Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 22

Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Heildarsala ISL - England 1993-1998, milljónir sterlingspunda 45,7 HHB BBB) WMB Wi SSBi WBm 1993 1994 1995 1996 1997 1998 HEILDARSALA Iceland Seafood Ltd., dótturfélags íslenskra sjávar- afurða hf. á Bretlandi, nam á síðasta ári tæpum 5,3 milljörðum króna, samanborið við 4,3 milljarða króna á árinu á undan, sem er um 22% hækkun á milli ára. Jón Þór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri félagsins Iceland Seafood Ltd., segir að um sé að ræða söluaukningu í flestum tegundum. Um þriðjungur sölu Iceland Seafood Ltd. fer til stórmarkaða og verslunarkeðja á Bretlandi, en Jón Þór segir einnig mikið selt til fram- leiðenda í Bretlandi sem framleiði afurðir fyrir verslunarkeðjurnar. Stór hluti af sölu skrifstofunnar endi því hjá verslunarkeðjunum. „Sala beint inn á verslunarkeðjum- ar jókst um 65% á milli ára og nam um 1.5 milljörðum á liðnu ári. Þessi aukning skýrist einkum af sölu á pakkaðri rækju fyrir verslunarkeðj- urnar og við höfum náð þar sterkri stöðu.“ Jón Þór segir ljóst að framboð af rækju frá Islandi muni minnka á ár- inu sem nú er nýhafíð. Við sam- drættinum verði hins vegar brugð- ist með hráefni annars staðar frá. „Til dæmis höfum við þegar samið um sölu á afurðum fyrir rækjuverk- smiðju í Kanada sem Básafell og Fiskiðjusamlag Húsavíkur eru a reisa í samvinnu við kanadískan að- ila. Ég á von á að þessi samvinna muni skila góðum árangri og hafa verskunarkeðjur þegar sýnt málinu mikinn áhuga.“ Dregið úr neyslu á bolfíski Neysla sjávarafurða á Bretlandi hefur aukist lítillega á síðustu árum. I fyrra varð hinsvegar verulegur samdráttur í neyslunni, einkum Sala ISL - England 1998 eftir tegundum vegna skorts á bolfiski, þ.m.t. þorski og ýsu. Jón Þór segir verð hafa rokið upp og verslunarkeðjur ekki getað boðið þessar vörur á samkeppnishæfum verðum við kjúklinga og svínakjöt. „Það leiðh- til neysluminnkunar þótt ekki séu enn komnar um það endanlegar töl- ur fyrir sfðasta ár. í ljósi þessa er- um við sérstaklega ánægð með aukningu á sölu okkar á síðasta ári. Sala á þorski jókst til að mynda hjá okkur á síðasta ári en við höfum meðal annars tekið þó nokkuð af hráefni frá Noregi og Færeyjum. Innkaup frá öðrum löndum en ís- landi hafa verið að aukast en engu að síður komu um 88% allra okkar innkaupa á síðasta ári frá Islandi. Ég tel að innkaup frá öðrum lönd- um en íslandi styrki markaðsstöðu íslenskra sjávarafurða og framleið- endur samtakanna á Islandi á markaðnum, því það skapar meiri stöðugleika í framboði okkar á sjáv- arafurðum." Góð markaðsstaða „Við eimm mjög ánægð með rekstur söluskrifstofunnar á síðasta ári. Við höfum náð góðri stöðu á markaðnum á Bretlandi. Mér er kunnugt um að á meðan við erum með söluaukningu hefur öðrum fyr- irtækjum ekki gengið eins vel á þessum markaði. Við stefnum að því á næsta ári að ná stöðugleika í söl- unni og efla samband okkar við stóra viðskiptavini, svo sem versl- unarkeðjur og framleiðendur. Verð hefur verið í jafnvægi að undan- förnu og ég sé ekki fyrir mér að þau muni lækka alveg á næstunni. Okk- ar styrkur felst einkum í sölu inn á verslunarkeðjurnar og við munum halda þeirri uppbyggingu áfram.