Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 41

Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 41 Að vekja upp draug SÚ VAR tíðin endui- fyrir löngu, að öll dag- blöð á Islandi voru flokkspólitísk málgögn, sem hverju sinni skýrðu frá málefnum þjóðfélagsins eða skýrðu ekki, eftir því sem hinum pólitískt forrituðu ritstjóram þótti best hæfa þeim hagsmunum, sem þeir þjónuðu. Almennt skipti sannleikur þar ekki höfuðmáh. Honum var í það minnsta hnik- að til og hagrætt og á hann brugðið ijósi flokkslínunnar. Síðan era hðin ótal ár og draga má í efa, að nokkram hafi hugkvæmst, að sú póhtíska vanþróun, sem í þessu fólst á sínum tíma, mundi nokkum tíma ganga aftur. En nú hefur það gerst undir lok tuttugustu aldarinn- ar. Draugur hefur verið vakinn upp. Stjórnmálaskrif Fyrrverandi aðstoðar- maður forsætisráð- herra hefur ráðið sérstakan málaliða í stól ritstjóra DV, segir Jón Sigurðsson, til að vinna verkið, - skrifa flokkspólitískt litaðar fréttir og leiðara. Það hefur gerst hjá DV, þar sem Eyjólfur Sveinsson, fyi-rverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur ráðið sérstakan málaliða í stól ritstjóra DV til að vinna verk- ið, - skrifa flokkspólitískt litaðar fréttir og leiðara af því tagi, sem síðast mátti sjá í Tímanum, meðan hann var að deyja, kannski m.a. þess vegna. Fyrstu vitnisburðina er að fmna í DV 12. og 13. janúar. Fyrri daginn var forsíðufyrirsögn þvert yfír síðuna um meirihluta- fylgi Sjálfstæðisflokksins og undir- fyi’irsögn um að fylgið hiynji af Sveri-i. Tilefnið var skoðanakönnun blaðsins, þar sem um 63 % að- spurðra svöruðu og Sjálfstæðis- flokkurinn naut stuðnings helm- ings þeirra. Þetta eru rösk 30 % af heild og áhyggjuefni fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, því að flestir stuðn- ingsmanna hans gefa upp skoðun sína í svona könnun. Undirfyrirsögnin um hran í fylgi Svems er jafnfráleit og ber með sér greinilegan flokkspólitískan til- gang málaliðans. Mæling blaðsins á þessu fylgi er mjög léleg, svo lé- leg, að draga má í efa, að mismunir frá síðustu könnun hafí nokkra merkingu. Síðasta Gallupkönnun, mun vandaðri en könnun DV, gaf Frjálslynda flokknum tæp 4% þrátt fyrir aðeins 70% svöran. Staðhæfíngin um hran er þess vegna áróðurstilbúningur málalið- ans, því að Sverrir er hættulegur. Viðleitni málaliðans til að vinna sig í álit hjá þeim, sem réðu hann, með þessum fréttaflutningi verður hlægileg fyrir hvern þann, sem les og hugsar. En blaðið er ætlað hin- um, sem lesa einungis fyrirsagnir og hugsa alls ekki. Þetta er því afar ómerkileg blaðamennska, sem málaliðinn hefur tekið að sér, og af- flytur staðreyndir málsins. Framhaldið var að fínna í leiðara 13. janúar. Þar gefur að líta enn frekari dæmi um hvernig þessi pólitíski uppvakningur ætlar að vinna á síðum DV. Gert er lítið úr þeim 25% af fylgi þeirra, sem svör- uðu, sem mældist hjá samfylkingu jafnaðar- manna og stuðnings- flokkum hennar. Þetta er í leiðaranum talið áfall og til marks um, að samfylkingin sé vonlítil um fylgi í kosn- ingum, þótt sóknar- færi hennar séu viður- kennd. Ályktunin er fráleit, en hefur aug- ljósan flokkspóhtískan tilgang. Samfylkingin er eins og Svemr, hættuleg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Miðað við það, að innan við tveir þriðju hlutar spurðra svöraðu, er ekki fráleitt að álykta, að þessi skoðanakönnun gefi vísbendingu um 35 - 40% kjör- fylgi samfylkingarinnar meðal allra. Víst er um, að hlutur sam- fylkingarinnar meðal þeirra, sem ekki svöraðu er yfirgnæfandi í samanburði