Morgunblaðið - 24.12.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998
Elska skaltu
náunga þinn
/
Utrýma verður þeirri meinsemd úr
þjóðfélaginu strax að jjárráð geti ráðið
því hvort fólk sendir börn sín til lœknis
eða ekki. Börnin eru framtíðin.
Öll börn, ekki bara sum.
Eftir Skapta
Hallgrímsson
Jólahátíðin er oft kennd
við ljós og frið. Kristnir
menn minnast frelsara
síns, margir með því að
njóta hvíldar í hópi
ástvina, borða mikið af góðum
mat, gefa og þiggja ýmislegt
misjafnlega þarft - sumir sækja
jafnvel kirkju. Svo hefur verið
víða um lönd í áraraðir, og sókn í
messur mun hafa aukist
verulega hérlendis hin síðari ár.
A Islandi eru jólin reyndar
einnig haldin hátíðleg með því að
gefnar eru út bækur og
hljómdiskar...
Jólin eru líka oft réttilega
nefnd hátíð barnanna, því þau
njóta líklega mest allra þessarar
afmælishátíðar Jesú Rrists.
Sum. Böm eru
VIÐHORF dýrmætasta
eign sérhvers
foreldris, en
misjafnlega er
að þeim búið eins og löngum
hefur verið vitað, bæði hér á
landi sem annars staðar. Jól eru
vitaskuld ekki nauðsynleg til að
minna á þá staðreynd og
trúarbrögð skipta ekki máli í
þessu sambandi.
Veröldin er því miður svo
grimm. Þekking og tækni eykst
hröðum skrefum en
mannskepnan virðist samt sem
áður lítið breytast að sumu leyti.
Grimmd og græðgi víða söm og
áður. Mörgum, sem náð hafa
völdum hér og þar um
heimsbyggðina, virðast engin
takmörk sett í því sambandi. Um
fíkn virðist nánast að ræða; völd
kalla á meiri völd, fé á meira fé.
Kúga þarf heilu þjóðirnar,
andlega og jafnvel líkamlega.
Tilgangurinn helgar ætíð
meðalið og allt er þetta gert í
„þágu málstaðarins“ auðvitað.
Það er með ólíkindum hversu
maðurinn - þessi viti borna vera,
sem af öllum öðrum dýrum ber
(að eigin áliti) - er í raun
kvikindislegur. Það sem honum
dettur í hug er á stundum svo
óhugnanlegt að varla er hægt að
tala um það.
I umfjöllun Morgunblaðsins
um ástandið í írak 25. október
sl., í framhaldi af ferð eins
ljósmyndara blaðsins til
landsins, kom fram hve mikil
eymd ríkir þar, ekki síst hve
viðskiptabann Sameinuðu
þjóðanna hefur bitnað illa á
bömum og sjúku fólki. Astandið
á þessu sviði er hroðalegt og
sagði ljósmyndarinn sláandi að
koma inn á barnasjúkrahús í
Bagdad. í greininni segir: „Það
sem ljósmyndari
Morgunblaðsins upplifði sterkast
á sjúkrahúsunum er vonleysi
fólks og maðurinn að vestan fær
erfiðar spurningar: Af hverju er
verið að þessu? Af hverju
megum við ekki flytja inn meira
af sjúkragögnum? Hvers vegna
ekki læknatímarit og skýrslur?
Af hverju er okkur ekki gert
kleift að sinna sjúklingum og
gamalmennum?"
Þessar spurningar eru
skiljanlegar. Fólkinu finnst það
ekkert hafa til saka unnið. Það
vill geta lifað með reisn, vill geta
líknað gömlu fólki og sjúku.
Vegna stefnu æðsta manns
landsins hefur alþjóða samfélagið
hins vegar niðurlægt íbúa þess.
Stundum hefur verið talað um
forgangsröðun í íslenska
heilbrigðiskeifinu og það orð er
einnig þekkt í írak. Þar hefur
það reyndar aðra merkingu. í
greininni segir að þar
forgangsraði læknar í stórum
stfl. „Á hverjum degi er valið
hverjir eiga að lifa og hverjir
verða að deyja. Grimmur
veruleikinn hljóðar svo: stundum
er hægt að bjarga tveimur með
sama kostnaði og hægt væri að
bjarga einhverjum einum. Og þá
verður þessi eini að deyja.
Stundum geta læknar bjargað
fimm fyrir einhvern einn. Og þá
verður þessi eini að deyja.“
Þetta er staðreynd í mjög
frjósömu og auðugu ríki árið
1998.
En vanþróuð ríki eru ekki þau
einu þar sem börn hafa það ekki
eins og best verður á kosið.
