Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 50
. »0 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ aukningu kaupmáttai- hafa gengið eftir og gott betur. En við höfum líka haft áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur eftir að sambönd og félög innan ASI höfðu lokið sínum samn- ingum. Það er ljóst að með sumum samningum sem opinberir aðilar ihafa gert að undanfómu er verið að ganga mun lengra en innstæða er fyrir. ASI óttast að slíkt ábyrgðar- leysi verði fjármagnað með auknum álögum á launafólk, útsvarshækkun- um og þjónustugjöldum. Undirbúningur að endurnýjun kjarasamninga er hafínn og þessi þróun er eitt af því sem skoðað verður. Eg tel einsýnt að áherslan verði almennt að fylgja eftir og tryggja þá aukningu kaupmáttar sem náðist með síðustu samningum. Að auki verður lögð áhersla á marg- vísleg félagsleg réttindamál eins og ég hef vikið að hér að framan. Þar á íslenskt launafólk fjölmörg sóknar- færi og þegar við horfum til þess að kosið verður til Alþingis í vor er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um að koma áherslum sínum og sjónarmiðum á framfæri. Lifandi fjöldasamtök eru í stöðugri endurnýjun og í ánægju- legum heimsóknum til um 50 aðild- arfélaga ASI víða um land á liðnu ári hef ég fundið að fólk gerir kröf- ur til samtaka sinna og vill efla þau. Samtök launafólks eiga áfram brýnt erindi á nýrri öld og verða ef eitthvað ér sífellt mikilvægari í minnkandi heimi. 5» Pétur Bjarna- son, formaður stjórnar Fiski- félags Islands Sjávarút- vegurinn 1998 ÁRIÐ 1998 var íslenskum sjávar- útvegi hagstætt á ýmsa lund. Verð á afurðum hélst að mestu hátt, ástand þorskstofnsins, sem eins og áður er okkar mikilvægasti nytjastofn, batn- ar ár frá ári og almennt góðæri virð- ist ríkja í hafinu. Talsverðar áhyggj- ur eru þó bundnar við rækjuveiði, sem hefur dregist saman, og sfld- og loðnuveiðar hafa ekki verið í sam- ræmi við væntingar. Vegna vægis sfld- og loðnuveiða í heildarafla dróst hann saman um nálega 500 þúsund tonn á milli ár- -^anna 1997 og 1998, en þess ber að geta að afli ársins 1997 var sá mesti frá upphafi Is- landsbyggðar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir veiði helstu nytjastofna. Þorskur Kvótaárið 1997/1998 voru aflaheimildir þorsks 218.000 tonn en veiðin almanaksárið 1997 var 203.000 tonn. Ástand þorskstofnsins hefur batnað í kjölfar mikillar friðunar undanfar- in ár og á kvótaárinu 1998/1999, sem hófst 1. september sl., voru þorsk- veiðiheimildir auknar í 250.000 tonn. Aflinn fyrstu ellefu mánuði ársins 1998 var 183.000 tonn og má áætla að hann verði 241.000 tonn á árinu öllu. Gangi það eftir er það 38.000 tonnum meiri afli en á fyrra ári, eða Pétur Bjarnason tæplega 20% aukning. Horfur með þorskstofninn eru að flestra áliti vænlegar. Karfi Karfastofnar við Island virðast vera í sæmilegu jafnvægi. Kvótinn fyrir karfastofna samanlagt núver- andi kvótaár er 110.000 tonn, óbreyttur frá kvótaárinu 1997/1998. Karfaveiðar fara bæði fram innan og utan landhelgi og eru vaxandi vísbendingar um að meira af hinum eiginlega íslenska stofni veiðist ut- an landhelgi en áður var talið. Það er ákveðið áhyggjuefni. Utlit er fyrir að karfaafli ársins 1998 verði tæplega 113.000 tonn. Ýsa Ástand ýsustofnsins hefur valdið nokkrum vonbrigðum undanfarin ár. Þráfaldlega hefur komið fyrir að ekki hefur tekist að veiða úthlutað- an kvóta. Kvótinn fyrir núverandi fiskveiðiár er 35.000 tonn og er það minnkun um 10.000 tonn eða 22% frá fyrra ári. Ysuaflinn á árinu 1998 stefnir í um 41.000 tonn. Ufsi Ufsaafli hefur sveiflast talsvert undanfarin ár og hafa aflaheimildir oft ekki verið fullnýttar. Kvóti á yf- irstandandi fiskveiðiári er 30.000 tonn, óbreyttur frá fyrra ári. Grálúða Ýmis teikn eru á lofti um að grá- lúðustofninn hafí náð botni og vænta megi aukningar á næstu ár- um. Grálúðuveiðar