Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 53 ELÍAS ÞORKELSSON + Elías Þorkelsson fæddist í Efri-Ey 16. janúar 1910. Hann lést í Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 23. desera- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 30. desember. Elías Þorkelsson, íyiTum bóndi í Nýjabæ í Meðallandi, var greindur maður, varkár í orðum, forðaðist fuliyrðingar um menn og málefni að lítt athuguðu máli áður en hann tók afstöðu eða myndaði sér skoðun. Þegar hann hafði aldur til gekk hann í ungmennafélag Meðallend- inga en það var stofnað 1908 og var meðlimur þess meðan hann var bú- settur í sveitinni. Hann tók mikinn þátt í störfum þess enda var hann að upplagi mikill félagshyggjumaður og fylgdi ákveðið manngildishugsjón ungmannafélaganna. Sú afstaða hans var mótandi þáttur til fylgis hans við ýmis mál er rædd voru í sambandi við framtíðarmál sveitar- félagsins og þjóðarinnar í heild. Framsóknarfélaginu léði hann fylgi sitt og fylgdist náið með átök- um á sviði stjórnmálanna og baráttu launþeganna fyrir auknum réttind- urn sínum og launum. Ég minnist þess er ég var að al- ast upp í Meðallandinu á bernsku- og æskuárum mínum, að oft barst talið að spádómum um hvaða starf biði einstakra æskumanna og marg- ar ástæður lágu til slíkra dóma. Það var aldrei dregið í efa að Elías yrði áhrifamaður í félagsmálum, a.m.k. í sveit sinni. Hann, eins og margir ungir menn í Meðallandinu, kynntist félagsleg- um störfum og viðhorfum til þeirra í þeim héruðum þar sem þeir unnu, einkum að vetrarlagi. Að fara til út- vers var eins konar lausnarorð ungra manna auk þess sem því fylgdi nokkur fjárvon. Eh'as átti samskipta og aðstoðar að vænta suður með sjó þar sem fóðurbróðir hans var og önnur skyldmenni ná- komin. En það gat orðið ævintýri líkast að komast á þann ákvörðun- arstað. Leiðin var löng austan úr Meðallandi og vestur á Reykjanes á þeim árum. Oftast varð að ganga langar leiðir með farangur sinn á bakinu og hættur biðu í miðsvetrar- veðrum og torsóttum vegum meðan samgöngur voru á frumstigi. En út- versmenn settu ekki fyrir sig erfið- leikana sem kynnu að mæta þeim. Að lokinni fór lék ánægjusvipur á andlitum þeirra er þeir rifjuðu upp minningar frá þessum ferðum. Bemsku- og æskusveitin beið El- íasar og búnaðarstörf þar. Árið 1935 fluttu þeir feðgarnir Þorkell og Elías frá Efri-Ey og að Nýjabæ. Olafur Ingimundarson, sem hafði búið þar i 17 ár, brá þá búi sínu og flutti tii Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. A þeim árum var sú stefna ráðandi að nýta hverja jörð sem losnaði í ábúð til búsetu. Það þótti vel ráðið er þeir feðgamir Elías og Þorkell fluttu að Nýjabæ. Fyrstu tvö árin höfðu þeir bústýru sem annaðist störfin jnnan bæjar svo sem háttur var. Árið 1937 flutti til þeirra dugnaðar- og myndarkonan Sveinbjörg Ingibergsdóttir frá Mel- hól, sem hafði þénað víða og hlotið mikið lof fyrir dugnað og alhiða myndarskap. í janúar 1939 giftust þau Elías og Sveinbjörg. Heimili þeirra varð fljótlega þekkt fyrir gestrisni, greiðvikni og myndarskap og leiðir margra lágu til hinna ungu hjóna í Nýjabæ. Verkefnin sem biðu ungu hús- bændanna vora margvísleg. Dag- legar annir utanbæjar kröfðust tíma húsbóndans, lagfæringar húsa, viðhalds og endurbóta tækja og margs annars sem mætti sívökulum augum bóndans. Hann byggði rúm- gott og þægilegt íbúðarhús að nokkru til viðbótar við þau íbúðar- hús sem fyrir voru frá búskaparár- um fráfarandi bónda. Slátturinn beið síns tíma með frumstæðum tækjum sem varð að nýta þar sem engjar voru að litlu leyti véltækar og aldrei mátti slaka á eftirliti með búfénaði og öflun fóðurs. Löngum varð að hafa í huga takmörkuð fjár- ráð svo nýtni varð allsstaðar að vera í fyrirrúmi. Þótt húsmóðirin væri dugleg og hagsýn og nýtti tímann svo vel sem kostar var á fannst henni að dagarnir liðu of fljótt. Fjögur börn eignuðust þau hjónin á árunum 1940-1953, sem öll komust upp, nutu menntunar og starfa nú að margvíslegum störfum sem þau njóta fyrir álits vegna skyldurækni og alhliða trúmennsku. Það var margt sem beið í þágu sveitarinnar og Elías var kallaður til. Nokkur slík störf skulu nefnd hér. Hann tók virkan þátt í starf- semi Kaupfélags Skaftfellinga. Auk þess að vera fastur viðskiptamaður þess var hann fulltrúi félagsdeildar- innar í sinni sveit á aðalfundum fé- lagsins, en árlega var aðalfundur fé- lagsins haldinn í Vík eða Kirkjubæj- arklaustri. Þar kynntust tránaðar- menn og fulltrúar félagsins nánar er þeir ræddu framtíðarmál félags- ins. Trúnaðarmaður Sláturfélags Suðurlands í Meðallandinu var hann um skeið, formaður Búnaðar- félags Leiðvallarhrepps