Sláandi upplýsingar koma t.d.
fram í samtali hér í blaðinu sl.
sunnudag við Matthías
Halldórsson, aðstoðarlandlækni.
Ekki tengjast þær jólunum
sérstaklega, heldur daglegu líf
fólks - staðreyndin er nefnilega
sú að marktækur munur er á
heiisufari stétta, skv. viðamikilli
norrænni könnun. Hulunni var
svipt af slíkum vanda árið 1982
við útkomu Svörtu skýrslunnar
svokölluðu í Bretlandi, en þar í
landi er þjóðfélagið einmitt mjög
stéttaskipt. Síðar kom svo í ljós
- sem menn höfðu ekki búist við
- að ástandið var engu skárra í
norrænu velferðarríkjunum.
Matthías sá um framkvæmd
könnunar vegna umi-æddrar
rannsóknar á Islandi. „Eftir að ég
hafði unnið úr niðurstöðunum
með aðstoð nokkurra erlendra
séríræðinga sást greinilegm-
stígandi í einkennum langvinnra
sjúkdóma, fotlunar og
minniháttar kvilla, niður í lægstu
þrep þjóðfélagsins,“ segir
Matthías. „Mestm- var munurinn
á heilbrigði barna í fjölskyldum
með minnstu menntunina og
næstminnstu menntunina. Hið
sama var upp á teningnum þegar
spurt vai' hvort fólk hefði dregið
að fara til sérfræðings vegna
peningaleysis. Verst setti
hópurinn skar sig áberandi úr og
sérstaklega 1 tengslum við komur
til tanniæknis. Foreldrar sögðust
síður di’aga að fara til
sérfræðings vegna barna en eigin
þarfa.“
Ástandið sem Matthías lýsir
þarna er auðvitað óþolandi. Að
böm skuli ekki njóta
nauðsynlegrar læknisþjónustu
vegna fjárskorts fjölskyldunnar
ætti að heyra sögunni til.
Velferðarríkið ísland á að sjá
sóma sinn í að útrýma þessu
vandamáli og það strax. Boðað
var fyrir margt löngu að elska
ætti náungann eins og sjálfan
sig; stjórnvöld eiga að búa svo
um hnúta að allir eigi rétt á
nauðsynlegri þjónustu, til að
mynda heilbrigðiskerfisins. Það
eru mannréttindi. Fólk sem
fæðist með gullskeið í munni
getur leyft sér ýmislegt umfram
aðra, sem ekki búa við sömu
aðstæður, en fjárráð fólks mega
ekki ráða því hvort það sendir
börn sín til læknis eður ei.
Börnin eru framtíðin. Öll börn,
ekki bara sum.
MINNINGAR
ÁSGEIR
ARNGRÍMSSON
+ Ásgeir Arn-
gríinsson, fram-
kvæmdasijóri Fisk-
miðlunar Norður-
lands á _ Dalvík
fæddist í Ólafsfirði
5. október 1954.
Hann lést 8. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrar-
kirkju 18. desem-
ber.
Þriðjudaginn 8. des-
ember síðastliðinn
barst út sú harmafregn
að Ásgeir Ai-ngrímsson, okkar kæri
vinur og frændi, hafi látið lífið í
hræðilegu bflslysi rétt norðan Akur-
eyi-ar fyrr um morguninn. Þessir
atburðir gerast svo óhugnanlega
snöggt að aðstandendur eru lamaðir
á sál og líkama á eftir. Ásgeir, eða
Geiri Helgu eins og hann var kallað-
ur hér á Ólafsfirði þar sem hann
fæddist og ólst upp. Við frændurnir
vorum alltaf mjög nánir vinir á
þessu alltof stutta æviskeiði, fyrst
þegar við vorum litlir snáðar sem
áttum ófáar gleðistundimar í for-
eldrahúsum og hjá ömjnu Gunn-
laugu og afa Asgeiri í Ámahúsinu
hér í Ólafsfirði. Eftir að ég flutti til
Reykjavíkur sjö ára gamall með
fósturforeldram mínum kom Geiri
oft í heimsókn til okkar og urðu þá
miklir fagnaðarfundir hjá litlu
frændunum, en Geiri var þá að
koma til föður síns Arngríms Mar-
teinssonar en hann var ættaður frá
Ystafelli í Köldukinn, en þar var
Geiri ófá sumur í sveit hjá ömmu
sinni Köra og afa sínum Marteini
sem nú era bæði látin. Þegar hausta
tók kom Geiri loksins
heim til að byrja í skól-
anum og biðu margir
vinirnir eftir komu
Geira úr sveitinni enda
fjöragur og frískur
strákur. Móðir Geira
Helga Ásgeirsdóttir
bjó honum gott heimili
á Ólafsfirði ásamt
stjúpföður hans Bjarna
Sigmarssyni. Helga og
Bjarni eignuðust fjög-
ur börn saman, Guð-
rúnu, Margreti, Sigur-
björgu og Sigurð, varð
það mikið áfall þegar
Helga féll frá árið 1985 aðeins 51
árs. Geiri kláraði barna- og gagn-
fræðaskólann hér á Ólafsfirði og
gekk honum ætíð mjög vel í námi.
