Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 46
* 46 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ legt sem út af stendur. Þannig eru eignarskattar nánast séríslenskt fyrirbæri og stimpilgjöld þekkjast ekki í sama mæli í samkeppnislöndunum. Reglur um frádráttar- bærni dagpeninga starfsmanna íslenskra fyrirtækja með starf- semi erlendis eru einnig óvenju strangar á Islandi. Þá verður að leggja áherslu á að móta sanngjarnar og notendavænar leik- reglur um rafræn við- skipti og rafræn sam- skipti milli fyrirtækja og stofnana, enda hafa atburðir liðins árs sýnt svo um munar þá miklu möguleika sem í Kolbeinn Kristinsson slíkum viðskiptaháttum felast. Hér má einnig benda á að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um alþjóðleg viðskiptafélög sem gerir ráð fyrir að hægt verði að stofna hér á landi félög í hagstæðu skattaumhverfi til að halda utan um starfsemi sem eingöngu snýr að við- skiptum sem fram fara utan ís- lenskrar lögsögu. Sambærilegar heimildir er að finna hjá ýmsum Evrópuríkjum og öðrum þjóðum heimsins. Ekki leikur vafi á að sam- þykkt frumvarpsins mun opna ný tækifæri fyrir jafnt innlenda sem er- lenda aðila og skapa störf í kringum alla þjónustu við slík félög. Mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar er sá auður sem býr í borg- urunum sjálfum. Mannauðurinn er forsenda framfara og bættra lífs- kjara. Hérlendis hafa hugbúnaðar- og líftæknifyrirtæki sýnt á áber- andi hátt fram á þau miklu verð- mæti sem hægt er að skapa með þekkingu og þekkingarleitinni einni saman. Það er því afar mikilvægt að hlúa sem best að menntun í landinu og vera sífellt vakandi fyrir hvernig betur má gera í þeim efn- um. A þetta að sjálfsögðu jafnt við um hugvísindi og verklega mennt- un. Mikilvægi símenntunar í formi skemmri námskeiða og endúrþjálf- unar starfsmanna er einnig að koma betur og betur í ljós, enda lærir svo lengi sem lifir eins og máltækið segir. Þá má benda á að fyrir fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum er góð tungumálakunnátta lykilat- riði ef árangur á að nást. I þessu sambandi væntir Verslunarráðið mikils af Viðskiptaháskólanum í Reykjavík sem hóf starfsemi sína á árinu. Evrópumál Nú eru fimm ár síðan EES- samningurinn tók gildi. Allar efa- semdarraddir um mikilvægi hans fyrir atvinnu- og efnahagslíf í land- inu eru löngu þagnaðar. Greiður aðgangur að stærsta markaðinum fyrir innlenda framleiðslu og þjón- ustu verður seint ofinetinn. Samn- ingurinn sjálfur er í stöðugri endur- skoðun og má t.d. í þvi sambandi benda á tilskipanir um frelsi í fjar- skiptum og frelsi í flugi, sem án efa flýttu fyrir aukinni samkeppni á þeitn sviðum hér á landi. Segja má að ísland hafi í dag tekið yfir stór- an hluta af löggjöf Evrópusam- bandsins. Því er eðlilegt að spurt sé hvort full aðild að ESB eigi að koma til skoðunar, ekki síst nú þeg- ar horft er fram á mikla fjölgun að- ildarríkja á næstu árum. I Amster- damsáttmálanum, sem samið var um á síðustu ríkjaráðstefnu ESB 1997, er að finna ýmis nýmæli sem vert er að gefa gaum og hugsanlega gætu opnað möguleika á að semja um aðild án þátttöku í einstökum málaflokkum, eins og sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Slíkir möguleikar verða auðvitað aldrei leiddir í