Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 36

Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Horfíð inn í Hvergiland Jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur er Pét- ur Pan eftir Bretann J.M. Barrie og verður það frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins annan dag jóla. Orri Páll Ormarsson fór í ferðalag til Hvergilands og ræddi við leikstjórann, Maríu Sigurðardóttur, og að- alleikarann, Friðrik Friðriksson, um þessa goðsagnakenndu veru, Pétur Pan. HVAÐ ertu gamall?“ spyr Vanda gest sinn sem óvænt hefur borið að garði. „Ég veit það ekki en ég er mjög ungur. Ég strauk að heiman daginn sem ég fæddist,“ svarai- hann. „Hvers vegna?“ spyr hún undrandi. ,Af því ég heyrði að pabbi og mamma voru að tala um það hvað ég ætti að verða þegar ég yrði stór. Eg ætlaði alltaf að verða lítill strákur og leika mér.“ Þannig er hann í hnotskurn. Hann er æskan, hann er gleðin, hann er lítill fugl sem brotist hefur úr eggi. Hann er Pétur Pan. „Það er eitthvað spennandi við það að vilja ekki verða fullorðinn," segir Maria Sigurðardóttir leik- stjóri, þegar hún er spurð hvers vegna Pétur Pan hafi lifað svo góðu lífi gegnum árin, en tæp öld er liðin frá því hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið. „Ætli flest börn láti sig ekki einhvern tíma dreyma um þetta, að lifa í endalausum leik, að minnsta kosti þegar þau sjá okkur fullorðna fólkið á hlaupum, fullt af stressi og áhyggjum. Það geta allir fundið sig í Pétri Pan.“ Og svo er það vitaskuld ljómi æv- intýrisins. „Pétur er ævintýra- drengur,“ heldur María áfram. „Hann á þetta Hvergiland, drauma- stað, þar sem börnin ráða ríkjum og ekkert er ómögulegt. Svo getur Pét- ur flogið og talað við álfa. í mínum huga er hann dæmigerð hetja, hug- rakkur en viðkvæmur. Ég er til dæmis ekki í vafa um að hann lang- ar að eiga mömmu, þó hann vilji ekki viðurkenna það.“ Eltist ekki við hefðirnar Vandfundið er það mannsbarn sem ekki hefur heyrt um Pétur Pan. Hann er í hópi bestu vina bamanna. Það sætir því furðu að leikritið hafi ekki í annan tíma verið fært upp í ís- lensku leikhúsi. „Það er rétt, við höf- um ekki bakgrunninn,“ segir María og bendir á að sennilega séu þeir fleiri Islendingamir sem kannast við ævintýri Péturs af teiknimynd Disn- ey-fyrirtækisins eða kvikmynd Morgunblaðið/Jón Svavarsson PÉTUR Pan (Friðrik Friðriksson) stumrar yfir Vöndu (Edda Björg Eyjólfsdóttir) sem fengið hefur heldur óblíðar viðtökur við komuna til Hvergilands. Ekki reynist hún þó hafa týnt lífí. Stevens Spielbergs, Ki'ókur, en þeir sem lesið hafa söguna eða séð leikrit- ið. Sjálf hefur María aldrei séð Pétur Pan á sviði en kveðst hafa þegið góð ráð frá búningahönnuðinum Unu Collins og flugþjálfaranum Nick Kir- by, en bæði eru þau bresk, eins og Barrie. „Annars ákvað ég strax að taka þetta mínum tökum, nota minn skilning og eltast ekki við hefðirnar.“ Leikritið er fært upp í upprunalegri leikgerð höfundar. Sagan er kjarninn en María er þess sinnis að eigi að síður sé nauð- synlegt að hafa sýninguna jafnframt fyrii' augað - til að ævintýrablærinn komist til skila. Engu var því til sparað. Sviðsmynd, búningar, tækni, tónlist og dansar, öllu er þessu ætlað að styðja við söguna - auka áhrifin. „Þetta er ein með öllu - á því leikur ekki vafi,“ segir Mar- ía. „Áhorfendur eiga að hverfa inn í Hvergiland meðan á sýningunni stendur." Leikmynd er eftir Jón Þórisson og búninga hannar, sem fyrr segir, Una Collins. Tónlist hefur Kjartan Olafs- son samið og er hún komin út á geislaplötu í tilefni af sýningunni. Danshöfundur er Lára Stefánsdóttir og lýsing er á ábyrgð Elfars Bjarna- sonar. Þýðandi og höfundur söng- texta er Karl Agúst Ulfsson. Sveit leikara tekur þátt í sýning- unni, faglærðir og ófaglærðir. „Mér þótti upplagt að hafa sem flest börn og unglinga í sýningunni,“ segir María, „og þau hafa öll sem eitt stað- ið sig eins og hetjur. Sum hver eru með mikinn texta og hafa ekki átt í neinum vandræðum.