Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 48
•^8 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sameiginlegir hagsmunir Á undanförnum árum hefur sam- vinna fyrirtækja í ferðaþjónustu, hagsmunaaðila þeirra og stjóm- valda stóraukist, sérstaklega í markaðsmálum og við vinnu að .stefnumótun til framtíðar. Þessi samvinna hefur skilað öll- um aðilum árangri sem staðfestir mikilvægi hennar. Það er að mínu mati bæði eðlilegt og nauðsynlegt að auka samvinnuna enn frekar, bæði í núverandi verkefnum svo og í nýjum. Stærri hagsmunasamtök fyrir- tækjanna og stæi-ri einingar þeirra eiga að gera þessa samvinnu auð- veldari, skilvirkari og arðbærari. Hagsmunir ferðaþjónustunnar og stjómvalda fara að verulegu leyti saman og markmiðið það sama: að atvinnugreinin vaxi og dafni, íyrirtækin skili góðri afkomu, sem um leið skilar ríkissjóði þeim tekjum, sem eðlilegt er. Stærsta samvinnuverkefni okkar á næstu árum er að tryggja sam- keppnishæfni íslenskrar ferðaþjón- ustu í víðasta skilningi þess orðs. Verði markaðssetning, rekstur og þjónusta ekki samkeppnishæf við það sem best gerist í heiminum eigum við ekki möguleika til að standa undir þeim væntingum sem nú era gerðar til atvinnugreinar- innar. Stöðugleiki og sambærilegt rekstraramhverfi og hjá sam- keppnisþjóðunum er forsenda þess ' að við getum verið samkeppnishæf og keppt á þessum alheimsmarkaði. Það er von þeirra sem starfa við ferðaþjónustu að sá stöðugleiki, sem hér hefur verið undanfarin ár og atvinnugreinin hefur notið, verði tryggður til frambúðar. Islensk ferðaþjónusta hefur með vinnu sinni og stefnumótun tekið þeirri áskorun að verða ein af und- irstöðuatvinnugreinum næstu ald- ar. Samkvæmt þeim spám sem gerð- ar hafa verið um aukningu í grein- inni í heiminum og okkar hlut af heildinni á atvinnugreinin að geta skilað þjóðarbúinu 65 milljörðum í gjaldeyristekjur árið 2020 og þá hafí atvinnutækifæram í ferðaþjón- ustu fjölgað um 60% írá því nú. Við höfum allar grannforsendur til að ná þessu marki og það er verkefni okkar með auknu sam- starfí á öllum sviðum að tryggja það og það verði gert í sátt við landið. Gleðilegt og gæfuríkt ár. Arnar Sigur- , mundsson, for- maður Samtaka fískvinnslustöðva Vaxandi þorskafli hefur létt mörgum róðurinn ÁRIÐ 1998 hefur að mörgu leyti 1 verið gott ár fyrir íslenskan sjávar- útveg. Eins og oftast áður er af- koman nokkuð misjöfn og ljóst að fjölbreytni í starfsemi fyrirtækj- anna skilar eins og oft áður bestum árangri. Heildarafli á íslandsmið- um og utan lögsögunnar á þessu ári er nú áætlaður tæplega 1,7 milljón- ir tonna. Er þetta mun minni afli en á síðasta ári, en þá var heildarafli íslendinga tæplega 2,2 milljónir tonna sem var algjört metár. Mun minni loðnuafli í ár, sem nú stefnir í 750 þúsund tonn sem er rúmlega 550 þúsund tonnum minna en í fyrra, er helsta skýringin á minni heildarafla. Á undanfömum áram hefur heildaraflinn oft verið nálægt 1,5 milljónum tonna og telst þetta ár því rúmlega í meðallagi í afla- brögðum. En það hefur einnig margt jákvætt verið að gerast. ^Veiðar og vinnsla á kolmunna %skipta nú orðið umtalsverðu máli í rekstri nokkurra fyrirtækja. Þetta kallar á viðamikla fjárfestingu til þess að stunda kolmunnaveiðar og - vinnslú með góðum árangri í fram- tíðinni. Síldveiðar hafa gengið frek- ar erfíðlega nú í haust eins og á síð- asta ári, en stærsti hluti síldarafl- ans hefur undanfarin ár verið úr