ljós nema með viðræðum yið ESB í ljósi hugsanlegrar aðildar íslands. Sameinum kraftana íslendingar eru og verða lítil þjóð. Þeim mun mikilvægara er að vinna skipulega að öllum markaðs- og kynningarmálum íslenskra fyrir- tækja erlendis. Stundum vill við bera að einstök hagsmunasamtök atvinnulífsins séu að vinna hvert í sínu homi að svipuðum verkefnum í þessa veru. Brýnt er að vera vak- andi fyrir því að sameina kraftana sem kostur er og koma fram enn sterkari fyrir vikið. Verslunarráð telur raunhæft að stefna að því að bæta lífskjörin á Islandi um 20% fram til ársins 2003. Tfl þess þarf að auka útflutn- ing vöru og þjónustu á þessum tíma um 40%. Með aukinni útrás og hagstæðara starfsum- hverfi á að vera hægt að ná þessum mark- miðum. Það er líka for- senda þess að geta boðið ungu og vel menntuðu fólki störf hérlendis sem eru samkeppnishæf við það sem þeim stendur til boða á erlendum vettvangi. Verslunamáð Islands óskar landsmönnum öllum farsæls kom- andi árs. Kristján Ragn- arsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna Efla þarf fræðslu um íslenskan sjávarútveg ÁR hafsins, sem Sameinuðu þjóðirnar nefndu svo, er senn á enda. Fyrir okkur Islendinga, sem byggjum afkomu okkar að stærst- um hluta á sjávarfangi, ætti sér- hvert ár að vera ár hafsins. Aukin sérhæfing í kjölfar tæknivæðingar í atvinnulífinu leiðir til þess að æ færri einstaklingar vinna við sjáv- arútveg. Hver og einn á nóg með sín verkefni og áhugamál. Það sem áður var talin sjálfsögð þekking um sjávarút- veg og málefni hans er ekki lengur til staðar, hvað þá hjá nýjum kynslóðum. Þetta er hættuleg þróun fyrir þjóð sem á svo mikið undir þessari atvinnu- grein og henni þarf að snúa við. Nýleg yfirlýsing 105 prófessora við Háskóla Islands um málefni sjávarútvegsins bendir til þess að þessi æðsta menntastofnun landsins standi enn mjög fjarri atvinnulífinu. Það er mikilvægt fyrir sjávarát- veginn að miðla upplýsingum til al- mennings varðandi málefni, sem eru efst á baugi hverju sinni. Sam- tök útvegsmanna ákváðu í tilefni af ári hafsins að beita sér fyrir al- mennu fræðsluátaki um málefni hans. Ljóst er af jákvæðum viðtök- um, sem þetta átak fékk, að nauð- synlegt er að stórefla fræðslu um íslenskan sjávarútveg í skólum landsins. I mínum huga var það einn ánægjulegasti atburður ársins þeg- ar tækifæri gafst til þess að vera dagpart með ungum skólabörnum í Vestmannaeyjum. Tilefnið var verðlaunaafhending í spurninga- keppni, sem efnt var til þegar út- vegsbændur í Eyjum stóðu fyrir sérstöku kynningarátaki um útveg- inn meðal íbúanna. Já, meira að segja í sjávarbyggðunum þarf að efla fræðslu um atvinnuveginn. Erfiðar kjaradeilur settu svip sinn á fyrstu mánuði ársins. Það reyndist ekki unnt að ná samkomu- lagi við forystumenn sjómanna í þessari deilu og fór svo að Alþingi setti alls fern lög um kjaradefluna. Við höfðum varað við því áður en verkfall sjómanna skall á að það væri ekki á færi samninganefndar útvegsmanna að ná samningum vegna eðlis þeirra krafna sem for- ystumenn sjómanna settu fram. Meginkrafa þeirra var að allur fisk- ur skyldi fara á markað. Það var ekki hægt að verða við þessari kröfu, þó ekki nema vegna þess að til þess að skylda að allur fiskur upp úr sjó sé verðlagður á fisk- markaði þarf