Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 44
44 C FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN? Forsvarsmenn ýmissa hagsmuna- og heildarsamtaka í samfélaginu horfa um öxl og fram á veg hér á síðum blaðsins í tilefni af áramótunum Haraldur Sumar- * liðason formaður Samtaka iðnaðarins Þjónar en ekki herrar IÐNAÐURINN, eins og aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar, er í þeirri einkennilegu stöðu að uppsveifla eða góðæri getur skaðað hann ef þenslan fer úr böndum. I augum margra eru það auðvitað afskaplega , leiðinlegir menn sem óttast afleiðingar góð- ærisins. Menn vilja miklu fremur halla sér út af og njóta blíðunn- ar og geislanna frá sól- skinsfjárlögunum. Það eina sem við höfum okkur til málsbóta, sem óttumst góðærið, er sú staðreynd að aldrei í sögu lýðveldis- ins hefur uppsveiflu í efnahagslífínu lokið öðru vísi en með of- þenslu, verðbólgu, samdrætti í fram- leiðslu, gjaldþrotum og atvinnu- leysi. Okkur íslendingum hefur gengið allvel að ná tökum á efnahags- stjóminni í samdrætti og kreppu en það er í góðærinu sem við missum tökin. Gallinn er líka sá að góðærið er í þetta sinn að miklu leyti fengið að láni erlendis. Spamaður er hér alltof lítill, sem best sést af því að viðskiptahalli áranna 1996-1999 verður að líkindum 80 milljarðar króna. Það sem ríkissjóður greiðir niður af lánum þessi missirin er jafnharðan tekið að láni af öðram opinberam aðilum, einkum sveitar- félögum. Ef opinberir aðilar geta ekki greitt niður skuldir í góðær- inu, hvenær þá? Sama er að segja um heimilin í landinu. Ætla þau að greiða niður góðærisskuldimar þegar fer að kreppa að og atvinnu- leysið eykst? Eyða fyrst, afla síðar Kunnur hagfræðingur hefur sagt að það geri lítið til þótt viðskipta- hallinn sé nokkrir tugir milljarða. Ef fólk vill eyða núna og borga seinna, því þá ekki að iáta það gott heita og njóta á meðan á nefinu stendur? Gallinn við þessa kenningu er bara • sá að með þessu háttalagi gröfum við undan atvinnuiyrirtækjunum með launaskriði, þenslu og verð- bólgu. Fyrirtækin okkar tapa mark- aðshlutdeild, afkoma þeirra versnar og störfin flytjast úr landi. Þetta ótt- umst við í iðnaðinum og þetta er að gerast án þess að stjórnvöld virðist hafa af því nokkrar áhyggjur. Það þarf græna fíngur Það er mín skoðun að stjómvöld sýni atvinnulífinu almennt ekki nógu mikinn áhuga. Með því er ég þó alls ekki að kalla eftir auknum opinberum afskiptum af atvinnu- rekstri og enn síður aukinni þátt- töku opinberra aðila í atvinnu- rekstri. Þvert á móti. Stjórnvöld eiga að móta starfsskilyrðin en ekki búa til störfin. En þau þurfa að vera vakandi yfir því að starfsskil- yrðin séu þannig að íyrirtækin geti vaxið og dafnað. Það er lélegur garðyrkjumaður sem horfir á gróð- urinn í garðinum visna og skrælna án þess að hreyfa legg eða lið. Raunaleg dæmi Tryggingagjald er skattur sem fyrirtæki greiða. Sífelldar breyting- ar á því era gott dæmi um hugsun- arleysi og hvemig alla heildarsýn virðist skorta hjá þeim sem búa at- vinnulífinu starfsskilyrði. Það virð- ist ósköp lítið á atvinnureksturinn lagt þegar tryggingagjaldið var hækkað tfl að mæta tekjutapi vegna vöragjaldsbreytingar vorið 1996, þegar það hefði átt að lækka vegna minnkandi atvinnuleysis. Ekki þótti heldur muna um smávegis hækkun til þess að mæta nýjum reglum