Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
UR VERINU
Morgunblaðið/Golli
Gullauga úr
gróðurhúsi
NYKAUP bjóða nú fyrir jólin
takmarkað magn af nýupp-
teknum gullauga-kartöflum.
Kartöflurnar eru ræktaðar
sérstaklega í gróðurhúsi í
Biskupstungum fyrir verslun-
ina og eru nokkur dýrari en
venjulegar gullauga-kartöflur.
Lesning
fyrir jólin
EINS og undanfarin ár hefur
verið hart barist um hylli neyt-
enda á jólabókamarkaðnum og
stórmarkaðir veitt hefðbundnum
bókaverslunum inikla sam-
keppni. Sumum fínnst nóg um að
jafn helgir gripir og bækur skuli
lenda í körfunni með kjötlærum
en aðrir fagna lækkuðu verði.
Jóla-SmáDjæf frá
Emmessís
EMMESSÍS hefur sent á markað
Jóla-SmáDjæf í tilefni af jólunum.
Jóla-SmáDjæf er vanillurjómaís
hjúpaður þykku lagi af hvítu
súkkulaði og er bæði seldur í
stykkjatali og 9 saman í pakka.
Allir sem kaupa Jóla-SmáDjæf
fyrir jólin eru sjálfkrafa þátttakend-
ur í möndluleiknum svonefnda því að
á sumum spýtunum leynast möndlu-
merki - ein, tvær eða þrjár möndlur
- og eru vinningar um 600 talsins.
Daim jólastjörnur, geisladiskar,
Pottþétt jól 2 og PlayStation leikja-
tölvur frá Sony. Það er því betra að
skoða íspinnaspýturnar vel áður en
þeim er hent.
Emmessís hefur einnig kynnt jóla-
tré úr marsípanís, hjúpuð dökku
súkkulaði og tvö saman í pakkningu.
Eru þau hugsuð sem ábætsiréttur
eða eins og hvert annað jólasælgæti.
TEIKNING af hinuni nýja Hugin, sem verður eitt öflugasta fjölveiðiskip íslenska flotans.
„Utgerðin er að stíga
stórt skref fram á viðu
Vestmannaeyjar. Morgunblaðið.
GENGIÐ hefur verið frá samningi
um smíði nýs Hugins VE í Chile.
Guðmundur Huginn Guðmunds-
son, skipstjóri á Hugin VE, segir
að með nýsmíðinni sé útgerðin að
stíga stórt skref fram á við. Nú-
verandi Huginn standist ekki þær
kröfur sem útgerðin vilji gera með
vaxandi sókn í kolmunna, enda sé
hann orðinn 25 ára. Ssamningur
milli Hugins ehf. í Vestmannaeyj-
um og Asmar-skipasmíðastöðvar-
innar í Talcahuano í Chile um
smíði á nýju fjölveiðiskipi fyrir
Hugin var undirritaður síðastlið-
inn föstudag. Nýsmíðin mun leysa
af hólmi núverandi skip Hugins,
hugin VE 55, en hann var smíðað-
ur í Noregi árið 1974. Svo
skemmtilega vildi til að á föstudag-
inn voru 25 ár síðan Guðmundur
Ingi Guðmundsson, útgerðarmað-
ur Hugins, skrifaði undir samning
um smíði núverandi Hugins.
Nærri 5.000
rúmmetrar
Nýr Huginn verður 68,3 metra
langur og 14 metra breiður og
heildarrúmtak hans verður 4.920
rúmmetrar. Skipið verður búið öll-
um nýjustu tækjum og verður
skipið sérstaklega útbúið til nóta-
og flotvörpuveiða. f skipinu verður
öflugur spilbúnaður, 64 tonna tog-
spil og snurpuspil, auk þess sem
TILKYNNING UM ÚTGÁFU SKULDABRÉFA OG SKRANINGU Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS
TOKLAR HF.
** 1. FLOKKUR 1998
Útgáfudagur:
Gjalddagi:
Sölutímabil:
Grunnvísitala:
Einingar bréfa:
Skráning:
Áv. kr. á útgáfudegi:
Söluaðilar:
Umsjón með útgáfu:
Upplýsingar og gögn:
kr. 500.000.000.
kr. fimmhundruðmilljónir 00/100
2. nóvember 1998
2. nóvember 2004
Frá 2. nóvember til 7. nóvember 1998
Nvt. 183,6
Kr. 5.000.000.-
Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréfin á skrá
og verða þau skráð 29. desember 1998, enda verði öll skilyrði
skráningar uppfyllt.
