Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 31.12.1998, Síða 18
18 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Halldórsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista Silfurfatið stjórnvalda fær ekki lengur staðist maí 1999. Vera má, að okkur takist ekki þá að ná öllu því fylgi, sem sam- einað afl jafnaðarmanna, félags- hyggjufólks og kvenfrelsissinna gæti mest fengið á Islandi. En við erum með vinnu okkar nú að leggja gnmdvöll að framtíðinni. Skapa möguleika á því að gerbreyta póli- tísku landslagi á íslandi á nýrri öld. Það er meira en einnar messu virði. 3. Fyrir mörgum árum sagði Bene- dikt Gröndal, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, að forsenda þess, að þjóð héldi fullu forræði yfir eigin landi væri, að hún byggði það. Ekki svo að skilja, að krafan sé, að sérhver vík meðfram ströndum landsins og sérhvert heiðarbýli, þar sem ein- hvem tíma hefur verið mannabygð, haldist áfram í búsetu heldur, að þjóðin byggi land sitt, þar sem byggðin á að geta verið lífvænleg miðað við kröfur iivers tíma. Astæða er til þess að óttast um, að búsetu- þróun á Islandi uppfylli ekki mikið lengur þessi skilyrði. Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Það lýsir e.t.v. vinnubrögðum okkar Islendinga, að áratugum sam- an höfum við barist gegn búferla- flutningum með ýmsum ráðum án þess nokkurn tíma að kanna, hvaða ástæður liggja að baki þeim. I því skyni höfum við m.a. beitt þvingun- um, sem enn eimir eftir af t.d. í jarða- lögum hverra markmið er að halda enn í hefðbundnum búskap öllum þeim bújörðum þar sem hefðbundinn landbúnaður var stundaður fyrir 30 árum. I því augnamiði eru bændum lagðar á herðar ýmiss konar kvaðir til þess að takmarka ráðstöfunarrétt þeirra á jarðeignum til barna og erf- ingja eða til annarra nota en hefð- bundins búskapar. Óskyldum aðilum er jafnvel heimilað að ónýta ákvarð- anir þeirra um ráðstafanir á eignum sínum, sem hvergi annars staðar yrði þolað. Þá eru ótaldir þeir miklu fjármun- ir, sem varið hefur verið úr opinber- um sjóðum til framkvæmdar á svo- nefndri byggðastefnu án þess að skil- að hafi tilætluðum árangri - jafnvel án þess að áður hafi verið lagt mat á, hvort árangur væri líklegur. Nú loksins, seint og um síðir, hafa menn tekið við sér og leitað or- sakanna. Hvers vegna flytur fólk - af landsbyggð til höfuðborgar og frá höfuðborg til landsbyggðar? Rann- sóknir og greinaskrif Stefáns Ólafs- sonar, prófessors, hafa varpað nýju ljósi á margt af því, sem betur hefði áður mátt vita. Mín skoðun er sú, að ýmsar tillög- ur í þingsályktunartillögu forsætis- ráðherra um byggðamál, sem reistar eru á athugunum Stefáns Ólafssonar og hans manna, séu af hinu góða. En að fleiru þarf að huga. Framkvæmd aflamarkskerfisins, sem nú hefur verið dæmt stjómarskrárbrot af Hæstarétti, hefur stórskaðað margar sjávarbyggðir. Sá skaði verður ekki bættur nema með breyttri fram- kvæmd. Á það hefúr Stefán sjálfur raunar bent í greinum í Mbl. Þá er nauðsynlegt að bæta afkomumögu- leika fólks og fyrirtækja á viðkvæm- um stöðum á landsbyggðinni t.d. með skattaívilnunum og með aðgerðum til þess að jafna lífskjaramun, svo sem með jöfnun húshitunarkostnaðar, með auknu jafnrétti til öflunar menntunar og til þess að geta notið sambærilegrar heilbrigðisþjónustu. Með slíkum aðgerðum er hægt að snúa öfugþróun í byggðamálum við þannig, að þjóðin geti sjálf byggt sitt land. Verði slíkt ekki gert er hætta á að áframhaldandi byggðaröskun eigi sér stað. 4. Sáttin