Síðan lá leiðin í Menntaskólann á
Akureyri þaf sem hann kynntist
fyrst Örnu Hrafnsdóttur sem síðar
varð eiginkona hans. Síðan flytja
þau til Hafnarfjarðar þar sem þau
leigðu meðan Geiri var að klára
námið sem gerði hann að útgerðar-
tækni. Það var í Hafnarfirði sem
Geiri og Arna eignuðust fyrsta son-
inn Baldvin Hermann, f. 30.10.1976.
Þegar Geiri lauk náminu réðst hann
til starfa á Suðureyri við Súganda-
fjörð og voru þau þar í fáein ár. Þá
fóra heimahagarnir að kalla og
flytja þau þá til Akureyrar en þar
réðst Geiri til starfa hjá Utgerðar-
félagi Akureyrar og var þar
vinnslustjóri í mörg ár. Á þeim ár-
um fæddust synimir Bjarni Hrafn,
f. 10.5. 1979, og Brynjar Helgi, f.
6.4.1981. Geiri og Arna réðust fljót-
lega eftir endurkomuna til Akureyr-
ar í að byggja glæsilegt einbýlishús
þar sem alltaf var gaman að koma í
KRISTJAN
PÁLSSON
+ Kristján Páls-
son fæddist á
ísafirði 24. septem-
ber 1916. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á fsafírði 30.
nóvember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Isa-
íjarðarkirkju 5. des-
ember.
Okkur langar til að
minnast ástkærs afa
okkar sem lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Isafirði eftir erf-
ið veikindi. Mikið eigum við eftir
að sakna hans afa okkar en hann
er örugglega feginn að vera leyst-
ur frá erfiðum veikindum.
Alltaf var jafn gaman að koma í
Hrannargötuna til afa og ömmu.
Við sjáum afa fyrir okkur þar sem
hann sat á stólnum við ofninn og
reykti pípuna sína í rólegheitum.
Þegar hann heyrði dyrnar opnast
leit hann við og sagði
brosandi „Eruð þið
nú komnar elskurn-
ar“. Ætíð fundum við
hversu velkomnar við
vorum og ekki voru
þær fáar ferðirnar
sem við áttum til afa
og ömmu. Stundum
var hlegið af því að
við áttum það til að
koma inn og rétt
sögðum halló og
bless, en það var
þessi vani hjá okkur
að heilsa alltaf upp á
afa og ömmu hvern
dag. Þessar minningar eru okkur
mjög dýrmætar og eigum við eftir
að segja börnum okkar og von-
andi bamabörnum frá því hve
gott var að finna þessa hlýju og fá
að umgangast afa eins mikið og
við gerðum í uppvextinum. Ailtaf
hafði afi nógan tíma til að tala við
okkur og oft dansaði hann við
okkur og seinna dansaði hann við
ASLAUG
PÁLSDÓTTIR
+ Áslaug Pálsdóttir, fyn-ver-
andi fulltrúi Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar, fæddist í
Reykjavík 30. maí 1923. Hún
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
25. nóvember síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Dóm-
kirkjunni 4. desember.
Elsku amma. Við eigum eftir að
sakna stundanna sem við sátum sam-
an að borða snúð og drekka mjólk.
Hvað þá þegar einhver okkar kom í
heimsókn til þín eftir skóla og spilað
var olsen olsen. En allar þær minn-
ingar ætlum við ávallt að geyma.
Okkur langaði til að fá þig aftur
ef það væri hægt en svo er ekki. Við
ætlum að senda þér sáim sem við
grófum upp.
Ég hef augun raín
tii fjallanna:
hvaðan kemur
mér hjálp.
Hjálp mín
kemur frá
Drottni, skapara
himins og jarðar.
Amma, þú munt alitaf lifa í hjarta
okkar allra og í hjartanu geymum
við minningar okkar um þig. Og við
vonum að þér líði vel þar sem þú ert
og verður.
Þínar dótturdætur,
Alexandra Sif, Isabel Petra og
Viktoría Sabína.
