Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 14
14 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ skipti. Samkvæmt þeim stækka kjördæmin og þingmönnum þétt- býlis fjölgar á kostnað fámennari svæða. Þessar breytingar kalla á nýja hugsun og í samvinnu og samstarfi byggðarlaga. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð látið byggðamál til sín taka og ætlar sér að vera í fararbroddi umræðunnar áfram. Við viljum halda landinu öllu í byggð og telj- um nauðsynlegt og skynsamlegt að verja verulegum fjánnunum í því skyni. 4. Framsóknarmenn hafa ævinlega haldið því fram að samhengi sé á milli æskilegrar nýtingar auðlinda pg skynsamlegrar náttúruvemdar. í þessari umræðu megum við ekki gleyma því að ein meginforsenda þess að við höfum getað snúið af braut vaxandi atvinnuleysis og kjaraskerðinga inn á braut góðær- is og vaxandi velferðar er að okkur hefur tekist að fjárfesta í orku- frekum iðnaði og nýta náttúraauð- lindir okkar á hagkvæman hátt. Þau efnahagslegu umskipti sem orðið hafa á kjörtímabilinu era þau mestu frá stofnun lýðveldisins. Erfitt er að finna slík umskipti og uppgangsskeið í hagsögu ná- grannaþjóða okkar. Græn viðhorf eru framsóknar- viðhorf. Þennan arf viljum við vemda og virða. En búseta í land- inu og batnandi hagur alþýðunnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Þessi sameiginlegu sjónarmið og heildarsýn á að ráða ferðinni í orkumálum og iðnþróun. Áherslu verður að leggja á þarfir fólksins fyrir traustar undirstöður fjölbreytilegs atvinnulífs í öllum landshlutum, og jafnframt á þarf- irnar fyrir góða umgengni við landið sjálft og fegurð þess. Eg legg áherslu á að hér er ekki um andstæður að ræða. Atvinnuupp- bygging, umhverfisvernd, vísindi, tækni, verslun og fjái-magn era ekki andstæður heldur óhjá- kvæmileg heild. Það er hlutverk okkar og skylda að ítreka sam- hengið í þessum efnum, eðlilegt og farsælt jafnvægi. Hagvöxtur og fjárfesting annars vegar og um- hverfísvemd hins vegar era ekki andstæðingar. Abyrgir stjórn- málamenn verða að sýna fram á að veraleikinn er ekki svo einfaldur. Við verðum að ná sátt milli sjónar- miða, sátt sem tryggir framfaraöld þar sem þekkingin og vísindin eru í öndvegi. Sátt verður að nást um áætlun til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðhita þar sem sér- staklega verði fjallað um vemdar- gildi einstakra virkjanasvæða. Ég vil í þessu samhengi nefna að há- vær krafa hefur að undanfömu verið um að Fljótsdalsvirkjun fari í lögfomlegt umhverfismat. Til þess að koma til móts við þessi sjónarmið hefur Landsvirkjun ákveðið að vinna mat á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar og hefur verið fenginn fjöldi sérfræðinga til að vinna við það verk. Hér er um að ræða marga aðila sem ekki hafa komið að málinu áður og verður fróðlegt að sjá skýrslu þeirra. Enginn vafi er á því að ýmsar gagnlegar ábendingar koma fram í þessari vinnu. A þeim tímamótum standa menn frammi fyrir hvort ástæða þykir til að senda málið til umfjöllunar hjá skipulagsstofnun og síðan umhverfísráðuneyti, þótt engin krafa sé um það samkvæmt lögum. Við það mat verður að taka mið af nokkram atriðum. Að mínu mati er ekki rétt að taka um það endanlega ákvörðun fyrr en skýrslan hefur komið fram. A sínum tíma