Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 39
Algjör sérstaða
Krákustígar
TOJVLIST
Geislaplötur
SVERRIR GUÐJÓNSSON
Sverrir Guðjónsson: Epitaph (Graf-
skrift). Flytjendur: Sverrir Guðjdns-
son (kontratendr), Sigurður Hallddrs-
son (tendr), Eggert Pálsson (slag-
verk), Ólöf Sesselja Óskarsddttir
(viola da gamba), Camilla Söderberg
(blokkflauta), Snorri Örn Snorrason
(lúta). Utsetningar: Sverrir Guðjdns-
son (lög nr. 1, 4, 12, 13, 30), Snorri
Örn Snorrason (lög nr. 2, 3, 6, 8, 10,
15, 18, 19, 21, 24, 26, 27, 28, 29). tít-
gáfa: Opus 111 OPS 30-253. Lengd:
50’25. Verð: 1.999.
IEPITAPH er afar sérkennileg og
áhugaverð geislaplata. Sérstaða
hennar meðal þess tónlistarefnis
sem gefið er út fyi-ir
þessi jól er algjör. Bæði
er það tónlistin og ekki
síst heildarhugsunin á
bak við plötuna.
Hér er það nefnilega
heildin sem gildir.
Epitaph er ekki syrpa
30 íslenskra þjóðlaga
Isem raðað er saman
með tilbreytinguna eina
að leiðarljósi. Epitaph
birtist hlustandanum
sem eitt tónverk sem
skipt er í _ átta kafla:
Prologue, Árstíðir, Ast,
Trú, Náttúra, Árdagar,
Grafskrift, Epilogue.
Eins konar ferðalag frá
fæðingu til dauða.
Verkið hefst á hinni tignarlegu Lilju
Eysteins Asgrímssonar í Prologue
og hún er síðan endurtekin í
Epilogue. Lilja myndar því nokkurs
konar ramma um verkið - hæfir jafn
vel við sólarupprás sem við sólarlag
- fæðingu og dauða - upphaf alls og
endi alls.
Sverrir hefur valið að búa til heild-
stætt prógram sem virðist ganga
fullkomlega upp, efnið er ein rökræn
samfella. Það er hin dramatíska
heildarsýn sem geiir verkið svo trú-
verðugt - upplifunina svo algera, svo
sterka og á stundum svo þrúgandi.
Til að auka enn frekar á hin dramat-
ísku áhrif hefur Sverrir bætt inn
náttúruhljóðum svo sem vindgnauði,
lækjarnið, dropafalli og brimhljóð-
um. Spurning er hvort það hafi verið
nauðsynlegt en það skemmir alltént
ekki fyrir.
Mér datt oft í hug meðan ég hlust-
aði á plötuna hvort hér væri ekki
komin hin fullkomna tónlist við kvik-
mynd um miðaldaefni. Maðm- upplif-
ir nef nilega sjaldan tónlist sem
vekur upp svo sterkar myndrænar
tilfinningar eins og Epitaph. Það er
leikur einn að falla inn í andrúmsloft
hinna kolsvörtu miðalda okkar ís-
lendinga þegar hlustað er á plötuna.
Þessi þunglyndislegu ís-
lensku þjóðlög og textar
eru svo sterk og and-
rúmsloftið svo sannfær-
andi - allt er einhvem
veginn svo ekta. Maður
getur ekki að sér gert
að hugsa hvers konar
aðstæður þessi vesæla
þjóð bjó við: hún gat
ekki hugsað um sumar-
ið án þess að leiða hug-
ann að ógnum vetrar-
ins! (Sumarið þegar set-
ur bk'tt, nr. 3) og vor-
ljóðið fjallar um tóbaks-
og brennivínsleysið þeg-
ar skipin koma allt of
seint með nýjar birgðir!
(.Skipafregn, nr. 4).
Verst að Epitaph skuli ekki hafa ver-
ið til þegar Baldur Hermannsson
gerði umdeildan sjónvarpsmynda-
flokk sinn um kúgun íslensku þjóðar-
innai- á miðöldum, en hann þurfti þá
að notast við sovéska þunglyndistóna
Sjostakovítsj til að undirstrika
drungann og hörmungarnar.
