Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 24.12.1998, Qupperneq 84
ISM Netfínity <o> NÝHERJI Það besta úr báðum heimum! unix ocj NT = hp OPIN KERFIHF Hnwurrr PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SH tvöfaldar sölu á nflar- karfa á árinu SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur selt 3-4.000 tonn af nílarkarfa á þessu ári sem er hátt í tvöfóld sala síðasta árs þegar fyrirtækið seldi um 2.000 tonn. SH hóf fyiir tveimur árum sam- starf um sölu og framleiðsluráðgjöf við fyrirtækið Alpha Group og hefur fyrirtækið selt afurðir fyrirtækisins frá Úganda og Tansaníu. SH hefur bæði selt ferskar og frosnar nílark- f,- ^arfaafurðir og hefur stærstur hluti sölunnar farið í gegnum söluskrifstof- ur fyrirtækisins í Asíu og Evrópu. Söluskrifstofur SH í Belgíu og Ham- borg hafa annast sölu á ferskum níl- arkarfaafurðum sem flogið er reglu- lega með frá Afríku. Heildarsala á ferskum nílarkarfaafurðum árið 1997 var tæplega 1.400 tonn. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Jens Árna- sonar hjá SH eru nú seld um 40 tonn á viku af ferskum nílarkarfa til Evr- ópu en sala datt niðm- fyrrihluta árs vegna banns sem sett var á innflutn- „irg nílarkarfa til Evrópu. Banninu var aflétt í júlí og hefur SH síðan ann- ast sölu á u.þ.b. 900 tonnum af fersk- um nílarkarfaflökum til Evrópu. Áð- urnefnt bann kom ekki rnður á heild- arsölu SH því að í kjölfar þess jókst sala á frystum afurðum sem fór upp í 2.300 tonn á þessu ári. Söluskrifstofa SH í Tókýó hóf við- skipti með nílarkarfa seinnipart árs 1997 og fór salan hægt af stað. Fyrsta árið voru seldar afurðir frá einum framleiðanda, en síðan hefur salan aukist verulega og hafðist ekki undan að framleiða afurðir svo nú framleiða reglulega um fjögur hús fyrir sölu- skrifsfofuna í Tókýó. Gert er ráð fyrir að sala á þessu ári verði um 1.300 tonn, að sögn Vilhjálms. Stærstur hluti sölunnar fer til Japans og er söluskrifstofa SH í Tókýó nú orðin annar stærsti seljandi nílarkarfa á Japansmarkaði. „Sterkt vörumerki, góð markaðsstaða og sterk gæðaí- mynd eru þættir sem ráðið hafa miklu um það hversu vel hefur tekist til að koma sér í gildandi stöðu á þessum markaði í sölu á þessari afurð við hliðina á hefðbundnum afurðum fyrirtækisins. Nú er unnið að því að vinna nýja markaði fyrir nílarkarfann og hefur vel tekist í sölu til Ástralíu, en langt er síðan SH hefur stundað jafn umfangsmikil viðskipti þar,“ seg- ii- Vilhjálmur. Eins og fyrr segir hefur SH selt 3-4.000 tonn af nílarkarfa á þessu ári. Til að draga fram hversu mikilvæg þessi afurð er nú orðin í sölu fyrir- tækisins má geta þess að um er að ræða svipað magn og fyrfrtækið selur af ufsa en kílóverð á nílarkarfa er nokkuð svipað og kílóverð á ufsa. Morgunblaðið/Kristinn Jólí Húsdýragarðinum DÝRIN í Húsdýragarðinum með jólaljósum og þau fá sér- halda einnig upp á jólin. Um- stakan hátíðarmat. Selirnir virð- hverfi þeirra er fallega skreytt ast hinir ánægðustu í lauginni ©Leendert GLEÐILEC JjOL! MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 29. desember. Samvinna lögreglu í Þýskalandi og fslandi skilar árangri Fjórir í haldi ytra vegna fíkniefna FJÓRIR íslendingar eru nú í haldi hjá þýsku lögreglunni vegna fíkni- efnamála. Kona var handtekin í Hamborg í fyrradag, tveir menn í Lúxemborg í gær og snemma í mánuðinum var maður tekinn með fíkniefni í lest. Tvær síðarnefndu handtökumar eru ávöxtur sam- starfs íslensku og þýsku lögregl- unnar. Tveir íslendingar um þrítugt voru teknir í gær í Lúxemborg. Höfðu þeir ætlað með flugvél til landsins í gær en hætt við og náði þýska lögreglan þá að handtaka þá. Þeir eru grunaðir um aðild að um- fangsmiklu fíkniefnamáli og hafa einnig áður verið viðriðnir slík mál hérlendis. Þá var maður um þrítugt hand- tekinn snemma í desember þar sem hann var á ferð í lest og reyndist SR-mjöl og útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn