Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 45
fyrir. Viðvöranarbjöllurnar era þó
farnar að klingja. Aukinn kaup-
máttur hefur leitt til þess að mun
meira var flutt inn en nam heildar-
útflutningi á árinu. Viðskiptahallinn
sem þannig hefur myndast skapar
hættu á að verðbólgan fari af stað
aftur, eins og dæmi era um frá síð-
asta áratug. Mikilvægt er að sporna
við þeirri þróun ef fyrh-tækin og þar
með efnahagslífið eiga að geta hald-
ið áfram að dafna. Efling innlends
sparnaðar er veigamesta atriðið í
því sambandi. Þá veldur áhyggjum
að ríki og sveitarfélög hafa ekki
hagrætt og aukið framleiðni í starf-
semi sinni með sama hætti og at-
vinnulífið. Aukin umsvif hins opin-
bera og bættur hagur opinberra
starfsmanna byggist því á meiri
skatttekjum frá atvinnulífinu.
Hlutverk Verslunarráðs
Verslunairáð íslands er frjáls fé-
lagasamtök sem hefur þann tilgang
að gæta hagsmuna atvinnulífsins í
landinu, með viðskiptafrelsi og
jafnræði milli atvinnugreina og fyr-
irtækja að leiðarljósi. Fyrirtæki úr
öllum atvinnugreinum eiga aðild að
Verslunarráði og í því liggur
einmitt styrkur þess. Viðskiptaþing
Verslunarráðsins 1998 fjallaði um
mikilvægi virkrar samkeppni og
ekki síst þátt ríkisins í því efni.
Fram kom að ríkið einokar enn
rekstur á stóram sviðum atvinnu-
lífsins, þótt 21. öldin sé handan
homsins. Lög og reglur standa líka
oft í vegi fyrir eðlilegri samkeppni.
Þá hefur einkavæðing ríkisfyrir-
tækja gengið mun hægar fram en
eðlilegt hefði verið. Þrátt fyrir að
töluvert hafi farið fyrir hlutabréfa-
sölu í ríkishlutafélögum á liðnu ári
er ríkið enn meirihlutaeigandi að
flestum þeim fyrirtækjum. Þó ber
að fagna því framfaraspori sem
stigið var á árinu með því sem kall-
að hefur verið einkaframkvæmd á
vegum ríkisins, þ.e. þegar ríkið
semur við einkaaðila um bæði
byggingu og rekstur mannvirkja
gegn ákveðnu leigugjaldi. Einka-
framkvæmd í öðrum löndum hefur
sýnt að einkaaðilar eru betur færir
um að leita leiða til hagkvæmari
rekstrar á þeim stofnunum eða
mannvirkjum sem gerðir hafa verið
slíkir samningar um en ríkið sjálft.
Bæði ríki og einkageiri hafa því
notið góðs af. Rétt er að hvetja ís-
lensk stjórnvöld til að halda áfram
á þessari braut og má t.d. benda á
sjúkrahús, skóla, vega- og orku-
mannvirki í því sambandi.
Alþjóðavæðing
Á komandi Viðskiptaþingi Versl-
unarráðsins, sem haldið verður 10.
febrúar nk., verður fjallað um al-
þjóðavæðingu atvinnulífsins. Heim-
urinn er í raun allur að renna sam-
an í einn markað. Þannig hafa ís-
lensk fyrirtæki haslað sér völl í
Evrópu, Afríku, Ameríku og Asíu
og á sama tíma sjáum við erlenda
aðila í auknum mæli færa út kví-
arnar hingað til lands. Alllangt er
síðan erlend fyrirtæki tylltu niður
fæti hér á landi, til dæmfe í fjár-
magns- og ferðageiranum. Á þessu
ári urðu menn svo vitni að því að
erlendur aðili keypti sig inn í
stærstu verslunarkeðju landsins.
Að sjálfsögðu er ánægjuefni að er-
lend fyrirtæki séu farin að sjá ís-
lenskan markað sem raunhæfan
kost fyrir fjárfestingu. Þannig flyst
bæði fjármagn og þekking til lands-
ins. Það er stjórnvalda að sjá til
þess að leikreglurnar standi ekki
slíkri tjárfestingu í íslensku at-
vinnulífi fyrir þrifum. Þá mun nýr
evrópskur gjaldmiðill, evran, sem
nú tekur formlega gildi vafalaust
enn auka samkeppni á Evrópu-
markaði.
Afar mikilvægt er að starfsskil-
yrði íslenskra fyrirtækja séu ekki
síðri en almennt gerist úti í heimi
ef þau eiga að geta staðið sig í sí-
harðnandi samkeppni. Hraði við-
skiptalífsins og opnun hagkerfa
heimsins valda því að þeir sem eru
svifaseinir verða undir. í þessu
sambandi ber að líta til skattaum-
hverfis, samkeppnisreglna, við-
skiptalöggjafarinnar í heild sinni,
vinnulöggjafar o.íl. Þótt mikið hafi
áunnist í að bæta þetta umhverfi á
síðastliðnum árum, er ennþá ýmis-
Betri nýting - meiri
sparnaður
Nýtt fyrirkomulag í sorphirðumálum
Frá og með áramótum verður tekinn upp nýr háttur á sorphirðu Reykvíkinga.
Innheimt verður sérstakt sorphirðugjald en á móti lækka fasteignagjöld
svo heildarálögur á borgarbúa hækka ekki.
Upphæð sorphirðugjaldsins verður kr. 6.000 á 240 1 tunnu
sem tæmd er vikulega.
Þessi aýji hitmr befor mzrgz hostí i íörmeðsér:
✓ Nú greiða borgarbúar aðeins fyrir þá þjónustu sem þeir nota.
✓ Hægt er að ná sparnaði með fækkun sorptunna.
✓ Tunnurnar má nýta betur með hirðusamlegri umgengni.
Minnka má rúmtak umbúða með því að rífa niður pappa og koma
sorpinu vel fyrir í tunnunum.
Dagblöð og samanbromar mjólkurfemur skal setja í sérstaka gáma.
Munið að grjót, garðaúrgangur, bylgjupappi, spilliefni og stærri
munir sem henda á, eiga ekki heima í almennum sorpílátum
heldur í endurvinnslustöðvum Sorpu.
Fpnmtmmiiiaðina
mi skila tnnnam eftatfiaajartnmnr
2H
Um mitt ár verður gerð tilraun með sorphirðu á 10 daga fresti í íbúðarhverfum í austurhluta
borgarinnar og mun sorphirðugjald lækka í þeim hverfum íkr. 5.500,- á ári.
■1.
Allar nánari upplýsingar veitir Hreinsunardeild gatnamálastjóra í síma 567 9600, fax 567 9605.
Kynningarbæklingi um efnið verður dreift til borgarbúa með fyrsta álagningarseðli.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Hreinsunardeild gatnamálastjóra
AUGLYSINGADEILU
Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
vf>mbl.is
JKLLTAf= GITTHVAO NYTT