Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 34

Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ JOLAMYNDIR Gamanleikar- ar og löggupar JÓLAMYNDIR Laugarásbíós eru þrjár, tvær gam- anmyndir og ein barna- og fjölskyldumynd. Fyrsta ber að nefna framhaldsmyndina „The Ödd Couple n“ þar sem Walter Matthau og Jack Lemmon sprella saman á ný og fara í taugarnar hvor á öðrum. Önnur jólamyndin er ekki síður um undarlegt par; Chris Tucker og Jackie Chan leika Iögreglumenn í gaman- hasarmyndinni „Rush Hour“ en hún er sýnd víða í Reykjavík og í Nýja bíói í Keflavík. Loks sýnir Laugarás- bíó norsku barnamyndina Álfhól: Kappaksturinn mikla, ásamt Stjörnubíói. Löggufélagar Christ Tucker er einn af efnilegri gamanleikurum Bandaríkjanna af yngri kynslóðinni og hefur vakið æ meiri athygli fyrir ótrúlega kjaftagleði og spaug á hvíta tjaldinu. Síðasta mynd sem hann var í hét „Money Talks“. Jackie Chan er frægasti hasarleikari Hong Kong- myndanna og hefur að undanförnu verið að liasla sér völl í Hollywood ásamt öðrum kvikmyndagerðarmönnum frá Hong Kong, en myndir þessa sparksnillings, sem vill leika í sínum áhættuatriðum sjálfur, njóta að því er virð- ist sívaxandi vinsælda. Þessir tveir leiða saman hesta sína í „Rush Hour“ og sú samsetning virðist hafa borgað sig því myndin hlaut mikla aðsókn þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum í haust. í myndinni leikur Tucker vandræðalöggu sem fær nýj- an aðstoðarmann til þess að fást við óþokkana. Nýi að- stoðarmaðurinn er ekkert minna en kínversk súperlögga. Saman reyna þeir að hafa uppi á tíu ára dóttur kínversks diplómata sem rænt hefur verið í Los Angeles og á meðan annar kjaftar sig í gegnum hindran- LÖGGUFÉLAGAMYND; Chris Tucker og Jackie Chan í gamanhasarmyndinni „Rush Hour“. imar notar hinn sjálfsvarnaríþróttina. „Rush Hour“ tilheyrir þeim flokki bíómynda sem kall- ast löggufélagamyndir og ganga út á að setja saman tvo ólíka einstaklinga í óvæntar kringumstæður og sjá hvað út úr því kemur. Formúlan hefur gefist vel og virðist enn í fullu gildi. Má segja að Chris Tucker setji sig hér í fót- spor Eddie Murphy, sem áður sló í gegn í löggufélaga- myndinni 48 stundum. Sínaggandi Og talandi um ólíka einstaklinga. Fyrir réttum 30 ámm léku gamanleikararnir Jack Lemmon og Walter Matthau saman í einni af sínum bestu myndum, „The Odd Couple". Leikstjóri var Gene Saks, en myndin byggðist á verki gamanleikritahöfundarins Neil Simons og fjallaði um tvo nýlega fráskilda vini, annan sóðalegan en hinn hirðusam- an, sem leigðu saman íbúð og gerðu hvor annan hreint vitlausan. Núna hefur verið gerð framhaldsmynd hennar og er hún líklega sprottin af því meðal annars að þeir Lemmon og Matthau hafa gengið í endurnýjun lífdaga í nokkmm gamanmyndum undanfarin ár. Parið er orðið að gamlingjum en eijurnar þeirra á milli era síungar. Þá heldur Laugarásbíó áfram sýningum á Truman- þættinum um jólin og einnig vampímmyndinni „Blade". HASKOLABIO Framhaldslíf, Framhaldslífíð • fyrsta teiknimy nd Dream Nýsjálenski leikstjórinn Vincent Ward gerir þriðju jólamynd Háskólabíós sem heitir Hvaða draumar okkar vitja. Robin Williams leikur mann sem ferst í bílslysi en dreymir um að sameinast eiginkonu sinni, sem Annabella Sciorra leikur, og hefur framið sjálfsmorð og er því á meðal for- dæmdra. Hann ferðast í gegnum himna- ríki og helvíti til þess að bjarga sálu konu sinnar. Með önnur hlutverk fara Cuba Gooding og sænski leikarinn Max von Sydow. Works-fyrirt®kisins- BÉART og Bonnaire í frönsku myndinni Tímaþjófínum, sem gerð er eftir sögu Steinunnar Sigurðardóttur. Sagan um Móse DreamWorks, kvikmyndaíyrirtæki Stevens Spielbergs o.fl., hellir sér út í teiknimyndasamkeppnina við Disneyfyrirtækið með myndinni Egypska prinsinum eða „The Prinee of Egypt“. Hún byggist á Gamla testamentinu og segir af því þegar Móses leiddi þjóð sína úr Egyptalandi. Myndin er talsett á íslensku en einnig sýnd með ensku tali. Val Kilmer, Ralph Fiennes, Sandra Bullock, Danny Glover, Jeff Goldblum, Steve Martin og Helen Mirren eru á meðal þeirra leikara sem ljá myndinni raddir sín- ar á frummálinu. í íslensku útgáfunni leikur Felix Bergsson Móses en aðrir leikarar eru Hjálmar Hjálmarsson, Selma Bjömsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Bergþór