Morgunblaðið - 24.12.1998, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Svanhildur Skúladóttir heldur jól í Sarajevo
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HENDUR
KRISTS
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem íslenzk þjóð fylkir
einhuga liði til samveru í anda og sannleika. Það
gerir hún á helgum jólum. Og hefur gert í þúsund ár. A
helgum jólum er húsfyllir í öllum kirkjum okkar, stór-
um og smáum, víðsvegar um landið. Hvert er bakland
þessa einhugar þjóðarinnar? Hvert er bakland þessar-
ar hátíðar ljóssins og kærleikans, sem haldin er í
dimmu íslenzks skammdegis - og hvarvetna heims um
ból? Svarið er fáyrt: I Betlehem er barn oss fætt!
Fagnaðarboðskapurinn er enn í dag samur og á hin-
um fyrstu jólum fyrir bráðum tvö þúsund árum: „Yður
er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs. Hafið þetta til marks. Þér munuð finna
ungbarn reifað og lagt í jötu.“ [Lúkas 2, 8.]
Frelsarinn kom í mannheim sem lítið barn. Hann
vitnaði og oft til barnanna í boðskap sínum: „Leyfið
börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að
slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem
ekki tekur við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í
það koma.“ [Lúkas 8, 15.]
Jólin eru oft skilgreind sem hátíð barnanna, hátíð
barnsins í brjóstum hinna fullorðnu, hátíð fjölskyldunn-
ar, þegar ungir og aldnir deila semeiginlega gleðinni
yfir fæðingu og boðskap Krists. Jólin eru einnig skil-
greind sem hátíð ljóssins og kærleikans. Og síðast en
ekki sízt sem hátíð hans sem er vegurinn, sannleikur-
inn og lífið. Allar eru þessar skilgreiningar góðar og
gildar - og auðskildar kristilega þenkjandi fólki. En
samræmist þessi hátíð barnanna, hátíð barnsins í
brjóstum okkar, rökhyggju og vísindum 20. aldar? Eiga
trú og vísindi samleið inn í nýja öld sem í hönd fer?
Jóhann Axelsson, prófessor, víkur að þessu efni,
tengslum trúar og vísinda, í grein hér í Morgunblaðinu
3ja september sl. Hann leiðir fram þekkta Nóbelsverð-
launahafa í raunvísindum [Max Planck 1918, Sir John
Eccles 1963, Ragnar Granit 1967, Manfred Eigen 1967,
Robert W. Holley 1968, B.D. Josephson 1973, Werner
Arber 1978, Arthur L. Schawlaw 1981], sem allir telja
að trú og vísindi geti átt samleið mannkyni til góðs.
Manfred Eigen, sá þeirra sem hvað varlegast hagar
orðum sínum, segir: „Eg tel að trú og vísindi útiloki
hvorki né sanni hvort annað.“ Lífeðlisfræðingurinn Sir
John Eccles segir á hinn bóginn: „Eg skynja sjálfan
mig sem einstaka sjálfsmeðvitaða veru sem ég trúi að
sé sköpuð af Guði.“ Og Max Planck, einn af frumkvöðl-
um skammtafræðinnar, segir um samband trúar og vís-
inda: „Raunverulegar mótsetningar milli trúar og vís-
inda eru óhugsandi því saman mynda þau heild.“
Leitin að ljósinu og sannleikanum í mannlegri tilveru
- og alheiminum - spannar bæði trú og vísindi. Sú leit
ber samt sem áður ekki tilætlaðan eða viðunandi árang-
ur nema kærleikurinn vísi veginn: Kærleikur til skap-
ara himins og jarðar, kærleikur til okkar nánustu, kær-
leikur til náungans, hver sem hann er, kærleikur til
umhverfis okkar og ættjarðar - og kærleikur til alls
sem lifir.
