Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞAÐ ER vont hlut- skipti fyrir landsbyggð- arþingmann eins og Svanfríði Jónasdóttur að átta sig ékki á því hvers vegna lands- byggðin á undir högg að sækja. Það er eink- um slæmt vegna þess að íyrir liggja ítarlegri 'athuganir á þessari þróun en áður hafa leg- ið fyrir. Er þar m.a. átt við rannsóknir sem fram koma í fylgiskjöl- um með þingsályktun um byggðamál, sem vakið hafur mikla at- hygli og er meðal grundvallarskjala um málið. Ástæður fólksflótta af lands- byggðinni eru ekki þær að sjávarút- vegur eigi í vök að verjast. Hann hefur sjaldan verið sterkari. Síðast- liðin átta ár hefur staða atvinnulífs landsbyggðarinnar verið að styrkj- ast vegna sjávarútvegs, og hagur þjóðarinnar einnig. Mörg sjávar- **^)]áss hafa fylgt eftir þessari stöðu, fjárfest í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Nægh* að nefna þar Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópa- sker sem dæmi um byggðir þar sem at- vinnulífið hefur styrkt sig, þrátt fyrir að sam- dráttur hafi verið í afiaheimildum framan af þessu tímabili. Ut- gerð stendur sterkari en oftast áður, sjó- menn njóta hárra launa. Fólksflutningar af landsbyggðinni hafa hins vegar magnast vegna þenslu á höfuð- borgarsvæðinu og af ýmsum öðrum ástæðum, svo sem einhæfni í atvinnulífi og færri kosta sem bjóðast á ýmsum sviðum mann- lífsins. Svanfríður Jónasdóttir er ekki nýliði í stjórnmálum, þótt minnið sé stutt. I ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1991 var hún aðstoðarmaður þáverandi fjár- málaráðherra, Olafs Ragnars Fólksflutningar af landsbyggðinni hafa t.d. magnast vegna þenslu á höfuðborgar- svæðinu, segir Tómas Ingi Olrich, og vegna einhæfni í atvinnulífí og færri kosta sem bjóðast á ýmsum sviðum mannlífsins. Grímssonar. Þá stóðu málefni sjáv- arútvegs og fiskvinnslu ekki vel. Svo illa stóðu þau mál að ríkis- stjórnin ákvað að búa til fræga sjóði til að bjarga þessum atvinnu- vegum. Þannig var brugðist við með stórkostlegum millifærslum til að komast hjá því að grípa til al- mennra hagstjórnartækja. Sjóð- irnir voru fjármagnaðir með lánum og áttu skattborgarar framtíðar- innar að borga brúsann. Ekki minnist ég þess að 105 prófessor- ar, sem nú vilja njóta góðs af arð- semi sjávarútvegsins, hafi þá boðið fram aðstoð sína við að borga reikninginn. Þegar fi-am h'ða stundir verður það talið með meiri afreksverkum hvem- ig tveimur ríkisstjómum Davíðs Oddssonar tókst að rétta af hag sjáv- arútvegs og fiskvinnslu á sama tíma og greinin varð að taka á sig mikla skerðingu á aflaheimildum. Greininni var gert að bregðast við erfiðleikun- um sjálf og hagræða. Það gerði hún og komst út úr erfiðleikunum sterk- ari en áður. Og ekki nóg með það. Hverjir era nú að greiða upp lánin, sem tekin voru í nafni þjóðarinnar til að fjármagna sjóðina írægu? Það era útgerðarmenn. Þeir greiða nú upp þessar skuldir. Það sem taldist vera tapað fé, sjálft rekstrartapið á sjóða- sukkinu, hefur Þróunarsjóður sjávar- útvegsins axlað, og það greiða út- gerðarmenn einnig. Aðrar þjóðir, sem urðu að tak- marka afla sinna útgerða, rötuðu ekki