Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 8
8 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Torfi Lárus Karlsson 19 mánaða Vel hress en nýjar aðgerðir fyrirhugaðar TORFI Lárus Karlsson gekkst undir erflða aðgerð vegna sogæðaæxlis á hálsi hinn 17. september sl. Hann fædd- ist með sogæðaæxli á efri hluta lík- amans, brjóstkassa, hægri hendi og vinstri upphandlegg en h'öfuðið er alveg eðlilegt, svo og fætur. Hann hefur áður gengist undir svona aðgerð, raunar þrjár í Boston, en Torfi Lárus er nú að- eins 19 mánaða gamall. Að sögn móður hans, Sigurbjargar Ólafs- dóttur, gekk aðgerðin í september mjög vel. „Hann var fljótur að jafna sig og allt í sambandi við aðgerðina gekk mjög vel,“ sagði Sigurbjörg. „Hins vegar fékk hann mjög slæman astma í kjölfar aðgerðarinnar og var í súefnistæki í þrjá daga. Hann þurfti að vera á Landspítalanum í einn og hálfan mánuð í sambandi við þessa aðgerð og kom heim í byrjun nóvember. Núna líður Torfa Lárusi vel, hann er mjög hress og kátur og hefur farið mikið fram. Hann er rétt að byrja að stíga í fæt- uma ef haldið er við hann og getur staðið í allt að hálfa mínútu en það reynir mjög á hann. Hann er farinn að tala svolítið, segir pabbi og mamma, afí og amma, og virðist skilja vel það sem sagt er við hann. Æxlin hafa ekki stækkað eftir að- gerðina enn sem komið er og hon- um gengur ótrúlega vel að nota hendurnar þótt sogæðaæxlin valdi bólgu í fingrunum. Hann borðar sjálfur, ekki þó með gaffli heldur með fingrunum og er duglegur að leika sér.“ TORFI Lárus Karlsson hefur þegar farið í margar aðgerðir vegna sogæðaæxla. Honum fer nú vel fram en fer utan f janúar í fleiri aðgerðir. Langar og erfíðar aðgerðir Fyrirhugað er að Torfi Lárus fari út til Boston í nýja aðgerð um miðjan janúar. „Það á að taka æxli af brjóst- kassa vinstra megin og vinstri upp- handlegg og svo á að laga hægri höndina," sagði Sigurbjörg. „Þetta eru mjög langar aðgerðir og þess vegna löng svæfing. Þá mun efri hluti drengsins léttast til muna og hann því eiga miklu betra með hreyfingar en nú er. Vonir standa til að hægt sé að laga þessi sogæðaæxli, okkur eru gefnai- góðar vonir um meðferð er- lendis. Hins vegar er viss hætta á að æxlin vaxi aftur þar til drengurinn nær kynþroskaaldii, eftir það vaxa þessi æxli ekki aftur. Við hjónin höf- um skipst á að vinna fyrir heimilinu, en frá hausti hefur maðurinn minn unnið í Eðalfiski hér í Borgamesi þar sem við eigum heima, en ég hef alveg verið heima og sinnt Torfa Lárasi og öðram bömum mínum sem era fjög- ur. í lokin langai' mig til þess að færa öllum þeim þakklæti sem hafa stutt okkur og fjölskyldu okkur í þessum erfiðum veikindum Torfa Lárasar litla,“ sagði Sigurbjörg að endingu. Morgunblaðið/Golli ANDREW French ferjuflugmaður og Pétur Sigurðsson, stýrimaður á Haraldi Böðvarssyni AK 12. Pétur Sigurðsson á Haraldi Böðvarssyni AK 12 „Honum til happs og okkur til ánægjua BRESKI flugmaðurinn Andrew French hlýt- ur að vera fæddur undir heillastjörnu. Hinn 28. september siðastliðinn bjargaði áhöfn togarans Haralds Böðvarssonar AK 12 honum úr sjónum 110 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi. En French, sem starfar sem feijuflugmaður, var að flytja vél frá Portland í Maine-fylki í Bandaríkjunum til eiganda í Israel. Hann var á leið til Islands þegar hann brotlenti um 100 sjómflur frá Reykjavík vegna bilunar í rafkerfi. Með ólíkindum má telja að menn á togurunum urðu hans varir en því má þakka að Pétur Sigurðsson stýrimaður hafði augun hjá sér og brást við með snarræði. Pétur segist ekki hafa heyrt í Andrew French í nokkurn tíma en veit þó til þess að hann kom aftur til starfa við fyrsta tæki- færi. „Honum var í mun að kom- ast í loftið sem fyrst aftur til að taka skrekkinn úr sjálfum sér. Hann flaug héðan með kunningja sfnum sem einnig er feijuflug- maður.“ Pétur segir lýsingu Andrews á því hvernig hann hafí þurft að beygja frá skipinu, vegna þess hve hann var kominn lágt, óhugnanlega. „Hann þarf að beina vélinni í hina áttina, því hann vissi náttúrlega vindstefnu, frá skipinu þó að hann sé kannski ekki nema 60-70 metra frá okkur. Og það án þess að vita hvort við höfum séð hann. Ég held að þetta hafi verið ógnvekj- andi augnablik fyrir hann. Hann ætlaði að reyna að fara aftur inn í vélina eftir gúmbát þegar hann sér að skipinu er snúið að sér og þá róaðist hann. En hann sagði að þetta hefðu verið lengstu mínútur sem hann hefði upplifað. Þetta er með ólík- indum. Við hefðum ekkert fundið mannkvölina ef vélin hefði sokk- ið. Hann var ekki með blys eða neitt. Maður beið aðeins milli vonar og óttar hvort það væri maður í vélinni en þegar strákur- inn sem sendur var upp í brú sá mann úti á vængnum létti okk- ur.