Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 1
46. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Liðsafnaður Serbíuhers veldur áhyggjum Pristina, Belgrad. Reuters. HÁTTSETTUR fulltrúi NATO kvaðst í gær hafa áhyggjur af mikl- um liðsflutningum serbneska hers- ins. Leiddi hann að því líkur að Ser- bar hygðust leggja til atlögu gegn UCK, í því augnamiði að „þurrka út“ andspyrnu Kosovo-Albana gegn Serbíustjórn, áður en fulltrúar stríðandi fylkinga hittast aftur 15. mars í Frakklandi eða strax í kjöl- far viðræðna, fari þær út um þúfur. Leiðtogar Kosovo-Albana hafa ákveðið að setja á fót bráðabirgða- stjórn í héraðinu í kjölfar friðarvið- ræðnanna í Rambouillet í Frakk- landi, þar sem réttur Kosovo til sjálfstjórnar var viðurkenndur, að sögn fréttastofu Frelsishers Kosovo (UCK) í gær. Komust leiðtogar UCK og hófsamra Kosovo-Albana að samkomulagi um þetta á þriðju- dag, að sögn fréttastofunnar, og fer fulltrúi UCK fyrir stjórninni. Telst þetta til nokkurra tíðinda enda hafa samskipti leiðtoga þriggja fylkinga Kosovo-Albana hingað til einkennst nokkuð af innbyrðis átökum. Margir fréttaskýrendur létu í gær í ljós þá skoðun að niðurstaða Rambouillet-viðræðnanna þýddi í raun að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, hefði enn einu sinni haft vesturveldin að háði og spotti. Var það mat fréttaskýrenda að Milosevic hefði ekkert gefíð eft- ir en samt sem áður tekist að kom- ast hjá loftárásum Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem hótað hafði verið skrifuðu Serbar ekki upp á samkomulag við Kosovo-Al- bana. ■ Segja rússneska ráðsnilld/22 18 hafa farist í snjóflóðum í Austurríki sfðastliðna tvo daga * Loftárásir á Irak Tuttug'u enn saknað Vín, Landcck. Reuters. Mesta fannfergi í svissnesku og austurrísku ölpunum í 40 ár TVEIR létust og fímm manns er saknað eftir að snjóflóð féll í gær á fjögur hús í Valzur á milli skíða- bæjanna Ischgl og Galtiir í Austur- ríki, en 16 manns fórust í snjóflóði sem féll á Galtiir í fyrradag. Alls er 20 manna enn saknað eftir snjó- flóðin tvö í gær og fyrradag. Tals- maður austurríska hersins sagði flóðið í Valzur hafa verið 200 metra breitt og tíu metra djúpt. Ekkert lát er á snjókomu í Sviss og vestur- hluta Austurríkis og áætlað að um 60.000 manns séu innlyksa vegna fannfergis í löndunum tveimur. Brottflutningur fólks hafinn I gærmorgun létti nægilega til í svissnesku ölpunum til þess að hægt væri að flytja hundruð manna með herþyrlum frá af- skekktum fjallaþorpum, sem hafa verið einangruð vegna snjóa. í Austurríki var einnig hægt að hefja brottflutning ferðamanna sem orðið hafa innlyksa í skíða- þorpum í vesturhluta landsins og var flogið með sálfræðinga inn á svæðin til þess að veita áfallahjálp vegna hamfaranna. Tókst að flytja 400 manns á brott frá snjóflóða- svæðinu áður en veður hamlaði þyrluflugi á ný. 60.000 manns innlyksa í Sviss og Austurríki Þjálfaðir björgunarsveitarmenn komust til Galtiir í gærmorgun eft- ir 15 klukkustunda ferð. Leitar- menn fundu engan á lífi í flóðinu í gær. Fimmtán manns var enn saknað í Galtiir í gærkvöldi. Björg- unarmenn þurfa að grafa sig í gegnum 5 metra háan snjóskafl til þess að komast til botns í flóðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni eru flestir þeirra sem enn eru ófundnir frá Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. Fjöldi sjálfboðaliða lagði leitarmönnum lið við björgunarstörfin í Galtur í gær í örvæntingafullri leit að fólki á lífi. „Þetta var ekki snjór, heldur eins og steinsteypa," sagði hol- lenskur ferðamaður í sjónvarpsvið- tali. Samgöngur hafa rofnað í vestur- hluta Austurríkis, þar sem um 20.000 ferðamenn hafa verið inn- lyksa í átta daga vegna fannfergis og snjóflóðahættu. I Sviss hafa um 40.000 manns komist hvergi vegna veðurhamsins og snjóflóðahætt- unnar. 