“ ÁRUM saman virtust þeir bundnir órjúfanleg- um böndum, mennirnir tveir sem sömdu um af- nám kynþáttaaðskilnað- arins í Suður-Afríku, Nelson Mandela, núver- andi forseti lýðveldisins, og F.W. de Klerk, fyrir- rennari hans í embætti. Mandela og de Klerk stjórnuðu landinu í sam- einingu í tvö ár, eftir fyrstu kosningarnar þar sem allir kynþættir suð- ur-afrískra borgara fengu að njóta kosn- ingaréttar. 1993 deildu tvímenningarnir friðar- verðlaunum Nóbels. En eftir ára- langa þögn um samband sitt við Mandela - de Klerk sagði af sér árið 1996, eftir að hafa verið varaforseti þau tvö ár sem þá voru liðin frá hin- um sögulegu kosningum 1994 - hef- ur hann nú opnað frá skjóðunni og gefur í sjálfsævisögu, sem út kom í Lundúnum í gær, reiði sinni í garð Mandelas lausan tauminn. I gegnum árin mátti fínna all- nokkrar vísbendingar um að menn- irnir tveir kynnu í raun ekki sérlega vel hvor við annan. Árið 1995 náðist mynd af þeim þar sem þeir voru að hrópa hvor á annan á bflastæði. En de Klerk lét í viðtölum aldrei neitt uppi um hvað honum fannst innst inni um Mandela og sagði stundum í gamni að hann yrði að hafa á einhverjum upplýsing- um að luma þegar hann gæfí út endur- minningar sínar. Nú eru þær komnar út, undir titlinum „Síð- asta langferðin: Nýtt upphaf‘ (The Last Trek: A New Beginn- ing). í þeim er að fínna ýtarlegar lýsingar á hinni bitru togstreitu sem í raun ríkti á miUi þeirra. Átök- in stóðu um allt mögulegt, frá stjórnmálum til þess hvort eigin- kona de Klerks mætti hressa eftir eigin höfði upp á þau híbýli sem þeim hjónum var úthlutað eftir kosningarnar 1994. Mandela skiifaði endurminningar sínar þegar árið 1994. Þar er að finna lýsingar á sumum þeim at- burðum sem de Klerk fjallar um. En bókin var gefin út á þeim tíma sem þeir voru báðir í stjórn og myndir voru birtar reglulega af þeim takast bróðurlega í hendur, í nafni tákn- rænna sátta kynþáttanna. Umfjöll- unin um de Klerk í þeirri bók var nokkuð mótuð af þessum aðstæðum. Samkvæmt frásögn suður-afríska dagblaðsins The Mail & Guardian, sem fékk fyrirframeintak af bók de Klerks í hendur, fór álit de Klerks á Mandela að dala fljótlega eftir lausn hans úr fangelsi. Mandela „stóð ekki undir því að taka þessum tíma- mótum með tilhlýðilegum hætti“, skrifar de Klerk um daginn sem svertingjaleiðtoginn var látinn laus. Ræða sem hann hélt þennan dag í Höfðaborg hefði „gi-einilega verið samin af harðlínuhugmyndafræð- ingum ANC [Afríska þjóðarráðs- insj“. I ræðunni mæltist Mandela til þess að unz allir kynþættir hefðu fengið öU lýðréttindi í hendur héldi Afríska þjóðarráðið áfram þeirri vopnuðu baráttu, sem Mandela hafði sjálfur tekið þátt í að hrinda af stað þremur áratugum íyrr. Fleira kom til í kringum friðarvið- ræðurnar sem fylgdu í kjölfarið, sem spillti áliti de Klerks á ANC- leiðtoganum. Að þeir skyldu báðir hafa verið út- nefndir friðarverðlaunahafar Nóbels segir de Klerk ekki hafa bætt sam- band