við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn. Þeir gefa sig nánast allir upp og margir stuðn- ingsmenn Sverris gefa sig upp sem sjálfstæðismenn. Yfirlýsingar leiðarans um að lið Sverris hafi misst vind úr sínum seglum, era hluti af þeim áróðri, sem uppi hefur verið frá forystu sjálfstæðismanna undanfarið, að hann sé hættur sínu brölti. En hann á eftir að draga upp sín segl og þá er að sjá hver hans byr verður. Skekkjumörk í fylgi Fijálslynda flokksins í svo ómerkilegri könnun með svo lítilli svöran era stór og engu að treysta um ærleg vinnu- brögð DV, þegar komið er út í önn- ur eins afturgöngu-vinnubrögð í pólitískri umfjöllun dagblaðs og hér virðast hafin. Það er ekki síst athyglisvert í umfjöllun málaliðans, hvernig hann heldur á niðurstöðunni, sem hann telur sig hafa í höndum um árang- ur græna framboðsins. Þar er greinilega verið að halda því að hugsanlegum stuðnings-mönnum fylkingar jafnaðarmanna, að vel- gengni Steingríms J. og félaga sé mikil. Það fylgi er enda stjórnar- flokkunum þóknanlegt. Þeir vita hina grænu þá kvótamenn, sem þeir eru, öldungis hættulausa og raunar nytsama að því leyti sem þeir reyta fylgi af samfylkingu jafnaðannanna. Það styrkir núver- andi stjómarflokka, svo í þeim anda skrifar málaliðinn. Höfundi þessarar greinar hefur í téðum skrifum DV verið gefin ein- kunn sérvitrings í liði Sverris Her- mannssonar. Þeirri einkunn kann hann vel. Sémtringar hugsa iðu- lega og segja það, sem þeir meina, án hagsmunatengsla. Þeh-ra skrif era ekki til sölu. Við, sem höfum flutt þann málstað um fiskveiði- stjóm, sem Sverrir Hermannsson hefur gert að sínum, vitum hvernig yfirgnæfandi meirihluti af fylgis- mönnum þess málsstaðar, sem við mælum fyrir, treystir sér ekki til að gera þá afstöðu sína opinskáa. Flestir þeirra munu ekki treysta sér til, af ýmsum og skiljanlegum ástæðum, að láta uppi raunvera- lega skoðun sína fyrr en í kjörklef- anum, þegar enginn sér til. Frétt DV 13. janúar um, að 75% þjóðarinnar séu ósátt við viðbrögð ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu er vísbending um þann djúpstraum, sem þjóðin fylgir, hvað sem mælist á yfirborðinu. Fróðlegt verður í framhaldinu að fylgjast með, hvernig sá hluti almennings, sem fylgist með og hugsar, tekur þess- ari nýbornu tegund af pólitískum draugagangi í blaðamennsku. Höfundur er fyrrverandi frainkvæmdastjóri. Jón Sigurðsson Hjönaband, sambúð og samskipti foreldra og barna UNDANFARNAR vikur hefur mikið ver- ið rætt um agaleysi í skólum og samskipta- örðugleika bama við foreldra og kennara. Þótt kveikjan að um- ræðunni nú séu ólæti í einum skóla í Reykja- vík era þau ólæti að- eins toppurinn á ísjak- anum, eins og komið hefur fram í máli kennara og annarra sem með fræðslumál fara. Við höfum heyrt ljótar sögur í fjölmiðl- um af ofbeldi sem við- gengst í skólum gagn- vart kennurum og sumir þeirra ótt- ast um öryggi sitt á vinnustað. Að ekki sé talað um öryggi þeirra nemenda sem lenda í einelti félaga sinna. Samskiptaörðugleikar virð- ast þannig vera mjög útbreiddir, þótt meirihluti nemenda séu þolendur en fáir komist upp með að „mobba“ fjöldann. Þegar leitað er að sökudólgum hefur ýmsum verið kennt um, kerfinu, takmörk- uðum úrræðum skóla til aga, léleg- um launum og lágu sjálfsmati kennara, en kannski fyrst og fremst foreldram. Reyndar er það svo að samskiptaörðugleikar ein- kenna ekki aðeins samskipti for- eldra og barna eða baraa og kenn- ara. Sýnir mikil aukning hjóna- skilnaða á undanfómum áram að samskiptaerfíðleikamir era líka meðal hinna