Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson FRÁ afhendingu verðlaunaúranna í Brúarásskóla, frá vinstri Þuríður Backnian, Hafrún B. Einarsdóttir, Árni Þ. Steinarsson og Þorvaldur H. Þorvaldsson. Brúarás á Norður-Héraði Fengu vegleg úr í verð- laun fyrir reykleysi Vaðbrekka, Jökuldal - Rrabba- meinsfélag Islands stóð fyrir gerð tvMiða samninga við nemendur átt- unda bekkjar grunnskóla á Islandi í fyiTa. Samningurinn fólst í því að krakkamir skrifuðu undir samning við Krabbameinsfélagið og foreld- rana um að vera reyklaus. Alls skrif- uðu undir slíkan samning um þrjú þúsund grunnskólanemar áttunda bekkjar sem eru yfir 90% allra nema í áttunda bekk á síðasta ári. Nú á þessu hausti voru síðan dreg- in út nöfn tvö hundruð krakka sem skrifuðu undir þennan samning á síðasta ári og fengu þau úr í verð- laun. Efnt var til samkeppni milli úr- smiða um þetta verðlaunaúr og voru grunnskólanemar í dómnefnd um út- lit úranna. Það komu síðan aðeins þessi tvö hundnið úr af gerð þessara verðlaunaúra á markað, svo þetta eru einu úrin af þessari gerð sem til eru í landinu. Að sögn Þuríðar Backman, fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags- ins á Austurlandi, komu fimmtán úr í hlut grunnskólanemenda á Austur- landi. Verðlaunahafar eru Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Ágúst Elvarsson, Heppuskóla, Hornafírði, Ragnheið- ur D. Hrafnkelsdóttir, Grunnskólan- um Breiðdalsvík, Ester Ö. Gunnars- dóttir, Grunnskólanum Fáskrúðs- firði, Svanbjörg Vilbergsdóttir, Margrét Ó. Vilbergsdóttir og Krist- ín E. Guðmundsdóttir, Nesskóla, Fjarðabyggð. Guðni Þ. Jósepsson, Grunnskóla Eskifjarðar, Fjarða- byggð. Stefanía Magnúsdóttir og Örvar Jóhannsson, Seyðisfjarðar- skóla. Lára Jónasdóttir og Lára Guðmundsdóttir, Fellaskóla. Þor- valdur H. Þorvaldsson, Árni Þ. Steinarsson og Hafrún B. Einars- dóttir, Brúarásskóla. Þuríður sagði það einstaka tilvilj- un að dregin skyldu út svo mörg nöfn í jafn fámennum skóla og Brúarásskóli er eða um fimmtungur nafna á Austurlandi. Þuríður notaði tækifærið þegar nemendur Brúarás- skóla héldu jólaskemmtun og litlu jólin í nýbyggðu glæsilegu íþrótta- húsi í Brúarási og afhenti þessi þrjú verðlaunaúr er komu í hlut nemenda Brúarásskóla. Setrin þrjú í Sandgerði Sjávarsetrið opnað við hátíð- lega athöfn Keflavík - Sjávarsetrið í Sandgerði var formlega opnað sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn sem er einn lið- urinn í endurbyggingu á húsnæði bæjarfélagsins á Garðvegi 1. Við opnunarathöfnina sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri að þetta væri í þriðja sinn sem menn væru þarna samankomnir til að fagna. Fyrst árið 1992 þegar Rann- sóknarsetrið hefði verið opnað og síðan árið 1995 þegar fræðasetrið hefði verið opnað. Hann sagði að tekin hefði verið sú ákvörðun í bæj- arstjórn að tala framvegis um setr- in þrjú í Sandgerði, Rannsóknar- setrið, Fræðasetrið og Sjávarsetr- ið. Sigurður Valur sagði að vel heppnaður rekstur Rannsóknarset- ursins hefði ýtt undir þær hugmynd- h- að nýta kosti staðarins til að stofna Fræðasetrið og auka reksturinn með Sjávarsetrinu. Þeir sem ynnu við sjávarsíðuna og þyrftu að sækja sér björg í bú í greipar hafsins gerðu sér fulla grein fyi-ir hvað vinnan við Rannsóknar- og Fræðasetrið væri mikilvæg. En þar væru nú 11 konur við störf sem væru gjörólík öðrum störfum í bæjarfélaginu. Fram kom hjá Sigurði Val að ferðaþjónusta væri vaxandi at- vinnugrein og hefði bæjarfélaginu verið nauðsynlegt að taka tillit til þeirra breytinga sem væru að verða á íslensku þjóðlífi varðandi ferðamannaiðnaðinn. Fræðasetrið