um fæðingaror- lof. Síðasta breytingin, sem tekur gildi nú um áramótin, er hækkun vegna breytinga á fjár- mögnun starfsemi Ut- flutningsráðs, sem ég er í sjálfu sér ekki mót- fallinn. En viti menn. Nota stjómvöld þá ekki tækifærið og lauma um leið inn smá hækkun til þess að fjármagna kynningu á Islandi sem fjárfest- ingarkosti. Hvert og eitt þessara atriða virðist ekki þungbært en það er svo auðvelt að gleyma sér og bæta stöðugt enn einum pinkli á jálkinn þangað til hann, öllum að óvörum, getur ekki lengur staðið í lappimar. Annað gott dæmi birtist í frétta- bréfi Samtaka iðnaðarins, Islensk- um iðnaði, í nóvember. Það er lítil frásögn af raunum framleiðanda sem var að þreifa fyrir sér með út- flutning en lenti í útistöðum við toll- yfirvöld vegna þess að ýmislegt vantaði á viðamikla skýrslugerðina til ríkistollstjóra. Þar virðist smá- smyglin hafa byrgt mönnum alger- lega sýn og skýrslugerðin orðin mik- ilvægari en útflutningurinn, t.d. var kvartað yfir því að ekki væri tekið fram hvert væri þjóðemi skipsins sem flytti vöruna. Til að kóróna allt saman var framleiðandanum hótað því að allar tollafgreiðslur til hans yrðu stöðvaðar ef ekki yrði bætt úr. Sárast er þó að engar slíkar skýrsl- ur þarf að fylla út þegar flutt er inn sams konar vara. Reglubyrðin vex og vex Stjómvöld era satt að segja ótrú- lega ófeimin við að hlaða á atvinnu- reksturinn nýjum byrðum, ekki að- eins með sköttum og gjöldum held- ur ekki síður með alls konar reglum og lögum. Það er til dæmis ekkert verið að velta vöngum yfir því hvað það kosti að breyta merldngum á umbúðum, breyta reikningaútskiift eða launabókhaldi fyrirtækjanna. Með einu pennastriki var til dæmis fyrirtælqum sem innheimta vöru- gjald gert, nánast fyrirvaralaust, að sundurliða gjaldið á reikningi. Þessi krafa var síðan felld brott, enda talin óþörf. Viku fyrir þessi jól samþykkti Alþingi lög sem skylda launagreiðendur til að sjá um að koma til skila uppbót frá ríkissjóði til þeirra einstaklinga sem velja að nýta sér heimild til viðbótarlífeyris- spamaðar og draga hana síðan frá því tryggingargjaldi sem þessir sömu launagreiðendur eiga að skila til ríkissjóðs. Til þess að gera þessa breytingu á öllum launakerfum í landinu fá fyrirtækin 10 daga nú Haraldur Sumarliðason um jólin. Þessi óþarfa verkefni og fjölmörg sambærileg kosta fyrir- tækin í landinu hundrað milljóna á ári hveiju. Enginn virðist hafa áhvggjur af því á meðan klárinn stendur í lappimar. Velferðin og fyrirtækin Það er afar brýnt að áður en ný öld gengur í garð verði gert átak til þess að uppfræða stjórnmálamenn um að það era fyrirtækin og fólkið sem þar vinnur sem standa undir verðmætasköpuninni og þar með velferð okkar allra. Stjórnmála- menn og embættismenn eiga að hafa áhyggjur af starfsskilyrðum fyrirtækjanna og forðast eins og heitan eldinn að valda þeim óþarfa umstangi og kostnaði. En umfram allt þurfa þeir að læra að þeir era þjónar fólksins og fyrirtækjanna en ekki herrar. Ari Teitsson, formaðnr Bænda- samtakanna Gæði ís- lenskra bú- vara viður- kennd VIÐHORF til fæðunnar hafa breyst hratt á undanfórnum ára- tugum. Haft er eftir fyrirlesara á matvælaráðstefnu að áður hafi fólk borðað til að lifa en nú mætti af umræðunni ætla að fólkið dæi af því að borða. Víst er að þekking á áhrifum fæðunnar á heilsufar fer ört vax- andi enda