Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 40
i»40 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Menningar- borg? „Þetta er eins og í dýragarbi þar sem öll dýr verða óð. “ Gamall Reykvíkingur um mannlíf [ miðbænum á helgarnóttum. iðbær Reykjavík- ur býr yfir mikl- um þokka - þótt þar séu mörg skipulags-“slys- in“. En það er eins og borgaryfir- völd hafí aldrei fyllilega gert upp við sig hvers konar miðbæ þau vilja. Það var vel til fundið á sín- um tíma að reyna að auka þar mannlíf á kvöldin með fjölgun veitingastaða - en sú stefna er fyrir löngu farin úr böndum. Það er sjálfsagt að hafa fjölskrúðugt skemmtanahald í miðbænum, en jafn sjálfsagt að hafa stjórn á þróun þess. Nú er svo komið að brýna nauðsyn sýnist bera til að fækka krám og knæpum í mið- bænum og reyna jafnframt að skapa þar forsendur fyrir versl- unarrekstri og búsetu fjölskyldna - gera bæinn VIÐHORF h'fvænlegan jafnt á degi Eftir Jakob F. sem nóttu. Þá Ásgeirsson væri ekki úr vegi í borg sem vill bera stimpilinn „menningar- borg“ að séð sé til þess að viðun- andi salernisaðstaða sé í miðbæn- um. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir hvernig „ástandið" er í miðbænum flestar nætur, en þó einkum um helgar (frá því upp úr miðnætti og fram undir morgun). Flestir virðast halda að hér sé um einhvers konar unglingavanda- mál að ræða sem stafi af mergð unglinga í bænum um helgar. En íbúar miðbæjarins sem ég hef tal- að við segja að svo sé alls ekki. Lætin stafí af almennum „skemmtana“venjum íslendinga og unglingarnir séu yfirleitt skátri hinum eldri. Lögreglu- menn viðurkenna að það sé svokölluð „útihátíðarstemmning" í miðbænum um nær hverja helgi. En hvar eru fjölmiðlarnir? Hvernig skyldi standa á því að skilbestu frásagnir um „ástandið í miðbænum" er að fínna í útlend- um blöðum? Vissulega er glöggt gests augað, en þessi staðreynd er þó til vitnis um brotalöm í ís- lenskri blaðamennsku. í útlandinu byggist blaðamennska mjög á því að fjölmiðlamir séu í sem mestu návígi við það sem er að gerast. Hér á landi er gjarnan setið við símann eftir að atburðirnir hafa gerst og þótt oft sé leitað til sjón- arvotta er stundum jafnvel látið við það sitja að spyija lögregluna eða talsmenn stofnana og sam- taka sem við sögu koma hverju sinni. Þegar íslenskir blaðamenn vilja vita um „ástandið í miðbæn- um“, fara þeir ekki sjálfír á vett- vang heldur hringja í lögregluna. Þar á bæ hafa menn nú búið sér til eins konar normalkvarða til að svara spurningum fréttamanna og ef enginn hefur verið stunginn á hol, engin nauðgun verið tilkynnt og ekki verið þörf á að kalla út aukavakt, þá hefur samkvæmt þeim kvarða verið tíðindalaust í miðbænum. Það er m.ö.o. orðið „normalt ástand" í bænum ef „úti- hátíðarstemmningin“ leiðir ekki til stórfelldra líkamsárása og glæpaverka. Langþreyttir íbúar miðbæjar- ins sem undanfarinn hálfan ann- an áratug hafa þurft að búa við stanslaust sukk og svínarí fyrir utan hús sín segjast mæta litlum skilningi hjá boi’garyfírvöldum og nú sé jafnvel svo komið að ráða- mestu borgarfulltrúarnir séu hættir að svara umkvörtunum þeirra. I huga borgarfulltrúa er „menningarástand" greinilega fólgið í hámenningu - listsýning- um og hljómleikum þar sem upp- ábúið fólk skálar i kampavíni, sbr. tilstandið allt fyrir árið 2000. Hvað sem því líður er ljóst að hér er um alvarlegan þjóðfélags- vanda