hafa minnkað mjög mikið undanfarin ár. Islend- ingar deila þessum stofni með Grænlendingum og hefur ekki náðst samkomulag um skynsam- lega nýtingu hans. Islendingar hafa engu að síður dregið verulega úr sókn í grálúðu og virðist sú fisk- veiðistjómun vera að skila sér. Kvótinn á grálúðu síðustu tvö fisk- veiðiár hefur verið 10.000 tonn. Rækja Rækjuveiði hefur valdið veruleg- um vonbrigðum. Rækjuafli jókst ár frá ári undanfarin ár og var sett nýtt Islandsmet á hverju ári írá 1990 til 1996. Munar þar mest um aukningu á úthafsveiði og veiðum á Flæmska hattinum, en þær veiðar hófust ekki fyrr en 1994. Afli á djúpmiðum hefur dregist vemlega saman og stefnir í aukinn samdrátt á næstunni. Aflaheimildir djúphafs- rækju voru minnkaðar á milli kvótaára um 15 þúsund tonn eða 20% og stefnir allt í að um enn frekari samdrátt verði að ræða síðar. Afli úthafsrækju á árinu 1998 er um 54.000 tonn en inn- fjarðarrækju 7.000 tonn, á móti 83.0000 tonna heildarafla rækju á fyrra ári. Sfld Sfldveiðar við Island byggjast annars vegar á íslensku sumargots- sfldinni og veiðum úr norsk-íslenska sfldar- stofninum, sem á árum áður var meginhluti af sfldarafla Is- lendinga. Miklar vonir hafa verið bundnar við vöxt norsk-íslenska stofnsins og þar með aukinn afla. Þær vonir hafa ekki gengið að fullu eftir en fullvíst má þó telja að sá stofn muni vaxa að mikilvægi í ís- lenskum sjávarútvegi. Kvóti Islend- inga á norsk-íslenskri síld var 202.000 tonn þetta almannaksár og Heildarafli af íslandsmiðum 1989-1998 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 B Uppsjávaraflí ■ Botnfiskafli nSkel og krabbaafli stefnir veiðin í 198.000 tonn. Af ís- lensku sumargotssíldinni var kvóti fiskveiðiársins ‘98/’99 70.000 tonn, 30% lækkun frá fyrra ári. Aflinn ár- ið 1998 er um 78.000 tonn. Loðna Veiðistofn loðnu byggist aðallega á tveimur árgöngum og er því eðlilegt að reikna með miklum sveiflum á milli ára. Loðnuafli hefur verið mikill undanfarin ár og eru miklar vonir bundnar við góða veiði áfram. Stefii- ir í að loðnuveiði á árinu 1998 verði 751.000 tonn, sem er minnkun um 550.000 tonn frá fyrra ári, en þá var aflinn rúmlega 1,3 milljónir tonna. Hörpudiskur Hörpudisksveiðar hafa verið í góðu jafnvægi um langt skeið. Kvóti á hörpudiski er nú 9.800 tonn og var aukinn úr 9.300 tonnum frá fyrra fiskveiðiári. Humar Humarveiðar hafa verið í lægð undanfarin misseri og er svo enn. Humarkvóti nú er 1.200 tonn, hefur farið minnkandi síðustu árin. Aðrir stofnar Ýmsir aðrir nytjastofnar eru við Island og má fullvíst telja að þeim muni fjölga á næstu árum. Má t.d. benda á ígulker og beitukóng, sem tiltölulega nýlega eru komnir í flokk nytjastofna við Island. Veiðar á báðum þeim stofnum eru þó í lægð sem stendur, einkanlega vegna efnahagskreppu í Asíu, en þar eru helstu markaðslönd afurða úr þessum stofnum. Heildarafli og -verðmæti Heildarafli Islendinga 1998 stefn- ir í að verða 1.720.000 tonn og er það eins og áður segir töluverður samdráttur frá fyrra ári, eða ríflega 22%. Afli af fjarlægum miðum hefur dregist nokkuð saman, en minnk- andi afli skýrist þó fyrst og fremst af samdrætti í síld- og loðnuveiðum eins og meðfylgjandi súlurit yfir afla af Islandsmiðum sýnir. Heildarverðmæti aflans hefur hins vegar aukist nokkuð. Saman- burður á verðmæti afla fyrstu ell- efu mánaða þessa árs og þess síð- asta bendir til þess að aukningin verði um 16% og skýrist mest af hagstæðri verðþróun botnfisksafla. Heildarverðmæti útfluttra sjávar- afurða verður væntanlega 99Í/2 milljarður króna á árinu 1998 og eykst þar með um 6% á milli ára. Framtíðin Flest bendir til að komandi ár verði íslénskum sjávarútvegi hag- stætt. Líkur eru á að afurðaverð mikilvægustu nytjafiska okkar verði tiltölulega hagstætt. Markaðs- ástand er af ýmsum ástæðum hag- stætt, þótt ávallt sé rétt að hafa fyr- irvara