þessa skynsamlegu leið. Þar er enn verið að deila um hvernig skipta eigi byrðum sjávarútvegsins á skattborgarana. Þar er víða búið að stofnanavæða fjárhagslega að- stoð við sjávarútveginn og hætt að líta á greinina sem atvinnugrein. Háskólaprófessorarnir 105 hafa gengið í hina póhtísku baráttu. Dómur Hæstaréttar fjallaði um veiðileyfi. Prófessoramir vilja hins vegar túlka dóm Hæstaréttar þann veg að hann upphefji úthlutunar- reglur fiskveiðiheimilda. Þeir líta svo á að úthlutun veiðiheimilda virði ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna né ákvæði laga um sameign þjóðarinnar á nytja- stofnum á íslandsmiðum. Þeir ganga því lengra en dómur Hæsta- réttai-. Hvort sem krafan er sú að allir Islendingar eigi rétt á aflaheimild- um, eða að þjóðin öll eigi rétt á hlut- deild í arði sjávarútvegsins, er nið- urstaðan sú sama. Þau atvinnurétt- indi, sem sjávarútvegur hefur byggst á, standast ekki slíka kröfu. Og krafan um hlutdeild í arði getur aldrei orðið annað en skattheimta á landsbyggðina. Sama gildir ef þessi óbilgjarna krafa er heimfærð á bændur lands- ins. Þeir nýta margir almenninga utan eignarlanda, sem teljast vænt- anlega eign þjóðarinnar. Þeir sem krefjast hlutdeildar í fiskimiðunum, hljóta einnig að krefjast hlutdeildar í nýtingu afrétta í þjóðareign. At- vinnuréttindi bænda eru því einnig í uppámi, ef dómur hæstaréttar er túlkaður vítt, eins og háskólapró- fessorarnir vilja. Það eru því margir á landsbyggðinni sem eiga hags- muni sína undir því að hin þrönga túlkun ríkisstjórnarinnar á dómi Hæstaréttar sé rétt. Höfundur er alþingismaður. Hagsmunir landsbyggðarinnar Tómas I. Olrich Gefandi að hjúkra öldruðum NÝLEGA sendu al- þjóðasamtök hjúkran- arfræðinga, ICN, frá sér ályktun þar sem ahersla er lögð á mikil- vægi öldrunarhjúkran- ar og umönnunar aldr- aðra. I tilefni af ári aldraðra hjá Samein- uðu þjóðunum 1999 hvetja samtökin hjúkr- unarfræðinga í aðildar- löndunum 118 til að leggja áherslu á mikil- vægi þessa málaflokks. „Aldraðir eiga að fá tækifæri til að lifa sem heilbrigðustu og virk- ustu lífi,“ segir forseti samtakanna, Kirsten Stalknecht. Hún segir ennfremur að mikilvægt sé að hlúa að þeim sem sinna öldrað- "um með nægilegum fjölda sérhæfðs starfsliðs og fjárveitingum. „Of fátt sérhæft starfsfólk leiðir til lélegii þjónustu og þess að starfsfólk brennur út,“ er haft eftir henni í nýjasta tölublaði tímarits íslenskra hjúkranarfræðinga. Þörf fyrir öldrunarhjúkrun eykst Það er staðreynd að öldruðum fer fjölgandi. Sífellt fleiri lifa lengur. Því er spáð að árið 2020 verði millj- arður manna sextíu ára og eldri í heiminum. Hér á landi lengjast biðlistar inn á öldranarstofnanir dag frá degi. Fólk kemur því sífellt ■ 5 Gleðileg jól! NIKE BÚÐIN Laugavegi 6 eldra og meira veik- burða inn á stofnanirn- ar. Það kallar á aukna hjúkrunarþörf og efth-- spurn eftir hjúkranar- rýmum eykst. Til að mæta þeirri aukningu hefur hjúkranarheimil- um og sérhæfðum hjúkranardeildum verið fjölgað og þeim á vafa- laust eftir að fjölga í framtíðinni. Samfara þessari þróun fjölgar stöðugildum hjúkranar- fræðinga við öldranar- hjúkrun. Heimili