Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 55
FYRIR ARIÐ 1999
KRABBI
(21. júní-22. júlQ
KRABBINN er oft mjög lokaður og getur tekið sinn tíma að kynn-
ast honum náið. Hann er mjög á varðbergi og segir sjaldan öðrum
frá því sem amar að honum, fólk getur þurft að taka vel eftir óljós-
um vísbendingum til að átta sig á því sem er að gerast í hugar-
fylgsnum krabbans. Gæta þarf mikillar nærgætni og forðast gagn-
rýni ef maður vill nálgast hann. Krabbinn er sérstaklega viðkvaem-
ur í tilfinningamálum en þess verður líka að geta að hann er oft
ákaflega næmur sem getur komið sér vel í samskiptum við annað
fólk.
Ástin blómstrar hjá krabbanum á ánnu, hvort sem hann eða hún
er þegar í hjónabandi eða á eftir að fínna einu, sönnu ástina. Eink-
um eru mánuðirnir júlí og ágúst heppilegir í þessum efnum. Krabb-
inn vill oft eyða sumarleyfunum við sjó eða vatn, hvers kyns vatna-
íþróttir eru honum yfírleitt að skapi.
Ki’abbinn þarf hins vegar að vai'a sig á fjárfestingum, fífldirfska í
slíkum málum er honum ekki eiginleg en öllum getur orðið á.
Happatölur ársins eru 5,3 og 9. Hann ætti að vera viðbúinn breyt-
ingum í vinnunni. Eftirminnilegustu mánuðimir verða mars og des-
ember. Krabbinn þarf að gæta sín þá, eitthvað sem hann segir í
gríni verður skilið sem rammasta alvara. Sumir hafa enga kímni-
gáfu.
Fjölskyldutengsl skipta krabbann miklu og þeir rjúfa þau sjald-
an. Hafi hann átt óhamingjusama æsku er enn mikilvægara en ella
að búa honum tryggt heimilislíf. Munið að krabbinn getur verið
mjög óöruggur og oft dapur, þá þarf að finna upp á einhverju sem
dreifir huganum. Ágætt er að bjóða honum eitthvað gott að borða
eða fítja upp á skemmtilegri ferð.
Munið einnig að hann er oft haldinn fortíðarþrá og fyrirgefur
seint ef einhver fleygir í hugsunarleysi gömlum ljósmyndum eða
drasli sem hann heldur upp á.
Þekkt fólk í krabbamerkinu er meðal annars Richard Branson,
Díana prinsessa, Ernest Hemingway, Ingmar Bergman, Franz
Kafka, Bryndís Schram, Mike Tyson, Raymond Chandler, Tom
Cruise og Stefán Hilmarsson.
LJÓN
(23. júlí-22. ágúst)
LJONIÐ vill alltaf vera miðpunkturinn og er ekkert fyrir að halda
sig til hlés. Það er stjómsamt og getur gengið allt of langt í þeim
efnum en er einnig hjartahlýtt, trygglynt og yfírleitt vel við annað
fólk. Ljónið er oft hrókur alls fagnaðar í veislum og safnar um sig
hópi manna sem dá það fyrir kraftinn og sjálfsöryggið. Stundum er
það samt ráðríkið sem heillar og fyrir slíkt fólk sldptir ekki öllu hve
ljónið tranar sér mikið fram á kostnað annarra.
Árið getur orðið afdrifaríkt í lífi Ijónsins. Mikilvæg markmið eru í
augsýn, peningar og ást. Líklegt er að einhvern tíma á árinu verði
umskipti sem gætu orðið í lífsstfl, búsetu eða atvinnu, einnig er
hugsanlegt að ljónið gangi í hjónaband en óvissumerki eru mörg í
tengslum við þau mál.
Einstaklingur, sem áður lék ekki stórt hlutverk í lífi ljónsins,
gæti nú orðið mikilvægur bandamaður og átt sinn þátt í atburðum
sem varða fjárhag og frama. Heilsan verður ofarlega á baugi.
Fófk úr merkjum nautsins, vogarinnar og sporðdrekans hefur
áhrif á ljónið allt árið. Stundum verður ljónið að taka á þolinmæð-
inni. Ef því tekst að beita lempni án þess að láta traðka á sér mun
ljónið efla hag sinn. Happatölur þess verða allt árið 2, 5 og 1.
Ljónið gæti orðið þekkt í þjóðlífínu áður en árið er á enda. Minn-
isstæðustu mánuðirnir verða febrúar og nóvember; í lok þess fyrr-
nefnda fær ljónið að vita að það er ekki aðeins í miklum metum
heldur einnig elskað! Ljónið ætti að gæta þess í maí að lofa ekki
meira en það getur staðið við, í kosningabaráttu sem öðru.
Samskipti við fjölskylduna verða góð enda þótt þar hafí sumir
verið að saka ljónið um að fara alltaf sinna eigin ferða eins og kött-
urinn. Margir munu leita ráða hjá ljóninu og þá skiptir litlu hver
aldui' þess er.
