Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EINAR Garibaldi Eiríksson: Jafnvel vörumerki Bifreiðastöðvar Reykjavíkur er á einhvern órjúfanlegan hátt tengt ímynd Kjarvals. vernda minningu meistarans og halda (tákn)mynd hans á lofti þótt náttúran sem hann málaði sé öll ein- hvers staðar úti í sveit. Sýning Einars er í senn glettin og beitt. Um leið og hún sýnir okkur hve mikilvægt hlutverk Kjarvals er í þeim táknveruleika sem við byggj- um sjálfsmynd okkar sem þjóð á, sjáum við hvernig við höfum í óör- yggi okkar tekið ímyndir hans og reynt að beita þeim sem tryggingu gegn smáborgarskapnum sem við skynjum í okkur sjálfum. Þegar við tökum leigubíl frá BSR erum við að feta í fótspor meistarans. Með því að raða í kringum okkur ímyndum Kjarvals vonumst við til að við öðl- umst þátt í sjálfsæði hans og kæru- leysislegri fordæmingu á hugsana- lausri efnishyggju og kotungasið- fræði. Manni verður á að spyrja hvort Kjarval væri ekki skemmt ef hann sæi til okkar. Þessi sýning Einars hefði sómt sér hvar sem er, en um leið og við lofum hann fyrir góða hugmynda- vinnu og framsetningu hljótum við líka að þakka húsráðendum á Kjar- valsstöðum fyrir það að setja hana upp í þessu samhengi. Hér verður boðskapur hennar enn beittari en ella og áhrifín sterkari. Samhengið milli sýningar Einars og sýningar- innar á verkum Kjarvals getur von- andi orðið til að leysa einhverja rembihnúta í sálum okkar áhorf- enda. Upplifunin er kannski ekki ósvipuð því sem sumir segjast þekkja úr sálgreiningu: Maður skammast sín en frelsast um leið. Jón Proppé FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 29 TVÖFALDUR McOsthorgari ?dQ-hr m j m w TMABUNDIÐ TILBOÐ nl\ McDonalds Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 FLÍSÚTSALA FLISPEYSUR FLÍSBUXUR FLÍSVESTI ÁBUR 2590 KR. STK NU 1.980 KR STK FLISHUFUR FLÍSHANSKAR FLÍSTREFLAR FLÍSENNISBÖND 50% AFSLÁTTUR ATH. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA10-20 OG ALLA LAUGARDAGA 10-18 Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.