MORGUNBLAÐIÐ
heimsókn og var þá gantast og gert
að gamni sínu. Geiri hafði mikinn
áhuga á félagsmálum og íþróttum
enda góður frjálsíþróttamaður,
skíðamaður og liðtækur í flestar
boltagreinar á sínum yngri áram. í
félagsmálum kom hann víða við m.a.
félagi í Oddfellow á Akureyri, ný-
lega tók hann að sér formennsku
Júdódeildar KA, en þar æfir yngsti
sonurinn Biynjar Helgi júdó og er
mjög efnilegur. Þegar Geiri lét af
störfum hjá ÚA réðst hann til starfa
sem framkvæmdastjóri Kaldbaks á
Grenivík og var þar í stuttan tíma
þar til hann tók að sér starf hjá
Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík
þar sem hann starfaði til hinstu
stundar er hann var á leið til vinnu
sinnar en hann bjó á Akureyri. Oft
höfðum við samband hvor við annan
og hafði Geiri alltaf frá mörgu að
segja enda ferðaðist hann mikið og
fór víða í sínu starfi. Oft var talað
um hljómsveitina sem við stofnuð-
um í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar á
skólaárum okkar og endurvöktum
nokkmm sinnum með vini okkar
Hauki og spiluðum við aðallega fyr-
h’ okkur sjálfa, vini og ættingja. í
síðasta samtali sem við áttum sam-
an var ákveðið að byrja æfingar í
byrjun næsta árs fyrir ættarmótið
sem halda á nk. sumar. Geiri og
Arna skildu fyrir tveimur áram og
bjó hann með drengina hjá sér í fal-
lega húsinu sínu en stutt var til
Örnu sem bjó í nágrenni við þá. Nú
þegar ég, kona mín og börn kveðj-
um minn kæra vin og frænda bið ég
guð að blessa og hugga Ömu og
synina Baldvin, Bjarna og Brynjar,
einnig Bjarna fósturpabba og hálf-
systkinin Guðrúnu, Margreti, Sig-
urbjörgu og Sigurð. Föður Geira
Arngrím og hálfsystkinin Köra,
Auðbjörgu, Kára og Svein og fjöl-
skyldur þeirra. Guð blessi minningu
þína, okkar kæri vinur, far þú í friði.
Sigurður Pétur, Margrét
og börnin.
börnin okkar á sama hátt. Alltaf
fórum við vel saddar úr Hrannar-
götunni því það var vel passað
upp á það að við borðuðum vel af
því sem var á boðstólum. Hafra-
grauturinn var alltaf góður og
sagði afi okkur að lýsið ætti alltaf
að fylgja grautnum og við ættum
að borða vel til að verða stórar og
sterkar. Einnig sagðir hann okkur
oft sögur af hans uppvexti og telj-
um við að það hafi verið mjög gott
fyrir okkur því þá vissum við hve
vel við máttum vel una við það
sem við höfðum. Selma man mjög
vel eftir því þegar afi var að gefa
henni magamjólk og sagði alltaf
að svona væri að vera veikur í
maga en að magamjólkin lagaði
mjög fljótt magaverkin. Lína
minnist þess þegar hún fór í
göngutúr niður í bæ með dúkku-
vagninn sinn og ein skrúfan í hon-
um gaf sig, þá var að sjálfsögðu
gengið upp í Hrannargötu og afi
gerði við vagninn og hafði mikla
ánægju af því. I dag notar langa-
fastelpan hans vagninn og heldur
skrúfan honum enn saman.
Við minnumst þess þegar afí gaf
okkur kringlu og kaffi, þá kenndi
hann okkur hvernig ætti að borða
kringlu á réttan hátt. Það var
þannig að hann sat með sykurkar-
ið og kaffibollann, dýfði síðan
kringlunni í kaffibollann og svo
beint í sykurkarið. Þetta fannst
okkur alveg frábært því alltaf var
verið að tala um hve óhollur sykur
væri en afi hélt nú ekki þess vegna
sparaði hann aldrei sykurinn. Við
minnumst allra ullasokkanna sem
afí prjónaði og útsaumuðu mynd-
anna sem hann saumaði eftir að
hann hætti að vinna.
Elsku afa þökkum við fyrir
langa og góða samfylgd og mun-
um alltaf minnast hans með gleði í
hjarta því minningarnar um hann
eru svo góðar. Ömmu þökkum við
fyrir hversu vel hún stóð með afa í
veikindum hans enda hefur hún
verið afa ómetanlegur styrkur.
Við biðjum góðan Guð að vera
með ömmu og Boggu.
Selma og Dagbjört
Lína Kristjánsdætur.