Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 72
KOSTA með vaxtaþrepum 00 Kl NAMKBVNMNN www.bi.is 2 jr=3 AS/400 n ý t í s k u DB2 n e t þ j ó n n MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð og við Siglufjörð í gær 23 hús rýmd í Siglufírði 23 ÍBÚÐARHÚS voru íýmd á Siglufirði seint í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu sem talið var að myndi skapast í nótt með hvassri vestan- og norðvestanátt. Mikið snjóaði í gær á Siglufirði og átti að hvessa með nóttinni. í fréttatil- kynningu sem Veðurstofa íslands sendi frá sér klukkan 22 í gærkvöld, kom fram að snjóalög væru ótrygg, og veðurspá óhagstæð. Pví yrði grannt fylgst með snjóalögum og veðri. Almannavarnanefnd Siglufjarðai' og sýslumaður tóku ákvörðun um að íýma þrjú svæði bæjarins á fundi sínum í gærkvöldi. Hús voru rýmd í syðri hluta bæjarins auk efstu hús- anna við miðbik bæjarins. Að sögn Guðgeirs Eyjólfssonar sýslumanns á Siglufirði fór fólk ýmist í heima- hús, á gistiheimilið eða á hótelið í bænum. Það voru samtals 49 íbúar húsanna sem rýma þurfti, sem urðu að finna sér næturskjól annars stað- ar í gærkvöld. Að sögn Guðgeirs er þetta í fyrsta sinn í tvö ár sem slík rýming er framkvæmd. Hætta er á að snjó- flóð falli úr Strengsgili, Gimbra- klettum eða Fífladölum. Aimanna- varnanefnd og sýslumaður reiknuðu með að meta hættuna á ný snemma í morgun. Nokkur lítil snjóflóð féllu um kvöldmatarleytið í gær milli Dalvík- ur og Ólafsfjarðar, rétt norðan við' Sauðanes og fóru tvö yfir veginn. Veginum var lokað og mun lögi’egl- an huga að stærð flóðanna nú ár- degis. Þrjú snjóflóð féllu víðar í gær Snjóflóð féllu síðdegis í gær á vegina um Óshlíð og Súðavíkurhlíð í ísafjarðardjúpi og á Siglufjarðai'- veg. Vegna veðurs og snjóflóða- hættu ákvað Vegagerðin að opna hvorki veginn milli Súðavíkur og Isafjarðar né milli Siglufjarðar og Fljóta. Síðdegis í gær féllu snjóflóð í Súðavíkurhlíð og lokaðist vegurinn milli Súðavíkur og ísafjarðar. Sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðar- innar og lögreglu á ísafirði voru flóðin ekki talin stór en vegna veð- urs og snjóflóðahættu ákvað Vega- gerðin að opna ekki veginn í gær. Lítil snjóflóð, svokallaðar spýjur, féllu einnig á Óshlíð, yfir veginn milli ísafjarðar og Bolungarvíkur en Vegagerðin opnaði veginn þar um kvöldmatarleytið. Rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi var tilkynnt að snjóflóð hefði runnið yfir Siglufjarðarveg, á milli bæjar- ins og Strákaganga. Flóðið var talið 3-4 metra þykkt á veginum. Hríð var í Siglufirði og ákvað Vegagerðin að opna ekki veginn í gærkvöldi. Víkurskarð rutt VÍKURSKARÐIÐ var ófært fram að hádegi í gær en hér er siyóruðningstæki að blása burt síðasta haftinu áður vegurinn opnaðist. I kjölfarið var skiltið sem sést á myndinni fjarlægt. ■ Vegurinn/14 'JOSA/ATNSí'KAJl ði f VEdNA' Sp, 3NJÓfL(FuHÆTpV Morgunblaðið/Kristján Prófkjör Framsóknar Valgerður efst á Norð- urlandi eystra VALGERÐUR Sverrisdóttir al- þingismaður varð í efsta sæti í próf- kjöri Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra en Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, lenti í því fjórða. Um 2.500 framsóknarmenn og stuðningsmenn tóku þátt i prófkjör- inu en atkvæði voru talin í gær- kvöldi. Valgerður Sverrisdóttir, al- þingismaður frá Lómatjörn, varð í fyrsta sæti með 1.343 atkvæði í það sæti. Daníel Árnason, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, varð í öðru sæti með 1.493 atkvæði í tvö efstu sætin og Elsa Friðfinnsdóttir, lektor á Akureyri, í þriðja sæti með 1.701 atkvæði. Jakob Björnsson varð í fjórða sæti, fékk 1.844 at- kvæði. I fimmta sæti varð Axel Yngvason með 1.090 atkvæði og Bernhard Steingrímsson í því sjötta með 1.089 