Frammistaða tónlistarmannanna
allra er með ágætum. Kontratenórinn
og hugmyndasmiðurinn (tónskáldið)
Sverrir Guðjónsson er í aðalhlutverki.
Rödd hans er tær og hrein og söngur-
inn áhrifamikill og fellur mjög vel að
efninu. Með Sverri syngur Sigurður
Halldórsson sellóleikari í tvísöngslög-
um og sálmum úr Þorlákstíðum.
Raddir þehra hljóma afar vel saman
og tæknin gerir það mögulegt að
margfalda raddir þeirra í gregor-
söngnum. Félagamir úr Musica Ant>
iqua, þau Ólöf Sesselja Óskarsdóttir
gömbuleikari, Camilla Söderberg
blokkflautuleikari, Eggert Pálsson
slagverksleikari og Snoiri Öm
Snomason lútuleikari, skila sínu með
prýði. Snorri Öm hefur einnig útsett
fjórtán laganna af stakri smekkvísi.
Utsetningar Snorra gefa þessum
gömlu íslensku lögum svoh'tið alþjóð-
legri blæ en efni standa til. Þessi
hljóðfæraskipun á að sjálfsögðu lítið
skylt við íslenska tónlistarhefð enda
ábyggilega ekki ætlunin að endur-
skapa eitthvað sem ekki var til. Þess
vegna hefur verið valin sú leið að búa
til miðevrópska hljóðmynd með „ís-
lensku“ ívafi sem hefur tekist mjög
vel og ekkert er við að athuga.
Upptakan er sérstaklega vel úr
garði gerð. Endurómurinn í Skál-
holtskirkju er að vísu nokkuð mikill
- svolítið langt frá baðstofunni og
gripahúsunum - en allt er skýrt og
klárt. Og talandi um skýrleika vil ég
ekki láta hjá hða að minnast á fram-
úrskarandi góðan textaframburð
Sverris - og Sigurðar. Vinnubrögð af
þessu tagi em til fyrirmyndar.
Umslagið er einnig til fyrirmynd-
ar - frumlegt og sannkallað augna-
yndi. Textinn er mjög læsilegur,
skrifaður á íslensku, ensku, þýsku,
frönsku og japönsku! Það vantar
bara eitthvert skandínavíska málið.
Opus 111-útgáfan er þekkt og virt
meðal tónhstarannenda um allan
heim fyrh- vandaðan tónlistarflutn-
ing. Epitaph er enn ein rós í hnappa-
gat þessa franska útgáfufyrirtækis,
íslenskra tónlistarmanna sem era
hættir að ganga með veggjum, og
síðast en ekki síst Sverris Guðjóns-
sonar og félaga hans á þessum
magnaða hljómdiski.
Valdemar Pálsson
BÆKUR
I>ý<ld skáldsaga
HESTASKÁLIN
Eftir Graham Swift. Frfða Björk
Ingvarsdóttir þýddi. Mál og menning,
Reykjavík 1998. 274 bls.
BRESKI rithöfundurinn Graham
Svvift er sennilega kunnastur fyrir
skáldsögu sína Waterland (1983) en
einnig mætti nefna Out
of this World (1988). Ár-
ið 1996 hlaut hann svo
Booker-verðlaunin fyrir
skáldsöguna Hestaskál-
in sem nú er komin út í
íslenskri þýðingu Fríðu
Bjarkar Ingvarsdóttur.
