Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
vilji til mjög róttækra breytinga
eða víðtæks samruna, enda örðugt
að breyta hefðbundinni og rótgró-
inni verkaskiptingu milli samtak-
anna. Þetta starf mun halda áfram
á nýju ári og er brýnt að nýtt
skipulag verði komið á fyrir upphaf
næstu samningalotu.
Eg óska landsmönnum farsældar
og friðar á nýju ári.
Grétar Þorsteins-
son, forseti ASI
Fjölskyldu-
vænn vinnu-
markaður -
dagvinnu-
laun sem
duga til
framfærslu
ÍSLENSKA verkalýðshreyfingin
hefur notað liðið ár til uppbyggingar
og undirbúnings nýrrar sóknar í
réttindamálum launafólks. Eitt
meginverkefni Alþýðusambands Is-
lands í réttindamálunum hefur verið
að berjast íyi-ir því að íslenskt
launafólk fái að njóta ávaxtanna af
starfí hinnar alþjóðlegu verkalýðs-
hreyfíngai-. Ég vil nefna sérstaklega
hina félagslegu hlið samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið en stjóm-
völd hér á landi láta gjaman eins og
sá samningur snúist
aðeins um tolla og físk.
EES samningurinn
nær hins vegar einnig
tO margvíslegra félags-
mála og það er verk-
efni ASÍ að íýlgjast
með því að þeim þætti
sé framfýlgt.
Sem dæmi má nefna
að á þvf ári sem nú er
að líða fengu íslenskar
konur samningsbund-
inn rétt til að fara í
mæðraskoðun á laun-
um. ASÍ hefur þurft að
standa í ströngu við að
fá tvö ráðuneyti til að
tryggja réttindi þung-
aðra kvenna og kvenna með barn á
brjósti. Áfangasigur vannst í því
máli með setningu nýlegrar reglu-
gerðar en kæra ASI til Eftirlits-
stofnunar EFTA er í undirbúningi
enda ófært að íslenskt launafólk
njóti ekki þeirra réttinda sem því
ber samkvæmt skuldbindandi al-
þjóðasamningum.
Fjölskyldustefna ASÍ
í samræmi við áherslu verkalýðs-
hreyfingarinnar á lífsgæði í víðum
skilningi kynnti ASI fjölskyldu-
stefnu sína á árinu. Með henni var í
fyrsta sinn kynnt hugmynd um
heildstætt réttindakerfi foreldra á
vinnumai-kaði hér á landi enda þörf á
gagngerum endurbótum. Við stönd-
um nágrannaþjóðunum að baki hvað
lengd fæðingar- og foreldraorlofs
varðar og það er staðreynd að Island
er eina landið innan EES sem ekki
er með tekjutengdar greiðslur í fæð-
ingarorlofí. Kröfur samtímans eru
um fjölskylduvænni vinnumarkað,
styttri vinnutíma og dagvinnulaun
sem duga til framfærslu. Þær eru
um aukin tækifæri fólks, ekki síst
karla, til fjölskyldulífs og aukna
möguleika fólks, ekki síst kvenna, til
þátttöku á vinnumarkaðnum. ASÍ
lítur á réttindakeríi foreldra sem fé-
lags- og vinnumarkaðsmál en ekki
sem almannatrygginga- eða fram-
færslumál. Lengja þai-f fæðingai'or-
lofið, bæta rétt feðra og staðfesta
rétt foreldra samkvæmt Evróputil-
skipun um foreldraorlof. Síðast en
ekki síst þarf að jafna rétt fólks til
greiðslna í fæðingarorlofi, hvort sem
það er milli kai-la og kvenna eða milli
félagsmanna í stéttaifélögum opin-
berra starfsmanna og á almenna
vinnumarkaðnum.
ASI hefur einnig unnið áfram að
því að efla félagslegt öryggi launa-
fólks með því að kanna leiðir til að
bjóða launafólki upp á aukna trygg-
ingavernd þar sem kostir hóp-
trygginga yi'ðu nýttir til að geta
boðið hagstæð kjör. Næsta ár er ár
aldraðra hjá Sameinuðu þjóðunum
og ASÍ hóf það formlega í október
sl. með því að halda glæsilega ráð-
stefnu um starfslok í samvinnu við
fleiri aðila undir yfírskriftinni Þjóð-
félag fýrir fólk á öllum aldri.
