Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 39
Beck Hansen bindur ekkí
bagga sína sömu hnútum og
samferðamennirnir og ætlaði
reyndar ekki að gefa Muta-
tions út nema með takmark-
aðri dreífingu. Sem betur
fer sá hann að sér því skíf-
an er vissulega með
bestu plötum ársins,
þótt ekki sé hún eins
margslungin og
síðasta plata
Becks.
Mogwai - Kicking a Dead Pig
Mikið hefur verið að gerast í
skoskri rokktónlist á liðnum
árum og þaðan komið margar
framúrskarandi sveitir. Engin
hefur þó jafnast á við piltana í
Mogwai fyrir frumleika og
sköpunargleði sem sann-
aðist á skífu þeirra Young
Team sem kom út á síð-
asta ári. Á meðan beðið er nýrrar hljóð-
versskrfu má skemmta sér með
endurunnum lögum, Kick-
ing a Dead Pig.
Boards of Canada
Music Has the Right
to Children
Skoska tvíeykið Mike Sandí-
son og Marcus Es kom veru-
lega á óvart með fyrstu skífu
sinni fyrir Warp-útgáfuna
góðkunnu. Þar mátti
heyra ótrúlegustu
strauma í tónlist, allt frá japanskri teikni-
myndatónlist í frumstæða tölvu-
hljóma. Platan sýnir á sér nýj-
ar hliðar við hverja
hlustun.
Gang Starr - Moment of Truth
Þeir félagar Guru og Premi-
er tóku sér ríflegan tima til
að setja saman breiðskífuna
Moment of Truth, ein fjögur
ár. Þeim tíma var og vel var-
ið því skífan er frábæriega
vel heppnuð, uppfull með
eftirminnilega tónlist og
beittan raddspuna.
DMX Crew - Nu Romantix
Ekki er gott að segja til um
hvaðan Edward Upton fékk
þá frábæru hugmynd að end-
urreisa rómantíkina bresku
en fáar hugmyndir voru betri
á árinu. Á síðustu skífu
DMX Crew mátti heyra
hvert stefndi en enginn
gat átt von á annarri
eins skífu og Nu Romantix vissulega
er. Frábærlega skemmtileg
plata, fyndin og átakan-
leg í senn.
Tortoise - TNT
Meðal helstu platna áratugar-
ins er plata Tortoise Millions
Now Living Will Never Die sem
kom út fyrir tveimur árum.
Ekki var þvi nema von að
næstu skífu væri beðið með
eftírvæntingu. Sú heitir TNT
og var lítt síðri, spuna-
kenndar djassskotnar
tónfléttur og því líkast sem liðsmenn
Tortoise láti kylfu ráða kasti
þegar hafist er handa við
lagasmíðar.
Grant Lee Buffalo - Jubilee
Grant Lee Buffalo er ein
þeirra hljómsveita sem ná
aldrei að slá í gegn, þrátt fyrir
frábæra dóma og mikla um-
fjöllun. Sveitin heldur þó
sínu striki og verður sífellt
betri, sem sannast á Ju-
bilee. í sveitinni eru þeir
tveir eftir Grant Lee
Phillips og Joey Peters og öllu
hressari en meðan Paul Kimble
lék á bassa og stýrði
upptökum.