hlýtur að felast í því, að ís- lendingar annars vegar virði alþjóð- legar samþykktir um umhverfismál, s.s. með undirritun Kyoto-bókunar- innar og hins vegar grípi til aðgerða í umhverfismálum, sem séu til þess gerðar að auka tækifæri landsmanna til þess að nýta umhverfisvæna orku í stað mengandi orkugjafa. Einu sinni var sagt, að umhverfísmálin væru mál framtíðarinnar. Sú framtíð, sem einu sinni var, er nú orðin að samtíð okkar. Áframhaldandi lofts- lagsmengun ógnar mest íbúum norð- lægra slóða, þ. ám. okkur. Þess vegna er þátttaka okkar Islendinga í fjölþjóðlegu samstarfi um að draga úr loftslagsmengun ekki fóm, sem við erum að færa fyrir einhverja útr lendinga, heldur greiði við okkur sjálfa. Islensk náttúra er sögð vera hrein og óspillt. Við vitum, að það er ekki satt. Gróðureyðing á Islandi er með þeim fádæmum, að hér á sér stað mesta eyðimerkurmyndun í öllum heiminum. Sú eyðing er okkar sjálft-a sök. Uppgræðslan græðir ekki ein þau sár. Þá gróðureyðingu, sem er af okkar eigin völdum, verður líka að stöðva. Fráveitumál eru mjög víða í megn- asta ólestri. Mikill kostnaður er sam- fara úrlausnum. I hann verðum við samt að ráðast. Fiskiskipaflotinn okkar er megin- orsök þeirrar loftslagsmengunar, sem talin er okkur til gjalda. Átak þarf að gera til þess að reyna að draga úr þeirri mengun eins og kost- ur er m.a. með þeirri tækni, sem meun hafa nú þegar yfir að ráða. Umhverfisvænt eldsneyti til dæm- is vetni, og aðiir orkugjafar svo sem rafmagn, ættu að geta nýst okkur í stað olíu og bensíns á umtalsverðan hluta bílaflotans. Að því ber okkur að vinna. ÖIl nýting á hinni grænu íslensku orku - þ.e. orku vatnsfalla og jarð- hita - mun krefjast einhverra fóma í umhverfismálum. Uppistöðulón, mannvirki, háspennulínur og annað jarðrask hefur umhverfisáhrif. Eg er ekki þeirrar skoðunar, að ekki eigi að nýta þessar orkulindir en finna verð- ur leiðir til þess að gera það í sem mestri sátt og í anda þeirra alþjóð- legu skuldbindinga, sem Islendingar eiga að gerast aðilar að. Með það að markmiði verður að skoða öll okkar orkunýtingaráform frá grunni og tryggja við þá endurskoðun að valdar verði þær leiðir, sem eru landsmönn- um hagstæðastar ekki bara í bráð heldur einnig í lengd og samræmast þeim umhverfisvemdarsjónarmiðum, sem Islendingar sem meðborgarar í samfélagi þjóða heims verða að upp- fylla. 5. Áhugaverðast af erlendum vett- vangi er ekki endilega það, sem um- ræðuverðast hefur þótt. Umfjöllun fjölmiðla og stjómmálamanna í Bandaríkjunum um einkamál Banda- ríkjaforseta hefur mér t.d. ekki þótt áhugaverð heldur sorgleg og fyrirlit- leg. Loftárásir Breta og Bandaríkja- manna á írak hafa vissulega verið bæði áhugaverð og umræðuverð en e.t.v. ekki síst vegna þess að það var ákvörðun Bush forseta á sínum tíma að fylgja ekki hemaðarsigrinum í Persaflóastríðinu eftir heldur að leyfa Saddam Hussein að endur- heimta Lýðveldisherinn, einkaher sinn, svo tO óskaddaðan og nota hann svo til þess að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum heima fyrir og treysta sig í sessi. Áhuga- og umræðuvert er líka hvemig forsætis- ráðherra ísraels hefur liðist að eyði- leggja friðarsamningana við Palest- ínumenn í fullri andstöðu við heims- byggðina, jafnvel Clinton forseta, og hve bandarísk stjómvöld virðast eiga í miklum erfiðleikum með að halda ísraelum við efnið jaftivel þótt ísra- elsríki væri vart til ef atfylgis Banda- ríkjamanna hefði ekki ávallt notið við. Ánægjulegustu atburðimir þurfa hins vegar ekki endilega að vera þeir athyglisverðustu. Ánægjulegur at- burður er frammistaða íslenskra sundmanna og ftjálsíþróttafólks á er- lendri grand. Sá ánægjulegasti er þó úthlutun Umhverfisvemdarverð- launa Norðurlandaráðs til íslands í tilefni af umfangsmiklum rannsókn- um á jarðvegseyðingu á Islandi. Sá ánægjulegasti atburður ársins verð- ur þó hinn ömurlegasti ef íslending- ar hafa ekki manndáð í sér tíl þess að bregðast við niðurstöðunum og koma í veg fyrir að landið haldi áfram að fjúka í sjó fram. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs era áskoran til ís- lendinga. Það er þjóðarskömm ef við veitum verðlaununum viðtöku gleiðir og brosandi en látum hinar skelfilegu niðurstöður eins og vind um eyra þjóta. Verði svo ættu samstarfsráð- herrar Norðurlanda, Halldór Ás- grímsson og umhverfisráðherra - hver svo sem hann verður - að ganga svipugöngin á næsta Norðurlanda- ráðsþing og skila heiðrinum aftur. Að svo mæltu óska ég lesendum öllum árs og friðar. 1 DÓMAR Hæstaréttar hafa í seinni tíð vakið at- hygli vegna þess að þeir sýna meira sjálfstæði gagnvart ríkjandi stjómarstefnu en oft hefur verið talið til þessa. Enginn mun þó væntanlega reynast áhrifameiri en kvóta- dómurinn svokallaði. Hann skekur sjálfan grandvöll fiskveiði- stjómunar til margra ára og neyðir stjómvöld til viðbragða. Frum- vörpin sem nú liggja fyrir Alþingi era engan veginn nægilega skýrt svar við þessum dómi Hæstaréttar. Stjómvöld komast aldrei til lengdar upp með þá mismunun sem nú gildir við úthlutun veiðiheimilda og ekki er tekið á þar. Líklegast er þó að reynt verði að komast af með minnstu mögulegar breytingar á kerfinu með tilliti til komandi kosninga, en Ijóst er að stjómun fiskveiða verður eitt af meginmálum kosningabaráttunnar að vori. Lögin um stjómim fískveiða verður að endurskoða í heild sinni og standa að því verki á vandaðan hátt. Rétt væri að fara yfir málin á svipaðan hátt og gert hefur verið í Bandaríkj- unum, þar sem hlutlausri nefnd fag- manna úr ýmsum greinum með ólík sjónarmið var falin ítarleg úttekt á reynslunni ai kvótakerfum í sjávarút- vegi í Bandaríkjunum og öðram lönd- um, m.a. hér á Islandi. Þar var ekki aðeins horft til arðsemi og hag- kvæmni, heldur einnig til áhrifa á fiskistofna, vistkei-fi, samfélög og byggðir. Af þeirri úttekt má ýmislegt læra, en á henni er ætlunin að byggja nauðsynlegar breytingar á kerfinu í Bandaríkjunum. Islenska kvótakerfið hefur farið illa með margar þeirra byggða sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og vinnslu. Sumt af því var fyrirsjáan- legt og Kvennalistinn setti þegar fyr- ir rúmum ellefu áram fram hug- myndir um tengingu veiðiheimilda við byggðarlög til að tryggja lífsaf- komu þeirra sem þar búa. Meiri sátt hefði orðið um slíkt fyrirkomulag en það sem nú gildir. Lögvarin forréttindi og auðsöfnun fárra útgerðarmanna og erfingja þeirra á kostnað almennings eru óþolandi mismunun og andstæð þjóð- arhag. Silfurfatíð stjómvalda fær ekki lengur staðist. Veiðileyfagjald í einhveni mynd virðist óhjákvæmi- legt og líklegt að það verði tekið upp á næstu árum. Dómur Hæstaréttar flýtir fyrir þróun í þá átt. 2. Viðræður A-flokka og Kvennalista um sameiginlegt framboð í næstu kosningum hafa þegar haft talsverð áhrif á þróun stjómmálanna hér á landi. Þau hafa skilað sér í myndun nýs stjómmálaafls til vinstri, en einnig í eflingu núverandi stjórnar- flokka. Hvort tveggja var fyrirsjáan- legt. Viðræðumar hafa litast af sundur- leitum markmiðum þessara