Þekkt fófk í merki ljónsins er meðal annars: Bill Clinton, Thor
Vilhjálmsson, Mata Hari, Napóleon Bonaparte, Antonio Banderas,
Arni Sigfusson, Madonna og Carl Jung.
MEYJA
(23. ágúst-22. september)
HVER getur mælt gegn því að helstu kostir meyjunnar séu lítils
metnir í nútímanum? Dugnaður, skynsemi og nákvæmni eru ekki
beinlínis taldir til helstu kosta nútímamannsins. Eftirsóknarverð-
ara þykir að vera frjór, skemmtDegur og nýjungagjarn.
En eins og meyjan veit, innst inn í hjarta sér, er engin þörf á að
örvænta, enda mun tími meyjunnar renna upp. Enginn skyldi held-
ur vanmeta hana og líta svo á að hún sé öll þar sem hún er séð. Ást-
arlífið er þar ágætt dæmi. Meyjum þykir reyndar við hæfí að láta
aðra ganga á eftir sér og oft í talsverðan tíma áður en sá rétti/sú
rétta kemst í náðina. Hinu er ekki að leyna að verðugur maki fær
eltingarleikinn margendurgoldinn í hjónabandinu. '
Meyjan stendur með maka sínum á erfíðum tímum og líf hans
verður betur skipulagt en ella, mataræðið verðiu- heilnæmara ef
henni sýnist þörf á því. Þegar meyjunni tekst að láta hlátur og gleði
verða hluta af hjónabandinu getiu- það orðið fyrirmyndar samband.
Karl í meyjarmerkinu er ekki alltaf jafn rólegui' og fjarrænn og
hann virðist vera. Undir niðri er ímyndunaraflið fjörugt, hugurinn
fuUur af ævintýraþrá og ekki síst draumnum um hina fullkomnu
ástmey og bólfélaga.
Sumarið getur orðið gott, sérstaklega í fjármálunum í júlí.
Einnig er október vænlegur. Happatölur eru 7, 1 og 11. Meyjan
hefur eðlislæga vantrú á öllu og öllum sem hún álítur að ekki sé
hægt að hafa neina stjórn á. En þótt meyjan virðist stundum köld á
yfirborðinu verður hulunni auðveldlega svipt af henni á heimavelli.
Að halda því fram að meyjan sé algjörlega ástríðulaus er því regin-
misskilningur og dæmi eru um að hin rökfasta meyja hafi litið svo á
að hún verði að yfirgefa maka sinn og taka upp ástríðuþrungið sam-
band við annan aðila.
Frægt fófk í meyjunni er meðal annars: Brian DePalma, Stephen
King, Steinunn Sigurðardóttir, Sophia Loren, Sean Connery,
Cfaudia Schiffer, Michael Jackson, Leonard Cohen og Ómar Ragn-
arsson.
STEINGEIT
(21. desember-20. janúar)
STEINGEITIN getur átt í vændum breytingar íýrstu fjóra og síð-
ustu tvo mánuði ársins sem, ef allt gengur upp, gætu merkt bættan
fjárhag. Svo gæti farið að henni yrði falin meiri ábyrgð í vinnunni
en einnig gæti hún verið beðin um að læra nýja færni á tæknisvið-
inu.
Steingeitin er að jafnaði ábyrg og metnaðarfuD og hefur hæfi-
leika til að stjórna öðru fólki. Þegar hún slakar á líður henni vel á
stöðum þar sem þjónustan er vel skipulögð. Oft er hún áhugasöm
um klassíska tónlist en fleira kemm' vel tD greina og það sem helst
tendrar eldinn í æðum steingeitarinnar er suður-amerísk tónlist.
Sé steingeitin kona er hún gjarnan fær í starfi og vel skipulögð
þótt hún virðist á ytra borðinu fremur pastm-slítil; innra með sér er
hún eitflhörð. Hún er dugleg í viðskiptum, trygg vinum sínum og
öllum sem gera vel við hana. Sé hún karl er hann líklegur tfl að
deila áhugamálum sínum og draumum með makanum, hann ætlast
þá tfl að hans eigin frami sé efstur á blaði og er yfirleitt ekki mikið
fyrir sjálfstæðai' konur. Með aldrinum verður steingeitarkarhnn oft
mildari og kátari.
Ástalífið ætti að vera traust milli mars og september og á þessu
tímabili gætu margar ólofaðar steingeitur fundið sönnu ástina og
hana mjög haldgóða. Steingeitin ætti að vara sig á að bruðla ekki
um of í febrúar en gæta þess hins vegar vel í lok júní að nýta tæki-
færi tfl aukins frama. í ágúst er skynsamlegt að huga vel að fjár-
hagnum og ekki síst reglubundnum sparnaði.
Sumt sem steingeitin lærði endur fýrir löngu mun á árinu loksins
geta komið að fullum notum. Einstakn- möguleikar verða á því að
treysta böndin við maka og sýna börnunum skilning. Sé steingeitin
nægflega hugrökk tfl að efla nýjan vinskap fyrir 18. mars og á ný
eftir 6. júh' mun hún framvegis verða þakklát örlögunum.
