Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 32

Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pokar með leyniskjölum LJÓSMYNDARAR í Berlín fengu í gær að mynda hluta af gagna- safni sem Stasi, hin alræmda öryggislögregla kommúnista- stjórnarinnar í Austur-Þýska- landi, hafði komið sér upp með njósnum um einstaklinga og stofnanir. Nefnd, sem þýsk sljórnvöld fól að fara í gegnum skjalasafn Stasi, hefur borist ógrynni beiðna frá einstakling- um, dómsmálayfirvöldum, lög- reglunni, starfsfólki stjórnsýsl- unnar, fræðimönnum og fleirum um aðgang að safninu. Reuters Fjárkúgari tekinn í Þýzkalandi Frankfurt. Reuters. ÞYZKA lögreglan greindi frá því í gær að sér hefði tekizt að hafa hendur í hári manns, sem grunað- ur er um að hafa beitt þýzku járn- brautirnar fjárkúgun. Hinn grunaði var handtekinn seint á þriðjudagskvöld eftir að hann gerði tilraun til að sækja fé sem hann hafði kúgað út með hót- unum um spellvirki. Talið er að maðurinn sé sá sem kallaði sig „Vini járnbrautanna" og hótaði að vinna skemmdarverk á járnbraut- arsporum. Hann hafði krafizt 10 milljóna marka, 410 milljóna króna. Fjárkúgunarhótanirnar fóru að berast í nóvember en þeim var farið að fjölga undanfarna daga, með sprengjuhótunum og nokkrum skemmdarverkum sem í einu tilfelli leiddi til þess að lest lenti út af sporinu, sem olli seink- unum og taugatitringi hjá farþeg- um. Vildi ná sér niðri á fyrirtækinu ZDF’-sjónvarpsstöðin greindi frá því að hinn grunaði hefði verið handsamaður er hann reyndi að sækja kúgunarféð í bílastæðahús við hraðbraut rétt utan við Munchen. Hann var sagður fyrr- verandi jámbrautastarfsmaður sem af einhverjum ástæðum vildi ná sér niðri á fyrirtækinu. Hinn handtekni væri að sögn lögreglu aðalmaðurinn í fjárkúguninni en hjálparhellur hans hefðu ekki náðst enn. Þjóðverjum er um þessar mund- ir sérstaklega umhugað um öryggi í lestarferðum frá því 101 lét lífið í júnímánuði þegar hraðlest fór út af sporinu og rakst á vegbrú við bæinn Eschede. Vinnubrögð UNSCOM vefengd London. Reuters. ^^ * Irakar banna SÞ að fljúga frá Bagdad SCOTT Ritter, fyrrverandi starfs- maður vopnaeftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna (UNSCOM) í Irak, sakaði Bandaríkin í gær um að hafa fengið nefndina til að veita tylliástæðu til árásanna á Irak. „Eg tel að vopnaleitinni hafi ver- ið lokið af í flýti, og að leitar- staðimir hafi ekki verið valdir vegna gmns um að þar leyndust gereyðingarvopn heldur til að ögra Irökum og fá fram tilætluð við- brögð, sem nota mætti til að réttlæta hernaðaraðgerðir," sagði Ritter í viðtali við breska útvarpið BBC í gær. Ritter var háttsettur innan UNSCOM, en sagði af sér í ágúst sl. vegna deilna um framkvæmd vopnaeftirlitsins í Irak. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, gagnrýndi Ric- hard Butler, yfirmann UNSCOM, á fundi vamarmálanefndar franska þingsins, fyrir að hafa veitt Banda- ríkjamönnum upplýsingar um skýrslu nefndarinnai' í síðustu viku, áður en hún var lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að því er greint var frá í gær. Sagðist hann harma hvemig geng- ið hefði verið framhjá SÞ. Herlið dregið til baka Bandai-íkjastjórn sagðist í gær myndu kalla flugmóðurskipið Enterprise og stærstu sprengju- flugvélamar frá Persaflóa, nú þeg- ar árásum á írak er lokið. William Cohen vamarmáiaráðherra lagði þó áherslu á að nægilegt herlið yrði áfram á svæðinu til að hefja árásir á ný ef Irakar ógnuðu bandamönn- um Bandan'kjanna. írakar bönnuðu í gær flug með óbreytta borgara á vegum Samein- uðu þjóðanna frá Bagdad, án skýr- inga. Talsmaður SÞ sagði að 93 hjálparstarfsmenn hefðu komið til borgarinnar á þriðjudagskvöld, og væru byrjaðir að dreifa hjálpar- gögnum. Toppurinn ...á heita súkkulaðið hátíðareftirréttinn, heitu eplabökuna, cappuccino-kaffið og annað sem þér dettur í hug. Ilfilll . Allíaf tilbúinn Aíltaf þeyttur. Heildsöludreihng: 0 Johrisun & Kaaber Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is AUGLÝSINGADEILD Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember, þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 29. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.