atkvæði. --------------- Norðurland vestra _ Páll og Arni í efstu sætum PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra varð í efsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra og Árni Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðar- maður hans, í öðru sæti. í prófkjörinu greiddu 2.290 at- kvæði. Páll Pétursson fékk 1.705 at- kvæði í fyrsta sæti. Ámi Gunnars- son frá Flatatungu varð annar, fékk 943 atkvæði í tvö efstu sætin. Helsti keppinautur hans, Herdís Á. Sæ- mundardóttir, formaður byggða- ráðs í Skagafirði, fékk 750 atkvæði í það sæti. Framsóknarflokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu. Herdís varð í þriðja sæti með 955 atkvæði og Birkir Jón Jónsson frá Siglufirði fjórði með 1429 atkvæði. Talningu atkvæða í önnur sæti var ekki lokið þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir frá talningarstað. Körfuknattleikur 1,4 millj. kr. í félagaskipti VARLA hefur liðið sú vika í vetur að ekki hafi einhver erlendur körfuknattleiksmaður hér á landi verið sendur heim og annar komið í staðinn. Þetta hefur haft slæm áhrif á íþróttina og eins komið mjög við pyngju félaganna. Dæmi er um að félag hafi fengið fjóra leikmenn á tímabilinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa 45 erlendir körfubolta- menn komið til landsins það sem af er tímabilinu, sem er þó aðeins rétt hálfnað. Gjald vegna félagaskipta hvers leikmanns er 30 þúsund krón- ur. Félögin hafa því greitt samtals um 1,4 milljónir fyrir félagaskipti í vetur vegna erlendu leikmannanna. ■ Félögin... / C1 ■ Brottfallið... / C4 VSÓ-ráðgjöf á Akureyri veitir stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Kína ráðgjöf Kemur að byggingu stærsta fiskvinnsluhúss í heimi VSÓ-ráðgjöf á Akureyri hefur í samvinnu við Marel hf. og Istak hf. unnið að frumhönnun á stórri fiskvinnslu í Kína. Miðað er við að fyrir- tækið geti framleitt 60 þúsund tonn af afurðum á ári. Gangi áform eigenda fyrirtækisins eftir verð- ur þetta trúlega stærsta fiskvinnsluhús í heimi. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri VSÓ- ráðgjafar á Akureyri, sagði að VSÓ-ráðgjöf hefði ásamt samstarfsaðilum skilað inn frumhönnun á fiskvinnsluhúsinu seint á síðasta ári. Eigendur kínverska fyrirtækisins, sem er meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Kína, hefðu komið hing- að til lands í kjölfarið til að skoða íslensk fisk- vinnslufyrirtæki. „Við erum að leggja til nýjar lausnir sem eru Starfsemin byggist á frosnum Alaska-ufsa nokkuð framandi í Kína. Þær eru kannski fram- andi hér líka vegna þess að við þurfum að taka tillit til lágs launakostnaðar í Kína. Eigendurntr óskuðu eftir að VSÓ-ráðgjöf á Akureyri héldi áfram að vinna með þeim sem ráðgjafar. Staðan er þannig núna að þeir hafa keypt land undir verksmiðjuna í Kína og ætla að byggja þar fisk- vinnslufyrirtæki. Málið er þó enn á frumstigi. Þeir eru að skoða áætlanir og önnur gögn um málið og munu í framhaldi af þvi ákveða næstu skref,“ sagði Magnús. Magnús sagði að áætlanir kínverska íyiirtæk- isins byggðust á því að vinna frosinn Alaska-ufsa, sem kemur frá þeirra eigin skipum, en einnig skipum frá Rússlandi, Japan, Bandaríkjunum og Kóreu. Afurðirnar yrðu seldar í Kína og víðar. Magnús sagði að þetta fyrirtæki hefði m.a. keypt fisk frá Islandi og selt fisk til íslensku fiskrétta- verksmiðjanna í Bandaríkjunum og Bretlandi. VSÓ-ráðgjöf á Akureyri hefur einbeitt sér að verkefnum erlendis. Það hefur undanfarið m.a. unnið að verkefnum á Grænlandi bæði fyrir grænlensk fyrirtæki og grænlensku heimastjóm- ina. Núna er fyrirtækið m.a. að vinna að verkefni sem miðar að ráðgjöf um veiðar og vinnslu á loðnu við Vestur-Grænland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.