Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 54
'54 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STJÖRNUSPÁm
(21. mars-19. apríl)
HRUTURINN er að mörgu leyti fullkomin andstaða nautsins. Þar
sem nautið er þolinmótt og staðfast, á hrúturinn til að vera óþolin-
móður og ístöðulítill. Þetta er auðvitað oft baggi að bera, en eins og
svo margt annað í lífínu þá eru bæði góðar hliðar og slæmar á hlut-
unum. Mörgum hrútum tekst giftusamlega að virkja betri hliðar
merkisins. Til dæmis koma hrútar málum og verkefnum iðulega vel
á veg einmitt með óþolinmæðinni sem þá virkar hvetjandi á sam-
verkamenn og rekur sjálfan hrútinn áfram.
Hrúturinn þolir sem sagt ekki að hlutir liggi hálfkláraðir. Samt
þarf hann oft á allri sinni staðfestu að halda til að ljúka verki. Hann
er hins vegar orkumikill og til alls líklegur. Hrútar munu þurfa að
^ huga vel að verkum sínum á næstu misserum og ekki láta fljótfærn-
ina ná yfirtökunum. Þá þurfa þeir einnig að gæta tungu sinnar, því í
óðagotinu eru þeir gjarnir á að hreyta úr sér ótímabærum ónotum.
Oft eiga þau að vera spaugsyrði, en kímnigáfa hrúta er ekki allra og
því kemur þetta iðulega meinlega út. Þurfa hrútar sérstaklega að
gæta sín gagnvart ástvinum sínum sem sumir hverjir eru tilfinn-
ingaverur og kunna spauginu illa.
Karlhnitar eiga líklega nokkuð góða tíma í vændum. Vaxandi
hraði nútímaþjóðfélagsins á afar vel við óþolinmóða sál og hún nýt-
ur sín þar vel. Ef karlhrútum tekst að hafa mátulegan hemil á æði-
bunuganginum þá verða ótrúlega margir vegir færir og tækifærin
eru margvísleg. Temprun óþolinmæðinnar og fljótfæminnar mun
einnig hjálpa karlhrútnum að koma auga á tækifærin.
Kvenhrúturinn á í vændum að nýjar persónur skih sér inn í líf
■ -4- hennar. Þetta gæti skipt máh í hjúskapargeiranum og ættu kven-
hrútar að fylgjast vel með og gefa fólki tækifæri eins og kallað er.
Það er líka trúlegt að gæfa og gengi fyrirfinnist i ferðalögum á ár-
inu, einkum óvæntum ferðalögum. Þá er ljóst að kvenhrútar munu
að einhverju leyti njóta ávaxta góðra gerða, einkum þegar líður á
árið.
Þekkt fólk í þessu merki eru t.d. Eddie Murphy, Christopher
Walken, Vigdís Finnbogadóttir, Emma Thompson og Björgvin
Halldórsson.
NAUT
TVÍBURAR
(20. apríl-20. maí)
AÐ VERA þrjóskur eins og naut þarf ekki að vera fjarlæg samlík-
ing enda geta naut verið með eindæmum þrjósk og föst fyrir í dag-
lega lífinu. Jákvæðar afleiðingar geta falist í þvi að nautinu takist
með atorku, dugnaði og þolgæði að færa fjöll. Annars eru naut alla
jafna ljúfar og friðelskandi manneskjur. Naut setja fjölskylduna í
öndvegi og eru tilbúin til að færa talsverðar fómir til að skapa
kjöraðstæður fyrir sig og sína.
Naut eru eftirsóttir starfsmenn enda vinnusöm og áreiðanleg.