Pálsson, Jó- hann Sigurðarson og Ragnheiður Steindórsdóttir svo aðeins nokkrir séu nefndir. Leikstjórn annaðist Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. ■ Leikstjórar myndarinnar eru Brenda Chapman, fyrsta kon- an sem stýrir gerð teiknimyndar í fullri lengd, Steve Hickner og Simon Wells en yfirframleið- andi er Jeffrey Katzenberg sem áður var yfir teiknimyndadeild Disneyfyrirtækisins. Yflr 350 listamenn, teiknarar og tæknimenn frá meira en 35 löndum unnu í fjögur ár við gerð myndarinnar. Segir í fréttatilkynningu frá Dr- eamWorks að í henni séu kynntar nýjungar á borð við hátæknilega framköllun en með henni er hægt að blanda saman tví- og þrívíð- um teiknimyndum. prins og Tímaþj ófurinn JÓLAMYNDIR Háskólabíós eru teiknimyndin Epypski prinsinn, sem sýnd er bæði með ensku og íslensku tali og er einnig í Borgarbíói á Akureyri, Hvaða draumar okkar vitja með Robin Williams og loks Tímaþjófurinn eða „Voleur de vie“, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur. Tímaþjófur á frönsku Tímaþjófurinn er í leikstjóm Yves Angelos sem þekktastur er fyrir myndina „Le Colonel Chabert", er sýnd var hér á Kvikmyndahátíð fyrir nokkru. í gömlu prestsetri við sjóinn búa þrjár ungar konur, systumar Alda og Olga og Sigga, dótt- ir Olgu, segir í frétt frá bíóinu. Olga er ábyrgðarfull, einræn og sér um heimilið. Alda lifir lífinu frjálslega og gefur sig karl- mönnum án þess að bindast þeim tilfinningalega og Sigga er tengingin þeirra á milli. Með aðalhlutverkin fara tvær af fræg- ustu leikkonum Frakka, Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnaire, en hina fyrrnefndu sáum við síðast í amerísku hasarmyndinni „Mission: Impossible" og Bonnaire í myndinni „La Cérémonie". SAMBIOIN Galdrafár, heilagur Murphy 017 óvinur ríkisins JÓLAMYNDIR Sambíóanna em þó nokkrar, m.a. ný gamanmynd með Eddie Murphy þar sem hann leikuri heilagan mann og heitir hún einfaldlega „Holy Man“. Þá sýna Sambíóin rómantísku gamanmyndina „Pract- ical Magic“ í leikstjórn Griffin Dunnes og fjölskyldumyndina Stjörnustrákinn eða „Starkid", sem einnig verður sýnd í Regnboganum. Teiknimyndin Egypski piinsinn verður í Sambíóunum og nýársmyndin í þetta sinnið verður svo Óvin- ur ríkisins með Will Smith og Gene Hackman í leikstjórn Tony Scotts. Heilagur sannleikur Vegur gamanleikarans Eddie Murphys hefur farið vaxandi með hverri gamanmyndinni á fætur annairi, fyrst Klikkaða prófessornum og síðan Dagfmni dýralækni. Hefur leikarinn markvisst breytt ímynd sinni með þessum myndum. Hann hefur fækkað hasarmyndunum að því er virðist en aukið við gamanmyndirnar og er orðinn mjög fjölskylduvænn með. þeim árangri að lifnað hefur vfir ferli hans aftur eftir nokkra lægð. I „Holy Man“, sem einnig er sýnd í Nýja bíói á Akureyri, leikur hann sjónvarpspredikara og einskonar snilling í mark- aðsmálum, sem sýnfi- fram á að verslun í gegnum sjónvarp getur sannarlega verið trúarleg reynsla. Með honum í mynd- inni eru Robert Loggia, Jeff Goldblum og Kelly Preston en leikstjóri er Stephen Herek. Göldróttar systur Sandra Bullock og Nicole Kidman fara með aðalhlutverkin í nornamyndinni „Practical Magic“. Þær leika rammgöldróttar systur sem helst illa á karlmönnum vegna nornaeðlisins, en myndin er byggð á skáldsögu eftii- Alice Hoffman og notar hann galdrafár m.a. til þess að lýsa harðri og spaugilegri sam- keppni á milli systranna. Leikstjóri myndarinnar er Griffin Dunne. Hann er leikari sem lagt hefur fyrir sig leikstjórn og gerði síðast aðra sérkennilega rómantíska gamanmynd sem hét ,J^ddicted to Love“. Leikkonan Nicole Kidman hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið, einkum eftir að hún tók að leika á sviði bæði í London og í New York í leikritinu Bláa herberginu, ])ar sem hún fækkar íotum. Þá hélt leikstjórinn Stanley Kubrick henni og eiginmanni hennar, Tom Cruise, við efnið í óheyrilega' langan tíma ])egar hann gerði með þeim „Eyes Wide Shut“, en „Practical Magic“ er fyrsta myndin sem hún leikur í frá því að þeirri myndgerð lauk. Nýársmynd Pólitískir samsæristryllar eru sívinsælt kvikmyndaefni óg er nýársmynd Sambíóanna og Regnbogans ein slík, en hún Ór WILL Smith og Gene Hackman í nýársmynd Sambíóanna, Óvini ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.