Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 31 Svo bregðast bestu ráð LEIKLIST Loltkastalinn MÝS OG MENN Höfundur: John Steinbeck. Leik- stjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas. Tónlist: Egill Ólafsson. Ljós: Lárus Björnsson. Leikarar: Atli Rafn Sig- urðarson, Guðmundur Ólafsson, Helgi Björnsson, Hilmir Snær Guðna- son, Jóhann Sigurðarson, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Bjarg- mundsson, Sigurþór Albert Heimis- son, Sveinn Geirsson og Þröstur Guð- bjartsson. Miðvikudagur 20. janúar. í LJÓÐI sínu „To a Mouse“ veltir skoska skáldið Robert Burns fyrir sér örlögum músar sem plæginga- maður eyðileggur fyrir hreiðrið og vetrarforðann. Línurnar „The best laid schemes o’ Mice an’ Mený Gang aft agley“ eða í íslenskri þýðingu „Svo bregðast bestu ráð/ bæði músa og manna“ voru hafðar að spakmæli. Úr fyrra vísuorðinu valdi John Steinbeck titilinn að stuttri skáld- sögu sem hann sneri sjálfur í leik- ritsform, „Of Mice and Men“, eða „Um mýs og menn“. Ótalmargir Islendingar hafa lesið þessa sögu og flestir á frummálinu. Þannig vill til að bókin hefur verið höfð til enskukennslu í menntaskól- um um árabil. Margir muna eftir Þorsteini Ö. Stephensen í hlutverki Lenna, bæði á sviði og í útvarpi, enda var þetta ein hans þekktasta rulla. Mýs og menn er einstaklega margslungið og vel ski'ifað sviðs- verk. Ólafur Jóhann Sigurðsson þýddi leikritið og söguna af mikilli snilld fyrir meira en hálfri öld. Þýð- ingin er kjarnyrt og bókleg eins og þessum harmleik hæfir. í þessari sviðsetningu er brugðið á það ráð að fá hinn kunna leikmynda- hönnuð og búningagerðarmann Vytautas Narbutas, sem hefur gert hér garðinn frægan, til að hanna út- lit sýningarinnar og Guðjón Peder- sen til að stýra leiknum. Öft er talað um leikstjóraleikhús, þegar sýningin þykh' frekar hugverk leikstjóra en höfundar. í sama dúr mætti kalia þessa uppsetningu leikhús útlits- hönnuðarins því að hér er það hið sjónræna og sem ræður ferðinni og leikstjórinn ber ekki gæfu til að skapa sýningunni heildrænan stíl í mótvægi við hina nýstárlegu leik- mynd og búninga. Sem dæmi um hvemig útlitið er textanum yfirsterkari má nefna lokaatriðið þar sem hinn sjónræni symbólismi setur endapunktinn við sýninguna. Áhorfendur ganga út með þessa áleitnu mynd af farar- skjótanum sem ber Lenna í betri heim í huganum, ekki tilfinningar þær sem Georg ber í brjósti. Annars er hið táknræna allsráð- andi jafnt í leikstjórn sem útlits- hönnun. Það er skemmtilegt hvað leikstjórinn dregur vel fram saman- burðinn við hunda og menn sem kemur oft fyrir í verkinu og einhyrn- ingur Narbutas á mjög vel við sem tákn um það sem aldrei hefur verið til og aldrei verður. Hið grófa útlit leiktjaldanna undirstrikar hve til- vera persónanna er harðneskjuleg, ljót og vonlaus. í móti koma draum- ar þeirra og þrár sem breiðast út eins og fagnaðarerindi um vinnu- mannahópinn. Tónlist og hljóð af- mai'ka vel hið draumkennda og ljúfa frá köldum veruleikanum, annars- vegar með himneskum hörpuslætti og hinsvegar með ásláttai'hljóðfær- um og rísli. Ljósin eru notuð ísmeygilega til að undirstrika þetta enn frekar á afar hugvitsamlegan og fallegan máta. Andstæðurnar í leikmyndinni eru áberandi; baksviðið er groddalegur veggur úr járnarusli sem blekkir augað þar sem hann gengur upp á móti halla þaksins. Hægra megin er t.d. hluti af flugvélarflaki. Fremst á sviðinu er svo lítil tjörn sem í fljóta vatnaliljur og uppi á vegg eru fín- gerð fiðrildi í ramma. I búningunum ægh- öllu saman, allt frá mjög nat- úralískum búningi Georgs til stór- karlalegs skrípastíls í vinnumönnun- um. Enn er hið táknræna í fyrir- rúmi, sérstaklega eftirminnilegur eru kjólar konu Curleys og það hlut- verk sem þeir gegna. Ef útlitshönn- unin er tekin út úr heildarmyndinni verður að segjast að hún er unnin af mikilli