Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 51 MINNINGAR + Sigfús Jónsscn fæddist á Ær- læk í Axarfirði 2. febrúar 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Gunnlaugsdóttir frá Hafursstöðum í Ax- arfirði, f. 11.10. 1893, d. 6.8. 1970, og Jón Sigfússon frá Ærlæk, f. 25. 1. 1887, d. 30.5. 1969. Systkini Sigfúsar eru Guðmundur Jónsson, f. 8.6. 1927, Svava Jónsdóttir, f. 4.8. 1928, og Oddný Rakel Jónsdótt- ir, f. 20.2. 1936, auk fósturbróð- ur, Sigurðar Antons Jónssonar, f. 28.5. 1929. Árið 1960 kvæntist Sigfús eig- inkonu sinni, Erlu Sigurðardótt- ur, f. 12. mars 1934, ljósmóður á Síðari heimsstyrjöldin breytti mörgu á íslandi. Skyndilega var ís- land í hringiðu heimsatburða og margra alda einangrun rofin með hersetu erlends vamarliðs. Því fylgdu margvísleg áhrif, ekki sízt þau, að miklir fólksflutningar áttu sér stað úr sveitum landsins í þétt- býlið, þar sem næga atvinnu var að fá og tækifærin blöstu við á öllun sviðum. Það var því ekki að undra, þótt unga fólkið streymdi suður. Norður í Þingeyjarsýslu fylgdist ungur drengur grannt með þessum þáttaskilum og skynjaði breyting- amar, ekki síst á tæknisviðinu, og hann var reiðubúinn að ganga út á vit ævintýranna. Þetta var Sigfús Jónsson frá Ær- læk í N-Þingeyjarsýslu, ungur efn- ismaður sem sterkir stofnar stóðu að. Upp úr 1950 réðst hann til starfa hjá varnarliðinu á Keflavík- urfiugvelli, en hóf fljótlega eftir það störf hjá Sölu varnarliðseigna að til- stuðlan Helga Eyjólfssonar, þáver- andi forstjóra fyrirtækisins, og stjórnaði innkaupa- og sölustjóra- starfi hjá Sölu varnarliðseigna alla fæðingardeild Landspítalans. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 1910, d. 1966, og Sigurður Ágúst Þorláksson, f. 1905, d. 1977. Börn Sigfúsar og Erlu eru tvö. Þau eru: 1) Jón Sigfússon, f. 2.5. 1961, framkvæmda- sljóri. Eiginkona hans er Hulda Mar- ía Mikaelsdóttir rit- ari og eiga þau þrjár dætur, Hildi, Huldu og Erlu Maríu. 2) Inga Dóra Sigfúsdóttir, f. 13.7. 1967, félagsfræðingur. Eiginmaður Ingu Dóru er Símon Sigvalda- son skrifstofustjóri og eiga þau tvær dætur, Erlu og Sonju. títför Sigfúsar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. tíð síðan - eða um hálfrar aldar skeið. Innflutningur bifreiða og vinnu- véla frá varnarliðinu og verktökum á Keflavíkurflugvelli skipti gríðar- lega miklu máli á árum áður meðan innflutningsfrelsi var takmarkað og höft ríkjandi. Stórar vinnuvélar og bandarískar bifreiðar vora fáséðar og því eftirsóttar hjá Sölu vamar- liðseigna. Sömuleiðis vora mann- virki á vegum varnarliðsins, sem af- hent vora íslenzkum yfirvöldum eft- irsótt, ekki sízt úti á landsbyggð- inni, þar sem bændur nýttu þau undir hlöður og geymslur. Mun vandfundinn sá Islendingur, sem þekkti betur til umsvifa vam- arliðsins hvað umsýslu eigna þess og einstaklinga, sem störfuðu á veg- um varnarliðsins, varðaði. Má nærri geta, að einstaklingur, sem stjórnar samskiptum milli Islendinga og Bandaríkjamanna á þessu sviði, þarf að sýna sanngirni og lipurð í starfi. Þeim eiginleikum var Sigfús Jónsson ríkulega búinn og minnist ég þess ekki, að nein klögumál af hálfu varnarliðsmanna hafi komið upp, sem rekja mætti til ósanngirni af hans hálfu. Þvert á móti fékk hann góðar umsagnir viðsemjenda sinna, án þess þó að slaka á kröfum vinnuveitanda síns. Sigfús Jónsson átti djúpar rætur í N-Þingeyjarsýslu. Hann var mikill náttúruunnandi og heimsótti æsku- stöðvar sínar hvenær sem færi gafst og gekk gjaman til rjúpna ásamt syni sínum Jóni á þeim slóð- um, þegar færi gafst. tíngur kynnist Sigfús eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Sigurðardóttur ljósmóður. Það var ást við fyrstu sýn á síldarplani á Raufarhöfn. Sú ást entist ævilangt. Samhentari hjón vora vandfundin og hlýja þeirra og ást á bömunum tveimur, Jóni og Ingu Dóra, og bamabörnum var ein- stök. Fyrir nokkram áram reistu þau hjón myndarlegan sumarbústað í Skorradal í Borgarfirði. Þar dvöldu þau hjón löngum í faðmi fjölskyld- unnar. Ég vissi að Sigfús hlakkaði til eftirlaunaáranna í þeim unaðsreit, sem Skomadalurinn og vatnið bauð upp á. Úr því verður ekki, því miður, en í anda sé ég hann fyrir mér kasta flugunni á spegilsléttu vatninu á heiðskíram degi, þar sem fjöllin, blár himinn og vatnið sameinast í eitt. Ég vil að leiðarlokum fyrir hönd samstarfsfólks Sölu varnarliðseigna þakka Sigfúsi fyrir trúmennsku og framúrskarandi vel unnin störf á liðnum árum. Hans er sárt saknað af samstarfsmönnum og viðskipta- vinum fyrirtækisins. Blessuð sé minning Sigfúsar Jónssonar. Alfreð Þorsteinsson. Elsku Sigfús frændi. Ég sé þig núna fyrir mér með hlýlegt brosið og