Enginn þarf heldur að efast um að markið er sett hátt. Ekki er
endilega farið fram á skjótan starfsframa. Sígandi lukka er alveg
eins heillavænleg í starfi og leik. Kai'lkyns naut geta ekki notið sín
öðruvísi en að eiga vísan skilning og stuðning heima fyrir. Eigin-
konur mega því ekki gleyma því að sýna nautinu augljósa ástúð
með klappi og faðmlögum öðru hverju. Annars ættu nautin ekki að
eiga í erfiðleikum með mótleikinn því að staðhæft er að fáir séu
betri elskhugar en karlkyns naut.
Utþrá og forvitni um aðrar þjóðir hellast yfír nautið í febrúar.
Sum naut ganga svo Iangt að kynna sér ferðabæklinga og panta sér
farmiða á fjarlægar slóðir. Almennt er nautið áhugasamt um ferða-
lög og nýtur ekki síst ferða með munaðaryfirbragði. Enginn getur
nefnilega sakað nautið um að kunna ekki að skemmta sér og njóta á
góðri stund.
Engin þörf er heldur að kvarta því árið getur reynst nautinu
ákaflega happadrjúgt og eiu helstu happatölurnar 3, 6 og 9. Ástin á
eftir að blómstra í maí. Naut í föstum samböndum upplifa ástina
með nýjum hætti. Einhleyp naut gætu átt von á þvl að hitta
draumaprinsinn eða prinsessuna. Astin lyftir hversdagsleikanum
upp í hæstu hæðir.
Frægt fólk í merkinu er meðal annars: Ólafur Ragnar Grímsson,
Halldór Laxness, Ingólfur Margeirsson, Cher, Daniel Day Lewis,
Jóhannes Páll II. páfi, Eva Peron og Elísabet U. Bretadrottning.
(21. maí-20. júní)
TVIBURAR njóta sín vel í góðum félagsskap. Þeir eru yfir höfuð
ekki einrænir eða sérlundaðir. Sé möguleiki á félagsskap þá leita
tvíburar eftir honum. Það eru ágætar horfur á nýja árinu fyrir
tvíbura. Brýnt er þó að hafa athyglina í lagi og láta ekki reka á
reiðanum. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér, góðra og réttra
ákvarðana verður þörf. Þetta ætti ekki að vefjast íyrir tvíburanum
því hann er léttur í skapi, nokkuð réttsýnn, duglegur og glöggur.
Hapn er auk þess vinsæll, t.d. á vinnustað.
Ástin blómstrar hjá tvíburum, það er ekki spurning. Karlar í
þessu merki eru hins vegar oft lítt hrifnir af föstum böndum og
freista þess ákaft að halda samböndum „opnum“. Konur í merkinu
eru dulitið öðru vísi þenkjandi, þær eru tryggar og fylgnar sér.
Sleppa ekki takinu á því sem þær taka sér fyrir hendur og gildn
það jafnt um sambönd við hitt kynið. Karlar í merkinu ættu, þrátt
fyrir lausung í eðlinu, að athuga að nú fer í hönd góður tími til að
festa ráð sitt, gefa meira af sér í sambandi heldur en gengur og
gerist. Feta verður þó varlega í þeim efnum, því margt nýtt fólk
mun verða á vegi tvíbura og ekki útséð um að öll kynni verði til
góðs. Á það ekld síður við um svokallað ástalíf en önnur kynni á
förnum vegi. Þetta er Iíka góður tími til að íhuga flutninga og ef
vangaveltur hafa verið uppi um að fara til útlanda, einhverra hluta
vegna, þá er líklegt að þetta sé góður tími til þess.
Það er ýmislegt sem mælt er með að tvíburar athugi
gaumgæfilega á komandi mánuðum. Brýnt er t.d. að einstaklingar í
merkinu athugi vandlega fjármálin. Kippi þeim í lag. Það eru einnig
einhver teikn á lofti um að peningar séu á næsta leiti, annaðhvort í
formi nýrrar og betri vinnu eða happdrættisvinnings. Sumarið
verður gott, en haustið og veturinn munu reyna á þolrifin.
Sérstaklega er mælt með því að tvíburar haldi sér í góðu formi,
m.a. til þess að standast kröfur og væntingar ástai'innar.
