Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 67

Morgunblaðið - 24.12.1998, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 67 JOLABRIDS llinsjón Guðniundur Páll Arnarson „ÞETTA er síðasta umferðin í kvöld. Ég minni á að spila- mennska fellur niður næsta miðvikudag - ég ítreka, ekk- ert verður spilað á Þorláks- messu; en á milli jóla og nýárs...“ Fjögurra kvölda hrað- sveitakeppni lauk hjá Brids- féiagi Reykjavíkur á mið- vikudaginn fyrir rúmri viku og það er Sveinn Rúnar Ei- ríksson keppnisstjóri sem er að reyna að ná athygli spil- ara undir lok kvöldsins. Sveinn þekkir sitt heimafólk og telur því vissara að til- kynna spilalausan miðviku- dag, svo enginn fari fýluferð á Þorláksmessunni. Hraðsveitakeppni er ann- ars frekar hægfara keppni, þrátt fyrir naftiið. En „hrað- inn“ kemur til af því að að- eins eru spiluð fáein spil gegn hverri sveit. Það kallar á tíðar skiptingar milli borða og mikla skriffinnsku, sem hægir á spilamennskunni. En fátt er svo með öllu illt. Fyrir bragðið fá menn góðan tíma á milli umferða til að spjalla saman og rökræða áhuga- verð spil. Og þau voru nokk- ur þennan miðvikudag, eins og endranær. I ljósi þess að messufall var hjá BR í gær- kvöldi, verða hér rifjuð upp fimm áhugaverð spil frá síð- asta hraðsveitakvöldi. Les- andinn er látinn venna suð- ursætið og glíma fyrst við vandann, eins og hann horfði við keppendum. Látlaus bútur Norður A Á109 ¥ K74 ♦ K74 * G1052 Suður A KG742 ¥ Á52 ♦ 32 A 873 Vestur Norður Austur Suður . . - Pass 1 tígull Pass 1 hjarta 1 spaði Dobl 2 spaðar Pass Pass Pass AV spila Precsion með 13- 15 punkta grandi. Tígulopnun vesturs er því oftast byggð á ójafnri skiptingu, en ef skipt- ingin er jöfn eru punktarnir 11-12. Doblið á spaðainná- komunni er svonefnt stuðn- ingsdobi, sem sýnir nákvæm- lega þrílit í hjarta. Utspil vesturs er hjartagosi. Hvernig viltu spila? Ef tígulásinn er réttur, fær vörnin fimm slagi á hliðarlit- ina, svo meginverkefnið verður að finna trompdrottn- inguna. En það liggur ekkert á að hreyfa trompið, og raun- ar er sjálfsagt að -fresta því í lengstu lög og reyna að afla upplýsinga um hina litina fyrst. Þú tekur því fyrsta slaginn heima og spilar strax tígli. Vestur horfir skamma stund á tígultvistinn, en drepur svo með ás og spilar aftur hjarta. Hvernig heldurðu áfram? Þú drepur, tekur tígulkóng og trompar tígul. Austur fylgir með níu og gosa. Nú spilarðu hjarta. Austur tekur þann slag og spilar litlu laufi. Vestur tekur tvo slagi á KD í laufi og spilar þvi þriðja yfir á ás félaga síns. Svo kemur hjarta, sem þú trompar heima og vestur hendir tígul- tíu. Nú eru aðeins þrjú spil eftir á hendi: KG7 í trompi á móti Á109. Hvernig hyggstu spila spaðanum? Vestur hefur sýnt hjarta- gosa, tígulás og laufhjón. Sem eru 10 punktar. Það er ljóst að vestur er með jafna skipt- ingu, þannig að hann á 11-12 punkta, eða eina drottningu til viðbótar. Það gæti verið trompdrottningin, en hitt er líklegra að vestur eigi drottn- inguna í tígli. Þá ályktun má draga af því að vestur rauk strax upp með tígulásinn, sem hann hefði ekki verið eins fús að gera með ÁlOxx. Norður AÁ109 ¥ K74 ♦ K74 ♦ G1052 Vestur Austur A 85 A D63 ¥ G106 V D983 ♦ ÁD1085 ♦ G96 * KD4 * Á96 Suður A KG742 ¥ Á52 ♦ 32 ♦ 873 Að þessu athuguðu spilarðu spaða á ásinn og svínar gosanum í bakaleið- inni. Vel gert! Afdrifaríkt útspil Þú ert með þessi aðgerða- litlu spil í suður: Suður ♦ K754 ¥ G95 ♦ 2 ♦ KD653 Það er enginn á hættu og andstæðingarnir feta sig hægt og rólega upp í fjögur