væri nokkurt svar við þessum breytingum. Þar væri lögð áhersla á þann möguleika að fylgjast með fjörunni, skoða fuglalífíð og rann- saka botndýr með víðsjám sem væri einstök upplifun fyrir þá sem það hefðu gert. Einnig mætti nefna að hvalaskoðunarferðir væru nú Morgunblaðið/Björn Blöndal SIGURÐUR Valur Ásbjarnar- son, bæjarstjóri í Sandgerði, og Jón Gunnar Ottósson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar íslands, opna nýja Sjávarsetrið í Sandgerði. stundaðar frá Sandgerðishöfn í tengslum við setrin. Þegar er kominn upp vísir að safnaðstöðu í setrunum og má þar nefna uppstoppuð sýni af helstu fuglunum sem fyrir augu ber í Sand- gerði. í nýja setrinu eru sjóker þar sem ætlunin er að hafa lifandi dýr og gróður. Það húsrými sem nú var tekið í notkun er um 300 fermetrar og er kostnaðurinn áætlaður um 18 milljónir. Áður hafa verið nýttir 800 fermetrar, þar af 400 fyrir Rannsók- arsetrið og 400 fyrir Fræðasetrið. Sigurður Valur sagði að enn væru ónotaðir um 500 fermetrar af hús- næðinu. Kj ötiðnaðarmenn gera það gott Hvolsvelli - Á þessu ári hafa kjöt- iðnaðarmenn hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli tekið þátt í tveimur fagkeppnuin kjöt- iðnaðarmanna. I fyrsta lagi í al- þjóðlegri keppni sem Meistarafé- lag kjötiðnaðarmanna í Dan- mörku hélt í Herning og í öðru lagi í innlendri keppni á vegum Meistarafélags kjötiðnaðar- manna sem haldin var fyrr á þessu ári. Ekki er hægt að segja annað en að kjötiðnaðarmenn hjá SS hafi staðið sig með mikilli prýði. Þeir sópuðu til sín verðlaunum, fengu 14 verðlaun, í innlendu keppninni og 12 verðlaun í þeirri alþjóðlegu. Fengu þeir alls 26 verðlaun fyrir 30 innsendar vör- ur. I tengslum við þessa keppni fór einnig fram nemakeppni þar sem tveir nemar á vegum SS tóku þátt í innlendu keppninni og einn nemi í þeirri alþjóðlegu og stóðu þeir sig allir með miklum ágætum. — Morgunblaðið/Steinunn Kolbeinsdóttir VINNINGSHAFAR. Aftari röð frá vinstri: Leifur Þórsson, Finnur Tryggvason, Oddur Árnason, Björgvin Bjarnason og Örn Hauksson. Fremri röð frá vinstri: Ingólfur Baldvinsson, Gunnlaugur Reynisson, Ragnhildur Jónsdóttir og Viktor Steingri'msson. Á myndina vantar: Guð- jón Guðmundsson og Steinar Þórarinsson sem einnig hlutu verðlaun. FUNDARGESTIR í Drangsnesskóla. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Stóri Kampalampi inn á hvert heimili Drangsnesi - Þótt nemendur og kennarar Drangsnesskóla séu komnir í langþráð jólafrí gáfu þeir sér tíma frá jólaönnunum og boðuðu íbúa Drangsness á fund í skólanuin mánudags- kvöldið sl. Á fundinum sem var vel sóttur kynntu þeir framlag sitt til jólabókaflóðsins. Þetta ritverk var ekki til sölu heldur fékk hvert heimili afhent eitt eintak af bókinni Stóri Kampalampi sem nemendur hafa unnið í samráði við líf- fræðikennara sinn Arnlínu Óla- dóttur. Aðalatvinnuvegur Drangsnes- inga eru rækjuveiðar og -vinnsla og því nærtækt á ári hafsins að taka rækjuna, umhverfi hennar og helstu óvini til skoðunar. Mikil vinna hefur verið lögð í upplýs- ingaöflun bæði úr rituðum heim- ildum og eins á Netinu. Þetta er hið fróðlegasta rit og hafa þau ekki bara lært um rækjuna, þorskinn og hafið við að vinna þetta verk heldur einnig fengið dýrmæta þjálfun m.a. í heimildar- lestri, tölvuvinnslu ásamt ensku og ritun. Þarna í skólanum gafst gestum auk þess kostur á að hlýða á mik- inn fróðleik um vistkerfi hafsins og skoða rækjur í smásjá og fylgjast með rækjuveiðum á myndbandi. Metnaðarfullt verk- efni hjá nemendum Drangsnes- skóla og kennara þeirra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.