á slíkum spám. Miklu varðar þó að síld- og loðnuveiðar gangi vel. Reikna má með að rækjuveiðar dragist saman, en rækja hefur und- anfarinn áratug verið næstverð- mætasti nytjastofn okkar miðað við útflutningsverðmæti afurða. Fiskifélag íslands óskar íslensk- um sjávarútvegi og landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks árs. Bjarni Finnsson, formaður íslenskr- ar verslunar Framfarir í verslun VERSLUNIN er mikill áhrifa- valdur um efnahagslega framþróun. Fyrir iðnbyltinguna átti hagþróun einkum rætur í íramförum í verslun, og vöxtur síðustu 200 árin byggist að verulegu leyti á samlegðaráhrif- um framfara í verslun í víðasta skilningi, og í vöruþróun. Verslunin eykur hagsæld m.a. á eftirfarandi hátt: Verslunin gerir neytendum fært að kaupa vörur jafnvel þar sem þær eru ekki framleiddar. Jafnframt geta fyrii-tæki framleitt vörur úr hráefnum eða rekstrarvörum sem ekki eru framleiddar á staðnum. Verslunin veitir möguleika á að nýta verkaskiptingu, sérhæfingu og stórrekstur. Þetta stuðlar að fjöl- breytni í framleiðslu og lágu einingaverði. Verslunin mótast í samkeppni verslunar- fyrirtækja. Það lækkar verð og verslanir fá hvatningu til að bjóða sífellt betri og ódýrari vörur. Verslunin skapar markaðssvæði (torg, verslanir, uppboðsstaði, vörulista, netsíður o.s.frv.) þar sem við- skiptavinir geta skoðað úrvalið og gert innkaup. Verslunin þróar fjár- hagslega þjónustuþætti (lánskjör, tryggingar o.fl.) og samningskjör (kaup, leiga, ábyrgðir, þjónusta, skemmtun o.s.frv.) sem auðvelda seljendum og kaupendum að gera samninga sem eru hagkvæmir fyrir báða aðila. Þetta þýðir ekki að fijáls verslun leysi sjálfkrafa öll efhahagsleg vandamál fyrir fólk. En halda má því fram, að fijáls verslun innanlands og á milli landa sé öruggari leið til að skapa góð störf, árangursrík fyrir- tæki og mikla velsæld en beiting við- skiptahamlandi aðgerða. Um þetta munu líklega fáir efast lengur. Á árinu 1997 hafa miklar breyt- ingar orðið í verslun á Islandi, ekki síst varðandi skipulag, eignarhald og samstarf verslunarfyrirtækja. Jafnframt hefur birgðahald og dreifing til smásala færst í auknum mæli til stórra vörudreifingarfyrir- tækja, einkum þó í matvöru. Birgðahald er fyrst og fremst kostnaður. Við blasir bæði í heild- og smásöluverslun, að vaxandi áherslu þarf að leggja á lágmörkun birgðahalds m.a. með aukinni upp- lýsingaöflun og -miðlun um eftir- spum og vöruflæðið til þess að ís- lensk verslun geti mætt kröfum neytenda og samkeppni við erlend- ar verslanir. Árangursrík vöm- stjórnun og dreifing kallar auk þess á vel menntað starfslið og stjórn- endur, sem nýtir tækni og tækifæri til að þróa verslunina til hagsbóta fyrir neytendur. Einnig þurfa gámaflutningar að verða ódýrari, svo og landflutningar. Þetta næst fram með aukinni samkeppni. Flug- frakt hlýtur einnig að lækka um leið og hún vex mikið m.a. vegna auk- innar verslunar á Netinu. Verslun á Netinu hlýtur einnig að leiða af sér sérhæfð pakkasendingafyrirtæki sem annast afgreiðslu netkaupa til viðskiptavina innanlands. Vaxtar- broddur í flutningum vegna versl- unarinnar er verulegur fyi-ir aðila sem nýta sér nýjustu tækni í stjórn- kerfum og flutningatækjum. Verslun hefur átt mikinn þátt í því að halda niðri verðlagi í landinu með virkri samkeppni og stöðugri framleiðniaukningu. Verðbólga hef- ur aðeins verið um 1,7% að meðal- tali á árinu og er talin verða um 2,5% á næsta ári þrátt fyrir ýmis merki um þenslu sem sjá má í ís- lensku efnahagslífi. Það er fyrst og fremst virk samkeppni í verslun sem haldið hefur verðlagi í landinu niðri. Ársverk í verslun á árinu 1998 eru talin vera tæp 17 þúsund alls, og hefur fjölgað nokkuð á ár- inu þó að ljóst sé að mikil fram- leiðniaukning verslunar byggist að verulegu leyti á beitingu nýjustu tækni og betri stjórnun allra rekstrarþátta. Kaupmáttur