Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SUMAR þjóðir eru ríkar af nátt- úruauðæfum en fátækar af þekk- ingu til að fullnýta þær. Þessar þjóðir búa yfirleitt við fátækt: Aðr- ar þjóðir eru fátækar af náttúruauð- æfum en hafa gnótt þekkingar og nota hana til að breyta innfluttum hráefnum í verðmætar vörur. Þær eru yfirleitt efnaðar. Best settar eru þó þær þjóðir sem bæði eiga auð- lindir og búa yfir þekkingu til að nýta þær vel. Lengst af voru Islendingar í hópi þeirra fyrstnefndu. Við lifðum þá fyrst og fremst á þeirri auðlind sem fólst í landinu sjálfu og afrakstri þess með þeim aðferðum sem frum- stæð tækni og orka manna og dýra megnuðu. Til langtíma litið var þetta ekki sjálfbær þróun, því að í aldanna rás minnkaði gróðurlendið úr 40.000 km2 niður í 20.000 km2. Landið bar heldur ekki meir en u.þ.b. 60.000 manns við þessar að- stæður. Þegar við fórum að nýta auðlindir hafsins í vaxandi mæli batnaði efna- hagur þjóðarinnar stórlega og þá fyrst og fremst eftir að vélvæðing komst á til lands og sjávar. Aukin þekking og tæknivæðing ásamt betri skipulagningu bæði í stjórn- sýslu og viðskiptum bættu um bet- ur, að ógleymdum þeim þætti er síst skyldi vanmeta, en það var aukið frjálsræði. Við þessar aðstæður gátu meir en 200.000 manns búið í landinu við miklu betri lífsskilyrði en á öldum áður. Samt kom að því að við gerðum okkur grein fyrir að það mátti of- bjóða auðsæld hafsins, einkum með stórtækum veiðitækjum nútímans og ekki væri endalaust hægt að sækja aukinn hagvöxt í greipar Æg- is. Kvótakerfið var sett á og al- mennt er nú viðurkennt að ekki er eilíft hægt að byggja betri efnahags- leg lífskjör á gömlu auð- lindunum tveimur, land- inu og hafínu, jafnvel með þeirn tæknivæð- ingu og þekkingu sem við nú höfum. A fyrri hluta þessarar aldar fóru menn hér á landi smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeirri auðlind sem fólst í fallvötnum og hita í iðrum jarðar. Almenn rafvæðing hófst í kring- um 1920 og lagning hitaveitu u.þ.b. tuttugu árum síðar. Þó að ýmsir hefðu þeg- ar snemma á öldinni gert sér grein fyrir að breyta mætti orku fallvatn- anna í verðmæti, í formi vöru er krefðist mikillar orku í framleiðslu, var það ekki fyrr en á sjöunda ára- tugnum sem þessar hugmyndir komust í framkvæmd. í meir en þúsund ár frá landnámi hafði Þjórsá runnið óáreitt til sjávar en nú var skriðþunga hennar og fleiri fall- vatna breytt í útflutningsverðmæti. Nú búa um 270.000 manns í landinu við almennt betri lífskjör en nokkru sinni fyrr. Jafnframt því sem innlendar orkulindir leggja okkur til það mikla orku til ljóss, yls og iðnaðar, að við hefðum vart efni á að flytja inn kol og olíu til jafngildis við það, þá gerum við okkur grein fjrir því að sú náttúruauðlind sem enn er ekki fullnýtt er orkan, og hún hlýtur á næstu áratugum að vera sú auð- lind sem nýta má til enn aukins hag- vaxtar, annaðhvort til að framfleyta meiri fólksfjölda í landinu við svipuð lífskjör og við höfum nú, eða svipuðum fólksfjölda við enn betri lífskjör. En böggull iylgir skammrifi. A árum áð- ur þegar þjóðin bjó við rýran efnahag þóttu allar tækniframfarir sem leiddu af sér aukna hagsæld af hinu góða. Þjóðin tók tækn- inni tveim höndum. Umhverfíð til lands og sjávar virtist eilíft geta verið uppspretta meiri hráefna og enda- laust tekið við úr- gangi. En nú gerum við okkur grein fyrir að umhverfinu eru takmörk sett og að lífsgæði fela meir í sér en bara bættan efnahag. Það að hafa landrými og óspjallaða náttúru eru líka lífsgæði. Því hafa margir séð annmarka á frekari nýtingu orkulinda landsins. Eins og gerist í mannlegu samfélagi vilja skoðanir manna skiptast í and- stæður sem eru sterkt með eða á móti. Sumir eru alfarið á móti öllum nýjum virkjunum. Einkum er þá að finna meðal þeirra kynslóða er aldrei hafa búið við annað en gnótt orku sem einmitt er tilkomin vegna þess sem virkjað var. Hinir eru færri (og e.t.v. af eldri kynslóð sem ólst upp í fátækt í lítt spjölluðu um- hverfí) sem vilja virkja allt sem hægt er og láta sig umhverfismál litlu skipta. Galdurinn er að sætta þessi sjónarmið. Öll hljótum við að vera sammála um að við viljum búa við sem mest lífsgæði, þar með talið landrými og tækifæri til að umgangast landið og njóta þess, auk góðs efnahags sem Umhverfismál Sú náttúruauðlind sem enn er ekki full- --------------7------ nýtt, segir Agúst Valfells, er orkan. leggur gi-undvöllinn að þessum tækifærum, t.d. með því að gera langtum fleinim en áður kleift að ferðast um byggðir og óbyggðir í eigin farartækjum. Orkulindir landsins geta staðið undir u.