Eins og í fyrri verk-
um sínum glímir Swift
hér nokkuð við fortíðar-
vitundina. Fjórir gamlir
vinir halda í ferð á fín-
um Benz til að strá ösku
af jarðneskum leifum
eins úr hópnum á stað
sem hann hafði óskað
sér. A þessu ferðalagi
fer mörgum sögum
fram í einu. Eins og títt
er um ferðasögur þá er hið ytra
ferðalag ekki eina ferðin sem lagt er
upp í heldur verður hún iðulega til-
efni til þess að persónur sögunnar
kanni sinn eigin hug í leiðinni. Hesta-
skálin skiptist í marga stutta kafla
þar sem ýmist er sagt frá hinni ytri
ferð eða hugleiðingum ferðalanganna
og annarra sem við sögu koma um
hinn látna og líf sitt. Raunar á hinn
látni einn kafla sjálfur. Þannig kall-
ast nútíð og fortíð á og í ijós kemur
að ýmislegt er óuppgert og sumt
verður aldrei til lykta leitt. Sömuleið-
is kallast hin ytri og innri ferð á í sög-
unni, báðar þeirra era hlykkjóttar og
skrykkjóttar og færa lesandanum
heim sanninn um að ekkert er einfalt,
það er engin einföld leið til frá A tií
B, frá fæðingu til dauða. Lífið er
krákustígur og það vandrataður eða
eins og hinn látni segir: „Það er
miklu erfiðara að þurfa að halda
áfram. Að hætta að vera til er ekk-
ert.“
Þessi bók er ekki síst áhugaverð
vegna þess hvemig hún er sögð. Höf-
undur velur þá leið að láta hverja
persónu segja sína sögu, rekja hugs-
anir sínar í fyrstu persónu, í eins
konar innra eintali. Þetta tekst vel
hjá höfundi. Hver per-
sóna hefur sína rödd og
þótt það taki lesandann
svolitla stund að komast
inn í heim þeirra allra,
aðstæður og tengsl eða
afstöðu hverrar til ann-
arrar þá smámsaman
fléttast saman úr þeim
heildstætt verk. Fyrir
vikið standa þær líka
nær lesandanum, allar
nema sá sem er í raun
aðalpersóna hennar,
hinn látni, slátrarinn
Jack Dodd. Hann er að
minnsta kosti aðalper-
sóna sögunnar í þeim
skilningi að hann er sá
sem rekur vinahópinn
til þess að gera upp sín mál, sína for-
tíð, og hann er sá sem þau hugsa öll
um, líf hans og dauði það sem þau
spegla sig í.
Hestaskálin hefur það sem íslensk-
ar skáldsögur skortir margar hveij-
ar, góða og athyglisverða byggingu.
Söguefni bókarinnar er ekki nýstár-
legt en það sem gerir bókina góða og
spennandi aflestrar er sá sérstæði
háttur sem hún hefur á því að spinna
söguþráð sinn.
Þýðingin er góð aflestrar þótt
stundum hafi maður það á tilfinning-
unni að hún fági svolíti það Cockn-
ey-mál sem persónur bókarinnar
tala.
Þröstur Helgason
Sverrir
Guðjónsson
Graham
Swift
er óraveg frá meistara-
stykki Nielsens, klar-
ínettukonsertinum op.
57 frá 1928. Miklu
þekktari eru Fantasie-
stiicke Schumanns op.
73 sem einnig heyrast
stundum fyrir selló,
fiðlu eða óbó í stað klar-
ínettunnar. Líkt og
gjarnan á sér stað í tón-
list píanóleikarans
Schumanns er píanó-
röddin jafn mikilvæg og
klarínetturöddin en hér
nýtur hún sín ekki til
fulls. Píanóleikur Phil-
ips Jenkins hefði mátt
vera miklu framar í
hljóðmyndinni þannig
að jafnræði ríkti milli
hljóðfæraleikaranna
tveggja. Þetta hlýtur að
skrifast á reikning upp-
tökumanns, Tryggva
Tryggvasonar, sem
reyndar er víðfrægur
smekkmaður. Annars
spila báðir hljóðfæra-
leikararnir þessi þrjú
19. aldarverk með mikl-
um rómantískum eld-
móði (t.d. Rasch und
mit Feuer úr Fantasie-
stiicke, nr. 5) og inni-
leik (upphaf verks Niel-
sens, nr. 1).
