Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 78

Morgunblaðið - 24.12.1998, Síða 78
MORGUNBLAÐIÐ * Hinn sanni jólaandi kaupmennskunnar Á ÍSLANDI, í Evrópu og víðar í heiminum hafa jólin og aðdragandi þeirra þróast í hátíð kaupmanna, veitingastaðaeigenda og hverra þeirra sem selja einhvers konar vörur og þjónustu. Borgir í Evrópu bítast um hina verslunarglöðu kúnna sem vita að krítarkortin þekkja engin landamæri, líkt og Laugavegurinn og Kringlan bítast um verslunarglaða Islendinga. Fyi'ir nokknim árum ákváðu borgaryfirvöld í Strasbourg í Frakklandi að lýsa því yfir að borg- in væri höfuðborg jólanna „eapitale de Noél“ hvorki meira né minna. Þar sem Strasbourg var þar með orðin höfuðborg jólanna í Frakk- landi og Frakkland er nafli Evrópu, þá gerðu borgaryfirvöld sér strax grein fyrir því að Strasbourg væri höfuðborg jólanna í Evrópu. Það þyrfti aðeins að tilkynna öðrum íbú- um álfunnar það. Fyrir hver jól hafa Jólin eru haldin hátíð- leg víða um heims- byggðina. Líklega er þó stemmningin óvíða meirí en í Strasbourg. Steinar Þór Sveinsson ráfaði í jólaskapi um opinbera höfuðborg jólanna. borgaryfírvöld því lagt mikið upp úr því að kynna borgina í öðrum lönd- um Evrópu og einnig lagt í miklar framkvæmdir í borginni sjálfri til að tryggja að hún standi undir nafni. Um fjórum vikum fyrir jól um- breytist gamli miðbærinn í Strasbo- urg í ævintýraland jólaljósa, jólatrjáa og hvers kyns jóla- skreytinga. Á helstu torgum borgarinnar er litlum söluhús- um komið upp í skipulegum röðum þar sem borgarbúum og gestum hennar er boðinn til sölu ým- is vamingur. Borgin tekur stakka- skiptum og verður glæsileg umgjörð um hinn víðþekkta jólamarkað í Strasbourg. Það er líkt og hönd borgaryfirvalda sé vakandi yfír öllu, öll smáatriði eru látin falla inn í þessa umgjörð markaðssetningar jólanna. Jafnvel sölumennimir sem selja á svörtum og hingað til hafa arkað um miðbæinn hlaðnir alls kon- ar leðurvörum og lyklakippum, sem þeir reyna að selja vegfarendum, skipta algerlega um lager og era nú komnir með kippurnar af jólasveina- húfum sem fást á sérkjöram. Markaðssetning borgarinnar sem höfuðborgar jólanna hefur tekist vel. Áður var það nágrannaborgin Freiburg í Þýskalandi sem vai- ókrýnd höfuðborg jólanna en nú hefur Strasbourg náð þeim titli af henni. Fólk kemur víðs vegar að á jólamarkaðinn í Strasbourg. Á bíla- stæðum í borginni getur að líta rútubifreiðir frá Englandi, Þýska- landi og Ítalíu, merktar jólamarkað- inum, sem bera þess vitni að nokkur ferðamannaiðnaður hefur myndast í kringum markaðssetningu jólanna í nágrannalöndunum. Jólamarkaðurinn er draumaland sælkerans, alls konar sætindi, kök- ur og gómsætur matur er boðinn til sölu í aragrúa söluhúsa. Uminn af herlegheitunum leggur yfir svæðið og tryggir það að enginn sem villist inn á jólamarkaðinn yf- irgefur hann án þess að hafa ein- hverja fylli í maga sínum. Öllum krásunum er síðan skolað niður með „vin chaud“, heitu víni, betur þekktu sem jólaglöggi á ísalandinu kalda. I öðrum söluskálum er gest- um boðinn ýmiss konar varningur til kaups. Eftir nokkra athugun sjá glöggir menn að mikill hluti hins einsleita Ríát»as1»a kpáin í bærunt 3ja ára »g 24 daga Cut>*l\bro; Jólunum verður ekki frestað, hvorki fyrir Hvítan Rús.sa eða Svartan, spyqið hara Triðjón flotta. Bjami Tiyt&va, Oli McGiíiness od mgvar Gareia í íunheitum samba í allt kvöld I LEG JÓL 78 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 FOLK I FRETTUM vamings hlýtur að eiga uppruna sinn í sömu verksmiðjunni, hugsa menn þá til