þeirra neitt. „Svo virtist sem hann væri ósáttur við að verðlaunin skyldu líka hafa verið veitt mér,“ skrifar hann. Ummæli japanskra ráðherra við setningu þingsins Kreppa og fá merki um efnahagsbata Tókýó. Reuters, HATTSETTIR ráðherrar í Japan sögðu á þriðjudag, að kreppa ríkti í landinu og í skýrslu, sem ríkisstjóm- in hefur birt, segir, að þess sjáist lítil merki, að nokkuð sé farið að rofa til í japönsku efnahagslífi, öðru stærsta hagkerfi í heimi. Keizo Obuchi, for- sætisráðherra Japans, reynir þó að bera sig vel og segist viss um, að nokkur hagvöxtur verði á þessu ári. Við setningu japanska þingsins á þriðjudag sögðu þeir Taichi Sakai- ya, sem fer með efnahagsáætlana- gerð, og Kiichi Miyazawa fjármála- ráðherra, að kreppa væri í landinu. Erfiðleikar væru á fjármálamark- aði, bankarnir væru að sligast undir útlánatapi og óttinn við aukið at- vinnuleysi ykist með degi hverjum. Þá segir í skýrslu, sem Efnahagsá- ætlanastofnunin í Japan hefur gefið út, að góðu fréttirnar af efnahagslíf- inu séu fáar og tilviljanakenndar og erfitt að draga af þeim þá ályktun, að umskipti til hins betra séu framundan. f ræðu sinni reyndi Obuchi for- sætisráðherra þó að bera sig vel og hann hét því, að hagvöxtur hefði tekið við af samdrættinum á næsta fjárlagaári. Skuldasöfnun fer vaxandi Miyazawa fjámálaráðheiTa gerði versnandi stöðu í rfldsfjármálunum að umtalsefni og varaði við vaxandi skuldasöfnun en hún hefur aukist mikið vegna þeirra aðgerða, sem ríkisstjómin hefur gripið til í efna- hagsmálunum. Sagt er, að veruleg- ur ágreiningur sé með honum og Obuchi forsætisráðherra um þessar ráðstafanir þótt ekki hafí skorist í odda með þeim enn. Mjög hart er hins vegar lagt að Obuchi, jafnt utanlands sem innan, að gera allt til að rífa upp efnahags- lífið og hann hefur sett sér það markmið, að hagvöxtur á næsta fjárlagaári, sem hefst 1. apríl, verði 0.5%. Er jafnvel búist við, að hann beiti sér fyrir enn meiri fjáraustri úr ríkissjóði verði útlit fyrir, að þetta markmið ætli ekki nást. Þessar horfur hafa valdið því, að markaðurinn hefur hert á kröfum sínum um ávöxtun ríkisskuldabréfa en Miyazawa telur útilokað, að hægt sé að ganga lengra í þeim efn- um. Segir hann, að nú sé svo komið, að Japansstjóm verði að fjármagna 37,9% fjárlaganna með skuldabréfa- útgáfu. 22% aukning hjá Iceland Seafood Félagið hefur náð góðri markaðsstöðu í flestum físktegundum á Bretlandi Frederik Willem de Klerk gefur út æviminningar sínar Sambandið við Mandela var erfíðara en sýndist De Klerk Sjómennsku- og vél- fræðiorðasafn gefið út Norskur héraðsdómur vekur hörð viðbrögð Refsing nauðgara lækkuð því konan var með alnæmi Strassborg. Morgunblaðið. IÐNÚ, bókaútgáfa, hefur gefíð út Sjómennsku- og vélfræðiorðasafn sem Eysteinn Sigurðsson, Franz Gíslason og Tryggvi Gunnarsson, kennarar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vélskóla íslands, hafa tekið saman. Að stofni til er orða- safnið orðið til við kennslu í áður- nefndum skólum og er ætlað nem- endum þessara skóla og einnig starfandi skipstjómarmönnum og vélstjórum. Því er ekki ætlað að