að ræða sem löngu er kom- inn tími til að horfast í augu við. Svipað mun nefnilega vera ástatt um helgar í stærri bæjum úti á landi, svo sem á Akureyri, Akra- nesi, Isafirði og í Keflavík. Að- ferðh- lögreglunnar í New York, sem á fáum mánuðum tókst að hreinsa svo til í stórborginni að almenningur fer nú óhræddur um götur og neðanjarðarbrautar- stöðvar, myndu þó ekki nema að hluta eiga við hér á landi. Hér er ekki eiturlyfjalýður og melludólg- ar sem þarf að flæma burt heldur er það þjóðin sjálf sem í hlut á - „skemmtana“venjur landsmanna. Islendingar drekka einfaldlega illa og missa alla stjórn á sér full- ir. Fólk sem búið hefur í miðbæn- um á undanfórnum árum og fylgst með þúsundum dauða- drukkinna Islendinga þvæjast um göturnar, segja að fullum Islend- ingi fínnist greinilega sjálfsagt að kasta af sér vatni og ganga örna sinna á almannafæri, öskra og góla út í loftið, grýta flöskum og bjórdósum í götuna og helst brjóta og bramla allt sem á vegi hans verður. Við eigum í þessum efnum augljóslega margt sameig- inlegt með öðrum nýfíjálsum þjóðum sem reynst hefur erfítt að samsamast ýmsu sem kallast „siðmenning" og lærst hefur seint að umgangast áfengi. Þetta hefur utanríkisráðherra náttúrlega fundið á ferðalagi sínu um Afríku og vill hann nú sem óðast efla tengsl íslendinga við ættbálka ýmsa þar í álfu. Ensk kona vék sér að verslun- areiganda í Hafnarstræti fyrir ut- an verslun hans árla morguns þar sem hann var að skrúbba tröpp- umar og spurði: - Ert þú að þrífa upp hland? Já, verslunareigandinn varð að játa að hann væri við þá óskemmtilegu iðju. - Þetta er stórmerkilegt, sagði konan hneyksluð: Eg er hérna með sirkusnum og við erum búin að fara út um allan heim og höf- um aldrei upplifað neitt í líkingu við það sem gerist í þessum bæ. Það er ælt, migið og skitið jafnvel uppi á tröppum húsvagnanna okkar! Hvergi nokkurs staðar höfum við upplifað annað eins, aðra eins vanvirðingu fólks fyrir sjálfu sér og öðrum. Ef vondir drykkjusiðir eru fylgifískar nýfengins frelsis er víst lítið við þeim að gera annað en bíða þess að við höfum verið frjálsir lengur. Um vanda mið- bæjarins gegnir öðru máli, það er afmarkað vandamál sem má leysa ef pólitískur vilji er fyrir hendi. En núverandi borgar- stjórnarmeirihluti hefur greini- lega ekki þann vilja. Mætti því hugsa sér að einstaklingar grípi til sinna ráða, ekki síst að kvik- myndagerðarmenn geri krassandi heimildarmynd sem þeir reyni að selja sem víðast í „landkynningarskyni" til að pína borgaryfirvöld til aðgerða áður en kampavínsveislan stóra geng- ur í garð árið 2000. Imynd Islands þarf að styrkja VAXANDI skilning- ur er nú hér á landi sem og um allan heim á þeiri-i staðreynd að ósnortið land og villt náttúra er auðlind sem virða ber og varðveita. I mörgum löndum er nú unnið að verndun slíkra svæða, en fáar þjóðir eiga jafn mikla möguleika og við Is- lendingar í þeim efn- um. Njitum sérstöðuna Sérstaða Islands felst fyrst og fremst í einstæðri náttúru og því hve strjálbýlt landið er og stórir hlutar þess enn óbyggðir og lausir við mannvirki og rask. Þessi sér- staða er stærsti þátturinn í þeirri ímynd sem flestir vilja að landið hafi og sem er í æ ríkari mæli notuð sem gi-unnur undir uppbyggingu og eflingu atvinnuvega. Má þar nefna bæði ferðaþjónustu og mat- vælavinnslu, en í rauninni mætti nýta þessa sérstöðu á miklu víð- tækari