raun- tekna jókst á árinu um 10%, sem er mun meira en í nágrannalöndum okkar, og hagvöxtur hefur lengi ekki verið jafnhár, eða tæp 5%. Áfram er gert ráð fyrir auloiingu kaupmáttar á næsta ári en þó um helmingi minni en í ár. Bílainnflutningur á þessu ári og í fyrra hefur verið í meðallagi eftir lítinn innflutning 1992-1996, og eru fjölbreyttari og betur búnir bílar nú algengari en fyrir nokkrum árum. Þetta er ánægjuleg þróun, sem jafnframt stuðlar að eðlilegri end- urnýjun bílaflota landsmanna. Töluverð framleiðniaukning hefur verið í verslun á undanfomum ár- um, m.a. vegna fjárfestinga í tækj- um og búnaði, ekki síst í upplýsinga- tækni, sem hefur veitt möguleika á árangursríkari rekstri. Jafnframt hefur skipulagi verið breytt, stjóm- unarþekking verið aukin og sveigj- anlegir kjarasamning- ar á vinnumarkaði með starfsgreina- og fyrirtækjasamningum verið teknir upp. Vömverð er orðið mjög samkeppnishæft og sambærilegt við það sem tíðkast í öðr- um löndum, jafnvel að teknu tffliti til mis- munandi virðisauka- skatts landanna. Ferðamannaversl- un hefur vaxið og dafnað í landinu. Hún jókst um meira en þriðjung á árinu 1997, og fjölbreytni inn- kaupa erlendra ferðamanna er að aukast um leið og magn inn- kaupanna vex óðfluga. Þetta stað- festir árangursríkt markaðsstarf síðustu ára og aukna samkeppnis- hæfni íslenskrar verslunar í sam- keppni við erlenda verslun. Islensk verslun sækir aðföng til allra heimshorna og því er mikil- vægt að viðskiptasamningar ís- lendinga við önnur lönd hamli ekki möguleikum verslunar til viðskipta. Utflytjendur í verslun eiga einnig stóran þátt í aukinni velsæld og meiri lífsgæðum því þeir standa fyrir hærra útflutningsverði sem m.a. kemur af því að þeir kaupa fisk nær eingöngu á fiskmörkuðum þar sem verðið er hæst. Því þurfa þessi fyrirtæki að selja á hagkvæmustu markaðina þar sem besta skilaverð- ið fæst. Við áramót þarf íslensk verslun að hyggja að mörgu. Nefna má ár 2000-vandann, sem því miður hefur ekki verið sinnt nægilega ennþá. Netverslun og hvers konar rafræn viðskipti verða viðfangsefni næstu missera og ára, og þar skiptir máli að hasla sér völl snemma þótt ávinningur kunni að vera lítill til að byrja með. Það verður ekki hag- kvæmt að vera ekki með á Netinu. Umhverfismál taka sífellt stærri hluta af tíma stjórnenda í atvinnu- lífinu og svo er einnig í versluninni, sem á síst minna undir því að skyn- samlega verði tekið á fðrgun og endurnýtingu sorps en aðrar grein- ar atvinnulífsins. En umfram allt horfir íslensk verslun til framtíðar og nýrrar aldar með sóknarhug og eftirvæntingu um leið og hún þakk- ar samstarfið á liðnu ári og árnar landi og þjóð heilla á komandi ári. Ögmundur Jónas- son, formað- ur BSRB Góðærið gefur misvel HINAR gleðilegu fréttir ársins eru þær að atvinnuleysi er á niður- leið á Islandi og samkvæmt spám má gera ráð fyrir að enn dragi eitt- hvað úr því á komandi ári og verði um tvö og hálft prósent. Það er hins vegar tveimur og hálfu prósentu- stigi of mikið. Þegar menn tjá sig á tungumáli prósentureikningsins vilja manneskjurnar sem búa að baki tölunum gleymast. Tvö og hálft prósent vinnandi manna á Is- landi eru um þijú þúsund einstak- lingar og þegar fjölskyldur þeirra sem einnig verða fyrir barðinu á at- vinnuleysinu eru reiknaðar með er- um við að tala um umtalsverðan hluta þjóðarinnar. Frá stríðslokum fram á þennan dag var atvinnuleysi um eitt prósent að meðaltali með tímabundinni undantekningu í lok sjöunda áratugarins. Fjöldaat- vinnuleysi er hverju samfélagi dýr- keypt því það stefnir fólki í félags- legt skipbrot auk þess sem beinn tilkostnaður er talinn í háum upp- hæðum. A þessum áratug hefur þjóðfélagið verið bútað niður í sí- fellt smærri einingar og hefur það orðið til að vílq'a til hliðar hugsun Bjarni Finnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.