Táknræn saga, nánast úr samtíð okkar, sagan um
Kristslíkneskið sem laskaðist í heimsstyrjöldinni síðari,
má gjarnan vera stefnumarkandi fyrir okkur öll. í stað
handa, sem brotnuðu af höggmyndinni, var sett skilti
er á stóð: „Þið eruð hendur Krists.“ Við erum með öðr-
um orðum, eða eigum að vera, hendur hans sem sagði:
„Það sem þið gjörið einum af mínum minnstu bræðrum
það hafið þið og mér gjört.“ A helgum jólum - og á
hverri tíð - eru til þurfandi einstaklingar, bæði nær og
fjær, sem „hendur Krists“ geta hjálpað. Það þarf ekki
að leita langt yfir skammt að meðbræðrum og systrum
sem eru hjálpar þurfi á einn eða annan hátt. Við getum
og lent í þeirra hópi. Það er mikill sannleikur í þessu
forna spakmæli: „Vegurinn til Guðs liggur um hlaðið
hjá náunganum.“
A helgum jólum göngum við öll, hvar í sveit sem við
erum sett, til kirkju Krists með kærleikann að leiðar-
ljósi. Og tökum á móti fagnaðarboðskapnum með
barnslegri gleði.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönn-
um öllum gleðilegra jóla, farsældar og friðar.
Borða hangikjöt og
les jólabækurnar
SVANHILDUR Skúla-
dóttir borðar hangi-
kjöt og les íslenskar
jólabækur þrátt fyrir
að hún haldi jólin í
Sarajevo í Bosníu.
Hún segir að jólin í
borginni taki að
nokkru leyti mið af
því að ramadan,
helsta hátíð múslima,
hófst skömmu fyrir
jól, en meirihluti
borgarbúa eru
múslimar.
Svanhildur starfar
á skrifstofu Alþjóða-
sambands Rauða
krossins og Rauða
hálfmánans í Sarajevo í Bosm'u.
Hún sér um starfsmannahald og
fleira. Rauði krossinn er með úti-
bú um alla Bosníu og umfangs-
mikla starfsemi. Rauði krossinn
aðstoðar m.a. gamalt fólk sem býr
heima. Á vegum Rauða krossins
starfa 29 hópar iðnaðarmanna
sem fara um alla Bosníu og gera
lágmarksviðgerðir á húsum
þannig að fólk geti búið í þeim.
Ennfremur aðstoðar Rauði kross-
inn flóttamenn frá Kosovó.
Svanhildur sagði að ekkert
landsfélag væri starfandi í Bosníu
og Alþjóðasamband Rauða kross-
ins væri að reyna að koma slíku
félagi á fót þannig að Rauði
krossinn f Bosníu geti staðið á
eigin fótum í framtíðinni.
Hún sagði að miklar breytingar
hefðu orðið í Sarajevo á þessu ári.
Búið væri að gera við hús, götur
og brýr sem skemmdust í stríðinu.
Vöruúrval í verslunum hefði aukist
nyög mikið og veitingahús, kaffi-
hús og þjónustufyrirtæki hefðu
tekið til starfa. Afkoma stórs hluta
borgarbúa væri hins vegar bágbor-
in og margir liðu skort.
Svanhildur sagði að
borgin væri orðinn
sæmilega örugg. Frið-
argæslusveitir Sam-
einuðu þjóðanna væru
enn í borginni og eng-
in átök ættu sér stað í
borginni. Hins vegar
hefðu orðið uppþot í
Bosni'u, m.a. í tengsl-
um við handtökur
stríðsglæpamanna.
„Við verðum hins
vegar að passa okkur
að halda okkur á
steyptum götum og
gangstéttum því að
hér er allt morandi í
jarðsprengjum. Það
kemur til með að taka áratugi að
hreinsa það upp. Jarðsprengjurn-
ar eru helsta daglega ógnunin
sem borgarbúar búa við,“ sagði
Svanhildur.
„Við erum nokkur saman hjá
Alþjóðasambandi Rauða krossins
sem ætlum að halda saman jól hér
í Sarajevo. Við ætlum að borða
saman á jóladag. Það ætlar hver
og einn að koma með eitthvað
{jjóðlegt til að leggja á jólaborðið.
Eg er búin að fá hangikjöt og há-
karl að heiman. Eg er líka búin að
fá sendar jólabækur að heiman.
Þetta verða því kannski dálítið
hefðbundin jól hjá mér. Eg kem
til með að borða hangikjöt og lesa
íslenskar jólabækur.
