Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Loftbelgur Bransons út úr lofthelgi Kína
Verða yfir
Ameríku um jdlin
BREZKI auðkýfingurinn Richard
Branson og félagar hans ura borð í
loftbelgnum „Global Challenge",
Bandaríkjamaðurinn Steve Fossett
og sænski flugmaðurinn Per Lind-
strand, stefna á að vera komnir yfir
Bandaríkin á jóladag, eftir að til-
raun þeiiTa til að verða fyrstir til að
fljúga viðstöðulaust í kringum
hnöttinn í loftbelg komst aftur á
áætlun.
Kínverjar leyfðu loks á þriðju-
dagskvöld loftbelgnum að halda
áfram fór í gegnum kínverska loft-
helgi, eftir að aðstandendur leiðang-
ursins, brezka sendiráðið í Peking
og bandaríska utanríkisráðuneytið
höfðu staðið í stífum samninga-
viðræðum við kínversk stjómvöld,
sem höfðu reiðzt við að belgurinn
flaug inn yfir landamærin eftir
annan-i flugleið en áður hafði verið
samið um. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, sendi sjálfur
persónulegt ákall til Zhu Rongji,
kínversks starfsbróður síns.
Loftbelgurinn sveif út úr kín-
verskri lofthelgi um þrjúleytið á
Þorláksmessu að íslenzkum tíma og
hélt sem leið lá áfram yfir Gulahaf
og sunnanverðan Kóreuskaga. Þar
með var áhyggjum af leiðang-
ursmönnum létt, því viss hætta var
á að loftbelginn ræki yfir Norður-
Kóreu, sem hafði þvertekið fyrir að
heimila flug í gegnum sína lofthelgi.
í hægnm vindi
Þetta var nokkrum klukkustund-
um síðar en áætlað hafði verið. Það
sem olli töfinni var hve hægur há-
loftavindurinn var sem fleytti loftfar-
inu áfram. „Þeir eru að fara upp og
niður, til að elta háloftavindstreng-
inn,“ sagði talsmaður leiðangursins í
stjómstöðvunum í Bretlandi. „Þeir
era í frekar hægum vindstreng og
era að reyna að komast í hraðari,"
sagði talsmaðurinn.
„Þetta hefur verið stórkostlegt
ferðalag,“ sagði Branson í samtali
við BBC úr 31.000 feta hæð (9,4
km), en á þriðjudag hafði fjarskipta-
samband rofnað við belginn þar
sem 270 kg af ís höfðu hlaðizt utan á
hann.
Framundan er flug yfir Kyrra-
hafið, en leiðangursmenn vonast til
að belgurinn hafi náð vesturströnd
Bandaríkjanna á jóladag og að hann
komist á leiðarenda í V-Evrópu í
kringum áramótin.
■■nm
wmammmmmmmmam
]R 9 EIGMMIÐLÖMN
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri.
f-
Sími 58« 9090 • Fax 58« 9095 • Síðumúla 2 I
Óskum viðskiptavinum okkar
og landamönnum öllum
gleðilegra jóla.
Starfsfólk Eignamiðlunarinnar.
Fasteignir á Netinu /*> mbl.is ALLTAT e/TTH\SAT> AÍÝT7
p——m
Gleðileg jól
og farsælt
komandi ór
Opið aðfangadag frá kl. 8-15
Jóladagur........lokað
Annar í jólum...kl. 9-21
Snnnud. 27/12..kl. 9-2/
Öðmvísi úkómaSúð
blómaverkstæði
INNAs
.Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin. Sími 551 9090
Stungin af fíkli
við jólainnkaupin
Ósjó. Morgunblaðið.
TIU ára gömul stúlka óttast eyðni-
smit eftir að eiturlyfjaneytandi
stakk hana með sprautunál við
jólainnkaupin.
Stúlkan var ásamt móður sinni
við jólainnkaupin í verslunar-
miðstöðinni Oslo City þegar eitur-
lyfjafíkill vatt sér að henni og stakk
hana með blóðugri sprautu. „Ég
mun deyja, ég er bara 10 ára,“
hrópaði stúlkan dauðskelfd.