elstu borgaranna Þar sem við lifum á tímum hraða, nýjunga og æskudýrkunar halda margir að aldraðir og störf sem þeim tengjast séu óspennandi. Því fer fjarri. Að starfa með öldruðum Hér á landi lengjast biðlistar inn á öldrun- arstofnanir dag frá degi, segir Kristín Helga Káradóttir. Fólk kemur því sífellt eldra og meira veikburða inn á stofnanirnar. getur verið mjög gefandi. Það er yfirleitt mikið um að vera á öldrunarstofnunum, heimilum elstu borgaranna. Þar er af fremsta megni reynt að stuðla að virkni og vellíðan hvers og eins einstaklings með fjölþættri lækningu, hjúkrun, sjúkraþjálfun og tómstundaiðju. Það era í raun forréttindi að fá að kynnast fjölskrúðugu mannlífi á öldrunarstofnun. Á göngunum er alls staðar fólk að bjóða góðan dag, fólk á leið í mat, handavinnu, hár- greiðslu, sund, leikfimi eða til að hlýða á lestur framhaldssögu, svo eitthvað sé nefnt. Hjúki-un aldraðra Aldraðh- eru yfirleitt mjög þakk- látir skjólstæðingar sem gaman er að annast. Hjúkran aldraðra er fjöl- breytt og felur í sér geðhjúkran jafnt sem fjölþætta líkamlega hjúkr- Kristín Helga Káradóttir un. Henni má einnig líkja við um- önnun barna, því eins og máltækið segir; „tvisvar verður gamall maður bam“. Smám saman skerðist andleg og líkamleg færni og aukinnar að- hlynningar er þörf. Við ævilok tekur svo við líknandi hjúkran. Samskipti við aðstandendur era einnig stór þáttur í umönnun aldraðra. Samræmt mat á öldrunarstofnunum Árið 1996 setti heilbrigðis- og ti-yggingamálaráðherra reglugerð um samræmt mat á öldraðum sem vistast á öldrunarstofnunum á ís- Iandi. Slíkt mat er nú gert einu sinni á ári, að mestu leyti af hjúkrunar- fræðingum, til að meta heilsufar og hjúkrunarþarfir vistmanna. Niður- stöðurnar hafa síðan verið notaðar til að bæta hjúkran, til rannsókna- vinnu og til að áætla fjárþörf stofn- ana, svo eitthvað sé nefnt. Hjúkrunarfræðinga til starfa Við heyrum mikið talað um hjúkrunarfræðingaskort þessa dag- ana. Hann kemur við sögu á öldrun- arstofnunum jafnt sem annars stað- ar, þrátt fyrir að ástandið hafi víða batnað eftir að gengið var frá kjara- samningum við hjúkranarfræðinga sl. sumar og í haust. Nýju samning- arnir innihalda svokallað fram- gangskerfi, sem tekur gildi um eða eftir áramót. Það mun gefa stjóm- endum stofnana svigrúm til að veita hjúkrunarfræðingum réttlát laun miðað við menntun, ábyrgð, starfs- aldur hjá viðkomandi stofnun og vinnuframlag. Með auknum hjúkranarfræðinga- skorti fer samkeppni um vinnuafl þeirra harðnandi. Til að spoma við frekari hjúkranarfræðingaskorti og jafnvel til að koma í veg fyrir hann þarf að tryggja hjúkrunarfræðingum góðar vinnuaðstæður og réttlát laun. Undirmönnun eykur álagið á þá sem fyrir era í starfi og minnkar starfsá- nægju. Hætt er við að það leiði til flótta úr starfi og vinnuaðstæður verði ekki aðlaðandi fyrir nýtt starfs- fólk. Það ætti því að vera keppikefli stjómenda öldrunarstofnana að nota það svigrúm sem framgangskerfíð býður upp á til að tryggja hjúkranar- fræðingum réttlátari laun og tryggja um leið viðvera þeirra í starfi. Nám hjúkrunarfræðinga er langt, grann- menntun er í dag fjögurra ára