var ákveðið af rík- isstjórn að ef álver yrði reist hér á landi á vegum Norsk Hydro þá yrði það byggt á Reyðarfírði. Margvíslegar ástæður vora fyiir þessari ákvörðun, bæði kostnaðar- legar og umhverfislegar og ekki síst byggðalegar. Háspennulínur yfir hálendið vaída sjónmengun og það er því nauðsynlegt að draga sem mest úr byggingu slíkra mannvirkja og virkja eins nálægt uppsprettu orkunnar og mögulegt er. Það er mikil þörf á því að skapa meira jafnvægi í byggð landsins og það er enginn vafi á að álver á Reyðarfirði hefur mikil áhrif í byggðamálum. Þar með era skapaðar nýjar for- sendur til að byggja upp sterkan þéttbýliskjarna á Miðausturlandi sem getur valdið straumhvörfum í byggðamálum. Það er einnig ljóst að bygging álvers kallar á marg- háttaða þjónustu og rannsóknir hafa leitt það í ljós að það hefur áhrif í mörgum nærliggjandi byggðarlögum. Það er enginn vafi á því að það verður einnig til að styrkja Norðurland og auka sam- skipti milli landshlutanna. Ég geri mér fulla grein fyrir að Eyjabakkasvæðið hefur mikið gildi frá náttúraverndarsjónarmiðum. Sama á við mörg önnur svæði í okkar fagi’a landi. Við komumst hins vegar ekki hjá því að fóma einhverju, sérstaklega ef ávinning- urinn er mikill. Avinningur af stór- iðju á Austurlandi með tilheyrandi virkjunum skiptir miklu máli fyrir framtíð landsins alls. 5. Það ár sem nú er að líða hefur um margt verið viðburðaríkt og má t.d. nefna hinar gríðarlegu nátt- úrahamfarir sem urðu í Mið-Am- eríku og þær hörmungar sem í kjölfarið fylgdu. Einnig hafa erfið- leikar Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, sem leiddu til ákæra í fulltrúadeild Bandaríkja- þings á hendur honum nú nýverið, verið áberandi í umfjöllun fjöl- miðla. Merkilegastar finnst mér þó þær breytingar sem orðið hafa í stjómmálum í Evrópu og þær áherslubreytingar sem orðið hafa hjá flokkum á vinstri kantinum, t.d. í Þýskalandi og Bretlandi. Það hafa átt sér stað ákveðin kynslóða- skipti í Evrópu með kjöri Tonys Blairs og Gerhards Schröder, sem að sumu leyti svipar til þeirra kyn- slóðaskipta sem urðu með kjöri Bills Clintons í Bandaríkjunum á sínum tíma. I kosningabaráttu sinni lagði Schröder áherslu á hina „nýju miðju“ en Blair hefur hins vegar talað um „þriðju leiðina" þar sem öfgum til hægri og vinstri er hafnað. Það er athyglisvert að í ræðu Blairs á flokksþingi verka- mannaflokksins nú í haust er hvergi minnst á sósíalisma. Þetta virðist vera hin almenna fram- vinda í stjórnmálum vestrænna þjóða þar sem miðjuviðhorf og miðjuílokkar era hvarvetna í öfl- ugri sókn. Auðvitað fylgist miðjuflokkur eins og Framsóknarflokkurinn með þessari framvindu í stjórn- málum vestrænna lýðræðisþjóða af miklum áhuga og athygli. Ég tel að þessi þróun sé hvatning til kjós- enda að fylkja sér um frjálslynda og mannúðlega umbótastefnu Framsóknarflokksins. Á nýju öld- inni stöndum við frammi fýrir nýj- um viðfangsefnum og nýrri þróun. Þjóðimar færast saman og sam- starf þeirra dýpkar og vex. Með lokum kalda stríðsins og gjaldþroti sósíalískrar hugmyndafræði hefur ný staða skapast á taflborði stjórn- málanna. Flokkar, sem starfað hafa til hægri og vinstri, leita nú inn að miðju stjómmálanna. í því felst að sjálfsögðu mikilvæg viður- kenning á grandvallarsjónarmið- um