viðfangsefni verulegs hluta af rann- sóknum á heilbrigðis- sviði. Staðfestir þetta að í hugum stjórnvalda hins vestræna heims virðist öflun nægrar fæðu ekki vandamál heldur miklu fremur áhrif fæðunnar á mannslíkamann. Því miður getur þó aðeins lítill hluti heimsbyggðarinnar leyft sér slík viðhorf. í þeim hópi era Is- lendingar og ánægjulegt til að vita að íslensk búvöraframleiðsla er við- urkennd sem einhver sú öraggasta sem völ er á. Þannig hafa á liðnu ári engin gæðavandamál spillt sölu og bæði mjólkur- og kjötvörar hafa á matvælasýningum erlendis unnið til margs konar viðurkenninga. Rannsóknir á aukaefnum í matvæl- um staðfesta að hreinleiki lofts, láðs og lagar okkar fámenna eylands endurspeglast í búvöranum og strangar reglur okkar um notk- un aukaefna í framleiðslu og vinnslu matvæla veita neytandan- um öryggi. Hitt má öllum vera Ijóst að gæðin kosta ætíð og búvara framleidd við okkar landfræðilegu aðstæður og hérlendar gæðakröfur getur því aldrei orðið sérlega ódýr. Góð búvörusala innanlands Á liðnu ári hefur selst meira af búvörum á innlendum markaði en áður. Aukin kaupgeta ræður þar nokkra sem og fjölgun þjóðarinnar. Miklu varða einnig viðurkennd Ari Teitsson gæði búvaranna. Aukin sala hefur bein áhrif á afkomu framleiðend- anna og jókst þannig greiðslumark til mjólkurframleiðslu um eina milljón lítra. Aukning varð einnig í sölu dilkakjöts milli ára, í fyrsta sinn í mörg ár, og mikil aukning varð í sölu kjúklingakjöts í kjölfar aukins ferskvöruframboðs. Sala grænmetis hefur einnig vaxið bæði af sumarræktun og einnig er vera- leg aukning í framleiðslu og sölu á grænmeti sem ræktað er í skamm- deginu með hjálp raflýsingar. Hrun Rússlandsmarkaða veldur erfíðleikum Efnahagsþróun í Rússlandi hefur veruleg áhrif á landbúnað okkar og annarra Norðurlandaþjóða enda þangað flutt mikið og íjölbreytt magn landbúnaðarvara meðal ann- ars rússnesku þjóðinni til skjóls í vetrarhörkum. Verð á loðskinnum hefur lækkað mjög á árinu og því afkomubrestur í loðdýrarækt. Verð til bænda fyrir lambsgærar er nú aðeins fjórðungur af því sem var fyrir ári og uliarverð hefur einnig lækkað veralega. Áætlað er að að- eins tíundi hluti landbúnaðarfram- leiðslu heimsins sé seldur á opnum milliríkjamarkaði og sá markaður því viðkvæmur fyrir breytingum jafnt á framboði og eftirspurn og verðsveiflur of miklar. Bændur enn láglaunastétt Á liðnum haustdögum var birt skýrsla nefndar sem fjallaði um kjör bænda. Staðfest var að tekjur bænda era að jafnaði aðeins um helmingur þess sem aðrar stéttir með sambærilega menntun og ábyrgð hafa. Við slíkar aðstæður þrengist efnahagur og félagsleg staða stéttar- innar versnar. Sérstaka athygli vekur að þrátt fyrir að kúabúin stækki og tæknivæðing þeirra aukist minnka launa- tekjur búanna. Tekju- leysi bænda er raunar ekki séríslenskt fyrir- brigði. Þannig berast nú fréttir af miklum erfið- leikum danskra svína- bænda, stór hluti breskra bænda er á barmi gjaldþrots og þýskir bændur eigi einnig í vaxandi erfið- leikum. Vekur þetta spumingar um hvort landbúnaðar- stefna undanfarinna ára sem byggt hefur á sífellt aukinni samkeppni, kröfum um tæknivæðmgu og hag- ræðingu leiði ekki bændur margra landa í slíkar ógöngur að ekki sjái þar fyrir enda á. Ljóst má vera að viðvarandi tekjuleysi og jafnvel ijöldagjaldþrot hvetur ekki til