49 farist í snjó- flóðum í febrúar Staðfest er að 49 manns hafi farist í snjóflóðum á meginlandi Evrópu í þessum mánuði. Flóð hafa einnig fallið í Bæjaralandi í Þýskalandi og Gotthard-göngin í Sviss eru enn lokuð vegna snjó- flóðahættu við þau. Annars staðar í Evrópu olli mikil úrkoma og bráðnandi snjóalög flóðum. I Rúm- eníu fóru járnbrautarteinar og veg- ir í kaf vegna vatnsflóða á um 20.000 ferkilómetra svæði við landamæri Ungverjalands. Almenningi þykir snjóflóða- varnir hafa skort Freyr Þórðarson, fréttaritari Morgunblaðsins í Salzburg, segir ít- arlega fjallað um snjóflóðin í aust- urrískum fjölmiðlum. „Það er nokk- ur hiti í mönnum. Fólki þykir snjó- flóðavamir hafa skort og er óánægt með að ekki skuli hafa verið hægt að spá fyrir um flóðin," segir Freyr. ,A hitt ber að líta að í Galtúr hefui- snjóflóð ekki fallið í manna minnum og húsin sem lentu í flóðinu þar eru öll á svokölluðu grænu svæði, þar sem óhætt á að vera að byggja." Einnig segir hann kvartað yfir því að dregist hafi úr hófi að lýsa yfir hættu á snjóflóðum og ferðamenn fái ekki nægar upplýsingar um hina miklu hættu sem hér sé á ferð. ■ Sextán látnir/24 ■ Snjófióðahætta/24 ■ Ekki talin hætta/25 Obreyttir borgarar sagðir hafa farist Bagdad. Reuters. STJÓRNVÖLD í írak sögðu banda- rískar orrustuflugvélar hafa gert loftárásir á svæði fyrir sunnan höf- uðborgina Bagdad í gær þar sem engin hemaðarleg skotmörk væri að finna. Óbreyttir borgarar hefðu farist og særst í árásunum en ekki kom fram hversu margir þeir væru. Bill Clinton, for- seti Bandaríkj- Bin ciinton anna, sagði hins vegar að skotið hefði verið á bandarískar herflugvél- ar á eftirlitsfiugi á flugbannssvæðinu og þær svarað í sömu mynt. „Það er auðséð að Irakar reyna að ná tákn- rænum sigri með því að skjóta niður eina af vélum okkar,“ sagði forset- inn. „Líklega í því augnamiði að hræða okkur frá því að framfylgja flugbanni Sameinuðu þjóðanna.“ Yfirmaður írösku fréttastofunnar INA greindi frá því að orrustuflug- vélar hefðu flogið yfir 33. breidd- argráðu og gert árás á byggð í 20 km fjarlægð frá Bagdad: „Flugvélarnar skutu nýrri tegund flugskeyta sem ekki hefur verið notuð áður, þremur skeytum, einu gátum við grandað en tvö lentu á íbúabyggð með þeim af- leiðingum að nokkrir óbreyttir borg- arar fórust og aðrir særðust.“ Ekki var greint nánar frá atburðum en þess látið getið að um alvarlega stig- mögnun loftárása væri að ræða. ♦♦♦ 61 fórst í flugslysi Peking. Reuters. FARÞEGAÞOTA frá flugfélaginu China Southwest Airlines fórst yfir austurhluta Kína í gær og létust allir um borð. Líklegt er talið að spreng- ing hafi orðið í vélinni, en rannsókn á tildrögum slyssins er ekki lokið. Flugvélin, af gerðinni Túpolev Tú- 154, fórst um 30 kflómetra frá áfangastað sínum, sem var hafnar- borgin Wenzhou. Þangað var hún á leiðinni frá borginni Chengdu. Um borð í vélinni voru fimmtíu farþegar og ellefu manna áhöfn, öll af kín- versku bergi brotin. Veður var heiðskírt og engin sjá- anleg vandræði er vélin fórst síðdeg- is í gær, að sögn talsmanns flug- málayfirvalda í Kína. BJÖRGUNARMENN leituðu árangurslaust að fólki á lífi í snjóflóðinu í GaltUr í gær. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.