1. flokkur 1998, 5,60%.
Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77,101 Reykjavík.
Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77,101 Reykjavík.
Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í skráningar-
lýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka Islands hf, Laugavegi 77,
Reykjavík og á skrifstofu Samvinnusjóðs Islands hf. Sigtúni 42,
105 Reykjavík.
Landsbanki Islands
Landsbanki íslands hf. - Viðski ptastofa
Laugavegi 77, 155 Reykjavlk, sími 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.is
Nýr Huginn VE
smíðaður í Chile
tvær öflugar netavindur verða á
afturþilfari skipsins. Ki-aftblökk,
færslublökk og nótaleggjari verða
af stærstu og öflugustu gerð. Einn
nótakassi verður á skipinu en þeim
mun meira pláss tekið undir að-
stöðu fyrir spilbúnað og vinnuað-
stöðu á afturþilfari. I skipinu verð-
ur 5.800 hestafla vél tengd skrúfu
gegnum gír og við aðalvélina verð-
ur ásrafall sem framleiða mun
2.800 kVA. Tvær 625 kVA ljósavél-
ar verða í skipinu auk 150 kVA
hafnarljósavélar og verður rafkerfi
skipsins útbúið fyrir breytilega
tíðni, 380/440 V - 50/60 Hz. '
I skipinu verða íbúðir fyrir sext-
án manns í eins manns klefum auk
þess sem sérstakur sjúkraklefi
verður í skipinu. Þá er öll aðstaða
fyrir áhöfn rúmgóð og í skipinu
verður afþreyingaraðstaða með
líkamsrækt og gufubaði.
Við hönnun skipsins er horft til
þess að hægt sé að koma fyrir
vinnslu- og frystibúnaði um borð
án mikilla breytinga og er miðhluti
lestar skipsins einangi'aður sem
frystilest. Skipið er búið RSW-
kælitönkum til kælingar á afla en
kælitankarnir niraa um 1.800 tonn.
Áherzla á
kolmunnaveiðar
Guðmundur Huginn Guðmunds-
son skipstjóri segir að með ný-
smíðinni sé útgerðin að stíga stórt
skref fram á við. Núverandi Hug-
inn standist ekki þær kröfur sem
útgerðin vilji gera með vaxandi
sókn í koimunna, enda sé hann
orðinn 25 ára. Þrátt fyrir það hafi
komið til greina að endurbyggja
hann enn frekar en síðan hafi verið
fallið frá því og ákveðið að ráðast
frekar í nýsmíði. Hann segir að út-
gerðin horfi til þess að leggja vax-
andi áherslu á kolmunnaveiðar,
enda þurfi skip sem þetta mun
meiri verkefni en bara loðnu- og
síldveiðar.
„Forsendan fyrir því að við fór-
um út í þetta eru kolmunnaveið-
arnar. Við hefðum getað haldið
áfram með gamla skipið ef við
hefðum bara ætlað að veiða loðnu-
og síldarkvóta okkar á næstu ár-
um. Við höfum verið að reyna fyrir
okkur á kolmunna og trúum að það
liggi miklir möguleikar í þeim
veiðum. Þess vegna ráðumst við í
þessa smíði til að geta bætt við
okkur í slíkum veiðum og stuðlað
þannig að framförum í íslenskum
sjávarútvegi," sagði Guðmundur
Huginn.
Þriðji samningurinn
hjá ASMAR
Samningurinn um Hugin er
þriðji smíðasamningurinn sem As-
mar-skipasmíðastöðin gerir við Is-
lendinga. Nýja hafrannsóknaskip-
ið er í smíðum hjá þeim og á að af-
hendast seinnihluta næsta árs og
samningur hefur verið gerður um
smíði fjölveiðiskips fyrir Harald
Böðvarsson á Akranesi og á það
skip að afhendast í lok næsta árs.
Samkvæmt samningi verður
smíðatími Hugins 14 mánuðir og
reiknað með að skipið verði afhent
útgerðinni í mars árið 2000. Samn-
ingsverð hefur ekki fengist upp-
gefið en samkvæmt heimildum
Versins er talið að heildarkostnað-
ur við byggingu skipsins verði um
einn milljarður króna.
GUÐMUNDUR Ingi Guðmundsson, útgerðarmaður Hugins, og Sergio
Martinez frá Asmar skrifa undir samning um smíði nýs Hugins í Chile.
Með þeim á myndinni er Björgvin Ólafsson, skipamiðlari.