Philip
Jenkins
Einar
Jóhannesson
almennt, því þessi
blönduðu prógi-ömm
era nokkuð einkenn-
andi fyrir íslenska
geislaplötuútgáfu. Eru
menn kannski hræddir
við að teljast gamal-
dags eða of nútímaleg-
ir í verkefnavali? Betra
að spila sitt lítið af
hverju, svo flestir fái
eitthvað við sitt hæfi?
Þeir Einar Jóhann-
esson og Philip Jenk-
ins njóta sín mjög vel í
íslensku verkunum á
diskinum. Sýnkópurn-
ar í hnyttnum loka-
kafla sónötu Jóns Þór-
arinssonar eru í alvöru
djassaðar (nr. 6,10:19-
10:50) og spilamennsk-
an í öllu verkinu sér-
lega lifandi. Kek eftir
Þorkel Sigurbjömsson
er litríkt verk sem hef-
ur yfir sér alþjóðlegan
og gott ef ekki im-
pressjónískan blæ.
Þjóðlagaútsetningar
Þorkels Sigurbjöms-
sonai- eru sérlega
skemmtilegar og verð-
skulda miklu meiri at-
hygli en raun ber vitni.
Takið t.d. eftir hvernig
laglínan í Ljósið kemur
Á eftir Schumann kemur svo hin
snjalla Klarínettusónata Jóns Þór-
arinssonar. Það er óneitanlega mik-
ið stökk frá Schumann til Jóns Þór-
arinssonar þannig að hin stór-
skemmtilega sónata Jóns nýtur sín
ekki sem skyldi í þessu umhverfi.
Jón og Þorkell Sigurbjömsson eiga
miklu frekar samleið. Það er að
mínu mati í góðu lagi að blanda
saman mjög ólíkum tímabilum á
svona diski ef um er að ræða „por-
trett“ af listamönnum - svo hægt sé
að sýna hve fjölhæfir þeir era. En
það þarf enginn að efast um fjöl-
hæfni Einars Jóhannessonar. Þetta
er sett hér fram til íhugunar svona
langt og mjótt birtist smám saman
líkt og ijósgeisli í mistri (nr. 8).
Þetta má kannski líka nefna eins
konar nútímalegan impressjónisma?
Útsetningin á Björt mey og hrein
(nr. 9) er líka snilldarleg og er geysi-
vel spiluð af þeim félögum. Væntan-
legir kaupendur ættu reyndar að at-
huga að í bæklingi hefur röð þjóð-
laganna skolast til en þau era svo al-
þekkt að það kemur varla að sök.
Þessar hljóðritanir eiga sannar-
lega erindi á markaðinn þótt um
endurútgefið efni sé að ræða. Ald-
urinn bera þær vel og flutningur
tónlistarinnar er með ágætum.
Valdemar Pálsson
Fylgið mér stjörnur
BÆKUR
Lj óðabók
ÚR ÞEGJANDADAL
Eftir Hjört Pálsson. Iðunn, 1998,
47 bls.
TITILL þessarar nýjustu ljóða-
bókar Hjartar Pálssonar, Úr Þegj-
andadal, kallast skemmtilega á við
titil einnai- af eldri bókum hans,
Sofendadans frá 1982. Kannski
mætti álykta, út frá titlunum ein-
um, sem svo að tilveran sé sá Þegj-
andadalur sem skáldið vísar í og
manneskjan líði þar hálfsofandi í
gegnum lífið. Vissulega er fótur
fyrir slíkum hugrenningum í Ijóð-
um Hjartar, en þó eru kannski
áleitnari spm-ningar
um þegjanda- og sof-
andahátt einstaklinga
gagnvart eigin tilfinn:
ingum og öðrum. Slík
virðast mér vera yrk-
isefhi skáldsins í
mörgum ljóða Úr
Þegjandadal. Ljóð-
mælandinn hefur búið
sér til grímu af kost-
gæfni (Gríma, bls. 15),
andar í einsemd á
„hrímaðan skjáinn"
(Vitjun, bls. 11), hvísl-
ar „hálfkveðinni vísu /
úr Þegjandadal (tit-
illjóð, bls. 16), bendir á
að: „Sífellt afneitar
fólk helft eigins eðlis“ (Úr
myi-kviðinum, bls. 22), og liggur
jafnvel „við drakknun / í kolsvört-
um / hyl myrkursins (Kalt, tært og
djúpt, bls. 24).