koma í stað almennra enskra orðabóka heldur vera þeim til viðbótar. Það hefur að geyma allvíðtækan orðaforða úr al- mennu sjómennsku- og fískvinnslu- máli sem safnað hefur verið víða, m.a. úr kynningarbæklingum fyrir- tækja í sjávarútvegi og úr kennslu- efni Stýrimannaskólans. Það flytur einnig orðaforða úr vélamáli sem að mestu er fenginn úr námsefni Vél- skólans á ensku, svo og öðra ensku lesefni um vélar. Þá em í því nöfn allmargra sjávardýra, námsgreina skólanna, ýmissa fyrirtækja sem starfa á sviðum tengdum skólunum og orð tengd siglingatækjum. Líka er þarna safn orða úr eðlisfræði, raf- magnsfræði og tölvumáli. Síðast- nefndu orðin era tekin með vegna sívaxandi þarfar manna í þessum stéttum fyrir kunnáttu á tölvur og vinnu á Interneti. Við samningu verksins var stuðst við allar orðabækur sem höfundar komu höndum yfír, bæði innlendar og erlendar. Leitað var fanga í öll- um íslenskum fagorðasöfnum sem tiltæk vora, og stuðst við nýjustu og ýtarlegustu enskar orðabækur, bæði fagorðabækur varðandi skip og vél- ar og almennar enskar og amerískar bækur, við þýðingar fagorða á ís- lensku. Prentun og _ frágang annaðist Prentstofa IÐNÚ. FYRR í mánuðinum var 29 ára gamall Tyrki dæmdur í héraðsdómi Osló íyrir að nauðga ungri konu í október 1997. Konan er af afrísku bergi brotin og dauðvona vegna krabbameins og alnæmis. Þau höfðu hist á dansleik og fékk maðurinn hana í kjölfarið til að koma með sér í verslunarhúsnæði í sinni eigu. Þar nauðgaði hann kon- unni og lét ekki aftra sér þótt hún segðist vera með alnæmi. Hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu sem svarar 700.000 kr. í miskabætur. Með sama dómi var maðurinn dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi kærastu. I dóms- forsendum er lagt upp úr því að dæmdi hafí beitt yfirburða líkams- afli gagnvart veikburða konu sem var máttfarin vegna sjúkleika síns. Hins vegar er það einnig virt dæmda til refsilækkunar að hann skyldi eftir verknaðinn þurfa að bíða eftir niðurstöðu um hvort hann væri HIV- smitaður. Þegar til kom reyndist svo ekki vera. Lögmaður konunnar, Þór Garð- arsson, Islendingur sem hefur mál- flutningsleyfí í Osló, sagðist í sam- tali við Aftenposten afar undrandi á þessari afstöðu dómsins. Þetta stæðist ekki að lögum og hlyti um- bjóðandi hans að bregðast við þessu. Verjandi Tyrkjans vísaði hins vegar til þess að það væri við- urkennt sjónarmið í refsirétti að það ætti að lækka refsingu ef af- brotamaður yrði sjálfur fyrir áfalli eða tjóni við að framkvæma brotið. Nefndi hann sem dæmi ef maður örkumlaðist við að reyna að aka annan mann niður, þá væri tekið til- lit til þess við ákvörðun refsingar. Tyi'kinn hafí orðið að bíða í hálft ár eftir niðurstöðu úr HTV-prófi og það hafí tekið verulega á. Svein Slettan sérfræðingur í refsirétti gagnrýnir dóminn harka- lega í samtali við Aftenposten. „Dómurinn stríðir gegn réttarvit- und minni. Þvert á móti ætti að meta til refsiþyngingar ef einhver nauðgar alvarlega sjúkri manneskju og eykur þannig enn á þjáningar hennar," segir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.