þriggja afla og ekki útséð með niðurstöðu þegar þetta er skrifað, en harla ólík- legt er að gengi samfylkingar verði hátt í næstu kosningum. Takist þeim hins vegar að samhæfa kraftana gæti hér með tíð og tíma orðið sæmilega öílugur krataflokkur að evrópskum hætti. Atburðarásin sýnir að uppstokkun- ar var orðin þörf. Að mínum dómi mun það skipta sköpum hver hlutur kvenna verður í þróun næstu ára. Konur hafa sótt myndarlega fram í íslenskum stjómmálum síðustu 16 árin og þær hafa augljóslega fullan hug á að taka virkan þátt í stjómmál- um morgundagsins. Það er þeirra réttur og það er réttur samfélagsins alls. Áhrif Kvennalistans á lýðræðislega þróun í þessu landi era þannig orðin miklu rneiri en margir vilja viðurkenna. 3. Eg vildi gjama bregða upp bjartsýnis- gleraugum og spá blómgun byggðar um gjörvallt landið á fyrstu áratugum nýrrar aldar. Það væri öllum fyrir bestu. Landið þarf sterka höfuðborg, en höfuðborgin þarf ekki síður á öflugri landsbyggð að halda. Líklegast er að áhersla verði lögð á styrldngu einstakra byggðakjama á næstu áram og sértækan stuðning við afyinnusköpun svo sem verið hef- ur. Álitamál er hins vegar hverju slíkar aðgerðir skila. Ef raunveraleg- ur vilji er til að styrkja byggð um land allt verður að skoða hvert er það umhverfi sem fólk vill búa í. Það eru ekki mörg ár síðan menn töldu að næg atvinna, góðar samgöngur, heilsugæsla og grunnskóli í hveiju byggðarlagi og framhaldsskóli í fjórðungnum væri það sem þyrfti. En mannlegar þarfir eru síbreytilegar og nú er lykilorðið fjölbreytni á öllum sviðum. Þetta snýst ekki lengur bara um það að heimilisfaðirinn hafi at- vinnu og nægilegt til framfærslu sinnar fjölskyldu, heldur á konan einnig sjálfsagðan rétt á að geta valið atvinnu við hæfí sinnar menntunar og hæfíleika. Kröfur um fjölbreytta kosti í menntun, menningu og hvers kyns afþreyingu kalla einnig á breyttar aðstæður. Allt þetta þai-f að vera innan seilingar. Þannig vill fólk hafa sitt umhverfi hvað sem átthaga- ástinni h'ður. Ekkert snýr þessari þróun við nema viðhorfsbreyting og trú á lífs- gæðin á hveijum stað. Að slíku má vinna miklu markvissar en gert hefur verið. Efling fjarmenntunar er mikil- vægur þáttur og stóraukinn stuðn- ingur við hvers konar menningarlíf um allt land er algjör nauðsyn. En boltinn er fyrst og fremst heima. Það er trúin á möguleikana og getan til að vinna úr þeim sem mestu skipta. 4. Þessar deilm- era miklu víðtækari og djúpstæðari en svo að að rétt sé að einskorða þær við virkjanamenn og náttúravemdarsamtök eins og gert er í spumingunni. Hér er um að ræða grundvallarágreining milli stórra hópa í þjóðfélaginu, ágreining um það hvers konar framtíð við vilj- um búa afkomendum okkar, hvers konar landi við ætlum að skila þeim, hvort við ætlum að varðveita sér- stöðu okkar, sem er fólgin í einstakri, viðkvæmri náttúru og ósnortnum víðemum lands okkar. Um þetta snýst ágreiningurinn. Virkjanamenn hafa áram saman unnið sín verk á forsendum tækni- hyggju og mannlegs máttar til að beisla náttúruna og brjóta hana und- ir sig í þágu meintra framfara. Þeir hafa farið sínu fram að mestu óátalið og dyggilega studdir stjómvöldum hveiju sinni. Raddir vemdunarsinna hafa hljómað veikburða gagnvai-t stórkarlalegum tilþrifum fram- kvæmdaböðla á hálendi Islands. Nú hefur vemdunarsinnum vaxið ás- megin. Þeim fer sífjölgandi sem skilja hvílíkur fjársjóður býr í ósnortnum víðemum lands okkar og hversu stór þáttur þau era í vitund okkar sem þjóðar. Stórbrotíð