“ María segir samvinnu fagfólksins og bamanna hafa verið með besta móti. Þeir fyn'nefndu hafi verið boðn- ir og búnir að leiðbeina unga fólkinu - og öfugt! „Þannig er nefnilega mál með vexti að sum bömin kunna allt leikritið utan að og eru ófeimin við að leiðrétta leikarana ef þeim verður á í messunni á æfingum.11 Víðast hvai' erlendis er venjan sú að leikkonur fari með hlutverk Péturs Pan. Segir María það stafa af því að ungar leikkonur séu oft „strákslegri" en ungii’ leikarai’. Fyrir þessa sýn- ingu gerðist þess aftur á móti ekki þörf að leita á náðir kvenna, þvi ís- lendingar búa svo vel að eiga leikara, Friðrik Friðriksson, sem er „skapað- ur“ í hlutverk ævintýradrengsins, að því er fram kemur í máli Maríu. „Dis- ney hefði ekki getað verið heppnain með leikara. Friðrik smellpassar í hlutverkið með hliðsjón af útliti. Svo er hann líka svo góður leikari." Ekki eins og að drekka vatn Friðrik hlær þegar þetta álit er borið undh’ hann. „Ekki skal ég um það segja. Ég hef alla vega þurft að ÞAÐ er til marks um hverf- ulleika sögunnar að J.M. Barrie, höfundur Péturs Pan, var á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar vinsælastur og best þekktur leikritahöfunda í Bretlandi. Verk hans hafa síðan flest fallið í gleymsku og eru nánast aldrei leikin, utan eitt, barnaleikrit- ið Pétur Pan. Enn furðulegra er þetta, þegar haft er í huga að Pétur Pan var eina bamaleikritið sem Barrie samdi, en heildarfjöldi leik- rita þessa afkastamikla höfundar losar 40 og er þá ótalinn nær tugur skáldsagna, smásagna og frásagna af ýmsum toga. Skoskur vefarasonur James Matthew Barrie fæddist árið 1860 í smábænum Kirremuir í Forfarshire í Láglöndum Skot- lands. Hann var hinn níundi í röð tíu systkina sem fæst náðu fullorðins- aldri, sonur fátæks vefara, David Barrie og konu hans Mary Ogilvy Barrie. Þrátt fyrir fátækt tókst að koma syninum til mennta og James lauk M.A. prófi í enskum bók- menntum frá Edinborgarháskóla 1882. Sagt hefur verið að tengsl James við móður sína hafi verið ein- staklega sterk og náin, honum hafi aldrei tekist að slíta fullkomlega þau bönd sem knýttust milli hans og móðurinnar og ýmsar hugmyndir Barrie um samskipti foreldra, barna og systkina, óeðlilegar hug- myndir myndu sumir segja, eigi sér rætur í sambandi hans við móður sína. Þegar David eftirlætissonur Mary Ogilvy lést af slysförum á fjórtánda afmælisdegi sínum segir sagan að hinn sex ára gamli James hafi einsett sér að taka sæti bróður síns í hjarta móður sinnar. Víst er að skömmu eftir andlát Mary Ogil- vy gaf Barrie út bók tileinkaða minningu móður sinnar, Mary Ogil- vy (1895) og þar má m.a. finna hug- leiðingar sem vísa fram til grund- vallarþemans í sögunni um Pétur Pan, um ótta bamsins við að verða Vinsæll leikritahöf- undur á sinni tíð Hávar Sigurjónsson rifjar upp glæstan feril J.M. Barrie, höfundar hins síunga Péturs Pan og fjölda annarra leikrita sem flest hafa orðið gleymskunni að bráð . fullorðið og óskina um að fá vera ætíð barn og þurfa aldrei að hverfa úr móðurfaðminum. Kálgarðssögur James hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Nottingham Herald 1882 en þremur árum síðar settist hann að í Lundúnum og hóf feril sinn sem rithöfundur. Fyrsta bók hans Better dead (1887) vakti litla athygli en tvær næstu Auld Licht Idylls (1888) og Window in Thrums (1889) komu undir hann fótunum. Þessar sögur falla í flokk með svokölluðum „kálgarðssögum" (Kailyard stories)) sem voru vinsæl- ar á þeiri’i tíð, skrifaðar á eins kon- ar skoskri mállýsku og voru róman- tískar, tilfinninganæmar lýsingar á þorpslífi í Skotlandi sem „hvergi fyrirfannst nema í hugskoti höfund- anna.