fullorðnu. Sú spuraing hlýtur að vakna hvað það sé í þjóð- félaginu sem veldur þessari upp- lausn og þá aftur hvað sé til ráða til að vinna bót á því? Þótt hertar reglar um aga í skól- um séu efalaust af hinu góða taka þær aðeins á afleiðingunum en ekki orsökinni. Nauðsynlegt er að opna umræðuna um þetta ástand mála, fá fólk til þess að líta í eigin barm. Breyting í grasrót þjóðfélagsins, breyttur hugsunarháttur, breytt afstaða er nauðsyn. Veturinn 1996- 1997 var byrjað að halda svokölluð „Jákvæð námskeið um hjónaband og sambúð" á vegum Hafnarfjarð- arkirkju. í fyrstu var ætlunin að halda að- eins eitt námskeið fyr- ir jól og annað efth’, en eftirspumin var slík að námskeiðin urðu 8 og þau sóttu um 400 manns þann veturinn. Síðan hafa þessi nám- skeið verið haldin reglulega og sýnir að- sóknin að margir vilja leggja sitt af mörkum til þess að breyta sér og þar með þjóðfélag- inu. Námskeiðin era ætluð öllum sem era í hjónabandi eða sam- búð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt. A námskeiðunum er Agaleysi Nauðsynlegt er að opna umræðuna um þetta ástand mála, segir Þórhallur Heirn- isson, fá fólk til þess að líta í eigin barm. fjallað um samskipti foreldra og barna, stjórnun innan fjölskyld- unnar og hvernig þessi atriði end- urspeglast í hegðun barna og ung- hnga utan fjölskyldunnar. Farið er í gegnum helstu gildrar sambúðar- innar, hvernig fjölskyldumynstram hægt er að festast í, fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði. En fyrst og fremst kynna leiðbeinend- ur þær leiðir, sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig SÖLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar Við höfum sameiginlegt markmið • að þér gangi vel! Upplýsingar í síma S61 3530 og 897 3167 Þórhallur Heimisson styrkja má innviði fjölskyldunnar. Þau pör er taka þátt í námskeiðinu geta síðan skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að námskeiðinu lýkur, þyki þörf þar á. Einnig er vísað til presta og fagaðila er geta veitt nánari aðstoð, sé þess óskað. Þótt hér sé um að ræða námskeið fyrir hjón og sambúðarfólk er að sjálf- sögðu nauðsyn að halda slík nám- skeið fyrir alla foreldra, hvort sem þeir era í sambúð eða ekki. A ofan- greindum námskeiðum hafa þátt- takendur oft bent á að á mörgum vinnustöðum ríki mjög neikvætt andrúmsloft, baktal og samskipta- örðugleikar sem starfsmenn síðan taka með sér heim, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þannig eitrar andrámsloft vinnustaðai’ fjöl- skyldulífið. Nauðsynlegt er því að huga að aðstæðum hinna fullorðnu sem era fyrirmynd barnanna. Þetta allt er nefnt hér til að hvetja til þess að nú verði umræð- an ekki látin niður falla. Það verður að taka á þessum samskiptaörðug- leikum í þjóðfélaginu bæði hjá hin- um fullorðnu og börnunum og á vinnustöðum hvorra tveggja. Því fleiri sem að málinu koma og því almennari sem umræðan verður því betra. Það er, þegar til lengdar lætur, vænlegra til árangurs en hertar refsingar og viðurlög. Höfundur er prestur i Hafnarfjarðarkirkju. Upplýsingakerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun NÁMSKEIÐ OG LEIKHÚSHEIMSÓKN ENDURMENNTUNARSTQFNUN í SAMVINNU VIÐ PJÓÐLEIKHÚSIÐ Kvöldnámskeiö um Halldór Laxness og Sjálfstætt fólk hefst þriöjudag 26. janúar. Kennari: Halldór Guömundssen, mag.art. Fyrirlestrar, heimsókn á æfingar í Þjóöleikhúsinu, umræöur. Upplýsingar og skráning í síma 525 4923. ENDURMENNTUNARSTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS í®? ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.