Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 42
42 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ staða Sæbjarnar Valdi- marssonar um kvikmynda- árið. Þegar upp er staðið liggur Ijóst fyrir að því lýkur ekki með slíkum sprengikrafti og það hófst. Sjálf Titanic var Þokkalegt meðalár er niður- KVIKHYND FRÁ ÞEIM BESTU TIL ÞEIRRA VERSTU frumsýnd 2. janúar, 1998 var einfaldlega ár þessarar mestu Óskarsverðlauna- og aðsóknarmyndar allra tíma. FRUMSÝNINGARDAGURINN er líka tákn um síbreytilegt landslag kvikmyndaaðsóknar- innar. Um sinn er það ekki nógu góður kost- ur að frumsýna bestu myndir ársins þegar líður að jólum, líkt og hefð hefur verið fyrir frá upphafi. Þess í stað er talið vænlegra að bíða með stórfrumsýningar fram yfir áramót. Þarna spilar inní gjörbreyting á frítímum og nevsluvenjum landans. Sjónvarp, fjölvarp, myndbönd, DVD-mynddiskar, óheyrilegur afgreiðslutími verslana í jólamánuðinum, aukinn hraði, meira bruðl, minni tími til af- þreyingar fyrr en að afstöðnum hátíðum. Fólk er semsagt ekki komið í bíóformið fyrr en það hefur jafnað sig á jólahaldinu og ára- mótaskaupinu. Aðsóknarlega var 1998 gott meðalár. Nokkrar stóru vor- og sumarmyndirnar brugðust hér og fyrir vestan, Godzilla sýndi að stærð skiptir engu máli, aðrar spjöruðu sig fram úr öllum vonum, There’s Something About Mary sannaði líka, á jákvæðan hátt, að stærð skiptir engu máli. En yfir öllu gnæf- ir stefnið á Titanic, með De Caprio hrópandi út yfir Atlansála; „Ég er konungur heimsins!" Þau urðu fleygust orða í kvikmyndaheimin- um anno 1998. Vinsældir hennar voru með ólíkindum, Titanic lokkaði aldurshópa á bíó sem ekki höfðu séð kvikmyndahús að innan í áratugi. Enda vilja margir forráðamenn þe.rra meina að hún hafi almennt orðið þess valdandi að þessir horfnu viðskiptavinir eru nú aftur famir að tínast inní biósalina. Þótt engin mynd kæmist í sjónmál við skutinn á SS Titanic, fengu margar viðun- andi aðsókn, nokkrar mjög góða, einsog Það gerist ekki betra, Armageddon, Björgun óbreytts Ryans, There’s Something About Mary, og, viti menn, Lethal Weapon 4, sem fékk betri aðsókn en forverar hennar þrír. í Laugarásbíó komu fleiri gestir en nokkurn- tíman fyrr á þessum áratug, enda kom bíóið við sögu helstu aðsóknarmyndanna. Árið var ekki minnisstætt hvað varðar ís- ienskar myndir. Meðalmyndir og slakari. Sumar einkum hrjáðar af fjárskorti. Nýlega hækkaður styrkur til kvikmyndagerðar ætti að hjálpa uppá sakimar - ef menn bera gæfu til að drita honum ekki útum allar jarðir. Þegar Kvikmyndahátíð í Reykjavík er ekki lengur árviss viðburður hafa kvikmyndahús- in bætt úr þörfum hins vandláta gests með eigin veisluhöldum. Fyrst og fremst Há- skólabíó og Regnboginn með „vinda“- myndir sínar, vor og vetur. Þar hafa jafnan verið áhugaverðar myndir á boðstólum sem hafa lífgað mikið uppá annars hefðbundið, engilsaxneskt landslagið. Ákveðið er að halda þessum viðkunnanlega vindgangi áfram, kenna hann jafnvel við fleiri árstíðir. Gamla, góða Bæjarbíó stilltí upp eldri mynd- um Krzysztofs heitins Kieslowski, og var það mikil veisla. Þá hafa Háskólabíó og Stjömubíó verið til fyrirmyndar hvað snertir íslenska þýðingu á titlum mynda sinna. Þau tíðindi gerðust að