Þekkt fólk í merkinu er t.d. Nicole Kidman, Naomi Campbell,
Johnny Depp, Bubbi Morthens, Bob Dylan og Kristján
Jóhannsson.
VOG
(23. sept.-22. október)
VOGIN er afar upptekin af stíl, fágun, fegurð, ekki bara eigin, og
þess háttar. Vogin er nokkur loftandi sem spekúlerar iðulega meira
í útliti hluta heldur en notagildi þeirra. Á heimilum þeirra er oft
mikið samsafn fallegra hluta, en þurfi að negla einhvers staðar
nagla, eða skrúfa skrúfu, þá gæti verið að verkfærin vantaði til
starfans. En þetta kemur ekki í veg fyrir að vogir eru yfir höíúð
glaðar persónur og vinsælar í hópi. Oft umtalaðar sem fagurkerar
og dálitlir sérvitringar, en þykir umtalið gott.
Karlvog er uppátækjasöm og sé t.d. tilhugalíf annars vegar, þá
eru þær sérlega spennandi að sögn. Þær eru rómantískar og lausar
við alla festu og stöðugleika. Finnst ekkert of langsótt. Kvenvogir
eru þessu sama marki brenndar, eru uppátækjasamar, djarfar í
orðum og æði og lítið fyrir að fela tilfinningar og kvenleika sinn.
Þær eru samt ekki alltaf allar þar sem þær eru séðar, því vogin er
fremur karlmannlegt merki og því er oft grunnt á hörkunni.
Það er alltaf mikið að gerast í kringum vogir og engin breyting
verður á því næstu misserin. Heitar ástríður eru líklegar á hverri
stundu og er sérstaklega mælt með því, líkt og hjá tvíburunum, að
vogir haldi sér í góðu líkamlegu formi til þess að þær njóti stund-
anna sem best.
Framundan er góður tími bæði hvað varðar hjúskaparmöguleika,
fjárfestingar og jafnvel að taka af skarið og hefja nám sem lengi
hefur staðið til en ekki orðið af, einhverra hluta vegna. Þá munu
vogir fá að reyna það, að ýmislegt sem þær þurfa að gera og kann
að líta út fyrir að vera harðneskjulegt, mun líklega mæta meiri
skilningi heldur en þær reikna með. Þetta á m.a. við gagnvart ást-
vinum voga.
Sumarið lofar góðu hjá vogum, sérstaklega júlímánuður.
Af kunnu fólki í vogarmerkinu má nefna Julio Iglesias, Silju Að-
alsteinsdóttur, Friðrik Sophusson og Beru Nordal.
SPORÐDREKI
(23. októberH21. nóvember)
SPORÐDREKAR eru yfir höfuð tilfinningaríkh, og áhugasamir um
dularfull málefni, sálfræði og þess háttar. Einhvern veginn eru
sporðdrekar þannig miklir mannþekkjarar og fljótir að sjá hlutina í
réttu Ijósi. Það getur verið erfitt að blekkja sporðdreka og gæti
haft háðulegar afleiðingar að reyna það. Það er ekki tilviljun að
margir sálfræðingar eru í merldnu. Eiginleikarnir auðvelda sporð-
drekanum að kynnast fólki með næmi sínu og einbeitingu. Hins
vegar virka eiginleikarnir ekki á alla, hrútar til að mynda geta látið
sporðdreka fara verulega í taugarnar á sér.
Sporðdrekar eru mjög spenntir fyrir að takast á við ný verkefni.
Sækjast eftir því beinlínis og má segja að því meira krefjandi sem
verkið er, því æstari er sporðdrekinn að læsa klónum í það. Sporð-
dreki er að mörgu leyti eins og blanda af nauti og steingeit, hann er
vinnusamur svo af ber, skipulagður og gefst aldrei upp.