að svipta útvegsmenn ráðstöfunarrétti afla skipa sinna, en talið er að það samrýmist ekki stjómarskránni. Eftir nokkurt þóf í kjarasamningsviðræðum og frestun verkfalls í febrúar fram í mars ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyr- ir að sett yrðu lög um deiluna. Við lagasetninguna var ekkert tfllit tek- ið tfl sjónarmiða útvegsmanna og kunna slík vinnubrögð ekki góðri lukku að stýra, enda hafa komið á daginn ýmis vandkvæði vegna þessa. Sérstaklega hefur tekist illa með framkvæmd Kvótaþings. Verð á kvóta hefur hækkað verulega, gagnstætt yfirlýstum tilgangi, og starfsemi þingsins einkennist af skrifræði. Það er brýnt verkefni að leggja af núverandi starfsemi Kvótaþings hið fyrsta. Astandið í hafinu hefur verið um margt óvenjulegt í ár. Jákvæðu fréttirnar era þær að þorskstofninn skuli vaxa að nýju og síðasta seiða- talning bendir til vaxandi nýliðunar í stofninum. Mikil óvissa er hins vegar um rækjuveiði og hefur veiði hennar gengið illa í ár. Erfiðlega hefur gengið að mæla stofnstærð loðnunnar og veiðar hafa gengið fremur illa. Allt bendir tfl þess að göngur síldarinnar hafi breyst og hún hafi nú flutt sig vestur fyrir landið í verulegum mæli. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þau austfirsku byggðarlög, sem byggt hafa af- komu sína á síldveiðum á nálægum miðum. En með sama hætti er þetta jákvætt fyrir atvinnulíf á suð- vesturlandi. Karfaveiðar hafa al- mennt gengið vel, en mikil óvissa ríkir um það hvaða karfastofnar það eru sem nú er veitt úr og flokk- ast undir úthafskarfa. Vísindin hafa ekki svarað þeim spurningu hvort sá djúpkarfi sem veiddur er bæði innan og utan lögsögunnar sem út- hafskarfi sé í raun hluti af íslenska djúp- karfastofninum. Stór- áuka þarf karfarann- sóknir á næstu árum til þess að auka við þekkingu okkar. Veiði á flatfiski hefur gengið illa í ár. Það gildir einnig um flatfiskrann- sóknir að stórauka þarf rannsóknir á því sviði. Mikið vantar á þekkingu okkar á flat- fiskstofnum. Almennt hefur verð- ... lag sjávarafurða farið Knstjan hækkandi á árinu. Það Ragnarsson vefcrur að nokkru á móti minni afla í ár. Afkoma út- vegsfyrirtækja er eins og svo oft áður mjög misjöfn. Almennt hefur gengi þeirra fyrirtækja, sem eru með skráð hlutabréf á Verðbréfa- þingi, verið gott. I þessum hópi eru mörg framsækin fyrirtæki í sjávar- útvegi. Þeim hefur tekist með sam- einingu við önnur fyrirtæki í grein- inni að hagræða í rekstrinum og stuðla að aukinni arðsemi. Þess ber einnig að geta að mörg öflug sjáv- arútvegsfyrirtæki eru rekin í einka- eigu einstaklinga, en eigendum þeirra hefur með eljusemi tekist að byggja upp öfluga atvinnustarfsemi í heimabyggðum sínum. í umróti upplýsingaþjóðfélagsins vill mikil- vægt hlutverk einkaframtaksins of oft gleymast. Því miður er staða fjölmargra fyrirtækja í atvinnu- greininni of veikburða og óvissa er uppi um hvemig þeim reiðir af. í þeim byggðarlögum, sem eiga af- komu sína undir rekstri þeirra hvíl- ir eðlflega mikil óvissa varðandi framtíðina. Nýlegur hæstaréttardómur varð- andi 5. gr. laga um stjórnun fisk- veiða hefur fengið mikla umfjöllun síðustu vikur. Ymsir hafa orðið til að fagna þessum dómi sem sérstök- um áfellisdómi yfir lögum um stjórn fiskveiða. Slíkur fógnuður er þó ástæðulaus. 