framsóknarmanna. Stjórnmálabarátta morgundags- ins mótast aðeins að litlu leyti af stjórnmálum gærdagsins. Við- fangsefnin framundan verða miklu alþjóðlegri en verið hefur. Við eig- um að hafa óskoraðan metnað til halda áfram að byggja hér upp samfélag sem veitir öllum þegnum sínum tækifæri. Við stöndum á þröskuldi nýiTar aldar og nýs árþúsunds í kristinni sögu. Það er mín sannfæring að æ fleiri skipi sér í sveit frjálslyndra umbótaafla sem fólk veit í ljósi reynslunnar að hafna öfgastefnum hvort sem era til vinstri eða hægri. I þessu ráðast tækifæri, sókn og sigrar Framsóknarflokksins. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins Vandamálið er afstaða stjórnvalda til virkjun- armála og vinnubrögð i. SPURT er hver verði þróun í stjórn fiskveiða og kvótamálum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi er til að viðhalda nær óbreyttu ástandi og þar með því óréttlæti sem í þvi felst þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Ríkisstjórnin ætlar að berjast áfram fyrir forréttindum fyrir fáa útvalda þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að þessi forréttindi standist hvorki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar né reglu hennar um atvinnufrelsi. Áfram skal haldið á þeirri braut að færa eignir, fjármagn og réttindi á fárra manna hendur og mismuna þegnum eftir eigin geðþótta. I stað þess að virða dóm Hæstaréttar og leita leiða til úrbóta er reynt að líti- lækka réttinn með útúrsnúningum og orðhengilshætti. Ráðherrum hefur jafnvel dottið í hug að verja kerfið með því að breyta stjórnar- skránni og festa þannig óréttlætið í sessi. Ef þessi ríkisstjórn situr áfram verða ekki miklar breyting- ar á stjórnkerfi fiskveiða og kvóta- mál verða áfram helsta bitbein þjóðarinnar, með alvarlegum af- leiðingum fyrir land og þjóð, ekki síst fyrir landsbyggðina sem bygg- ir afkomu sína að mestu leyti á sjávarútvegi. Markmiðið með stjórnkerfi fisk- veiða er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Islandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Stjórnkerfið þarf að vera með þeim hætti að þessum markmiðum verði náð og að enginn vafi leiki á því að fiskurinn í sjónum sé sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Við eigum að vera óhrædd við að skoða með gagnrýnum hætti hvort við erum að ná settum markmiðum eða ekki og það á sérstaklega við nú þegar Hæstiréttur hefur bent á það óréttlæti sem fylgir úthlutun veiði- og aflaheimilda. Hafa þarf í huga að það stjórnkerfi fiskveiða sem við höfum búið við í ýmsum útfærslum í 15 ár hefur vissulega komið mjög illa niður á fjölmörgum einstak- lingum, fyi’irtækjum og byggðar- lögum. Sjávarútvegur hefur verið lagður í rúst í plássum sem hafa byggt á sjósókn og fiskvinnslu í margar aldir og önnur hafa misst nauðsynlegt öryggi eins og dæmi sanna. Og nú er enn boðuð atlaga gegn byggðarlögum sem hafa lent í þungum áföllum vegna útfærslunn- ar á stjórnkerfi fiskveiða þar sem kippa á grunninum undan smá- bátaútgerð. Við hljótum að þurfa að skoða vel hvort við séum í raun að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu með kvótakerfínu svo kallaða og útfærslu þess. I síðustu skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar um nytjastofna sjávar era margar