væntumþykjuna í augunum og þannig mun ég alltaf muna eftir þér. Eg mun líka alltaf minnast þín fyrir velvild þína í garð annars fólks og hversu fallega þú alltaf talaðir um allt og alla. En þó að þú hafir kvatt okkur í bili þá ertu ekki farinn frá okkur því að við hugsum til þín öllum stundum, hugsum hlýtt til þín með þakklæti fyrir að hafa þekkt þig og átt þig að. Elsku Erla, Nonni og Inga Dóra, ykkar sorg er stærst. Megi góður Guð veita ykkur og öðram í fjöl- skyldunni styrk og æðraleysi. Ásthildur frænka. SIGFÚS JÓNSSON MARÍA HAFLIÐADÓTTIR + Jóhanna María Hafliðadóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 6. janú- ar 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi liinn 12. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 20. janúar. Mig langar með fá- einum orðum að minn- ast hennar Maju ömmusystur minnar. Mér fannst sárt að fá fréttir af láti hennar, og kannski treginn mestur vegna þess, að ég hafði ekki hitt hana frænku mína alltof lengi. Þeg- ar ég hugsa til Maju, stórglæsilegi’- ar, með hrafnsvarta hárið sitt - sé ég hana ýmist fyrir mér hressa og káta á Laugateignum, bjóðandi góð- gjörðir á báðar hendur, eða í mikl- um hlátur- og söguham, með ömmu og Petu í fermingunni minni. Nú eru þær allar gengnar, þessar þrjár konur, sem mér fannst svo ósköp vænt um. Það var mér afskaplega mikils virði, að þær kæmu allar í ferming- una mína, af því að ég hafði aldrei hitt skemmtilegri þrenn- ingu samankomna. Þær sögðu hver annarri skrautlegri og skemmtilegri sögur, og gerðu allan búning sagnanna ævintýri lík- astan. Svo var annað ævintýri að koma á Laugateiginn, þar sem ég sá myn dir af ótrúlegum dýram í fjarlægum löndum, og hún Maja frænka eða Bjössi frændi stóðu með á myndun- um. Þetta fannst mér stórmerkilegt fólk. Og þau áttu svo fallegt heimili og marga hluti, sem lítilli stelpu fannst svo undurgaman að skoða, og það var aldrei bannað. En fyrst af öllu átti öll þessi fjölskylda stór- Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfor hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. huga og hlýtt hjartalag, og því bera afkomendurnir fagurt vitni. Elsku frænka mín, nú ertu komin á góðan stað og hittir hann Bjössa þinn á ný, og þótt ég komist ekki suður til að fylgja þér, þá verður þú í hjarta mínu, með öllum hinum yndislegu ættingjum mínum, sem ég fékk þau forréttindi að kynnast og eiga svo lengi, en samt alltof stutt, en minningin er dýrmæt. Elsku Halli, Steinunn, Hilmar, Birna og fjölskyldur, megi algóður Guð styrkja ykkur og vera með ykkur öllum. Steinunn. Blómabwðin Cackv*3sk< ,om v/ FossvogsUi**i<jucjarð Sími: 554 0500 Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, móðursystir, systir og amma, ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Stekkjarhvammi 66, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðviku- daginn 20. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnar Halldórsson, Ingibjörg Ingimundardóttir, Ingimundur Guðmundsson, Oddný Sigrún Magnúsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Halldór Ragnarsson, Andrea Ó. Ólafsdóttir, Björgvin Ragnarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Gróa Ingimundardóttir systkyni og barnabörn. + Móðir okkar, BJÖRNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudag- inn 17. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Einar M. Einarsson, Jóhann S. Einarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR FRIÐFINNSSON, Borgartanga 1, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 20. janúar. Friðfinnur Einarsson, Lilja Pétursdóttir, Þórunn Ingibjörg Einarsdóttir, Vilhjálmur Bergsson, Einar Óskar, Elías Örn, Hafsteinn og Lilja Karlotta. + Vinur okkar, HANNES GARÐARSSON, Þormóðsgötu 20, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstu daginn 22. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþóra Gústafsdóttir, Hinrik Hinriksson. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR MATTHÍASDÓTTUR, Kópavogsbraut 1 b, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fimmtudaginn 14. janúar, fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, fimmtudaginn 21. janúar, kl. 13.30. Stefán Svavars, Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir og fjölskyldur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞÓRARINN MAGNÚSSON kennari frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Sigurður G. Þórarinsson, Kristbjörg U. Grettisdóttir, Ásmundur J. Þórarinsson, Birna Ó. Jónsdóttir, Linda, Curtis, Emil, Berglind, Lauga, Óskar, Beggi, Bjartey, Bryndís Björk, Rebekka og barnabarnabörn. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.