“ Árið 1891 sló J.M.Barrie svo í gegn með skáldsögunni The Little minister og strax árið eftir sló hann í gegn á leiksviðinu með Walker, London. Þennan áratug sendi Barrie jöfnum höndum frá sér skáldsögur og leikrit en frá alda- mótum beindi hann kröftum sínum nánast eingöngu að leikritun og samdi allt að tvö leikrit á ári fram til 1920, en eftir það heyrðist lítið frá honum íyrr en tvö síð- ustu ár ævi sinnar er hann sendi frá sér tvö leikrit byggð á sögum Gamla testamentisins. Hæddist að Ibsen Walker, London var þó ekki fyrsta leikrit Barries, því árið áður hafði hann samið tvö leikrit sem féllu lítt í kramið, annað þeirra er leiksögulega for- vitnilegt Ibsen’s Ghosts, or Toole up to date, en þar gerir Barrie grín að þremur leikritum umtalaðasta leikskálds þess tíma, Henrik Ibsen. Leikritin þrjú voru Brúðuheimilið, Afturgöngur og Hedda Gabler. Háðið er allt á kostnað alvöru verk- anna og svartsýnna endaloka þeirra og lætur Barrie allar persónur verksins fremja sjálfsmorð í leiks- lok. Áhrif Ibsens á Barrie ristu þó dýpra því oftar en einu sinni fjallaði Barrie í leikritum sínum um ástlaus hjónabönd og ófullnægðar eiginkon- ur. Greinilegastur verður skyldleik- inn við Brúðuheimilið og Heddu Ga- bler í einþáttungunum The Twelve Pound Look (1910) og Haif an Hour (1913) en í því fyrr- nefnda segir frá eigin- konu sem hefur um árabil bætt sér upp ástlaust hjónaband með framhjáhaldi. I hinu síðarnefnda er eiginkonan að hlaupast á bi’ott með elskhuga sínum þegar hann deyr í slysi. Hún snýr aftur heim reiðubúin að sætta sig við hjóna- bandið úr því sem komið er. Tæpast verð- ur sagt að Barrie hafi bætt nokkru við snilld Ibsens, fremur hið gagnstæða, en þó er ljóst að mun fleiri leikhúsgestir í Lundúnum á þeim tíma þekktu verk hans en meistara Ibsens. Barrie hafði reyndar sjálfur reynslu af misheppnuðu hjónabandi því 1894 gekk hann að eiga leikkon- una Mary Ansell og var hjónaband þeirra bæði barnlaust og ástlaust. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hjónabandið, Barrie var sagður óhæfur eiginmaður og hugmyndir hans um samband hjóna einkenni- lega litaðar af tengslum hans við móður sína. Barrie og Mary Ansell skildu 1907 og eftir það bjó hann James Matthew Barrie 1860-1937. einn og síðustu ár ævi sinnar dró hann sig nær alveg í hlé frá opin- beru lífi, sagður bæði þunglyndur og einrænn. Hann lést árið 1937. Pétur Pan fæðist Misheppnað hjónabandið varð þó óbeint til þess að Barrie samdi sög- una og leikritið um Pétur Pan því sagan segir að uppúr leiðindum heimafyrir hafi hann farið í langar gönguferðir um Kensington garð- ana og kynnst þar Davies-bræðrun- um fimm, sonum hjónanna Ar-thurs og Sylviu Llewellyn Davies. Sam- band Barries við Davies fjölskyld- una varð mjög náið og eftir andlát foreldranna, Arthur 1907 og Sylvia 1910, tók Barrie bræðurna að sér og kom þeim til fullorðinsára. Bræð- urnir urðu Barrie innblástur að sög- unni Hvíti fuglinn (The little white Bird 1902) þar sem segir frá liðsfor- ingja nokkrum sem sestur er í helg- an stein og verður vinur lítils drengs, David að nafni. Á göngu- ferðum þeirra um Kensington garð- anna segir hann David sögui’ af drengnum Pétur Pan, sem haldi til í garðinum og sjáist aðeins um næt- ur. Systir Davids, Maimie, felur sig í garðinum eitt kvöldið og verður vinur Péturs Pan. Þessi hluti sög- unnar var svo gefinn út sérstaklega sem barnabók fjórum árum síðar undir heitinu Peter Pan in Kens- ington Gardens með tímamóta- myndskreytingum eftir Arthur Rackham. Um jólin 1901 fór Barrie með Da- vies bræðurna í leikhús og þar kviknaði hugmyndin að Pétri Pan sem aðalpersónu í leikriti þar sem börn færu með hin ýmsu aðalhlut- verk. Barrie ákvað að Pétur Pan leikritsins yrði stálpaður drengur, hugi-akkur og djarfur, foringi Týndu drengjanna sem lifa ævin- týralegu lífi eilífrar æsku í Hvergilandi. Pétur kynnist systkin- unum Wendy, John og Michael (þrír elstu Davies bræðurnir hétu Jack, Michael og Peter), kennir þeim að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.