Austur-Evrópu í leit að uppranalandi. Sorglega lítið ber á raunveralegu fallegu handverki á jólamarkaðinum. Flestum virðist þó standa á sama um það, aðalatriðið virðist vera að hafa einhverjar minj- ar með sér heim, fjöldaframleitt eð- ur ei. Má einnig vera að jólaglöggið hafí einhver áhrif á glöggskyggni manna. Á jólamarkaðinum ríkir hinn sanni jólaandi kaupmennskunnar. Matur og drykkir með því era venjulegast tvöfalt dýrari á jóla- markaðinum en í búðum steinsnar frá honum. Mannhafið er ógurlegt. Oft er ekkert olnbogarými og menn komast hvorki aftur né fram en berast í besta falli með straumnum. Flestum fínnst það þó ekki skaða enda er það vel í anda jólanna að þétta fólki saman. Þjóðverjar og Svisslendingar eru fjölmennastir á jólamarkaðinum í Strasbourg. Þjóðverjamir eru yfir sig hrifnir af öllu því sem fyrir augu ber og finnst allt snilldarlega hannað, Svisslendingunum finnst allt ódýrt og gera kjarakaup í hverju sölu- húsi. Þeir einu sem eru ekki hæstá- nægðir með hinn ágæta jólamarkað í Strasbourg eru íbúar borgarinnar sjálfir. Þeir sjá ekki björtu hliðam- ar á því að komast ekki ferða sinna um borgina fyrir aðkomufólki, finna ekki bílastæði þar sem gestimir hafa hertekið þau öll, sífellt að vera að vísa fólki veginn og þurfa að stikla yfir litla læki sem myndast þegar gestimir skila höfuðborg jól- anna hinu ágæta jólaglöggi. Sumir þeirra segja að Strasbourg sé gísl höfuðborgar jólanna. Ljósmynd: Vigdís Á. Sigurðardóttir. BÚINN að tyila sér á jólatréð. Jólaþrösturinn FYRIR síðustu jól gerði íslenskur þröstur sig heimakominn í Laugardalslauginni og varð mikill vinur starfsfólks og sundiaugargesta. Vigdís Á. Sigurðardóttir starfskona í sundlauginni segir að þrösturinn hafi komið inn í hús til þeirra snemma í desember og greinilega kunnað vel við sig. „Gestirnir voru mjög hrifnir af þrestinum og allir kepptust við að lauma að honum brauðmolum og stöku kleinubitum, enda var hann alveg einstaklega gæfur. Hann var því orðinn feitur og patt- aralegur og labbaði bara hérna inn og út. Hann kom alltaf á hverjum morgni eins og fastagestirnir,“ segir Vig- dís. Þegar jólatréð var sett upp varð þrösturinn helsta prýðin á trénu því hann var fljótur að finna sér þar góða grein og sat, þar löngum og virti fyrir sér mannlífið í anddyri sund- laugarinnar. „Svo fór hann í gluggana og settist þar og horfði út yfir sundlaugina. Hann sat líka stundum í einu blómi hérna eða spigsporaði uppi á borðum. Hann var eins og heimalningur héma og mikill vinur okkar allra. Hann jók mikið á jólastemmninguna héma í lauginni." En vinurinn góði varð þó ekki til að gleðja gesti og starfsfólk laugarinnar á nýju ári, því einn daginn milli jóla og nýárs fann næturvörðurinn þröstinn inni á ganginum og var hann þá dauður. Svo virðist sem hann hafi komist inn um dyr sundlaugarmegin í húsinu og verið læstur inni yfir jólin. „Þetta var voðalega Ieiðinlegt," segir Vigdís og segir að þrastarins hafi verið sárt saknað. Þegar Vigdís er spurð hvort sagan hafi endurtekið sig fyr- ir þessi jól, segir hún að það hafi einn þröstur komið einn daginn til þeirra en hann hafi ekki gert sig heimakominn eins og jólaþrösturinn í fyrra. „Hann var alveg sérstakur.“ GOTT að fá sér brauð- mola í gogginn og spáss- era um gólfin. þar sem Iíf I #%CI frumsýningarkvöld f LEIKHDSKJALLARANUM annan dagjdla DANSLEIKUR að lokinni frumsýningu Borðhald hefst kl 18.00 Opið afmenningi frá miðnælti Sfmi 551-9636 fax 551-9300 v ’ ri, Opinber höfuðborg jólanna í Frakklandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.