Þekkt fólk í merki steingeitarinnar: Richard Nixon, Henri Matis-
se, Davíð Oddsson, Mao Zedong, Bjarni FeDxson, Dolly Parton,
Anthony Hopkins, Denzel Washington.
VATNSBERI
(20. janúar-18. febrúar)
VATNSBERINN er oft sagður fjarrænn en það sem skiptir hann
öllu er fólk en ekki hlutir eða staðir. Hann er áhugasamur um nýja
tækni sem er að umbylta heiminum og vfll vera þátttakandi í henni
fremur en áhorfandi, viD jafnvel vera í fararbroddi. Eigi hann ekki
þegar tölvu á hann eftir að þrá sUkan grip þar tfl úr rætist. Vatns-
berar eru oft á undan sínum tíma, forvitnin rekur þá áfram en jafn-
framt virðast þeir oft furðu skflningslausir á það sem annað fólk
leggur mest upp úr.
Séu þeir kai'lkyns geta þeir verið ákaflega kvensamir en konur f
merkinu eru ekki auðvelt fórnarlamb flagara, þær eru mjög sjálf-
stæðar. Yfirleitt eru vatnsberar engar hópsálir og fá stundum
merkimiðann sérvitringar. Fátt kemur þeim á óvart. Þeir eru samt
hlýir og oft ágætir skriftafeður fólks sem þarf að létta á hjarta sínu.
Sértu vatnsberi er árið að mörgu leyti eins og klæðskerasaumað
handa þér, þú átt eftir að fagna auknu persónufrelsi víða um heim.
Líklegt er að í mars reynist eignir þínar vera meira virði en þú
hugðir. I sama mánuði getur auk þess vel farið svo að þú bætir hlut
þinn í augum samferðamannanna með því að sanna hve vel þér
gengur að umgangast fólk, hversu erfitt sem sumt af því er í sam-
skiptum. Hins vegar gætir þú orðið fyrir gagnrýni þegar þú sannar
jafnréttishugsjónina í verki með því að sýna yfirmönnum samúð
jafnt sem öðrum dauðlegum vinnufélögum. Frami þinn og áhrif
gætu aukist f nóvember.
Happatölurnar allt árið eru 5, 3 og 2 og samskipti við fólk úr
merkjum bogmannsins og tvíburanna verða þér sennflega til gæfu
og kemur þar tfl sameiginlegur hæfileiki ykkar til að finna mála-
miðlun. Þú verður að gæta þess að fá nóga hvíld í desember, eDa er
heflsan kannski í hættu.
Frægt fólk í vatnsberamerkinu er meðal annars: John Travolta,
Stefán Jón Hafstein, Elín Pálmadóttir, Karólína prinsessa, Ronald
Reagan og Miehael Jordan.
FISKUR
(19. febrúar-20. mars)
FISKURINN er gæddur næmi sem á sér engan líka og er mikfl-
vægasti eiginleiki hans í Dfi og starfi. Ef hann er í starfi þar sem
þessi hæfileiki nýtist til fuUnustu skarar hann fram úr öUum öðrum
en hefðbundin vinna, þar sem hann verður að gæta vel að stimpfl-
klukkunni, er ekki við hans hæfi. Honum líkar betur við lausa
tauminn.
Fiskurinn á auðvelt með að falla fyrir nautinu sem einnig kann
að njóta lífsins. Fiskur og naut veita hvort öðru mikla fullnægju, ’
hvort sem er í ástum eða öðru.
Árið verður mjög eftirminnilegt, fiskurinn mun horfa yfir farinn
veg með nýjum hætti og sjá nýja og stórkostlega möguleika við
sjónarrönd komandi aldar. í mars mun fiskurinn uppskera í sam-
ræmi við sjálfsagann sem hann hefur sýnt í daglega lífinu. Líkur
eru á því að hann nýti hæfileika sína og allar aðstæður betur en
fyrr og tekjumöguleikar ættu að vaxa.
Hraði viðburða á árinu og tæknibyltingin munu gera miklar kröf-
ur til fisksins, hann þarf að draga nýja lærdóma af því sem gerist
og læra nýjar starfsaðferðir. Fiskurinn mun laga sig auðveldlegar
að breyttum beimi alþjóðavæðingar en flest annað fólk sem oft
verður að þvinga til að horfast í augu við nýja tíma. Og andlega
hDðin á lifinu á eftir að verða mjög gefandi hjá fiskinum á árinu.
Fiskurinn öðlast betri skilning á gifdi ástarinnar um áramótin og
aftur um 22. desember. Um miðjan febrúar gæti þurft að leysa .
gamalt vandamál sem aftur hefur stungið upp koDinum. I ágúst er
hægt að treysta böndin við maka og vinnufélaga, þá er hægt að
ganga úr skugga um raunverulega orsök gamalla mistaka og þess
að tækifæri fóru forgörðum.
Frægt fólk í merki fisksins: Cindy Crawford, Rupert Murdoch,
Michelangelo, Glenn Miller, Alan Greenspan, Árni Johnsen, Kurt
Russel, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Nat King Cole.