Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pokar með leyniskjölum LJÓSMYNDARAR í Berlín fengu í gær að mynda hluta af gagna- safni sem Stasi, hin alræmda öryggislögregla kommúnista- stjórnarinnar í Austur-Þýska- landi, hafði komið sér upp með njósnum um einstaklinga og stofnanir. Nefnd, sem þýsk sljórnvöld fól að fara í gegnum skjalasafn Stasi, hefur borist ógrynni beiðna frá einstakling- um, dómsmálayfirvöldum, lög- reglunni, starfsfólki stjórnsýsl- unnar, fræðimönnum og fleirum um aðgang að safninu. Reuters Fjárkúgari tekinn í Þýzkalandi Frankfurt. Reuters. ÞYZKA lögreglan greindi frá því í gær að sér hefði tekizt að hafa hendur í hári manns, sem grunað- ur er um að hafa beitt þýzku járn- brautirnar fjárkúgun. Hinn grunaði var handtekinn seint á þriðjudagskvöld eftir að hann gerði tilraun til að sækja fé sem hann hafði kúgað út með hót- unum um spellvirki. Talið er að maðurinn sé sá sem kallaði sig „Vini járnbrautanna" og hótaði að vinna skemmdarverk á járnbraut- arsporum. Hann hafði krafizt 10 milljóna marka, 410 milljóna króna. Fjárkúgunarhótanirnar fóru að berast í nóvember en þeim var farið að fjölga undanfarna daga, með sprengjuhótunum og nokkrum skemmdarverkum sem í einu tilfelli leiddi til þess að lest lenti út af sporinu, sem olli seink- unum og taugatitringi hjá farþeg- um. Vildi ná sér niðri á fyrirtækinu ZDF’-sjónvarpsstöðin greindi frá því að hinn grunaði hefði verið handsamaður er hann reyndi að sækja kúgunarféð í bílastæðahús við hraðbraut rétt utan við Munchen. Hann var sagður fyrr- verandi jámbrautastarfsmaður sem af einhverjum ástæðum vildi ná sér niðri á fyrirtækinu. Hinn handtekni væri að sögn lögreglu aðalmaðurinn í fjárkúguninni en hjálparhellur hans hefðu ekki náðst enn. Þjóðverjum er um þessar mund- ir sérstaklega umhugað um öryggi í lestarferðum frá því 101 lét lífið í júnímánuði þegar hraðlest fór út af sporinu og rakst á vegbrú við bæinn Eschede. Vinnubrögð UNSCOM vefengd London. Reuters. ^^ * Irakar banna SÞ að fljúga frá Bagdad SCOTT Ritter, fyrrverandi starfs- maður vopnaeftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna (UNSCOM) í Irak, sakaði Bandaríkin í gær um að hafa fengið nefndina til að veita tylliástæðu til árásanna á Irak. „Eg tel að vopnaleitinni hafi ver- ið lokið af í flýti, og að leitar- staðimir hafi ekki verið valdir vegna gmns um að þar leyndust gereyðingarvopn heldur til að ögra Irökum og fá fram tilætluð við- brögð, sem nota mætti til að réttlæta hernaðaraðgerðir," sagði Ritter í viðtali við breska útvarpið BBC í gær. Ritter var háttsettur innan UNSCOM, en sagði af sér í ágúst sl. vegna deilna um framkvæmd vopnaeftirlitsins í Irak. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, gagnrýndi Ric- hard Butler, yfirmann UNSCOM, á fundi vamarmálanefndar franska þingsins, fyrir að hafa veitt Banda- ríkjamönnum upplýsingar um skýrslu nefndarinnai' í síðustu viku, áður en hún var lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að því er greint var frá í gær. Sagðist hann harma hvemig geng- ið hefði verið framhjá SÞ. Herlið dregið til baka Bandai-íkjastjórn sagðist í gær myndu kalla flugmóðurskipið Enterprise og stærstu sprengju- flugvélamar frá Persaflóa, nú þeg- ar árásum á írak er lokið. William Cohen vamarmáiaráðherra lagði þó áherslu á að nægilegt herlið yrði áfram á svæðinu til að hefja árásir á ný ef Irakar ógnuðu bandamönn- um Bandan'kjanna. írakar bönnuðu í gær flug með óbreytta borgara á vegum Samein- uðu þjóðanna frá Bagdad, án skýr- inga. Talsmaður SÞ sagði að 93 hjálparstarfsmenn hefðu komið til borgarinnar á þriðjudagskvöld, og væru byrjaðir að dreifa hjálpar- gögnum. Toppurinn ...á heita súkkulaðið hátíðareftirréttinn, heitu eplabökuna, cappuccino-kaffið og annað sem þér dettur í hug. Ilfilll . Allíaf tilbúinn Aíltaf þeyttur. Heildsöludreihng: 0 Johrisun & Kaaber Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is AUGLÝSINGADEILD Atvinnu-, rað- og smáauglýsingar Auglýsingatexta og fullunnum auglýsingum, sem eiga að birtast á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember, þarf að skila fyrir kl. 16 þriðjudaginn 29. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.