þ.b. fimmtán stóriðjuverum. Væru þær þannig fullnýttar gætum við trúlega búið við efnahagslega tvöfalt betri lífskjör en í dag, jafnvel með meira en 300.000 manns í land- inu. En væru það meiri lífsgæði? Sumii' eru á móti virkjunum vegna þess að þeir álíta að það skerði vaxt- armöguleika í ferðaiðnaði. Núna koma u.þ.b. 130.000 ferðamenn ár- lega til landsins. Ef þeir yrðu 260.000 skapaði það meiri hagsæld en ný stórvikjun? Jafnvel þótt svo væri megum við ekki gleyma því að mengun felst líka í of mörgum ferða- mönnum. Of mikið traðk og stór fjöldi ferðamanna dregur úr ánægj- unni af að skoða þá náttúru sem ferðamennirnir koma til að skoða. Þeir sem eru á móti frekari virkj- unum og stóriðju segja að virkja beri mannauðinn og upplýsinga- tæknina og leggja áherslu á þjón- ustugreinar. Því má svara, að vissu- lega eigum við meiri mannauð en nokkru sinni áður, sem ekki síst felst í vel menntaðri yngri kynslóð. En gleymum því ekki að mannauð- ur nýtist því eingöngu að menn nýti þekkingu sína til að umbreyta minni verðmætum í meiri, það er að nota tæknina til að nýta náttúruauðlind- ir, eða veita þjónustu sem nýtist mönnum. Menn lifa heldur ekki af þjónustu einni saman né upplýsing- um eingöngu. Frumþarfimar byggjast á framleiðslu, annaðhvort til eigin þarfa eða til að flytja út í skiptum fyrir þann varning sem við flytjum inn, bæði þann sem nauð- synlegur er og þann sem við æskj- um, enda þótt hann flokkist ekki undir nauðsynjar. Hinar hefðbundnu náttúruauð- lindir íslands, gróðurlendið, miðin og orkulindimar ásamt þeim mannauði er felst í duglegu, vel menntuðu og framtakssömu fólki skapa grunn fyrir sjálfbært efna- hagskerfi ef skynsamlega er að far- ið. Allir era þessir þættir samofnir og verða að skoðast í sameiginlegu ljósi. Sjálfbært efnahagskerfi getur verið sjálfbært þó að það sé við rýr- an efnahag einstaklingsins. Það get- ur líka verið sjálfbært við góðan efnahag hvers og eins. Ennfremur, ef við teljum landrými og ósnortna náttúru til lífsgæða, verðum við að gera upp við okkur hver við viljum að fólksjöldinn í landinu sé, en á undanfarinni öld höfum við meir en þrefaldast að höfðatölu. Framtíðin er undir okkur sjálfum komin, það er að segja, hvers við æskjum, hvaða lífsgæði við viljum búa við, hvernig við nýtum náttúru- auðlindirnar og mannauðinn á sem skynsamastan hátt. Þetta felur í sér spurninguna um hvernig við finnum jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og fólksfjölda í landinu. Höfundur er verkfræðingur. UMRÆÐAN Umhverfí, orku- vinnsla og efnahagur Ágúst Valfells Af norskum bókaverðlaunum ÞAÐ var með nokk- urri eftirvæntingu sem ég fór að fylgjast með bókaútgáfu í Noregi síðastliðið haust. Eg hélt alltaf að bókajólin væra séríslenskt fyrir- brigði en komst brátt að því að hér skipar bókin sinn fasta sess í jólagjafaflóðinu. I Þrándheimi, sem er borg á stærð við Reykjavík, era nokkrar stórar bókaverslanir. í september sá ég aug- lýsingu um bókakaffi í Mox-næss-bókaversl- uninni, sem er í miðjum bænum í ákaflega fallegu húsi og líkist mest ævintýrahöll. - Kaffi, hugsaði ég og leit í kring- um mig í yfirfullri versluninni á annatíma. En umrætt kvöld var búið að rýma til, raða upp stólum, koma fyrir sviði og nú upp- hófst lestur úr nýút- komnum bókum frá ýmsum forlögum. Þarna var lesið úr skáldsögum fyrir full- orðna, ljóðabókum og bókum fýrir stálpuð börn og unglinga. í hléi var boðið upp á kaffi, vöfflur og rjóma. Húsfyllir var og urðu