hjörtu: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 tíglar* Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Mótherjarnir spila Stand- ard með sérviskulegu kröfu- grandi. Endursögn austurs á tveimur tíglum er tvíræð; annaðhvort veik opnun með sex-spila hjartalit ellegar sterk opnun með nákvæm- lega fimmlit í hjarta og fjórlit til hliðar. Þegar austur segir næst þrjá tígla, segist hann Messufall á Porláksmessu eiga sterk spil með 5-4 í hjarta og tígli. Hvert er útspilið? Það er annaðhvort lauf- kóngur eða einspilið tígli. Garozzo hefur sagt að maður eigi alltaf að koma út með einspil, en hér er margt sem mælir gegn því: I fyrsta lagi: Þetta er hliðarlitur sagnhafa. í öðru lagi: G9x í trompi gæti skilað slag á kröftum ef makker á mannspil. I þriðja lagi: Það er um annað gott útspil að velja (laufkóngur). En orð meistarans vega þungt og tíguleinspilið er freistandi: Norður ♦ ÁG863 ¥ 63 ♦ K976 *G7 Vestur Austur * 92 * D10 ¥ D42 ¥ ÁK1087 * G543 ♦ ÁD108 * 10842 * Á9 Suður AK754 ¥ G95 ♦ 2 * KD653 En hræðilegt í þessu til- felli. Með tígli út fær sagn- hafi innkomuna sem hann þarf til að vinna taplaust úr tígullitnum og gefur þá að- eins þrjá svarta slagi. 011 hin 12 spilin á hendinni tryggja vörninni slag á tígul og fjóra í allt. - Hver er þessi Garozzo? Pínulítil vandvirkni Norður * 1052 ¥ 10976 * KD7 * ÁKG Suður AÁG94 ♦ D85432 ♦ Á83 ♦ - Þú ert höfundur sagna og vekur á einu hjarta, og það tekur ykkur félagana ör- skamma stund að komast í fjögur hjörtu. AV blanda sér ekkert í sagnir og vestur hef- ur vörnina með spaðakóng. Hvemig viltu spila? Þú ert ekki lengi að þessu: Drepur á spaðaás, ferð inn í borð á tígul og hendir tveim- ur spöðum niður í ÁK í laufi. Spilar svo trompi. Norður * 1052 ¥ 10976 ♦ KD7 * ÁKG Vestur Austur * KD87 * 63 ¥ - ¥ ÁKG * 10642 ♦ G95 * D7542 * 109863 Suður AÁG94 ¥ D85432 ♦ Á83 *- Þessar varúðarráðstafanir reyndust nauðsynlegar, því austur var með öll trompin og aðeins tvíspil í spaða. Otrúlegt, en satt; spilið fór niður á mörgum borðum. Líklega hafa þeir sagnhafar ekki nennt að hafa áhyggjur af 3-0-legunni í trompi og spilað strax hjarta heiman- frá. En fyrirframlíkur á því að austur eigi ÁKG í trompi eru 11%, sem er nógu mikið til að hafa áhyggjur af. Slemmuákvörðun Slemma eða ekki slemma? Sú spuming mun kvelja þig næstu mínútumar. Þú er með þessi spil í suður: Suður AÁD83 ¥ D93 ♦ Á8 * G1096 Makker þinn opnar á einu Standard-laufi og þú svarar á spaða. Hann stekkur í fjóra spaða, sem sýnir kerfisbund- ið 18-19 punkta og tiltölulega jafna skiptingu (með sama styrk og skiptingarspil myndi hann sýna stuttlit á fjórða þrepi). Fyrsta spurning: Ætlarðu að hreyfa þig eitthvað? Til er þumalfingsursregla sem segir að það þurfi minnst 33 punkta á milli handanna til að reyna hálf- slemmu. Ef um tromplit er að ræða, teljast skiptingar- punktar með. í háspilum eig- ið þið saman 31-32 og svo átt þú einn punkt í tíglinum fyrir tvíspilið, og hugsanlega á makker líka 1-2 punkta auka- lega í skiptingunni. Það gæti verið styrkur í slemmu og þú ákveður að reyna. Onnur spurning: Hvaða leið ferðu? Þú getur spurt um lykilspil með fjómm gröndum, hækkað í fimm spaða eða sýnt fyrir- stöðuna í tígli, sem er auðvitað heiðarlegasta sögnin. Og sú sögn hefur jafnframt þann kost að fæla vömina frá tígulútspili, sem gæti verið gott ef makker á ekki kónginn, en fimmta laufið eða ljórða hjartað. Nú, jæja; þú segir fimm tígla og makker fimm hjörtu á móti. En þá doblar austur til útspils. Þú passar til að vinna tíma og makker