og markvissari hátt. Rétt er að leggja áherslu á að hér er alls ekki verið að tala um að fylla þessi ósnortnu svæði af ferða- mönnum, heldur að benda á þann stóra þátt sem þau eiga í ímynd lands og þjóðar. Nýlegar rann- sóknir benda til að þessir mögu- leikar séu vannýttir, og helsta ástæðan er væntanlega sú að ímyndin er ekki nægilega afmörk- uð og skilgreind. Stórbrotið lands- lag, sérstæð náttúra og hreinleiki er engan veginn jafn einfalt og augljóst ímyndarmerki eins og t.d. Frelsisstyttan í New York eða Eif- feltmTÚnn í París sem allir tengja umsvifalaust við viðkomandi lönd. Oðru máli gegndi t.d. með „stærsta ósnortna víðerni í Evrópu“ sem flestir telja að sé að finna hér á landi. Hins vegar skortir skjalfest- an grunn undir slíka fullyrðingu og þarf að ráða bót á því. Hugtakið skilgreint Vorið 1997 samþykkti Alþingi tillögu Kvennalistans að fela um- hverfisráðherra að móta stefnu um varðveislu ósnortinna víðerna landsins og að stofnaður yrði starfshópur sem fengi það hlutverk að skilgreina hugtakið ósnortið víð- emi. Starfshópurinn skilaði niðurstöðu í febrúar 1998 ásamt greinargerð og nánari skýringum. Starfshóp- inn skipuðu dr. Jón Gunnar Ottósson, til- nefndur af Náttúru- fræðistofnun Islands, dr. Kristján Geirsson, tilnefndur af Náttúru- vemd ríkisins, Krist- ján Guðjónsson, til- nefndur af Landmæl- ingum Islands, Þór- oddur Fr. Þórodds- son, tilnefndur af Skipulagi ríkisins, og undirrituð sem var formaður. Verkefnið bauð upp á miklar at- huganir og umræður, enda ljóst að í raun er vart lófastór blettur á landinu, sem talist gæti ósnortinn nema helst þegar hann er hulinn nýfóllnum snjó. Ohugsandi er því Náttúruvernd Sem betur fer átta sig æ fleiri á þeim fjársjóði sem býr í náttúru lands okkar, segir Kristín Halldórsdóttir, og ekki síst ósnortnum víðernum þess. að nota orðið „ósnortið“ bókstaf- lega í þessu samhengi, heldur verð- ur að taka tillit til núverandi ástands landsins, þar sem beinna og óbeinna áhrifa meira en 1100 ára byggðar gætir um allt land. Kortleggjum víðernin Samkvæmt niðurstöðu starfs- hópsins er ósnortið víðerni land- svæði þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án álags vegna mannlegra umsvifa, sem er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum, sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar ein- vera og náttúrunnar án truflunar af mannvii’kjum eða umferð vél- knúinna farartækja á jörðu. I tillögunni um varðveislu ósnortinna víðerna sem fyrrgreind ályktun Aiþingis byggðist á var ekki aðeins kveðið á um skilgrein- ingu hugtaksins og mótun stefnu um varðveislu ósnortinna víðerna, heldur var þar gert ráð fyrir að slík svæði yrðu kortlögð. Sá þáttur til- lögunnar var felldur út í meðförum þingnefndar fyi’st og fremst vegna kostnaðar við slíkt verk. I tengsl- um við störf skilgreiningarhópsins var þó unnið gróft yfirlitskort sem gefur vísbendingar um þau svæði sem talist gætu ósnortin víðerni samkvæmt tillögunni. Ljóst er hins vegar að ekki verður hjá því komist að kortleggja þessi svæði nákvæm- lega til þess að styrkja varðveislu þeirra og leggja grunn að nýtingu þeirra sem mikilvægs þáttar í ímynd Islands. Við þingkonur Kvennalistans höfum því enn flutt tillögu á Al- þingi þess efnis að ósnortin víðemi Islands verði kortlögð. Gerð verði áætlun um verkefnið, umfang þess og kostnað, og nauðsynleg framlög