SAM-bíóin urðu aðilar að Félagi íslenskra kvikmyndahúseigenda, þannig að nú eru öll bíóin í einum hags- munahópi. Ekki veitir af í síharðnandi við- skiptum við risana í Hollywood. Þá liggja til- búnar teikningar að nýju fjölsala kvikmynda- húsi sem koma skal í stað Regnbogans. Það verður til húsa í nýja verslanaklasanum í Smárahvammi - ef hann kemst uppúr mold- inni. Stjömugjöf gagnrýnenda er tvíeggjað sverð. Það er sleggjudómakennt form, en á öld síaukins hraða og almenns tímaskorts er það hentugur vegvísir neytendum dagblaða. En aldrei hefur gildi þeirra verið rýrara en nú, þegar þær virðast komnar á útsölu. En mál er komið til að líta yfir uppskemna. Það var frekar létt að velja 10 bestu myndir ársins, ROBERT Duvall var allt í öllu í Prédikar- anum; aðalleikari, framleiðandi, leik- stjóri, og sigraði á öllum vígstöðvum. A LIFE Less Ordinary dæmast mistök frá hendi hins efnilega, skoska leikstjóra, Danny Boyle. TEIKNIMYNDADEILD Fox sannaði að fleiri geta gert úrvalsteiknimyndir en Disney. AIDAN Quinn. Arfalélegur leikari í jafnvel verri mynd. HEILALAUS, hress og skemmtileg - Ar- mageddon var Bruckheimer-tryllir ársins. sem birtist annarsstaðar í Morgunblaðinu, ásamt vali kollega minna. Hér verður fjallað um afganginn. Þær næstbestu, þær sem komu á óvart, þær sem brugðust, þessar sem reyndust hvorki fugl né fiskur, og það- an af verri... Þær næstbestu Það er kaldhæðnislegt, en sá gamalfrægi leikstjóri, Barry Levinson (Rain Man, Good Morning, Viet Nam, Bugsy), gerði Wag the Dog, sína bestu mynd um árabil, í hjáverkum frá Sphere, einum slakasta hortitti ársins. Söguþráður Wag the Dog var að gerast á dögunum þegar Ciinton blés í herlúðra. í þeirri veiku von, segja andstæðingar hans, að fá tækifæri til að hysja upp um sig bræk- urnar. Þetta er stórskemmtileg mynd þar sem Dustin Hoffman stelur senunni sem Hollywoodframleiðandi (stælir Robert Evans, segja kunnugir), sem býr til gervistríð til að bjarga forseta sínum útúr hneykslis- máli (!). Robert De Niro, Willie Nelson og Woody Harrelson eru einnig óborganlegir. MAURAR var fyrsta teiknimynd DreamWorks, og lukkaðist vel. THE Avengers var ein margra stórmynda sem olli vonbrigðum. Boogie Nights var önnur vel heppnuð „satíra" eftir nýiiðann Paul Thomas Ander- son. Gerðist í óvenjulegu umhverfi klámiðn- aðarins í Kalifomíu. Mark Wahlberg fer stór- kostlega með aðalhlutverk klámmyndaleik- ara sem er jafnheilarýr og hann er hreðja- stór. Burt Reynolds, Julianne Moore og Willam H. Macy eru öll óborganleg. Vondur „Tarantino-kafli“ undir lokin rýrir myndina. Robert Duval er leikstjóri, handritshöfundur, aðalleikari, heili og hjarta Prédikarans - The Apostle og gerir vel á öllum sviðum. Steven Soderbergh, ásamt óaðfinnanlegum leikara- hópi, ná ósviknum andblæ Elmores Leonard í Út úr sýn - Out of Sight, sló þar með við hálfguðnum Tarantino í Jackie Brown. Dr- eamworld SKG, fyrirtæki Spielbergs og fé- laga, lét að sér kveða á árinu eftir slappa byrjun, Tölvuteiknimyndin Maurar - Antz, var aldeilis fín skemmtun, teikningamar og röddin hans Woody Allens; Egypski prinsinn - The Prince of Egypt, var hinsvegar hefð- bundin teiknimynd, gerð undir vökulu auga fyrrum Disneymannsins Jerry Katzenberg. Woody