norsk-ís- lenska sfldarstofnin- um. Þorskaflinn heldur áfram að aukast og stefnir í 240 þúsund tonn sem er 40 þúsund tonnum meira en á síð- asta ári. Aukinn þorskafli skiptist niður á allar vinnslugreinar og skapar auknar rekstrartekjur og get- ur skipt sköpum í af- komu fjölmargra fyrir- tækja. Af rækjunni er ekki sömu sögu að segja. Samdráttúr í út- hafsrækju og innfjarð- arrækju hefur skapað mikla erfið- leika í rekstri þeirra fyrirtækja sem hafa byggt afkomu sína á þess- ari mikilvægu tegund. Verkfoll sjó- manna á síðustu vetrarvertíð höfðu umtalsverð áhrif á loðnuvertíð. Lagasetning um Kvótaþing til lausnar deilunni kann að óbreyttum lögum að hefta að nokkru aukna hagkvæmni í greininni og hafa nei- kvæð áhrif á starfsemi sjávarút- vegsins til lengri tíma. Það era margir þættir sem ráða mestu um afkomu fískvinnslunnar og skipta þar mestu aflabrögð, hrá- efnisverð og verðlag á afurðunum. Misjöfn þróun afurðaverðs fískvinnslunnar Ef horft er til þróunar verðlags sjávarafurða á þessu ári koma í ljós umtalsverðar breytingar innan árs- ins skv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. Verð á saltfiski hefur hækkað frá ársbyrjun um 28% og hafa hækkanir komið fram með auknum þunga síðari hluta ársins. Frystar botnfiskafurðir hafa hækk- að að meðaltali um tæp 13% frá ársbyijun og vora hækkanir að verulegu leyti komnar fram nú í haust. Meðalverð á pillaðri rækju er aftur á móti um 3% lægra í árs- lok en í upphafi árs. Verðlag á mjöl- og lýsisafurðum, sem hefur verið mjög hátt undanfarin misseri, fór lækkandi þegar komið var fram á haust. Munaði þar mest um lækkun á lýsisverðinu. í árslok er meðal- verð á afurðum mjölverksmiðjanna tæplega 20% lægra en í ársbyrjun. En þessar tölur segja ekki allt um afkomuna. Mikil samkeppni um takmarkað hráefni hefur tekið til sín of stóran hluta af tekjum vinnsl- unnar. I þeim verðhækkunum sem komið hafa fram á þessu ári í afurð- um í frystingu og söltun hefur stór hluti þeirra gengið til hækkunar hráefnisverðs. Aftur á móti má segja að aflaaukning í þorski og frekari hagræðing í rekstri, ásamt lækkandi fjármagnskostnaði, hafí átt stóran þátt í batnandi afkomu. Það er áberandi meiri bjartsýni ríkjandi í frystingu og söltun en oft áður og hafa fyrirtækin lagt meiri áherslu á vinnslu botnfisks sam- hliða auknum þorskafla. Uppgang- ur hefur verið í rækjuvinnslu á und- anfömum áram og hafa verksmiðj- urnar tekið miklum breytingum til að mæta sívaxandi kröfum kaup- enda. Samdráttur í rækjuafla á þessu ári og lækkandi verð á rækjuafurðum hefur því sett stórt strik í reikninginn. Fyrirtækin hafa gert ráðstafnir til þess að mæta þessum aflasamdrætti og dregið verulega úr framleiðslu. í mjöl- og lýsisvinnslu hefur ríkt góðæri und- anfarin 2-3 ár. Verðlækkanir á af- urðum nú í haust ásamt mun minni loðnuveiði hafa sannarlega mikil áhrif á afkomu verksmiðjanna á þessu ári. Framundan er vetrarver- tíð þar sem mikill loðnuafli getur gjörbreytt stöðunni til hins betra á skömmum tíma. Ef afkoma ein- stakra vinnslugreina á þessu ári er skoðuð liggur fyrir að afkoma í frystingu og söltun hefur batnað umtalsvert eftir langvarandi halla- rekstur. Rækjuvinnslan á við erfíð- leika að stríða vegna aflasamdrátt- ar og heldur lækkandi afurðaverðs. Eftir mjög þokkalega afkomu í mjöl- og lýsisvinnslu undanfarin misseri hefur komið nokkurt bakslag í haust með lækkandi af- urðaverði og minni loðnuafla. Þrátt