redoblar, sem sýnir ásinn. Síðasta spuming: Ætlarðu að hrökkva eða stökkva? Útlitið hefur óneitanlega dökknað. Ekki er að sjá að hægt sé að losna við tvö hjörtu af hendinni heima, svo þar er tapslagur. Allt annað verður að vera pottþétt. Með góðum vilja má teikna upp hendi á móti sem dugir, en makker getur þá bara sagt slemmuna sjálfiir. Þú gefst upp og segir fimm spaða: Norður A G652 ¥ ÁG8 ♦ K * ÁKD43 Vestur Austur A K9 A 1074 ¥ 762 ¥ K1054 ♦ G7642 ♦ D10953 * 752 * 8 Suður AÁD83 ¥ D93 ♦ Á8 * G1096 Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Dobl Pass Pass RD Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Makker virðir ákvörðun þína og passar líka, enda á hann svo sem ekkert ósagt. Þetta reynist vel metið, því vörnin fær alltaf tvo slagi á hálitakóngana sína. Lang- flest NS-pörin sögðu sex spaða á spilin, sem er eðli- legt, því slemman er með lík- um ef ekki er vitað um hjartakónginn í austur. Austur kveinkaði sér nokkuð þegar skorblaðið var skoðað, því hann vissi auðvit- að manna best að doblið hjálpaði andstæðingunum meira en makker. Zia hefur reyndar sagt að aldrei eigi að dobla fyrirstöðusagnir; slík dobl auðveldi mótherjunum að meta spilin, auk þess sem það gefur þeim meira svig- rúm í sögnum. Fáránlegt en rökrétt Norður A Á ¥ D753 ♦ 65 * ÁD9762 Suður AG74 ¥ Á4 ♦ ÁKD743 * K5 Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 2t%iar 2 spaðar 3 lauf Pass 3tíglar Pass 31\jörtu Pass 4 lauf Pass 4spaðar Pass 4grönd Pass 51\)örtu Pass 6grönd Pass Pass Pass ast á því að báðir láglitirnir brotni 3-2. En þá væri betra að vera í sjö! Sjáum til. Þú færð út spaðakóng í innákomulit vesturs og byrjar á því að taka kóng og ás 1 laufi. Báðir fylgja. Það er gott, því nú áttu ellefu slagi. Taktu við. Það sakar ekki að taka laufslagina strax og kanna afköstin. Það kemur í ljós að vestur hefur byrjað með tvö lauf og hann hendir þremur spöðum til að byrja með, en þú hendir tveimur tiglum og einum spaða. Svo kemur síð- asta laufið. Þú átt eftir heima: spaðagosa, Á4 í hjarta og ÁKD7 í tígli. Hveiju hendirðu í siðasta laufið? Norður A Á ¥ D753 ♦ 65 ♦ ÁD9762 Vestur Austur A KD10832 A 965 ¥ K986 ¥ G102 ♦ 8 ♦ G1092 ♦ 43 * G108 Suður AG74 ¥ Á4 ♦ ÁKD743 ♦ K6 Það þarf rosalegan kjark til að henda tígulsjöunni, en það er eina leiðin til að vinna spilið! Eins og sjá má, fellur tíg- ullinn ekki. Hins vegar má koma vestri í klípu ef þú held- ur eftir tveimur hjörtum og spaðagosa. Þegar þú hefur tekið þrjá efstu í tígli, verður staðan þessi: Norður A - ¥ D75 ♦ - Þetta er vandasamt spil í meldingum og þú endar ekki á réttum stað. Besta hálf- slemman er sex tíglar, en grandslemman virðist byggj- Vestur A D ¥ K9 ♦ - *- Austur A 9 ¥ G ♦ G *- Suður A G ¥ Á4 ♦ - * Vestur er sendur inn á spaðadrottningu til að spila frá hjartakónginum. Enginn fór þessa leið, enda er spilamennskan dálítið fá- ránleg. En þó rökrétt, því spilið vinnst alltaf á þennan hátt ef vestur á hjartakóng- inn. Og er það ekki líklegt eftir innákomuna? Sveit Sævars Þorbjörns- sonar vann hraðsveitakeppn- ina. Hvað gerðu sigurvegar- arnir í spilunum að ofan? „Bíddu nú við.“ Sverrir Ármansson leit yfir spilagjöf- ina. „Ég kannast ekki við nein vandamál við okkar borð. Hins vegar er ég með nokkur ágæt blaðaspil handa þér...“ Þau verða að bíða til næstu jóla. Opið í dag: frá 10:00 til 15:00. Opið laugardaginn 2. íjólum: frá 10:00 til 23:00. Opið sunnudaginn 27. Desember: frá 10:00 til 23:00. O&ktM Imkmtuum qUhdeqta jóla!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.