Grundvöllur sam- einingar brostínn JÓN Reynir Magnússon, forstjóri 4*BR-mjöls hf., sem fyrirhugað var að sameinaðist útgerðarfélaginu Jökli hf. á Raufarhöfn, segir að grund- völlurinn fyrir sameiningunni, eins og hún liggur fyrir í samrunaáætlun félaganna, hafi brostið við nýgeng- inn dóm Hæstaréttar í kvótamálinu svokallaða. , Jón segir aðspurður að endur- vJikoða þurfi verðmæti Jökuls í ljósi dómsins og segist ekki eiga von á því að samruninn verði samþykktur á hluthafafundi SR-mjöls 30. des- ember nk. eins og vonast var til. „Það hefur skapast mikil óvissa um þetta eftir dóminn og allt hangii- í lausu lofti. Þetta þarf að fara í gegnum annan feril og málið fer á núllpunkt aftur. Nú þarf að ræða við menn aftur, því forsendur hafa breyst. Málið var samþykkt á hlut- hafafundi Jökuls en ég á ekki von á að þetta verði samþykkt hjá SR- mjöli. Úrelding skipa var allstór upphæð inni í samrunaáætluninni og samkvæmt dómnum hafa mál hvað hana varðar breyst. Verðmæti fyrirtækisins gæti því orðið annað en ákveðið var fyrir dóminn,“ sagði Jón. ■ Aftur á/B2 vera með tvö kg af kókaíni í fórum sínum. Hefur hann áður komið við sögu hjá lögreglunni hérlendis vegna fíkniefnamála og hafði þýska lögreglan verið á eftir honum um tíma. Bæði þessi mál hafa verið unnin í samvinnu þýskra og ís- lenskra lögreglumanna. Frekari rannsókn stendur yfir I fyrradag var íslensk kona hand- tekin á flugvellinum í Hamborg þar sem í ljós kom að hún hafði fíkniefni í fórum sínum. Var hún á leið frá landinu og talið að ferð hennar væri heitið til íslands með efnið. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um málið en lögreglan í Hamborg fann fíkniefni á konunni þegar hún hugð- ist fara úr landi sl. þriðjudag. Reyndist hún vera með um 1.400 g af amfetamíni og 120 g af kókaíni. Talið vat- að hugmyndin hefði verið að koma efninu á markað hérlendis. Öll málin eru nú til frekari rann- sóknar hjá þýskum lögregluyfir- völdum. Lögregla og tollgæsla hafa jafnan nokkru meiri viðbúnað á þessum árstíma vegna fíkniefnaleitar og hefur lögreglan meðal annars verið á ferðinni með hund til leitar. Hefur hundurinn verið látinn þefa og leita í farangri og frakt hjá flugfélögun- um og öðrum sem annast flutninga til og frá landinu. Tillaga að upp- fyllingu í Skerjafírði Nýtt hverfi rísi við Skildinganes HUGMTND að nýju 700 íbúða hvei-fí á 17 hektara uppfyllingu í Skerjafirði hefur verið kynnt í borgarráði. Borgarstjóra líst ágæt- lega á tillöguna en segir að taka verði tillit til jarðrasks á ströndinni. „Öll íbúðarbyggð, sem hægt er að koma við vestan Elliðaáa, er eftir- sótt,“ segir Ingibjörg Sólrún. Það er Björgun ehf. sem óskað hefur eftir leyfí fyrir uppfyllingunni en samkvæmt hugmyndinni sem kynnt hefur verið í borgarráði er gert ráð fyrir að byggðin verði blönduð, á þremur til fimm hæðum, í fjölbýlis- og raðhúsum. Fyrirtæk- ið mun hafa umsjón með skipulagi, gatna-, lagna- og stígagerð auk hönnunar húsanna til samræming- ar í hverfinu. Að sögn Sigurðar R. Helgasonar framkvæmdastjóra er hugmyndin að lóðimar verði seldar byggingarhæfar með teikningum. Borgarstjóri segist reikna með að þetta nýja hverfi geti orðið eftir- sótt. „Það mun styrkja byggðina í Skerjafirði og gera það mögulegt að vera þar með meiri þjónustu en nú er,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarráð vísaði hugmyndinni til borgarskipulags en fáist leyfi borg- aryfirvalda er gert ráð fyrir að lóðagerð taki 2-3 ár og að hefja megi framkvæmdir fyrr eða eftir 1-2 ár. ■ Sækja um/6 Jólafagnað- ur Verndar og Hjálp- ræðishersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálp- ræðishersins og Verndar verður haldinn í dag, að- fangadag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík, og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á að- fangadagskvöld, eni hjart- anlega velkomnir á jólafagnaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.