endur- nýjunar í bændastétt Vesturlanda. Nýr WTO-samningur Nú er að hefjast ný samninga- lota um viðskipti með búvörur á vegum Alþjóðaviðskiptástofnunar- innar WTO, áður GATT. Þar takast á þjóðir sem vilja fullt frelsi í viðskiptum með landbúnaðaraör- ur annars vegar og hins vegar þjóðir sem líta á búvöraframleiðsl- una sem hluta af matvælföryggi og heilsugæslu þjóða sinna og órjúfanlegan hluta af byggða- stefnu sinni og búsetumynstri. Rétt er að meta þessar ólíku stefn- ur í Ijósi þeirrar stöðu landbúnað- ar Vesturlanda sem lýst hefur ver- ið hér að framan. Spyrja má hvort réttur hverrar þjóðar til að styðja eigin landbúnað og búsetumynstur sé ekki forsenda þess að hægt sé að sjá framtíð í landbúnaði margra Evrópulanda. Staða landsbyggðarinnar Búferlaflutningar til höfuðborgar- svæðisins hafa aukist ár frá ári allt frá 1992 og vora raunar miklir fyrir. Er nú svo komið að flestir viður- kenna að þessi þróun sé hvorki æskileg fyrir þau svæði sem við fólkinu taka né þjóðfélagið í heild. Því virðist aukinn vilji til að reynt verði að treysta búsetu á lands- byggðinni og stefna að því að fólks- fjölgun þar verði ekki undir lands- meðaltali. Meginorsök búferlaflutn- inganna er mikliil munur launa og afkomu á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu, en sá munur hefur vaxið hratt á undanfömum áram og sífellt hallað á landsbyggðina. Þessi munur stafar ekki síst af ýmsum stjórnvaldsákvörðunum síðustu ára. Má þar nefna að ekki er langt síðan ákveðin var jöfnun tryggingargjalds sem þýddi verulega auknar álögur á helstu atvinnuvegi landsbyggðarinn- ar, sjávarútveg og landbúnað. Þá ákváðu svokallaðir eigendur Lands- virkjunar nýlega að reikna sér arð af eign sinni sem þá lenti á lands- byggðinni að greiða með hækkuðu raforkuverði m.a. til búrekstrar. Færsla grunnskólans til sveitarfé- laga lagði þungar byrðar á mörg sveitarfélög meðal annars vegna stórra skólabygginga sem era þung- ar í rekstri þegar fólkinu fækkar. Breytingar á lögum um brunabóta- mat og endurmat fasteigna á lands- byggðinni hefur á síðustu áram þyngt álögur á dreifbýlið um tugi ef ekki hundrað milljóna króna árlega umfram það sem verið hefði með óbreyttu mati. Um næstu áramót er áformað að þyngja veralega álögur á flestar þær díselbifreiðir sem not- aðar era við landbúnað. Síðast en ekki síst hafa árleg framlög ríkisins til landbúnaðar lækkað um rúma 6 milljarða króna á síðustu tíu áram. Versnandi afkoma í landbúnaði og þjónustugreinum hans og í kjölfarið fólksflótti af landsbyggðinni ætti því ekki að koma á óvart. Sé raunvera- legur vilji til að rétta hlut lands- byggðarinnar verður að færa henni tU baka stærstan hluta þeirra fjár- muna sem hún hefur misst við þá gjöminga sem lýst var hér að fram- an. Verði það gert mun koma í Ijós að þjóðin á enn dugmikið fólk, sem sér víða möguleika og vill byggja og nýta landið okkar. Megi nýtt ár verða íslendingum farsælt. Kolbeinn Krist- insson formaður Verslunarráðs Islands Alþjóðavæð- ing atvinnu- lífsins ÁRIÐ 1998 var gott ár fyrir at- vinnu- og efnahagslíf í landinu. Stöðugt efnahagslíf með lítilli verð- bólgu gerði fyrirtækjunum kleift að auka framleiðni sína enn frekar. Þetta tókst þrátt fyrir að launa- hækkanir í kjölfar kjarasamninga hefðu verið meiri en gert var ráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.