ófagrar lýsingar á ástandi þessara stofna. Það er kominn tími til að bera saman ástand nytjastofna nú og fyrir 15 árum þegar kerfinu var komið á laggirnar og meta árangurinn af því. Kanna með skipulegum hætti hvort ekki séu til aðrar leiðir sem vænlegri eru til árangurs. Leiðir sem tryggi vernd og hagkvæma nýtingu nytjastofna, stuðli að fjöl- breytni í útgerð og vinnslu, aukinni fullvinnslu innan lands, eðlilegri þróun og nýsköpun í greininni og viðhaldi öflugri bátaútgerð á grunnslóð. Leiðir sem tryggi að eignarréttur myndist ekki á fiski- stofnum og að veiðiheimildir safn- ist ekki á fárra hendur. Það þarf að bregðast við dómi Hæstaréttar með ábyrgum hætti og forðast að rasa um ráð fram. Ég tel að nú eigi að setja ákvæði í lögin um stjórn fískveiða sem segi skýrt að lög- in falli úr gildi eftir 4 eða 5 ár. Jafnframt verði hafist handa við að endurskoða allt stjórnkerfi fiskveiða frá grunni í ljósi settra markmiða þar sem hagkvæmni verði skoðuð í víðu sam- hengi, en ekki aðeins frá sjónarhóli útgerð- ar. Mikilvægt er að þessari vinnu ljúki á 2 til 4 árum og að sem flestir komi að henni, m.a. samtök sjómanna, útvegsmanna, fiskvinnslu og fiskvinnslufólks auk sveitarstjórnarmanna og annarra sem verulegra hagsmuna hafa að gæta. Þegar niðurstaða fæst þarf Álþingi að taka ákvörðun um stjórnkerfi fískveiða og með þeim hætti að ekki raski mikið veiðum og vinnslu. Ég tel einnig brýnt að taka strax með ákveðnum hætti á meintu eignarhaldi á aflahlutdeild og skapa möguleika fyrir nýja aðila að koma inn í greinina. Til athugunar kemur að setja nýjar heimildir á uppboð þar sem öllum útgerðarað- ilum verði gert kleift að gera tilboð miðuð við eigin þarfir. Þá mætti hugsa sér að auk nýrra aflaheim- ilda kæmi sú viðbót á uppboð sem útgerðaraðilar hafa fengið úthlutað á síðustu tveimur árum. Ég tel að ekki ætti að ganga lengra í skerð- ingu á þeirri aflaþlutdeild sem út- gerðin hefur nú. Akvarðanir þar að lútandi ættu að bíða þar til heildar- endurskoðun lýkur á stjórnkerfi fiskveiða og ákveðið hefur verið hvað taki við. Og að þá yrði um eðlilegan aðlögunartíma að ræða. Vel kemur einnig til greina að taka nú upp tímabundna leigu fyrir afla- hlutdeild, en áður þarf að skoða rækilega hvaða gjöld útgerðin ber nú og hver þeirra gætu lækkað eða fallið brott í staðinn. Með því að leigja aflaheimildir út í stað þess að halda í úthlutun með núverandi hætti hyrfi svo kallaður eignar- eða hefðarréttur sem nú gengur kaup- um og sölum, myndar erfðarétt og kemur til skipta við hjúskaparslit eins og hver önnur eign hjóna. Verði þessi leið valín sem ég hef rakið hér geri ég mér vonir um að við berum gæfu til að koma á stjórnkerfi fiskveiða sem sátt ríki um og tryggir trausta atvinnu og byggð í landinu. 2. Áhrif samfylkingar félags- hyggjufólks á stjórnmálaþróunina eiga eftir að verða mikil. Með sam- fylkingunni er lagður grunnur að breiðfylkingu vinstrimanna sem hefur alla burði til að verða eitt öfl- ugasta stjórnmálaafl landsins. Þar með væri komið flokkakerfi sem er í ætt við það sem þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem flokkar félagshyggjufólks og jafnaðar- manna hafa verið sterkir og ráð- andi í mótun samfélagsins um margra áratuga skeið. Samfylking félagshyggjufólks mun tvímælalaust skerpa línurnar í íslenskum stjórnmálum. í fyrsta skipti um langan tíma geta kjós- endur valið milli frjálshyggju ann- ars vegar og félagslegra úrlausna hins vegar. Sameiginlegt framboð þessara flokka verður eina raun- verulega mótvægið við þá hægri stefnu sem ráðið hefur ferðinni undanfarin ár. Ég spái því einnig að með tímanum muni þróast öflugt samstarf milli þessa nýja fram- boðsafls og samtaka launafólks í landinu. Við erum einfaldlega sterkari saman. 