margir að standa. í október buðu sömu menn enn á ný til bókakaffis og nú var þemað: Ast og sambúð (Kærlighet og samliv). Þá vora enn fleiri mættir. Sem ég sat í hléinu og japlaði á ókeypis vöfflunni minni fór ég að horfa í kringum mig og hugsa heim. Bókmenntir Allt sem maður rekst á í útlöndum og er gott, segir Kristín Steins- dóttir, langar mann til jess að taka með heim. Það er nú svo að allt sem maður rekst á í útlöndum og er gott langar mann til þess að taka með heim. Þarna hafði nýlokið lestri ung- lingabókahöfundurinn Anne B. Ragde sem er mjög skemmtilegur höfundur og náði vel eyrum áheyr- enda. Og ég fór að rifja upp upp- lestrarkvöldin heima. Úti á landsbyggðinni era þau gjaman blönduð, lesið úr bókum fyrir stálpaða krakka, unglinga og fullorðna. En einhvem veginn finnst mér að blandaðir upplestrar heyri til undantekninga á Reykja- víkursvæðinu. Er það misminni? Oftast er upplestri úr bókum fyr- ir börn þjappað saman í eina alls- herjardagskrá þar sem Tommi og Jenni fá gjarnan að vera með, nú eða jólasveinninn svona eins og til þess að trekkja, plata bömin til þess að koma! Einu sinni var ég beðin að lesa upp fyi-ir böm í Perlunni. Þetta var á jólaföstu. Þarna voru mættir nokkrir barnabókahöfundar og svo náttúrlega jólasveinninn. Hann söng fyrir bömin á eftir höfundin- um sem las á undan mér. Svo sagði sveinki: „Nú kemur rithöfundur og ætlar að lesa fyrir ykkur úr ægilega skemmtilegi'i bók en ég ætla að labba um salinn og spjalla við ykkur á meðan. Mér finnst nefnilega svo gaman að spjalla við böm.“ Svo lagði sveinki af stað með krakkana í halarófu á eftir sér og ég stóð ein eftir með þessa „ægilega skemmti- legu bók“. Þegar við höfundar förum í skól- ana og lesum þar höfum við engan jólasvein með okkur, heldur ekki Tomma og Jenna, og það gengur undantekningarlítið mjög vel. Mér hefur oft fundist að hvorki sé gert ráð fyrir því að börn hafi gam- an af venjulegum upplestri né því að aðstandendur bama og unglinga geti haft gaman af því að heyra á notalegu upplestrarkvöldi lesið úr bókum fyrir þessa aldurshópa. Og samt eru það í langflestum tilfellum fullorðnii' sem kaupa bækurnar. Er þeim þá treyst til þess að kaupa UTSAL Opið á laugardögum frá kl. 10 til 16. TSALA DTfflarion Jakkar kr. 5.000 Blússur kr. 2.800 Buxur kr. 2.800 Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 Kjólar kr. 3.800 Kristín Steinsdóttir bækur en ekki til þess að hlusta á lesið úr þeim? Hjá Mox-næss var enginn jóla- sveinn, töluvert af ungu fólki og margir fullorðnh'. Ég sá ekki betur en að allir skemmtu sér prýðisvel undir lestrinum. Er þá svona mikill líffræðilegur munur á Islendingum og Norðmönnum eða er það eitt- hvað annað sem ræður för? í nóvember var enn boðið til bókakaffis. Þá átti að veita Mox- næss-verðlaunin í fyrsta sinn, 20 þúsund norskar krónur eða sem samsvarar tæpum 200 þúsund ís- lenskum krónum. Þau verðlaun eiga að ganga til rithöfundar sem er í fullu fjöri og búsettur í Þrændalög- um. Hafi verið margt um manninn í september og október keyrði um þverbak í nóvember. I auglýsing- unni hafði verið tilkynnt að verð- launin færu til barna- og unglinga- bókahöfundar. Fjórir höfundar af fimmtán virkum voru komnir í úr- tak, lásu úr verkum sínum og sögðu frá rithöfundarferli. Síðan kom for- maður dómnefndar og veitti einum þeiira fjögurra, Thorvald Sund, verðlaunin. Þá ætlaði allt um koll að keyra og greinilegt að hann á marga aðdáendur jafnt meðal barna og fullorðinna. Ég spurði einn af aðstandendum verslunarinnar að því seinna af hverju þeir hefðu byrjað á því að veita barna- og unglingabókahöf- undi þessi verðlaun, sem eiga nú að verða árviss viðburður. Hann horfði dálítið hissa á mig eins og hann skildi mig ekki alveg en svaraði svo: „Af hverju ekki?“ Ég tek undir með honum: Af hverju ekki? Og enn varð mér hugsað þeim og nú síðast til útgefenda og íslensku bókmenntaverðlaunanna sem verða veitt á næstu dögum. Höfundur er rithöfundur og dvelur í Noregi ! I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.