5. grein laganna snýr að veitingu veiðileyfa og regl- um varðandi úreldingu fiskiskipa. Með þessum dómi voru afnumdar reglur um úreldingu fiskiskipa. Þessar reglur hafa haft mikinn kostnað í fór með sér fyrir útgerð- ina á undanförnum árum. Nú þarf ekki lengur að borga fyrir stækkun fiskiskips með því að útvega „rúm- mál“ þegar um nýsmíði er að ræða eða skip keypt erlendis. Það skýtur skökku við að á Is- landi skuli ekki lengur mega stýra sókn í fiskistofnana með því að setja takmörkun við útgáfu veiði- leyfa. Þetta er sú leið, sem víðast er farin í heiminum við takmörkun á veiðum. Þessi dómur hefur girt fyr- ir að fiskveiðum við ísland verði stýrt með flota- og sóknarmarks- stýringu, sem sumir alþingismenn hafa talið æskilegt við stýringu veiða úr fiskistofnum. Framvarp ríkisstjómarinnar um breytingu á umræddum lögum sýnir eðlileg við- brögð og er vonandi að réttaróvissu varðandi lögin verði eytt. Mér barst nýlega í hendur rit- smíð nokkur eftir Þorstein Gylfason prófessor er ber heitið „Fiskur, eignir og ranglæti". Hér er raðað saman stóryrðum um fiskveiði- stjórnun okkar og henni fundið allt til foráttu, gagnstætt áliti fræði- manna á þessu sviði. Ritsmíðin ber með sér ótrúlega vanþekkingu á málefnum sjávarútvegsins og lýkur henni með orðunum: „Kvótakerfið er ranglátt hvernig sem á það er lit- ið, þess vegna verður að bylta þvf eða breyta.“ Ekki er þessi fullyrð- ing rökstudd frekar en annað í þess- ari grein og enn síður er eitthvað já- kvætt lagt tfl málanna um það hvað skuli koma í staðinn fyrir núverandi stjómkerfi fiskveiða. Þegar haft er í huga hver höf- undurinn er kom ekkert á óvart um afstöðu hans, en sérstaka athygli mína vakti að hann lætur þess get- ið, að hann hafi þegið margvísleg ráð og ábendingar frá tilteknum einstaklingi, sem er Garðar Gísla- son hæstaréttardómari. Hann var einn dómenda í nýgengnum hæsta- réttardómi. Eg hef í fáfræði minni um lög- fræðileg efni talið að það væri ekki hlutverk hæstaréttardómara að láta bendla sig opinberlega við rit- smíð, eins og hér um ræðir, þar sem gagnrýnd era lög frá Alþingi. Kemur ekki vanhæfi til álita í máli sem þessu? Eg vil að lokum óska öllum landsmönnum farsældar á nýju ári. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri Meiri umsvif í ferða- þjónustu en nokkru sinni fyrr HEILDARUMSVIF í ferða- þjónustu á íslandi árið 1998 verða verulega meiri en þau hafa verið nokkru sinni fyrr á einu ári. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að gjaldeyris- tekjur af erlendum ferðamönnum verði allt að 26 mflljarðar á árinu eða um 3,5 milljöðrum meiri en árið 1997. Þessi tekjuaukning er hlutfallslega meiri en nemur aukningunni í gestafjölda svo tekjur af hverjum gesti aukast. Fyrir aðeins íírnm ár- um, árið 1993, voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 15,7 milljarðar. Islendingai’ voru verulega meira á ferð um eigið land á árinu en nokkru sinni fyrr. Erlendir gestir voru rúm- lega 230.000, og er aukningin um 30.000 gestir frá 1997. Þessu til við- bótar komu hér um 30.000 erlendir Magnús Oddsson gestir með skemmtiferðaskipum og til dagsdvalai-. Aframhald varð á þeirri þróun undanfarinna ára að ferðamönnum fjölgaði hlutfallslega meira utan hins hefðbundna háannatíma en yf- ir sumarið. Þannig