mörkuð í fjárlögum. Til sóknar í atvinnu- og byggðaþróun Meginmarkmiðið með skilgrein- ingu og afmörkun ósnortinna víð- erna er að varðveita svæði þar sem náttúran ræður ríkjum og maður- inn kemur þangað eingöngu sem gestur. Mai’kmið með varðveislu slíkra svæða er: að taka frá sam- felld ósnortin svæði fyrir komandi kynslóðir, að tryggja óhefta þróun náttúru samkvæmt eigin lögmálum um ókomin ár, að viðhalda sam- felldum og ósnortnum svæðum til útivistar, rannsókna og fræðslu, að tryggja og treysta ímynd Islands sem óspillts lands með óspillta náttúru. Sem betur fer átta sig æ fleiri á þeim fjársjóði sem býr í náttúru lands okkar og ekki síst ósnortnum víðernum þess. Sá fjársjóður er ekki einungis fyrir augu og önnur skilningarvit að njóta, heldur er þar fólgin sú sérstaða sem getur nýst okkur til uppbyggingar og sóknar í atvinnu- og byggðaþróun, ef vel er á haldið. Höfundur er þingkona. Kristín Halldórsdóttir í Morgunblaðinu 8. janúar sl. birtist grein eftir Sverri Hermanns- son þar sem hann ít- rekar fullyrðingar sín- ar um að hundruðum þúsunda tonna af þorski sé hent í hafið árlega og sakar þar með Sjómenn og út- vegsmenn um stórkost- legan glæp, glæp sem ekki er framinn einu sinni, heldur á hverju ári sem þýddi að búið væri að henda 1.000.000-2.000.000 tonna af þorski, allt eft- ir því hvort tekið er 100 þús. eða 200 þús. tonna úrkast á hverju ári síðustu tíu árin. Sverrir vitnar til tveggja manna til sönnunar fullyrðingum sínum, þ.e. Jóns Sigurðssonar, fv. for- stjóra, og Hrólfs Gunnarssonar, fv. skipstjóra og útgerðarmanns. Það sem felst í ásökunum þessara þriggja manna er fullyrðing um að glæpamennirnir, hver og einn hinna 5.000 sjómanna á íslandi, hendi ár- lega 40 tonnum af þorski (og hver veit hvað miklu af öðr- um fiski) eftir að vera búnir að draga aflann úr sjó og allt þetta geri þeir af þrælsótta við útgerðarmenn; að út- gerðin geri út skip sín með ærnum kostnaði til að henda helmingi aflans og að allir þessir aðilar geri þetta þótt þeir viti að þeir séu að stórskaða framtíðar- tekjur sínar og þjóðar- innar. I Ijósi þessa mikla ætlaða magns og fjölda vitorðsmanna ætti ekki að vera erfitt fyrir Sverri og félaga að finna þess- um ásökunum stað og nefna hund- ruð dæma svo hægt sé að koma lög- um yfir slíkt athæfi eins og dæmi eru um að Fiskistofa hafí gert. Sverrir segir sjálfur að hann gjör- þekki sjávarútveginn svo að hann geti sjálfur fullyrt um þetta mikla frákast, hvernig má það vera? Hvað fær menn til að bera fram slíkar ásakanir á heila starfsgrein og starfsmenn hennar án þess að Fiskveiðar Gera menn sig seka um að nota kjaftasögur, spyr Sigurbjörn Svavarsson, til að sverta alla sjómenn og útgerðarmenn sér til framdráttar í pólitísk- um tilgangi? finna þeim víðtækan stuðning í dæmum sem hægt er að sannreyna? Draga þessir héiðursmenn kannski viljandi of víðtækar ályktanir af dæmum um skipstjóra eða útgerð- armenn sem hafa stundað þessa iðju á kvótalitium skipum sínum og gefa sér að allir séu sömu þrjótarn- ir? Gera þeir sig seka um að nota kjaftasögur til að sverta alla sjó- menn og útgerðarmenn sér til fram- dráttar í pólitískum tilgangi? Spyr sá sem ekki veit. En ef svo er, þá eru þeir minni menn af. Höfundur er fonnaður Útvegs- mannafélags Reykjavíkur og iít- gcrðarstjóri Granda hf. Fiski hent? Sigurbjörn Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.