Morgunblaðið - 31.12.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 31
Reuters
mm*■
Hamfarir í
Mið-Ameríku
FELLIBYLURINN Mitch olli
gríðarlegu tjóni og miklu mann-
falli er hann gekk yfir Mið-Amerv
íku í október. Að minnsta kosti
11.000 manns létu lífið og um
13.000 er enn saknað eftir að
fellibyiurinn og flóð gengu yfir í
kjölfar hans. Búist er við að Ník-
aragva og Hondúras, sem verst
urðu úti, verði áratugi að koma
efnahag sínum á réttan kjöl, en
mikil matvæla- og tjárhagsaðstoð
hefur borist ríkjunum vegna
hamfaranna.
Tilræði við frið-,.
inn í Omagh
MANNSKÆÐASTA tilræðið í
þrjátíu ára sögu óaldarinnar á
Norður-írlandi var framið í bæn-
um Omagh í ágúst, fjórum mán-
uðum eftir að mótmælendur og
kaþólikkar gerðu sögulegt frið-
arsamkomulag á Norður-írlandi.
Reyndist klofningshópur úr Irska
lýðveldishernum hafa staðið að
því. I desember hlutu John
Hume, leiðtogi flokks hófsamra
kaþólikka, og David Trimble,
leiðtogi stærsta stjómmálaflokks
sambandssinna, friðarverðlaun
Nóbels fyrir að stuðla að friði. -4.
Reuters
Eftirlýstur
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra Chile, var hand-
tekinn á sjúkrahúsi í London í
október, þar sem spænskur dóm-
ari hafði gefið út handtökuskip-
un á hendur honum og sakað
hann um morð, pyntingar og
mannrán á spænskum ríkisborg-
urum á áttunda áratugnum. Pin-
ochet hefur verið haldið í stofu-
fangelsi þar sem breskir dóm-
stólar og stjómvöld hafa úr-
skurðað að framsalskrafa
spænska dómarans sé gild. Vera
kann þó að lögfræðingum Pin-
ochets takist að draga málið á
langinn eða fá niðurstöðunni
breytt, þar sem úrskurður dóm-
stóls lávarðadeildarinnar bresku
um framsalið hefur verið ógiltur
vegna vanhæfis eins dómaranna.
Til valda
í Þýskalandi
GERHARD Schröder, t.h.
og Oscar Lafontaine, leið-
togar þýskra jafnaðar-
manna, brostu breitt er
sigur þeirra í þingkosning-
unum í september var í
höfn, en þar með var endi
bundinn á sextán ára
stjórnartíð Helmuts Kohl
kanslara. Mynduðu jafnað-
armenn stjórn með Græn-
ingjum og tók Schröder
við af Kohl en Lafontaine
settist í stól Qármálaráð-
herra.
Reuters
Utför
harðstjóra
STAÐFEST var í apríl að Pol Pot,
fyrrverandi leiðtogi Rauðu kh-
meranna í Kambódiu, væri látinn,
73 ára að aldri. Pol Pot var einn
illræmdasti harðstjóri sögunnar,
er talinn hafa borið ábyrgð á láti
um 1,7 milljóna manna. Honum
var steypt af stóli 1979 og hafðist
hann við í skóglendi nærri landa-
mæmm Tailands í aigerri örbirgð
síðustu árin. Var fréttamönnum
sýnt lík hans til staðfestingar á
láti hans og að því búnu var það -j
brennt við látlausa athöfn í Sra- (
bua í Kambódíu.
í
10:00 til 15:00
aftur:
2. janúarfrá 17:00 til 23:00