komu nú um 116.000 erlendir gestir eða meira en helmingur heildarinnar hingað á öðrum tíma en í júní, júlí og ágúst. Undirstaða sóknar ferðaþjónust- unnar utan háannatímans er, eins og margoft hefur verið minnt á , leiðakerfi Flugleiða með tengiflugi yfir Norður-Atlantshaf þar sem nú er svo komið að heita má að félagið fljúgi jafnmikið milli Islands og annarra landa sumar og vetur. A næsta ári verður enn frekari áhersla lögð á að jafna framboð sæta til og frá landinu árið um kring og auka þannig enn frekar möguleika til aukinna tekna og nýt- ingar. A þessum grunni, sem við höfum umfram fjölmarga keppi- nauta okkar, þ.e. að hafa nær sömu samgöngumöguleika til landsins allt árið, hafa fyrirtæki og einstak- lingar getað byggt fjölbreytt þjón- ustunet sem styrkist með hverju árinu sem líður. Vaxandi áhersla hefur verið lögð á vöruþróun og markaðssetningu í þeim tilgangi að auka nýtingu fjárfestinga og skapa fleiri atvinnutækifæri allt árið. Uppbygging undanfarinna ára- tuga hefur borið þann árangur að ferðaþjónustan er nú orðin ein af þeim atvinnugreinum hér á landi sem litið er til sem undirstöðuat- vinnugreina næstu aldar. Sá árangur hefur ekki orðið af engu eða „af því bara“. Að baki liggur áræði, kjai'kur og gífurleg vinna frumherjanna og þeirra sem fylgt hafa í kjölfarið. Ahersla á menningu og sögu Þeirri skoðun hefur stundum ver- ið haldið fram að með auknum ferðalögum, aukinni margmiðlun og auknu samstarfi þjóða væra landa- mæri í reynd smám saman að þurakast út, ekki síst menningarleg landamæri; íbúar jai'ðar væru að skapa einslita menningu, sem mynd- uð væri á hnattrænum fjölmiðlum. Það er mín skoðun að aukin ferðalög fólks um heiminn og aðrir ofangreindir þættir hafi virkað þveröfugt og sýnt þjóðum heims fram á nauðsyn þess að mála enn skýrari litum en fyrr á hvern hátt þær greina sig frá öðrum í menn- ingarlegu og sögulegu tilliti. Sér- kenni menningar og sögu einstakra þjóða og héraða í heimi þar sem skil milli landa verða æ óljósari er þannig vaxandi þáttur í því að koma sér á framfæri sem vænlegur áfangastaður fyrir ferðamenn. Menning og saga verða ekki síst til þess að vekja áhuga á landi og þjóð. Árið 2000 verður mesta ferðaár sögunnar og ljóst að margar þjóðir munu á þessum tímamótum gera sér dagamun og leitast við að brydda á nýjungum af ýmsu tagi, m.a. til að höfða til áhuga fólks á ferðalögum með áherslu á yfirlit sögu og menningar þess árþúsunds sem kvatt er. Margir munu vilja verða vitni að upphafi sögu og menningar nýs árþúsunds. Þetta endurspeglast líka í þeim ákvörðunum hér á landi að verja yf- ir einum milljarði króna til verk- efna á árinu 2000 með vísan til sér- stakra atburða í sögu okkar og menningu; verkefna tengdra landafundum í Vestur- heimi, verkefna kristnihátíðarnefndar svo og verkefnisins Reykjavík menningar- borg Evrópu svo nokk- ur séu nefnd. Islensk ferðaþjón- usta hlýtur í Ijósi um- fangs og sérstöðu verkefnanna að binda vonir við - og reyna að stuðla að - að með þeim skapist enn meiri vitund og áhugi á menningu okkar og sögu, sem hægt er að nýta til lengri tíma og renna þannig enn fleiri stoðum undir þróun atvinnugrein- arinnar. I samræmi við þessar auknu áherslur og þá sérstöðu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.