hugvitssemi, ríkri tilfinningu Morgunblaðið/Golli SAMLEIKUR Jóhanns Sigurð- arsonar, Guðmundar Ólafssonar og Hilmis Snæs Guðnasonar skapar hápunkta sýningarinnar. fyi'ir því táknsæja og þróuðu form- skyni. Meginbrotalöm sýningarinnar er að leikstjóranum Guðjóni Pedersen hefur ekki tekist að skapa mótvægi við hið alltumfaðmandi útlit. Hann fær skínandi hugmyndir um nýja túlkun, t.d. er konu Curleys sýnd miklu meiri skOningur en tíðkast, sem veitir sýningunni nýja vídd, en hann gengur allt of langt í lok annars þáttar, síðara atriðis, þegar hann bregður illilega út af fyrirmælum höfundar. Ekkert sem gerist fram að þessu, né síðar, rennh' stoðum undir þessa túlkun. Annað atriði sem er vandskilið er leikaravalið. Hilmir Snær er mjög sannfærandi og textameðferð hans er frábær í hlutverki Georgs. Vand- inn er sá að hann er of ungur og get- ur ekki sýnt lífsþreytu og vonleysi persónunnar. Það er sláandi ósam- kvæmni milli aldurs leikarans og út- lits við þá aðstöðu sem Georg er í. Þetta eyðileggur líka forsendurnar fyrir einfóldustu skýringunni á því af hverju hann er með Lenna á sinni könnu. Ef Georg væri eldri er eðli- legt að hann hefði búið með Klöru sem ól Lenna upp og tekið við hon- um við lát hennar. Lenni í meðfórum Jóhanns Sig- urðarsonar er tæknilegt afrek. Hann er alltaf sjálfur sér samkvæmur, í raun svo mikið að leikurinn er á stundum eins og vélrænn. Þarna skortir nokkuð á eiginlega persónu- sköpun; Lenni er ekki gæddur þvj lífi sem gerir hann að manneskju. í stað þess að hann sé yngri en Georg er því þveröfugt farið í sýningunni. Guðmundur Ólafsson leikur sér- staklega vel sem tötrughypjan Candy. Atriðin með þeim þremenn- ingum eru eftirminnilegust; sérstak- lega þegar Georg útlistai' drauminn um býlið. Þarna rís leikurinn hæst. Inga Maria Valdimarsdótth' kemur skemmtilega á óvarí. Bæði er persón- an skilin á nýja vegu af leikstjóranum og Inga María gefur henni stolt, þokka og ákveðið stelpulegt sakleysi. Sigurþór Albert Heimisson fer á kostum sem afstyi-mið Crooks. Þarna nær leiktúlkunin að samsam- ast útliti sýningarinnar, þarna mynda hið sjónræna og textatúlkun- in eina heild. Ef uppfærslan væri meira í ætt við þessa flugeldasýn- ingu væri hún listræn heild. Þröstur Guðbjartsson leikur bú- stjórann af einurð og bregður upp skemmtilegri natúralískri mynd af þeim sem ræður. Ef litið er á yfh'- heyrslu hans á þeim kumpánum, Lenna og Georg, er hægt að gera sér í hugarlund hvemig sýningin hefði getað orðið ef valið hefði verið að setja hana upp hefðbundið. Þeir þrír leikarar sem eftir er að nefna - Helgi Björnsson, Atli Rafn Sigurðsson, Sveinn Geirsson og Kjartan Bjargmundsson - ráða ekki við hinn tvístraða stíl sýningarinn- ar. Helgi nær hvorki í framsögn eða látbragði að skapa trúverðuga per- sónu og hinir þrír eru fjötraðir í viðja búninga og gervis sem ber leikinn ofurliði, enda illa gert að ætla þeim að skapa menn úr slíkum skrípum. I sýningunni skiptast á skin og skúrir. Björtu hliðarnar eru t.d. átakaatriðin sem eru iistilega vel út- færð og hinar ljóðrænu helgistundir, þó að þær verði of einsleitar er líður á. Versti ókostur sýningarinnar er hve hún dettur niður eftir að há- punktinum er náð og Lenni hefur framið síðasta skammarstrikið. Það er erfitt að halda dampi í svona löngu hnigi en það er grundvallarat- riði við uppsetningu þessa leikrits að það takist. Þarna bregðast allir leik- ararnir verða eintóna og flatir og þau tilfinningaátök sem nauðsynlegt er að sýna til að bera verkið uppi til loka og niðurstöðu falla um sjálf sig. I staðinn fáum við enn eina útlits- brelluna og þó að hún sé sniðug og táknræn kemur hún ekki í staðinn fyrir þá leiklist sem skortir. Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Kristinn Frá blaðamannafundi Ungdom og Kultur. Frá vinstri: Lene Hjalta- son, starfsmaður undirbúningsnefndar, Þórir Jónsson, formaður UMFI, Ólafur G. Einarsson, formaður undirbúningsnefndar, og Björn B. Jónsson, formaður NSU. Æska og menning árið 2000 Þrjú þiísund gestir frá Norðurlöndunum Stefnt er því að halda mót allt að fjögur þúsund ungmenna á vegum NSU, Norrænu ungmennafélaga- samtakanna, dagana 21.-28. júní árið 2000 í Reykjavík. Yfirskrift mótsins verður Menning og æska, Ungdom og Kultur, og verða þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum á aldrinum 16-25 ára. Aðild að NSU hafa um 15 norræn ungmennasamtök með skráðan félagafjölda á þriðju milljón samtajs. Abyrgðaraðili mótsins er UMFI, Ungmennafélag Islands. Haustið 1998 var skipuð fimm manna undirbúningsnefnd og er Ólafur G. Einarsson formaður hennar, Ómar Einarsson fulltrúi Reykjavíkurborgar, Björn B. Jóns- son fulltrúi NSU, Anna R. Möller fulltrí UMFÍ og Sæmundur Run- ólfsson fulltrúi UMFÍ. Verkefnis- stjóri er Lene Hjaltason. Á blaða- mannafundi sem undirbúnings- nefndin boðaði til kom fram að und- irbúningur er kominn vel á veg varðandi allt ytra skipulag mótsins, en þetta mun verða einn stærsti hópur fólks sem fluttur er að og frá landinu á svo skömmum tíma sem um ræðir, en reiknað er með að er- lendir gestir mótsins verði allt að þrjú þúsund. Mótið er haldið í sam- vinnu við nefndina um Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, Reykjavíkurborg og Flugleiðh- en fjárhagslegur stuðningur hefur m.a. fengist frá íslenska ríkinu, Reykja- víkurborg, Norrænu ráðherra- nefndinni og Flugleiðum. Að sögn Ólafs G. Einarssonar er áætlaður heildarkostnaður við mótið um 200 milljónir króna en þátttökugjald er- lendu gestanna verður 3.900 krónur danskar og eru þá ferðir, matur og gisting innifalin. Að sögn Sæmund- ai' Runólfssonar verður gjald fyrir íslenska þátttakendur breytilegt og í samræmi við þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eiginleg dagskrá mótsins er á þessu stigi langt frá því fullmótuð en að sögn Björns B. Jónssonar, for- manns NSU, verður boðið upp á fjöl- breytta menningardagskrá og reynt að fá fram þverskurð af menningu þjóðanna, auk þess sem áhersla verður lögð á^óða kynningu á sögu og menningu Islands. Þá munu þátt- takendur verða með menningaratriði vítt og breitt um Reykjavík í sam- vinnu við nefndina Reykjavík menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Þá verður lögð áhersla á gróður, nátt- úru, vatn og loft og íslensk skógrækt verður kynnt sérstaklega. Iþróttir munu skipa veglegan sess og mun dagskráin skipulögð með það í huga að sem flestir geti verið með. Aðal- svæði mótsins verður í Laugardaln- um og hefur að sögn Ómars Einars- sonar verið gengið frá gistingu fyrir mótsgesti í skólum á svæðinu í kringum Laugardalinn svo allh' séu í göngufæri við mótsvsæðið. Um kvöldið föstudaginn 23. júní verður haldin glæsileg setningarhátíð þar sem m.a. verða menningaratriði er undirstrika sérkenni hvers lands. Gert er ráð fyrir að frá hverju Norð- urlandanna fimm verði iim 650 þátt- takendur og 150 frá Álandseyjum, Færeyjum, Grænlandi og Suður- Slésvík. Þá hefur komið fram sú hug- mynd að hópur Vestur-íslendinga og aíkomenda annarra Norðurlandabúa í Norður-Ameríku taki þátt í mótinu. Vefsíða mótsins hefur verið opnuð og er slóðin www.umfi.is/kultur. ELLINGSEN-ÚTSALAN Góðar vörur á ffábæru verði. Kuldaskór með Samitex-uatnsvorn. Stærðir 36-41, litur svart. Áður 3.995- Loðfúðraður kuldaskór úr rúsklnni ( barnastærðum. Stærðir 23-35, ullarfóður, Scotsguard-einangrun. REGATTA-barnaúlpa. Vind- og vatnsheld. Áður 6.162- MARGAR AÐRAR GERÐIR. Leður sandalar á góðu verði. Stærðir 36-41, korkur I millisóla, áður 2.990- Svartir herraskór úr leöri í stærðum 40-46. Verð áður 4.990- Grandagarði 2, Rvík, sími 552 8855. Opið virka daga 8-18 og laugard. 23/1 kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.