skátakeimili Skjöldunga, Sólheimum 2ía
Sö/ustaður gegnt Bílanausl, Nóatúni 2
Flugbjörgunarsveittir/msið við Flugvallarveg
Sölustaður við BYKO, Hringbraut
Kópavogur
Toyotasalurinn, Nýbj'lavegi 8
Hjálparsveitarskemman, Bakkabraut 1
Hvellur, Smiðjuvegi 4c
Kraftvélar við Dalveg
l verslunarkjarnanum við Núpalind
Garðabær
Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut
Sómi, Gi/sbúð 9
ÁJftanes
Við verslunina
ísafjjörður
Bílalangi við Suðurgötu
Ljóninu, Skeiði
Blönduós
Hjálparsveitarhúsið, Efstubraut 3
Varmah/íð
Björgunarstöðin við Sauðárkróksbraut
Dalvík
Björgunarhúsið, Gunnarsbraut 4
Akureyri
Slórmarkaður Hjálparsveitarhúsinu Lundi við Viðjulund
Stórrnarkaður Bílasölunni Stórhoiti, Öscyri
Stórmarkaður Bí/asölu Akureyrar, Fjölnisgötu 6
Flugeldamarkaður á Norðupólnum
Brimborg, Þórshamri
Eyjafjarðarsveit
Bangsabúð, Steinhólaskála
Aðaldalur og nágrenni
Iljálparsveilarhúsið, Aðaldal
Egiisstaðir
lljálparsveitarhúsið, Lyngás 5
Vestmannaeyjar
Húsnœði Björgunarfélagsins, Faxastíg 38
tiella
Flugbjörgunarsveitarhúsið, Dynskálum 34
Fiúðir
Hjálparsveitarhúsið, Smiðjustíg 8
Árborg
Austurvegur 21
liveragerði
HjáUparsveitarhúsið, Austurmörk 9
Reykjanesbær
Björgunarsveilarhúsið, Iloltsgölu 51
Söluskúr við Tjarnargötu
Bílasalan Bílanes, Brekkustíg 39
FLUGELDAMARKAÐIR
LANDSBJARGAR t