fyrir minni heildarafla stefna út- flutningsverðmæti sjávarafm-ða í tæpa 99 milljarða á þessu ári, sem er metár og 5% aukning frá síðasta ári. Rekstrarumhverfíð kallar á sifellda hagræðingu Alþjóðleg samkeppni íslensks sjávarútvegs kallar á að fyrirtækin þurfa ávallt að leita leiða til frekari hagræð- ingar til þess að stand- ast hina hörðu sam- keppni á mörkuðunum. Þegar þoi'skafli tók að dragast saman fyrir tæpum áratug kreppti mjög að fjölmörgum íýrirtækjum sem byggðu afkomu sína að lang- mestu á þoi'skinum. Nær helmingi minni þorskafli leiddi til mikilla breytinga. Mörg þessara fyrirtækja fóra í þrot og önnur hættu starfsemi eða sameinuðust öðram. Það er allt annað landslag nú tíu árum síðar og þau fyrirtæki sem lifðu af þorsksam- dráttinn hafa mörg verið að eflast á ný með vaxandi þorskafla og fjöl- breyttari rekstri. Þá hefur það einnig verið að gerast að samhliða aukinni tæknivæðingu hefur vinnu- tími breyst. I síðustu kjarasamning- um var samið um aukið ftjálsræði í vinnutíma. Hefur þetta orðið til þess að vinnutími er nú meira sniðinn að auknum kröfum um samþjappaðri og betri nýtingu vinnutíma. Hefur þetta gefið góða raun fyrir starfsfólk og fyrirtæki. Þá hafa tflfærslur úr bónus yfir í fastakaup og breytingar á kauptryggingu og oriofsreglum stuðlað að meira starfsöryggi og festu í fískvinnslunni. Stóraukin tæknivæðing í öllum greinum fisk- vinnslunnar á undaníomum áram kallar á færra starfsfólk. Starfsfólk í fiskvinnslu miðað við fullt starf er um 6.500 um þessar mundir, þar af rúmlega 600 útlendingar. Nokkuð hefur eriendum starfsmönnunm fjölgað að undanfómu, á sama tíma og atvinnuleysi hefur minnkað hér á landi. Þá má ekki gleyma því að sumstaðar þar sem fjöldi útlendinga er hvað mestur er ekkert atvinnu- leysi og vantar einfaldlega fólk til starfa. Starfsöryggi í sjávarútvegi og kvótadómur Hæstaréttar Atvinnuöryggi fiskvinnslufólks hefur af eðlilegum ástæðum oft komið til umræðu á undaníornum áram. Nú era liðin tæplega 25 ár síðan fyrst var samið um vísi að kauptryggingu í fiskvinnslu hér á landi. Víðast erlendis var og er at- vinnuöryggi í fiskvinnslu mun minna. Misjafnt öryggi við hráefn- isöflun fyrirtækjanna og aðrir óvissuþættir hafa af eðlilegum ástæðum gert fyrirtækjum mjög erfitt að halda uppi samfelldri vinnslu nær allt árið. Með samein- ingu fyrirtækja, aukinni starfsemi fiskmarkaða og auknum innflutn- ingi á hráefni hefur tekist að auka rekstraröryggi fyrirtækja og starfsfólks þeirra. Mörg fyrirtæki, sem ráða yfir öruggri hráefnisöfl- un, líkjast nú orðið meira verk- smiðjum og geta boðið starfsfólki sínu svipað atvinnuöryggi og í öðr- um atvinnugreinum. Þessi ánægju- lega þróun hefur orðið með mai'k- vissum hætti á undanförnum áram. Nýfallinn kvótadómur Hæsta- réttar getur hugsanlega gjörbreytt þessari þróun og fært rekstur fjöl- margra fyrirtækja í mikla óvissu. Á fyrstu árum kvótakerfisins var því af eðlilegum ástæðum mjög fundið til foráttu að lögin giltu einungis til skamms tíma í senn, sem skapaði óöryggi í atvinnugreininni. Við þessu var bragðist af Alþingi á sín- um tíma. Þrátt fyrir að íslenska kvótakerfið sé á engan hátt fullkom- ið frekar en önnur mannanna verk er alveg Ijóst að dómur Hæstarétt- ar leysir engin mál, heldur skapar eingöngu óvissu um starfsskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja. Vonandi ber Alþingi gæfu til þess að bregð- ast við dómi Hæstaréttar og eyða