há- skólanám og störf þeirra ábyrgðar- full og krefjandi. Hjúkran er jafn- framt mjög gefandi starf og þá ekki síst hjúkran aldraðra. Það ættu hjúkranarfræðingar sem ekki þekkja til, að kynna sér. Höfundur er deildarstjóri á Hrafn- istu i Reykjnvik. VETURINN er rómantískur og fullur af menningarviðburð- um í sveitinni og þar við bætist að nátt- úruperlurnar eru ekki síðri í vetrarbúningi en að sumri til. Við upp- sveitamenn eram hæstánægðir með slag- orð menningar- og höf- uðborgarinnar; „Reykjavík next door to nature“, enda má túlka það á tvo vegu „Nature next door to Reykjavík", það erum við svo sannarlega og hvor styður hinn. Nú er „inn“ að vera „sveitó“ Það er gott að búa í uppsveitum, við höfum náttúruna, menninguna, losnum við skarkalann, tíminn er sá sami, en hraðinn allt annar. Ef okkur hins vegar bráðvantar Mín framtíðarsýn er, --------^------------------ segir Asborg Arnþórs- dóttir, að á komandi árum verði æ eftirsókn- arverðara að búa í dreifbýli í þægilegri fjarlægð frá þéttbýli. spennu, útréttingar og umferðar- öngþveiti, sem kemur fyrir besta fólk, þá tekur ekki nema klukku- tíma að brenna í bæinn. Við allt þetta bætist að nú er „inn“ að vera sveitó og við erum stolt af því. Það sem helst brennur á er að endurheimta unga fólkið sem fer að heiman til menntunar. Svæðið getur illa keppt við fjölbreytt fram- boð atvinnutækifæra á sístækkandi atvinnusvæði, en á hinn bóginn eru vegalengdir afstæðar. Víða erlend- is þykir ekki tiltökumál að keyra í klukkutíma til vinnu, eða jafnvel að starfa og eiga sér athvarf í borg- inni yfir vikuna, en eyða síðan helgum og frídögum í kyrrð og ró í sveitinni. Hvað með fyrirtæki, því ekki að flytja hingað? 100 km eru ekki fyrir- staða með nútíma samskiptatækni. Hjarta hjörtum og hendi hönd Aðventan er sér- staklega ánægjulegur tími í sveitinni, mikið er um samverustund- ir fyrir alla fjölskyld- una þar sem sannkall- aður jólaandi ríkir. Samhugur var meðal Biskupstungnamanna þegar kveikt var á ljósum á Iðubrú. Þar minntust menn lið- inna tíma þegar ferjað var yfir Hvítá og síðasti ferjumaðurinn tendraði ljósin. Við Laugarvatn myndaðist ein- stök stemmning þegar Laugdælir og nágrannar kveiktu á friðarkert- um og fleyttu á vatninu. Oddvitinn hafði áður í ræðu sinni hvatt menn til að hugsa til horfinna ástvina og bágstaddra við þessa látlausu, en hátíðlegu athöfn. Þegar menn stóðu saman við vatnið í myrkrinu og horfðu á kertaljósin, kom upp í hugann vísan sem kveðin var um árið eftir að Trölli hafði stolið jól- unum og trúlega stækkaði hjartað í einhverjum þann daginn eins og í Trölla forðum. Heilög jól verða höndum tekin í hálfu kerti og einu spreki. Unað þann fær oss enginn bannað, meðan hjörtu vor slá hvert fyrir annað. Tengið, jól, lýði og lönd, hjarta hjörtum og hendi hönd. (Dr. Seuss) Mín framtíðarsýn er að á kom- andi áram verði æ eftirsóknarverð- ara að búa í dreifbýli í þægilegri fjarlægð frá þéttbýli. Ef ekki í upp- sveitum Ái-nessýslu, hvar þá? Höfundur er ferðamálafulltrúi upp- sveita Árnessýslu. I sveitinni er gott mannlíf Ásborg Arnþórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.