Menntun er mikilvæg
ASI hefur ekki aðeins lagt aukna
áherslu á réttindamálin heldur
einnig menntamálin. Það er trú okk-
ar að aukin menntun sé lykillinn að
bættum lífskjörum í framtíðinni. Á
árinu var stigið stórt skref í þá átt
að samræma áherslur aðila á vinnu-
markaði og auka upplýsingastreymi
um þá möguleika sem okkm- bjóðast
í fjölþjóðlegu samstarfi. Aukin
áhersla heildarsamtaka aðila vinnu-
markaðarins á menntun birtist í
stofnun MENNTAR, samstarfsvett-
vangs atvinnulífs og skóla. Stefnt er
að auknu samstai-fi atvinnuiífs og
skóla á öllum sviðum og segja má að
við séum að staðfesta stöðugt vax-
andi áherslu atvinnulífsins á mikil-
vægi menntunai', traustrai- grunn-
menntunar og símenntunar fyrir
fólk á vinnumarkaði.
Mannréttindi og félagsleg
undirboð
í alþjóðlegu samhengi er starf
verkaiýðshreyfingarinnar barátta
fyrir mannréttindum. Á því ári sem
nú er að líða var liðin hálf öld frá því
tvær af mikilvægustu stoðum undh-
mannréttindabaráttu launafólks
voru reistar. Hér á ég við mannrétt-
indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna og samþykkt Alþjóða vinnu-
málastofnunarinnar
(ILO) nr. 87 um réttinn
til að stofna stéttarfélög
og semja sameiginlega.
í þessu starfi skiptir
miklu iýrir okkur sem
teljum okkur standa
betur að vígi að sýna
samstöðu. Það gerum
við meðal annars með
því að virða þær sam-
þykktir sem eru öðrum
mikilvæg vopn í baráttu
þeirra. Því miður hafa
íslensk stjómvöld í
gegnum tíðina sýnt
þessu lítinn skilning og
á árinu kom út norræn
skýrsla þar sem Islendingar fengu
algera falleinkunn. Við höfum fullgilt
skammarlega fáar samþykktir ILO
samanborið við hin Norðurlöndin og
höfum ekki einu sinni fullgilt sam-
þykktina um bann við barnavinnu
sem er eitt beittasta vopnið í barátt-
unni gegn hinni skelfílegu bama-
þrælkun sem viðgengst alltof víða.
Fyrir Islendinga er það þó engin
fórn að fuligiida þessa samþykkt því
reglur hér em mun strangari.
Á árinu höftun við líka orðið vör við
hvemig réttindaleysi launafólks á al-
þjóðlegum vinnumai'kaði snertir okk-
ur beint. Hingað kom rússneskt rík-
isfyrirtæki til að vinna verkefhi fyrir
Landsvirkjun og hugðist hagnast á
því að brjóta gegn gildandi lögum og
kjarasamningum um kjör og réttindi
erlendra starfsmanna sinna. Islensku
launafólki tókst með samstöðu að
koma í veg fyrir að fyrirtækið kæm-
ist upp með þetta og það er mikill
styrkur fyrir stéttarfélög í landinu.
Við blasir þó að þetta mál er okkur
áminning. Hvarvetna er reynt að
reisa skorður við félagslegum undir-
boðum enda em þau ógnun bæði við
réttindi launafólks og samkeppnis-
hagsmuni fyrirtælqa á alþjóðlegum
markaði. Við þurfum að fai-a yfír
stöðu okkur í þessum eftium.
ASÍ leggur einnig mikla áherslu
á að íslendingar leggi sitt lóð á vog-
arskálarnar í baráttunni fyrir því
að fá félagsleg ákvæði tekin upp í
alþjóðlega viðskiptasamninga.
Þetta atriði getur skipt sköpum í
því að vinna gegn kúgun og rétt-
indaleysi launafólks víða um heim.
Undirbúningur kjarasamninga
ASÍ hefur fylgst grannt með þró-
un kjaramála í kjölfar síðustu samn-
inga. Við sjáum að forsendumar um
Grétar
Þorsteinsson
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 C 4$,
Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir unnið
miða á myndina, Michael Schumacher-bílabraut frá
Liverpool, Bílasælgæti frá Ásbirni Ólafssyni ehf. eða
ferð fyrir tvo til Noregs í boði Ásbjörns Ólafssonar ehf.
Um þessar mundir er leikbrúðumyndin Álfhóll: Kappaksturinn mikli endur-
frumsýnd. Myndin, sem þykir sígild, er nú sýnd í vandaðri íslenskri talsetningu.
Álfhóll: Kappaksturinn mikli fjallar um reiðhjólaviðgerðar- og uppfinninga-
manninn Theódór Felgan og aðstoðarmenn hans sem fá þá flugu í höfuðið að
smíða kappakstursbíl til að keppa í Grand Prix kappakstri.
IVERPOOL
Sími
ÁSBJÖRNÓLAFSSONehf. kil ar
í UMBOÐSOOHEIlOVEfSLUN A/liillli
<§>mbl.is
^ALLTAf= eiTTH\SAO /VK7-/