3. Spurt er hvernig ég sjái fyrir mér byggða- þróun í landinu á fyrstu áratugum 21. aldarinnar. Það hefur ekki tekist að stöðva þá þróun að fólk sæki í ríkara mæli til höfuðborgarsvæðis- ins en út á land. Frá því Davíð Oddsson settist í stól forsætisráð- herra árið 1991 til ársloka 1997 fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðis- ins um 15 þúsund manns en á sama tíma fjölgaði landsmönnum öllum um 12.500 manns. Höfuðborgar- svæðið hefur því tekið til sín rúm- lega alla fólksfjölgun í landinu á þessum sjö árum. Fólksflutning- arnir á höfuðborgarsvæðið á þessu tímabili jafngilda þvi að allir íbúar Akureyi’ar hafi flutt suður. Fólks flótti hefur verið mikill úr sjávar- plássum um land allt. Aðstöðumun- ur ræður þar miklu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með að- gerðum sem miða að því að byggja upp sambærilega aðstöðu á lands- byggðinni og er á höfuðborgar- svæðinu, aðallega á sviði atvinnu-, heilbrigðis- mennta- og menning- armála. Einnig er brýnt að jafna kostnað vegna rafmagns og húshit- unar svo dæmi séu nefnd um þá mismunun sem taka þarf á með skipulegum hætti. Fólksflutning- arnir af þessari stærðargráðu eru þjóðhagslega mjög óhagkvæmir. Það hefur verið áætlað að hver ein- staklingui’ sem flyst af landsbyggð- inni á höfuðborgai’svæðið kosti um 3-5 milljónir króna fyrir utan þann förnarkostnað sem hann verður fyrir sjálfur með því að skilja eftir verðlitlar eða jafnvel verðlausar eignir. Þjóðhagslega er því hag- kvæmt að verja opinberu fé til að jafna aðstöðumun og draga með því úr fólksflóttanum af lands- byggðinni. Fjölbreytilegt mannlíf, ýmis konar þjónusta og greiður að- gangur að menningarlífi eru nokkrar eðlilegar kröfur sem fólk gerir og ekki eru uppfylltar með fullnægjandi hætti víða um land. Sama er að segja um samgöngur, sem víða eru afleitar, og atvinnulíf sem er fábrotið á mörgum stöðum. Fækkun og stækkun sveitarfé- laga, sem miðar m.a. að því að byggja upp öflugar einingar sem eru færar um að veita íbúum þá þjónustu sem þeir gera kröfu til, ætti að draga úr fólksflutningun- um. Það gerist þó ekki nema ríkis- valdið geri sveitarfélögunum fjár- hagslega kleift að sinna þeim verk- efnum sem á þau eru lögð. Og rík- isvaldið þarf að leggja sitt af mörk- um til að byggja upp atvinnulíf og nauðsynlega þjónustu um landið með skipulegum hætti í stað að- gerða sem byggja á geðþóttaá- kvörðunum. Ég sé fyrir mér nokkra stóra byggðakjarna dreifða um landið, sem eru miðstöðvar heilbrigðis- og menntamála viðkomandi svæðis og kjarninn í fjölbreyttri þjónustu og menningarlíf. Þar verði m.a. sjúkrahús og framhaldsskólar og miðstöðvar fjarkennslu, félagsleg þjónusta og þjónusta við atvinnulíf með tengslum við smærri pláss og Margrét Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.