Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Grettir Hundalíf Ljjóska f/i/ilikur elt'mgaleik.ur.1^ lúibbur eltir k&nt/v/, ur eíiir 'kubb Oo $bdró } ■ Stebbi eUt/kcU<S V ' - A.mm'iro. Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fjárglæfrar virðast borga sig Frá Böðvari Böðvarssyni og Bjarneyju Sólveigu Gunnarsdóttur: í SUMAR, 25. ágúst, ski-ifuðum við bréf í Morgunblaðið undir fyrir- sögninni „Fjárglæfrar". Þar fjölluð- um við um fjárglæframann, stýri- mann á frystitogara, sem virðist geta valsað um bankaker’fíð að vild með hjálp annarra og án. Hefur hann komist upp með að fá fólk, bæði vini og fjölskyldu, til að bæði taka fyrir sig lán og einnig skrifa uppá fyrir sig, sem hann síðan læt- ur falla á viðkomandi, þannig að margir vita vart sitt rjúkandi ráð. Eru að minnsta kosti þrjár fjöl- skyldur í verulegum vandræðum vegna slíkra mála. Þá er ótalin móð- ir hans sem hann hefur, einsog í fyrra bréfinu kom fram, kúgað ár- um saman og veðsett eign hennar fyrir ótaldar milljónir. Einhver, sem ekki hafði kjark til að koma fram undir nafni, svaraði þessu bréfi okkar undir nafninu „móðir“ og sagði þetta ekki satt vera. Við viljum aðeins benda á upp- boðsauglýsingu í Dagblaðinu 30. des- ember 1998 þar sem sonur hennar ásamt Lífeyrissjóði sjómanna fer fram á uppboð á eign hennar vegna skulda sem hann sjálfur hefur stofti- að til og eru komnar í vanskil. Þessi maður virðist vera algjörlega ósnert- anlegur vegna sambanda sinna við ýmsa stjómmálamenn, sem virðast greiða götu hans við þessa svika- starfsemi án þess þó sennilega að vita hvað er á seyði. Undarlegt er að það fólk, sem lendir í hremmingum vegna starfsemi svona manna, virð- ist ekki hafa nokkum rétt til leiðrétt- inga sinna mála eða aðstoðar við að leita réttar síns. Lögreglan vísar okkur frá sér og segir þetta okkar einkamál. Okkur liggur við að kalla hluta af stétt lög- fræðinga „mafíu“ því að flestir þeir lögfræðingar, sem við höfum leitað til, segja með bros á vör: „Það verð- ur lítið mál að uppræta þetta“; síðan líður ekki langur tími þar til þögnin ein grúfir yfir og ekkert gerist. Bankastjóri hjá SPRON sagði að- stoð við eitt atriði ekkert mál, en svo þegar til átti að taka þá virtist einhver hafa togað í spotta og skyndilega var ekkert hægt að gera. Einum aðila, sem við vitum um og lent hefur í þessum mönnum, hefur verið þvælt fram og aftur í tæp tvö ár og sáralítið gerst í hans málum, nákvæmlega eins og gerst hefur með okkur. Einnig leikur granur á að mun fleira fólk hafi orðið fyrir eignatjóni vegna starfsemi þessa fjárglæfra- stýrimanns, vegna tengsla hans við lögmann fasteignasölu í Reykjavík, sem stofnuð var fyrir einu eða tveimur árum, sá hefur haldið hon- um, á óskiljanlegan hátt, á floti og stutt hann í þessu braski sínu í mörg ár. Við erum ekki að skrifa þetta til að vekja athygli á sjálfum okkur, heldur höfum við áhyggjur af því að þessi maður eigi eftir að leggja fleiri heimili og fjölskyldur í rúst. Við látum ekki slæva okkur eða sljóvga í þessu máli, sem hefur þó verið reynt ítrekað, við viljum aðeins að allir hafi aðgang að sama réttlæti. Eitt er þó víst að við hætt- um ekki fyrr en það gerist. BÖÐVAR BÖÐVARSSON, BJARNEY SÓLVEIG GUNNARSDÓTTIR, Suðurvangi 14, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. er í fullum gangi Gran Sasso peysur frá kr. 4.900.- Ttskuverslun « Kringlunni S-12 « Sími 5533300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.