þeim óyissu sem dómurinn hefur skapað. I þeim umræðu um þróun byggðar á landsbyggðinni sem fram hefur farið á Alþingi og úti í þjóðfé- laginu hefur núverandi kvótakerfi eðlilega komið mjög til umræðu. Allar umbyltingar í kvótakerfinu verða óhjákvæmilega á kostnað landsbyggðarinnar hvort sem það verður vegna dóms Hæstaréttar eða aukinnar gjaldtöku á sjávarút- veginn. Að endingu óska ég þeim sem starfa við sjávarútveg og lands- mönnum öllum velfarnaðar og frið- ar á nýju ári. Ólafur B. Ólafsson, formaður VSI Stöðugleiki í járnum Á ÁRINU sem nú er að líða hef- ur rikt friður í samskiptum verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda á al- mennum vinnumarkaði, ef undan er skilin sjómannadeilan í upphafi árs- ins. Hið langa samningstímabil sem samkomulag náðist um á fyrri hluta síðasta árs hefur skilað báðum að- ilum því sem eftir var sóst, þ.e. bættum kjör- um, aukinni atvinnu og starfsöryggi fyrir launamenn og stöðugu og fyrirsjáanlegu rekstraramhverfi fyrir fyrirtækin. Reynslan ætti því að verða mönnum hvatning til að halda áfram á sömu braut þegar kemur að næstu endurnýjun samninga. I upphafi árs kom til harðra verkfallsátaka við sjómannasamtökin. Undirrót deilunnar var enn á ný ágreiningur um aflaskiptakerfið. Engin lausn náðist í málinu en stjórnvöld bundu að lokum enda á vinnustöðvunina með löggjöf sem sett var í fullri andstöðu við útvegsmenn. Síendur- tekin verkföll sjómanna hljóta að vekja menn til umhugsunar um hvort ekki þurfi að taka upp önnur launakerfi sem gætu dregið úr hættu á vinnustöðvunum í þessum mikilvæga atvinnuvegi. Það hefur vakið ugg hve mjög hefur borið í mflli um launaþróun og viðhorf til þess að halda skuli samninga á almennum vinnumark- aði annars vegar og meðal opin- berra starfsmanna hins vegar. Það er almennt viðurkennt að almenni vinnumarkaðurinn eigi að marka launastefnuna á hverjum tíma og hafa aðilar vinnumarkaðarins gert það í trausti þess að opinberir aðil- ar fylgi henni. Á það hefur sýnilega skort og ekki síður þá festu sem nauðsynleg er til að tryggja að menn virði gerða samninga. Þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna er með ólíkindum um þessar mundir. Nú er áætlað að kaupmátt- urinn hafi vaxið um 10% á árinu og hefur þá vaxið um 28% frá árinu 1984 ef spá fyrir næsta ár er með- talin og er það ámóta aukning og átti sér stað í kjölfar útfærslu land- helginnar á áttunda áratugnum. Grandvallarmunur er þó á þróun- inni nú og fyrri vaxtarskeiðum þar sem þetta gerist án verðbólgu sem er sterkasta vísbendingin um að batinn geti orðið varanlegur. Kaup- máttarþróunin hefur verið afar sveiflukennd undanfarna áratugi en sú staðreynd blasir við að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann verður á næsta ári tvöfalt meiri en fyrir aldarfjórðungi. Þessum lífskjarabata fylgir mikfl neysluaukning en því miður einnig viðskiptahalli og erlend skuldaaukn- ing sem ekki fær staðist tfl lengdar. Sú þróun snýst ekki við nema sparn- aður aukist en því miður virðist þró- unin stefna í öfuga átt. Þannig hafa útlán innlánsstofnana aukist um meira en 30% á undanfomum 12 mánuðum sem er langt umfram aukningu innlána. Þetta gerist þrátt fyrir að vaxtastig sé hátt á Islandi og mun hæna en í öðram löndum. Gegn þessu þyrftu fjármál hins op- inbera að sporna og gera fjármál ríkisins það að nokkra leyti þar sem ríkissjóður gi'eiðir niður skuldii- um þessar mundir. Staða