Ég ætla að fara í messu í
kirkju heilags Antonfusar á að-
fangadagskvöld. Mér er sagt að
fyrir stríð hafi flestallir farið í
messu á aðfangadagskvöld hvort
sem fólk var múslimar eða Ser-
bar. Króatarnir eru kaþólskir og
halda sig við sínar kirkjur. Ser-
barnir halda hins vegar ekki jól
fyrr en í janúar,“ sagði Svanhild-
Helga Þórólfsdóttir er í Kampala í llganda
Erfitt að finna
jólatré í Kampala
Svanhildur
Skúladóttir
JÓLIN eru ekki mjög
hátíðleg í Kampala í
Uganda segir Helga
Þórólfsdóttir, sem
starfar hjá Alþjóða-
ráði Rauða krossins í
Uganda. Hún segir þó
að flestir hlakki til jól-
anna. Hún og sam-
starfsmenn hennar
borða jólamat undir
beru lofti kl. 18 í
kvöld. Þegar Morgun-
blaðið ræddi við Helgu
var hún ekki búinn að
finna neitt jólatré.
Helga starfar í
Kampala, höfuðborg
Úganda, og er ábyrg
fyrir stuðningi Alþjóðaráðs Rauða
krossins við landsfélagið í tíg-
anda. Hún ferðast um allt land og
heimsækir deildir Rauða krossins.
I Uganda er mikið um flóttamenn
frá Súdan, Kongó og Rúanda, en
auk þess hafa margir tíganda-
menn hrakist að heiman vegna
árása skæruliða í Norður-Ug-
anda.
Helga sagði að Rauði krossinn
reyndi að aðstoða flóttamenn með
ýmsum hætti. Þeim væri hjálpað
við að skrifa ættingjum og hafa
upp á þeim. Aðstoðin fælist einnig
í að útvega flóttamönnuin teppi,
áhöld til að geta eldað, fræ og út-
sæði. Flóttamönnum væri einnig
útveguð heilbrigðisþjónusta. Enn-
fremur sinntu Rauðakrossfélagar
heimsóknum til stríðsfanga.
„Þetta er frekar blandað þjóðfé-
lag. Hér eru múslimar og kristnir.
Það er ekki Iátið eins mikið með
jólin hér og heima, en fólk heldur
hér samt jól. Það er gefið frí yfír
jólin og fólk notar tækifærið og
skemmtir sér. Það er kannski ekki
sami hátíðleikinn hér
og heima.“
Helga sagði að það
væri ekki sama
skipulagið í tíganda í
sambandi við jólahald
og heima. Fólk gæfi
jólagjafir, en það
væri ekki lögð nein
sérstök áhersla á að
pakka þeim inn. Eins
væri ýmist að fólk
tæki fram gjafirnar á
jóladag eða aðfanga-
dag. Helga sagði að
fólk sendi jólakort í
tíganda og skipti þá
ekki máli hvort það
væri kristið eða
múslimar.
Helga sagðist verða að vinna
um jólin. Starfsfólkið ætlaði samt
að fara snemma heim á aðfanga-
dag og mæta seint til vinnu á jóla-
dag. „Við útlendingarnir sem er-
um hér um jólin erum að reyna að
skipuleggja jólamáltíðina. Hér
eru Frakkar, ftalir, Svisslending-
ar, Líbani, Dani og íslendingur og
öll viljum við eitthvað sem minnir
á jólin í' okkar heimalandi. Við
þurfum því að ná samkomulagi
um jólahaldið. Ég fékk það nú í
gegn að jólamáltíðin yrði borðuð
á aðfangadag kl. 18. Sumum
fannst þetta of snemmt, en ég
fékk þetta í gegn. Ég þarf hins
vegar að sætta mig við að á borð-
um verður pasta og fleira sem
mér finnst ekkert jólalegt. Eina
vandamálið er að fá jólatré. Við
erum að leita að einhverri plöntu
sem við getum fmyndað okkur að
geti gegnt hlutverki jólatrés. Við
borðum hins vegar líklega úti á
aðfangadag. Þess er ekki að
vænta að hér snjói,“ segir Helga.
Helga
Þórólfsdóttir
Jólaljós
Ljóð: Davíð Oddsson
Lag: Atli Heimir Sveinsson
Gleðigjöf,
þá guð oss færði,
mannkyn allt hann endurnærði.
Lífsins vonin, litla bamið,
ljósið kveikti og okkur fól.
Ljósið það við köllum jól.
Lifi ljósið
ljósið skæra.
Lífsins vonin, ástin kæra.
Lifi ljósið
loginn skæri,
lífsins kraftur, neistinn tæri.
Birtu ber það,
bömum er það
sigursól.
Sól,
sem dimmu í dagsljós breytir,
drottins sonur ljósið heitir.
Með honum syngjum, heims um 1
„hallelúja“
um heilög jól.
[D.O.]
Ort í Hallgrímskirkju 29. nóvembe
ELDGOSIÐ í i