“ Það mátti enda ekki miklu muna, að sögn Péturs „Hann tek- ur þessi fimm sundtök, ég kastaði til hans beltinu, þetta hafa verið þrjár eða fjórar lengdir hans, og er örmagna eftir það, gat hreinlega ekki meir. Brosti allan tímann um borð Þegar við komum í land spurði einhver Andrew hvort hann hefði ekki verið orðinn leiður á því að vera þarna þessa fimm daga sem hann var um borð hjá okk- ur. Þá sagði hann: „No way!“ Hann var bara svo feginn. Hann sá nú lítið að þeirri vist og var brosandi allan tím- ann. Honum fannst það reyndar ágætt að koma í land eftir nokkra daga, eftir að hafa fengið tíma til að átta sig því hann upp- Iifði þetta trekk í trekk í svefni. Hann sagði mér það að hann hefði vaknað oftar upp við til- hugsunina um brotlendinguna en hávaðann í skipinu." Pétur segist enn undrast heppni Andrews. „Það var allt með karlinum. Á þessum stað hafði hann aldrei séð ljós áður. Þetta var honum t.il happs og okkur til ánægju að vera þarna. Það verður ekkert af mönnum tekið að hafa gert vel, livað þetta tók allt skamman tíma og hvað menn voru samhentir. Þetta er óumdeilanlegt," segir Pétur Sig- urðsson vélstjóri að lokum. Sigurður Guðmundsson sjómaður „Kippi mér ekki upp við að vera afskrifaður“ SIGURÐUR Guðmundsson er á Hrafnistu og við ágæta heilsu, þrátt fyrir að öðru hafí verið haldið fram í Morgunblaðinu sunnu- daginn 20. desember. Þar var rifjað- ur upp sá atburður, þegar bátsverj- ar á Kristjáni frá Sandgerði hrökt- ust á vélarvana bátnum undan veðri og vindum í tólf daga, þar til vindar bára bátinn á ný upp að landinu og þeir komust allir fímm naumlega í land í gegnum ólgandi brimið. í greininni sagði að bátsverjar væra nú allir látnir, en þar hljóp blaðamaður illilega á sig. „Ég kippi mér ekkert upp við að þú hafir af- skrifað mig,“ segir hann brosandi við blaðamann sem heimsækir hann á Hrafnistu. „Það hefur verið gert áður og tvisvar frekar en einu sinni. Það er ástæðulaust að láta það á sig fá, enda veit ég auðvitað betur.“ Sigurður, sem er 79 ára síðan í september, var yngstur bátsverja á Kristjáni, aðeins tvítugur að aldri. „Ég var strákhvolpurinn um borð, hitt voru fullorðnir menn,“ segir hann sjálfur, en félagar hans vora 12 til 14 áram eldri. Sigurður var ósyndur þegar hann lenti í hrakningunum og hefur raun- ar aldrei lært að synda þrátt fyrir að hafa verið til sjós í áratugi. „Þegar ég var strákur á Snæfellsnesi taldi fósturfaðir minn mig hafa ýmislegt betra að gera en læra að synda. Þegar aðrir krakkar fóru í sundnám þurfti að taka til hendinni heima, æraar vora að bera og enginn tími fyrir annað en búverkin. Fósturfaðir minn var ágætur maður, en hann kenndi mér auðvitað það sem fyrir honum sjálfum var haft.“ Komu aftur fyrir minningar- athöfnina Sigurði finnst ekki óþægilegt að rifja upp hrakningana á Kristjáni, en segist gera það æ sjaldnar, auk þess sem minnið sé farið að bila. „Þetta vora allt ágætis menn á Kristjáni og það kom aldrei neitt ósætti upp þessa tólf daga sem við börðumst við að halda lífí.“ I frásögn bátsverjanna á Kristjáni árið 1940 kom fram, að breskir tog- arar höfðu virt neyðarmerki þeirra að vettugi og jafnvel slökkt ljósin þegar báturinn kom of nærri. Sig- urður sagði í viðtali við Morgunblað- ið árið 1980 að Bretar hefðu síðar gefið þá skýringu, að þeir hefðu talið að báturinn væri tálbeita Þjóðverja. Hann á enn erfitt með að sætta sig við viðbrögð Bretanna, hristir höf- uðið þegjandi og segir loks að skýr- ingamar hafi verið aumar. Fjölskyldur og vinir bátsverjanna á Kristjáni töldu, eins og aðrir, að þeir myndu aldrei sjást framar og urðu því fagnaðarfundir þegar þeir komust í land á ný eftir tólf daga hrakninga. „Það átti að halda minn- ingarathöfn um okkur daginn eftir, svo við komum tímanlega til baka,“ segir Sigurður Guðmundsson. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SIGURÐUR Guðmundsson sjómaður var bátsverji á vélbátnum Krist- jáni frá Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.