Lögreglan í Ósló handtók á
sunnudagskvöld marokkóskan
sprautufíkil, sem að öllum líkindum
stóð fyrir þessari tilefnislausu árás
fyrir utan verslunarmiðstöðina.
Marokkóbúinn er heróínneytandi,
en þeir skipta hundraðum í höfuð-
borg Noregs. Fjölmargir neytend-
anna era sýktir af HlV-veirunni eft-
ir notkun óhreinna sprautunála.
Tilefnislaus
glæpur
„Dóttir mín óttast að hún sé nú
smituð af eyðni,“ sagði móðir
stúlkunnar í viðtali við norska dag-
blaðið Aftenposten. Hún sagði
einnig að enginn nærstaddra hefði
verið í vafa um hver framdi
verknaðinn. „Þegar ég leit á hann,
brosti hann til mín en tók síðan til
fótanna. Ég elti hann því það var
efst í huga mér að ná af honum
blóðprafu.“ Móðirin missti þó sjón-
ar á hinum seka, en lét lögregluna
vita umsvifalaust.
Stúlkan sagði við lögregluna að
hún skildi ekki af hverju fíkillinn
réðst á hana, „hann þekkir mig alls
ekld neitt.“ Málið er lögreglunni
einnig ráðgáta. Maðurinn, sem er
33 ára gamall, er kunnur lögregl-
unni fyrir ýmis smáafbrot og
líkamsárásir. Lögreglan neitaði að
gefa upplýsingar um heilsufar
mannsins. Fjöldskylda stúlkunnar
þarf nú að bíða í viku þar til niður-
stöður fást úr blóðprafu sem tekin
var af stúlkunni síðastliðinn sunnu-
dag.
/
Ahlaup á
munka-
klaustur
FIMM suður-kóreskir óeirðalög-
reglumenn hröpuðu ófáa metra
þegar stigi, sem þeir notuðu til
að ráðast inn í munkaklaustur,
gaf sig. Þúsundir lögreglumanna
tóku þátt í áhlaupi á höfuðstöðv-
ar Chogye-munkareglunnar í
Seoul fyrir sólarupprás í gær, en
klaustrið var hertekið af róstu-
sömum hópi munka fyrir rúmum
mánuði.
Ekki hægt
að sanna
morð
RÍKISSAKSÓKNARINN í
Danmörku tilkynnti á mánu-
dag að ákærur á hendur
danskri hjúkrunarkonu, sem
lögreglan grunaði um að hafa
myrt 22 aldraða íbúa hjúkrun-
arheimilis sem hún starfaði
hjá, yrðu látnar niður falla.
Hefur Frank Jensen
dómsmálaráðherra gagnrýnt
framgöngu lögreglunnar í
málinu og leggur áherslu á að
varkárni sé gætt í málum sem
þessum,
Hjúkranarkonan, sem er 34
ára gömul, var handtekin á
síðasta ári og sökuð um að
hafa myrt og rænt eigum
fimmtán kvenna og sjö karla,
sem bjuggu á hjúkrunarheim-
ili í Kaupmannahöfn, á tíma-
bilinu frá ágúst 1994 til janúar
1997. Konan neitaði hins veg-
ar öllum ásökunum og í des-
ember á síðasta ári var henni
sleppt úr haldi samkvæmt úr-
skurði hæstaréttar á meðan
rannsókn færi fram.
Sagði Karsten Hjorth
ríkissaksóknari í gær að þótt
rannsókn lögreglunnar og
vitnisburður læknisfróðra
manna bentu til að umönnum
gamlingjanna 22 hefði verið
veralega ábótavant lægju ekki
fyrir nægileg gögn til að hægt
væri að sanna morð á hjúkr-
unarkonuna.
Aðsendar greinar á Netinu
v§> mbl.is
_/KLLTAf= £!TTH\SAiD A/ÝTT