Þessi lýsing á ekki síst við karlsporðdreka í kvennamálum. Hann
þykir þokkafullur og spennandi og fái hann augastað á konu þá gef-
ur hann ekkert eftir og ann sér ekki hvíldar fyrr en hann nær ást-
um hennar.
Sporðdrekakonan er að sama skapi eftirsóknarverð. Hún er ekki
öll þar sem hún sýnist, virðist hörð og yfirveguð, en undir geisar
sannkallað kvikuhlaup sem er ekki til að leika sér að. Menn skyldu
því vera sannir í samskiptum við hana, vei þeim annars.
Það vilja ekki allir sporðdrekum vel og ættu þeir að hyggja að
því. Trúa ekki öllu eins og nýju neti, sérstaklega ef um er að ræða
hugmyndir með verðmiðum á. Þetta þýðir í raun að þeir mega ekki
flana að neinu.
Sporðdrekar ættu að hlú vel að fjölskyldulífinu sem endranær,
en það á sérstaklega við um haustið. Þá ættu sporðdrekar að íhuga
að rækta betur sambandið við maka sína, sem eiga til að verða út-
undan þegar hvert verkefnið rekur annað í vinnunni. Það þarf
kannski ekki meira heldur en að skreppa í bíó. Það þarf ekki meira
til að makinn hætti að trúa því að hann sé gleymdur að fullu og öllu.
Þekkt nöfn í merkinu eru t.d. Demi Moore, Charles Bronson,
Þorsteinn Pálsson, Flosi Olafsson og Björk.
BOGMAÐUR
(22. nóvember-21. desember)
BOGMENN eru hressir, léttir í lundu, yfirleitt jákvæðir og gera
sem minnst úr öllu neikvæðu sem þeir þurfa að kljást við. Þá eru
þeir upp til hópa víðsýnir og ævintýragjarnir. Mismikið þó. Ekkert
merki er haldið meiri ferðafíkn og vilja mjög margir bogmenn
stöðugt vera á ferðinni og hafa litla eirð ef þeir þurfa að dvelja lengi
á sama stað.
Iþróttamennska er ríkjandi í fari karlbogmanna og þeir eru mik-
ið fyrir að taka áhættu. Þeir gera það bæði fyrir eigin ánægju og
eins til að ganga í augun á makanum eða þeirri konu sem þeir hafa
augastað á í það og það skiptið. Kvenbogmaðurinn er kvenkostur,
hún er jákvæð og örugg við stjórnvölinn án þess að taka hlutina of
alvarlega. Hún er lítið fyrir kyrrsetu og þarf alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni. Bæði kynin eru mikið fyrir gæludýr og sanka jafnvel
slíku að sér.
Framundan hjá bogmönnum eru sviptivindar. Ferðalög verða tíð
og sumarið gjörnýtt. Með haustinu ættu bogmenn þó að reyna að
hægja á sér ögn, rækta heimilislífið og dytta að fasteignunum áður
en vetur gengur í garð. Haustið er líka góður tími til að koma
skipulagi á fjár- og atvinnumál fyrir veturinn, þar eð skipulag er
bogmönnum nauðsynlegt vegna stöðugs annríkis og tíðra ferða-
laga. Bogmenn sem fæddir eru í blálok timabilsins hafa til að bera
nokkra af eiginleikum steingeita, m.a. góða skipulagshæfileika, sem
eru annars ekki einn af sterkustu punktum bogmanna.
Varðandi samskipti kynjanna, þá tendrast eldar helst um vetur-
inn, en einnig gæti eitthvað gerst með vorinu og þá helst að blásið
verði í gamlar glæður. Bogmenn eiu opnir og móttækilegir fyrir
ástarævintýrum og því ættu þeir að vera á tánum á umræddum
tímabilum.
Þekkth- bogmenn eru m.a. Einar Kárason, Steven Spielberg,
Valdemar Grímsson, Hemmi Gunn- og undurfagra bítilmennið
Keith Richards.