landslag, víðemi og sér- stæð náttúra er stærsti þátturinn í þeirri ímynd sem flestir vilja að land- ið hafí og er í æ ríkari mæli notuð sem grannur undir uppbyggingu og eflingu atvinnuvega. Þessir mögu- leikar eru vannýttir og helsta ástæð- an er sú að ímyndin er ekki nægilega afmörkuð og skilgreind. Stórbrotið landslag, sérstæð náttúra og hrein- leiki er engan veginn jafn einfalt og augljóst ímyndarmerki og t.d. Frels- isstyttan í New York eða Eiffeltum- inn í París sem allir tengja umsvifa- laust við sín heimalönd. Öðra máli gegndi t.d. um „stærsta ósnortna víð- emi í Evrópu". Þar er fjársjóður framtíðar. Virkjanamenn hafa átt leikinn ár- um saman. Vemdun og virðing fyrir náttúrunni er krafa morgundagsins. Sátt milli þessara sjónarmiða getur ekki falist í neinu öðra en því að stjómvöld jarði stóriðjuhugmyndir sínar og virkjanasinnar hörfi af há- lendinu. Virkjun háhita og vatnsafls í smærri stfl býður upp á næga mögu- leika. Víðemin þarfnast friðai’ eftír aldalangan hemað skammsýnna manna. 5. Tvennt af erlendum vettvangi skiptir okkur mestu hér á landi. Annað er þróun efnahagsmála í heiminum. Margt bendir til að sam- dráttarskeið sé hafið í alþjóðlegum efnahagsmálum og viðbúið að áhrifa þess á íslenskt efnahagslíf muni gæta að einhverju leyti á næstunni. Efha- hagslífið hér á landi er að veralegu leyti háð verðlagi útfluttra sjávaraf- urða, en þróun þess hefur verið afar hagstæð á undanfömum mánuðum. Þannig hefur síhækkandi verð sjáv- arafurða gert mun meira en að vega upp minna aflamagn á þessu ári en hinu.síðasta. Þótt ekki hafi enn dreg- ið úr þessari verðhækkun er ástæða til að ætla að efnahagsþróunin í Asíu og Rússlandi muni hafa þau áhrif að afurðaverð geti farið lækkandi á næstu misseram. Ekkert lát er sýni- legt á efnahagskreppunni í Asíu og Rússlandi og nái hún að breiðast út gæti það valdið slíkum samdrætti í neyslu sjávarafurða í fleiri löndum að verð þeirra lækki. Þess mun óhjá- kvæmilega gæta í íslensku efnahags- lífi. Hitt sem varðar okkur miklu era tilraunir iðnríkjanna til að sameinast um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúms- loftið. Að mati flestra vísindamanna er þar sá umhverfisvandi sem ógnar öllu lífi á jörðinni. Hvað Island varð- ar er mesta ógnin sú að áhrif lofts- lagsbreytinga á stefnu Golfstraums- ins gætu gjörbreytt lífsskilyrðum hér á landi. Hér er um slíka hagsmuni að tefla að Island hefði með réttu átt að vera meðal fyi’stu ríkja til að skrifa undir samkomulagið sem gert var í Kyoto fyrir rúmu ári, enda var umtalsvert tillit tekið til sérstöðu lands og þjóðar við mótun þess. Ríkisstjómin hefur hins vegar lagt allt kapp á að fá enn frekari undanþágur fyrir Island og vill fá leyfi til að undanskflja mengun vegna stóriðju. Hagsmunir Islend- inga liggja ekki í því að fá að menga meira eins og ætla má af stefnu stjómvalda. Þvi er þveröfugt farið. Island er sældarland í mörgu tilliti og þjóðin á vannýtta ýmsa möguleika sem felast ekki síst í ómenguðu um- hverfi. ísland er nú eina OECD-ríkið sem ekki hefur skrifað undir samkomu- lagið sem gert var í Kyoto. Ef ekki verður skrifað undir fyrir 15. mars nk. yrði það okkur veralegur álits- hnekkir og veikti stöðu okkar í al- þjóðlegu samstarfi. Við eigum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Það er okkur fyrir bestu. Fyrir hönd Kvennalistans óska ég landsmönnum öllum gæfu og gengis árið 1999 og þakka samskiptin á liðnu ári. Halldórsdóttir I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.