Allen-mynd ársins var hinsvegar Decoonstructing Harry, með leikarann/leik- stjórann/handritshöfundinn í fínu volæðis- formi. The Mark of Zorro var talsvert ánægjuleg skemmtun, sömuleiðis The Devil’s Advocate (þökk sé Al Pacino sem Kölski), og Syivester Stallone kom öllum á óvart, þar sem hann sýndi sannkallaðan leik í Copland, prýðis sakamálamynd. Alien Resurrection, var besti visindaskáldskapur- inn á árinu, dimm, spennandi og drungaleg, í anda bálksins. Frakkarnir lífguðu uppá hlutina (rétt einsog enska boltann). Sliding Doors, var athyglisverð frumraun um hið stóra ef í lífi okkar. Fox velgdi Disney undir uggum með Anastasiu, sem stóð að flestu leyti jafnfætis því besta frá teiknimyndaveld- inu. Deep Impact var borubrött stórslysa- mynd, sömuleiðis Armageddon, sú síðar- nefnda vita heilalaus, hröð fín og auðgleymd afþreying. Þá er ógetið U-beygju - U-Tum, nýjustu myndar Oliver Stone, sem var ágæt film noir, þó að garpurinn væri helst til upp- tekinn af tómatsósunni. Rúsínumar í pylsuendanum eru Vor- og vetr- arvindamyndimar flestar, með Falin farangur - Left Luggage og Skotelda - Hana Bt, í far- arbroddi. Óvæntur glaðningur Paul Newman sannaði að hann getur enn haldið mynd gangandi og fékk reyndar til þess góðan stuðning frá þungavigtarfólki einsog Gene Hackman, Susan Sarandon og James Garner. Þeim, ásamt Robert Benton, tókst þó ekki að gera Twilight að neinum viðburði. Mercury Rising, með Bruce Willis á hlýrri nótunum, var dágóð afþreying þrátt fyrir vonbrigði með aðsóknina. Marta, má ég kynna Frank, Daniel og Laurence var lítill, óvæntur, breskur glaðningur. Sama máli gegndi um Vinarbragð, frá frændum okkar Dönum. Doctor Doolittle var einn versti skellurinn i sögu Fox, Eddie Murphy vann upp tapið og gott betur, i Dr. Doolittle, nýrri útgáfu um lækninn sem getur talað við dýr- in. Önnur endurgerð, Fjölskyldugildran - The Parent Trap, var heldur ekki sem verst. Áfram með endurvinnsluna. Hitchcock- myndin Dial M for Murder, (‘54), fékk einnig furðu góða andlitslyftingu undir heitinu Full- komið morð - A Perfect Murder. Ný útgáfa Vesalinganna - Les Miserabies, var ekki al- vond, en i Ijósárafjarlægð frá frönsku mynd- inni með Jean Gabin, (gerð ‘57). Bandaríkja- menn hafa ekki gert sannfærandi gaman- myndir um vandræði samkynhneigðra. In and Out slapp þó allt fram undir endalokin og Kevin Kline, Joan Cusack og Matt Dillon, stóðu sig öll með prýði. Norðmenn eiga húmorista, það kom mest á óvart hvað við- kemur Ruslpósti - Junk Mail, sem átti nokkra meinfyndna spretti. Sömuleiðis The Borrowers, Úti á sjó - Out To Sea, Músa- veiðar - Mouse Hunt, og The Wedding Sin- ger. Scream 2 og Mr Nice Guy komu einnig litillega á óvart. Hvorki fugl né fiskur Sjálfsagt líta allar myndir vel út á pappírn- um, engu að síður enda þær flestar í þess- um hópi. Einhversstaðar las ég að um 15% kvikmyndaframleiðslunnar bæru iðnaðinn uppi. Listinn yfir meðalmoðið er langur í ár. Þær helstu eru Sphere, Sjakalinn - The Jackal, Flubber, Picture Perfect, Maðurinn með stálgrímuna - The Man With the Iron Mask. American Werewolf in Paris, Six Da- ys, Seven Nights; Red Corner, Mad City, Desperate Measures, Hoodlum, Týnd i geimnum - Lost in Space, Deep Rising, Phantoms, Kærður