var hann í átta ár. Hann var meðal stofnenda Slysavarnadeildarinnar Happasæls í Meðallandi og var mörg ár í stjórn hennar, en hún var stofnuð 1939. I hreppsnend var hann kosinn 1950 og var í nefndinni til þess er hann flutti úr sveitinni. Þegar hér var komið sögu hafði Élías kennt nokk- urs sjúkleika um árabil sem gerði honum ómögulegt að stunda búskap svo þau hjónin ákváðu að bregða búi og flytja til Reykjavíkur 1959 eftir 22 ára búskap í Nýjabæ. Síðan þau fluttu þaðan hefur jörðin verið í eyði. Þau Eh'as og Sveinbjörg keyptu íbúð í Nökkvavoginum þar sem þau bjuggu um skeið en Elías vann dag- launavinnu hjá útgerðarfyrirtækinu Júpíter og Mars á Kirkjusandi. Þar naut hann óskipts trausts vinnuveit- anda fyrir dugnað og árvekni í störfum. Þama kynntist hann af- stöðu vinnufélaganna til baráttu- mála verkalýðsfélaganna og sóknar til bættrar launa og aukinna rétt- inda á mörgum sviðum. Á Kirkjusandi vann hann til þess er hann var nær sjötugur. Meðan þau hjónin héldu síðast saman heimili bjuggu þau í bjartri og fal- legri íbúð á Kópavogsbraut 16 þar sem þau undu vel hag sínum, þrótt- ur þeirra þvam smátt og smátt en börn þeirra íylgdust náið með líðan þeirra. Sveinbjörg dó á sjúkrahúsi hér í borginni 19. apríl 1996. Elías dvald- ist síðustu árin í Elli- og hjúkranar- heimilinu Klausturhólum á Kirkju- bæjarklaustri en þar dó hann 23. desember sl. Þessir kæra sveitungar og vinir eru horfnir. Ég minnist þeirra með virðingu og þökk fyrir ótaldar sam- eiginlegar ánægjustundir fyrr og síðar, um leið og við hjónin vottum börnum þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð okkar. Ingimundur Ólafsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 9, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 14. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Ingadóttir, Guðmundur Ingi Ingason, Guðmundína Ingadóttir, Júlíus Ingason, Bettý Ingadóttir, Ástríður Ingadóttir, Hulda Fríða Ingadóttir, Sigurður Ingason, Bragi G. Bjarnason, Sigrún Pálsdóttir, Þóra Árnadóttir, Valgarð Reinhardsson, Magnús Theodórsson, Sigurbjörn Þorleifsson, Sólrún Rögnvaldsdóttir. t Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR KORTSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. Matthías Matthíasson, Líney Sigurjónsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Jón Pétursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR KETILSDÓTTUR frá Gýjarhóli, Kópavogsbraut 1b. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA AÐALSTEINSDÓTTIR, Miklubraut 13, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 12. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Valgerður Jóna Sigurðardóttir, Hrafn Þórisson, Ragnar Aðalsteinn Sigurðsson, Nanna Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Stefán Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR, Engihlíð, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 23. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður á Hofi. Halldór Björnsson, Þorgeir Hauksson, Guðbjörg Leifsdóttir, Jóna Kristín Halldórsdóttir, Gunnar Smári Guðmundsson, Björn Halldórsson, Else Moiler, Ólafia Sigríður Halldórsdóttir, Þorsteinn Kröyer, Gauti Halldórsson, Halldóra Andrésdóttir og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, STEINDÓR J. BRIEM, síðast til heimilis í Unufelli 27, Reykjavík, sem andaðist á dvalarheimilinu Ási aðfaranótt sunnudagsins 10. janúar, verður jarðsunginn frá Skálholti, föstudaginn 22. janúar, kl. 14.00. Jarðsett verður á Torfastöðum. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Komið verður við í Fossnesti, Selfossi, kl. 13.00. Málfríður Jónsdóttir Briem, Guðrún Sigríður Briem, Guðmann Þ. Karlsson, Kristinn Geir Briem, Jón Briem. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT DAGBJARTSDÓTTIR, Höskuldarvöllum 19, Grindavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 14. janúar, verður jarðsungin föstudaginn 22. janúar kl. 14.00 í Grindavíkur- kirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Esther Þórðardóttir, Einar Guðlaugsson, Guðmundur Kjartansson, Bóthildur Sveinsdóttir, Þórður Magni Kjartansson, Stígur Karlsson, Eiríka G. Árnadóttir, Margrét Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Sauðá, Vatnsnesi, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnu- daginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju laugar- daginn 23. janúar kl. 14.00. Ellert Gunnlaugsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Sverrir Gunnlaugsson, Matthildur Birgisdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Þórunn Eiríksdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.