En þessi stirðnaða tilvera í þögn,
myrkri og einsemd er þó ekki alls-
ráðandi í ljóðum þessarar bókar.
Ljóðmælandi nærir enn von í
brjósti og ber sig til við að rjúfa
einsemdina, jafnvel með átökum
eins og sjá má í ljóðum eins og
t.a.m. Uppreisn (bls. 17) og Mynd
brýst úr ramma sínum (bls. 18).
Síðarnefnda ljóðið hefur undirtitil-
inn: „ellegar Eftirmæli um notaða
spennutreyju“ og er sterk mynd af
uppgjöri einstakhngs við sjálfan
sig jafnt og aðra:
Þér tungumjúku liðdýr og hrokkinkollar!
Yður hef ég lotið nógu lengi.
Nú sný ég á kerfið.
Eg brýst út úr rammanum
mölva allt mélinu smærra í speglasalnum
míg í brunn sjálfsmyndarinnar
hnoða kúlu úr sannleikanum
og kasta henni í hausinn á næsta manni!
Þrettán ár eru síðan
Hjörtur Pálsson sendi
síðast frá sér frumorta
ljóðabók en á því tíma-
bili hefur hann hins
vegar sinnt ljóðaþýð-
ingum af alúð og hafa
komið út eftir hann
þrjú Ijóðaþýðingasöfn
síðastliðinn áratug.
Árið 1985 kom hins
vegar bók hans Haust
í Heiðmörk og - svo
ég haldi áfram að
tengja saman Ijóð nýju
bókarinnar við titla
þeirra eldri - þá er
haustið einnig áber-
andi yrkisefni í Þegj-
andadalnum. Sérstaklega haustið
á mannsævinni, ljóð sem fjalla um
það að eldast og finna dauðann
nálgast eru nokkur í bókinni.
Mjög fallegt ljóð um þetta efni er
Kominn að vaðinu (bls. 35). Þar
falla efni og form mjög vel saman í
tæra, ljóðræna heild. Endurtekið
stef, hófleg stuðlanotkun og fal-
legt myndmál gerir ljóð þetta
einkar eftirminnilegt. Ljóðið end-
ar á fallegri bón: „Fylgið mér
stjörnur / þegar stormurinn kem-
ur.“
En það eru ekki aðeins endalok
mannsævinnar sem skáldið yrkir
um í þessari bók heldur einnig
endalok aldarinnar. Aldarhvörf,
með upphafningu þess nýja og
hugsunarlausri höfnun hins
gamla, er t.d. yrkisefni ljóðsins
Lík hins gamla heims (bls. 19) og í
ljóðinu Gluggar er ort um hverful-
leika tímans og breytingar sem
eiga sér stað fyrr en nokkurn var-
ir.
Þótt Úr Þegjandadal sé ekki
löng bók, í blaðsíðum talið, er hún
efnisrík og geymir mörg eftir-
minnileg ljóð sem þola endurtekinn
lestur vel. Eg hef hér aðeins nefnt
nokkra þræði hennar, en sleppt
fleirum. Hnitmiðaðar náttúru-
myndir eru t.a.m. margar í bókinni
og tengir höfundur þær oft
skemmtilega við mannlegar tilfinn-
ingar. Vísanir eru margar
skemmtilegar í ljóðum Hjartar og
gaman að rekja sig eftir þeim. I
heild er hér um að ræða fágaðan
skáldskap sem leynir víða á sér og
ég vona að höfundur sé ekki „kom-
inn að vaðinu" hvað skáldskapinn
snertir og að góðar stjörnur fylgi
honum enn um sinn.
Soffía Auður Birgisdóttir
Aðsendar greinar á Netinu
v'i> mbl.is
_/\LLTAf= eiTTHV'AO A/YTT
Hjörtur
Pálsson