saklaus - Wrongly Accused, H20-Halloween. The Negotiator. Svona er hægt að halda áfram. Allt dýrar myndir sem stóðu engan veginn undir vænt- ingum. Við þennan hóp má bæta U.S. Mars- hals, Mimic, Great Expectations, Ég veit hvað þú gerðir..., Species II, og síðast en ekki síst, sjálft ferlíkið sem átti að vinna heiminn, Godzillu. Mikið til vonbrigði Það rætast ekki allir draumar í kvikmynda- borginni, frekar en annars staðar. Leikstjórar og leikarar eiga sína góðu daga og slæmu. Það kemur því ekki á óvart þótt þessi hópur sé í vænni kantinum. Meðal þeirra mynda, sem náðu því ekki að hitta í mark þrátt fyrir miklar væntingar, voru m.a. Blues Brothers 2000, ömurlegt framhald hálfgerðrar klassík- ur, sem rumskaði aðeins í tónlistaratriðun- um; The X-Files var ekki sú mynd sem við aðdáendur sjónvarpsþáttanna vorum að vonast eftir, þótt hún væri ekki beinlínis vond. Robert Redford hefur gert úrvals myndir einsog Ordinary People, A River Runs Through It og Quiz Show. The Horse Whisperer verður seint talin í þeim hópi. Annar leikstjóri sem brást var Brian De Palma, en það eru engar nýjar fréttir. Snake Eyes sannaði að hann er manna mistækast- ur. Við þennan hóp má bæta Piparkökukarl- inum - The Gingerbread Man, eftir Robert Altman og Mad City, eftir Costa-Gavras. Bill Murray er í miklu uppáhaldi á þessum bæ, sama verður ekki sagt um nýjustu myndirnar hans. Nokkur andartök í The Man Who Knew To Little, sýndu hvers hann er megn- ugur ef hann fær eitthvað bitastætt. Ný-Sjá- lendingurinn Lee Tamahori hefur ekki náð sér á strik í Hollywood, The Edge, er að mörgu leyti vönduð mynd en kemst hvergi nærri meistaraverkinu hans. Danny Boyle er ein bjartasta von Breta, eða eigum við ekki frekar að segja Skota? A Life Less Ordinary sýndi það ekki á nokkurn hátt. Tarantino stendur ekki undir væntingum. Jackie Brown var vonbrigði frá hans hendi, líkt og Amistad frá Spielberg, Midnight in the Gar- den of Good and Evil, eftir Clint Eastwood og The Boxer frá Jim Sheridan. Að maður tali ekki um Kundun meistara Scorseses. Vondar og þaðan af verri Engin er rós án þyma. Botnfallið var á sín- um stað í ár líkt og endranær. Eigum við að byrja á Mr Magoo, sem vann sér það helst til frægðar að trylla nærsýna gleraugnamenn í Vesturheimi. Seinheppin framleiðsla að öllu leyti. Það er annars af nógu að taka. Nokkur af hvimleiðari fyrirbrigðum ársins voru Wild America, That Old Feeling, 1000 ekrur, 8 hausar í tösku, Shadow of Doubt, Switchback, Blade, Heift-Hush, Næturvörð- urinn - Nightwatch, Göng timans - Les Visiteurs II., Dance With Me, Smile Like Yo- urs, Mafia, The Patriot Vondar með stóru vaffi voru Fallen, óvenju heimskuleg, klisjum hlaðin hrollvekja. The Avengers og The Stupids, sem stóð undir nafni. Eðalruslið í ár er svo eftirtaldar hörm- ungar: The Assignment, hroðalegur sam- setningur um Sjakalann; eitthvað sem nefndist Með allt á hreinu - Krippendorfs Tribe, með Richard Dreyfuss, og The Post- man, sem svo gott sem slökkti endanlega á ferli Kevins Costner. Sú hæpna vegsemd að vera valin versta mynd ársins, kemur í hlut Kvöldstjörnu - Evening Star. Þær gerast vonandi ekki verri á nýja árinu. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.