ríkisfjármála er vissulega nokkuð góð en árangur- inn er ekki nægflegur til að slá á eft- irspurnarþensluna. Þáttur sveitai-fé- laganna er hins vegai- rýr í hag- stjóminni og verður að krefjast meira af þeim samfara auknum hlut þeirra í opinbera búskapnum. Þeim sem eru án atvinnu hér á landi fer ört fækkandi og mun sú þróun halda áfram. Raunar ætti enginn að þurfa að vera án atvinnu þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli ríkir á vinnumarkaði. Það er eitt af merkjum þenslunnar í þjóðarbúskapnum og skapar hættu á óæskilegu launaskriði og vaxandi verðbólgu. En það hversu fáir era atvinnulausir skapar möguleika á að fækka þeim enn frekar með sér- tækum aðgerðum og úrræðum fyrir þá á vegum vinnumiðlana. Mikill áhugi almennings á þátt- töku í hlutafjárútboðum ríkisbank- anna ætti að vera Alþingi og ríkis- stjórn hvatning til að hraða einka- væðingu þeirra og selja allt hlutafé þeirra á næsta ári. Nýleg lántaka Landsbankans á er- lendum mörkuðum þar sem betri kjör fengust en áður hafa þekkst ættu endanlega að grafa rök talsmanna ríkisrekstrar á fjár- málasviðinu. Hefja þarf sölu á hlutafé í Landssímanum og markaðs- og einka- væðingu orkukerfisins. Það ætti að vera mark- mið stjórnmálamanna að minnka ítök þeirra sjálfra í atvinnulífinu og virkja aflvélar sam- félagsins. Þetta á ekk- ert síður við sveitar- stjórnaimenn, en þar eru stórir óplægðir akrar við útboð rekstrar- verkefna en þá er fjármögnun á hendi opinberra aðila en reksturinn á vegum einkaaðila. Þetta svið mun taka við þegar einkavæðingu opin- berra fyrirtækja verður að mestu lokið. Sjónir manna beinast í auknum mæli að reglubyrði fyrirtækja og hafa verið nefndar stórar fjárhæð- ir, jafnvel tugir milljarða króna, um kostnað þeirra af því að fylgja sí- vaxandi fjölda reglna og fyrirmæla af hálfu opinberra aðila. Sem dæmi má nefna að áriegur heildarkostn- aður fyrirtækja við það að fylgja skattareglum, en þær era aðeins hluti regluskógarins, nemur mörg- um mflljörðum króna. Þessi kostn- aður hefur afgerandi áhrif á sam- keppnishæfni atvinnulífsins og það þarf að draga úr honum með fækk- un og einföldun reglna. Þótt blikur séu á lofti í alþjóðleg- um efnahagsmálum og horfur á minnkandi hagvexti í heiminum þá virðast áhrif þessa sneiða hjá okk- ur, a.m.k. um sinn, þar sem við- skiptakjör þjóðarinnar eru góð og sala afurða gengur vel. Atvinnulífið stendur sterkt þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir og hátt vaxta- stig undanfarin misseri sem ber vitni um aðlögunarhæfni þess og mikla framleiðniaukningu. Það era vissulega takmörk fyrir því hversu miklar byrðar er hægt að leggja á atvinnulífið án þess að gjaldþrot fari vaxandi á ný og verðbólga brjótist út. Þróun síðustu ára getur ekki haldið áfram lengi enn án þess að undan láti og því er það brýn- asta verkefni stjórnvalda við hag- stjórn að stuðla að betra jafnvægi en nú ríkir í þjóðarbúskapnum. Skipulagsmál samtaka atvinnu- rekenda hafa verið í deiglunni allt þetta ár og hefur markmiðið verið að auka skilvirkni þeirra og bæta árangur starfsins í þágu fyrirtækj- anna í landinu. Að þeirri umræðu hafa komið forystumenn allflestra samtaka atvinnurekenda, bæði inn- an og utan VSI. Fjölmargir kostir hafa verið skoðaðir og er ríkur vilji til breytinga en málið er þó ekki til lykta leitt. Ljóst er þó að ekki er Arnar Sigurmundsson Ólafur B. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.