Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 4

Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KALLA varð eftir aðstoð tækjabfls Slökkviliðsins í Reykjavík til að ná hjónunum úr bifreið sinni. Jarð- sprengju- banni fagnað i KIRKJUYFIRVÖLD víða um J heim hafa verið hvött til þess að ! láta hringja kirkjuklukkum á há- degi mánudaginn 1. mars til að fagna því að þá gengur í gildi bann á jarðspi'engjum. Biskup íslands hefur í bréfi til presta hvatt þá til að láta þá hringja kirkjuklukkum. Alþjóðleg samtök um bann við jarðsprengjum hafa hvatt til þess- arar samhringingar kirkju- klukkna. Vitað er um þátttöku kirkna í Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Sviss. Með hringingunni er því fagnað að 1. mars gengur í gildi bann við notkun á jarðsprengjum sem samþykkt hefur verið í 133 löndum. Gerist það nú, sex mánuð- um eftir að 40 ríki hafa fullgilt bannið. Island hefur samþykkt bannið en Alþingi á eftir að stað- festa það. Umhverfísráðherra um þá ákvörðun að skrifa ekki undir Kyoto-bókunina Vonast eftir að Island verði aðili að bókuninni Tvennt á slysadeild HJÓN á sjötugsaldri voru flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á áttunda tímanum í gænnorgun eftir að bifreið þeirra lenti í hörð- um árekstri við Iögreglubifreið á mótum Egilsgötu og Snorrabraut- ar í Reykjavík. Karlmaðurinn, sem var ökumaður bifreiðarinnar, mjaðmagrindarbrotnaði meðal annars en konan hlaut mun minni áverka, að sögn læknis á vakt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Hvorugt þeirra er talið í lífshættu. Tildrög slyssins voru þau, að sögn Lögreglunnar í Reykjavík, að fólksbifreiðinni var ekið aust.ur Egilsgötu og er hún ók yfir Snorrabraut, á grænu ljósi, skall á henni lögreglubifreið, með blikk- andi ljósum, sem ók yfir á rauðu ljósi. Lögreglubifreiðin var í neyð- arútkalli. Lögreglumennina sakaði ekki en bfll þeirra er talsvert skemmdur. Fólksbifreið hjónanna er hins vegar talin ónýt. GUÐMUNDUR Bjarnason um- hveyfisráðheri'a segist vonast eftir að Island gerist aðili að Kyoto-bók- uninni. Það hafi hins vegar verið sameiginleg niðurstaða ríkisstjórn- arinnar að það væri ekki rétt að undirrita bókunina strax. Hann segir að um þetta hafi verið skiptar skoðanir meðal íslensku samninga- mannanna, sem tóku þátt í störfum loftslagsráðstefnanna í Kyoto og Buenos Aires. Guðmundur sat ekki fund ríkis- stjómarinnar sl. þriðjudag þegar endanlega var ákveðið að undirrita ekki bókunina fyrir 15. mars, en þann tímafrest ákváðu þátttöku- þjóðir. Hann sagðist hins vegar hafa tekið fullan þátt í undirbún- ingi málsins, en ítarlega hefði verið farið yfir kosti og galla þess að undirrita bókunina á þessu stigi. Skiptar skoðanir meðal samningamanna „Ég hef áður lýst þyí yfir að ég vonaðist til þess að ísland gæti orðið aðili að samningnum og full- gilt hann að lokum. Ég taldi hins vegar að ríkisstjómin yrði sameig- inlega að komast að niðurstöðu um það hvenær væri heppilegast að undirrita bókunina,“ sagði Guð- mundur. Aðspurður sagði Guðmundur rétt að það væru skiptar skoðanir um það hvort þessi niðurstaða, að undirrita ekki bókunina að sinni, styrkti samningsstöðu Islands eða veikti hana varðandi möguleika okkar til að fá samningsaðila okk- ar til að samþykkja íslenska ákvæðið svokallaða, en það fjallar um undanþágu smárra hagkerfa, sem nota endurnýjanlegar orku- lindir, frá ramma bókunarinnar. Hann sagði að samningamenn Islands hefðu ekki verið á einu máli í þessu efni. Embættismenn- irnir hefðu lagt minnisblöð fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem velt væri upp kostum og göll- um í málinu og stjórnin hefði m.a. á grundvelli þeirra tekið ákvörðun í málinu. Guðmundur sagði að næsti fund- ur um loftslagssamninginn yrði haldinn í Berlín í sumar. Hann sagði að íslensk stjómvöld vonuð- 1 ust eftir niðurstöðu á fundinum, en það væri allt eins líklegt að umfjöll- un um íslenska ákvæðið lyki ekki þar. Hann sagði að tregðu gætti hjá aðildarþjóðunum að taka eitt atriði út úr og klára það. Þjóðimar vildu sjá heildarmyndina fyrir sér áður en þær mótuðu endanlega af- stöðu til einstakra atriða. Rannsókn á innra skólastarfí og aðstæðum skólabarna í 10. bekk í Reykjavík SKÝRINGA á mismun milli skóla hvað varðar tneðaleinkunnir á sam- ræmdum prófum í 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur er frek- ar að leita í bakgrunni íbúa í hverf- unum en í mismun á innra starfi skólanna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem Elsa Reimars- dóttir og Hildur Björk Svavars- dóttir hafa unnið og er efni BA-rit- gerðar þeirra í félagsfræði við Há- skóla íslands. Þættir á borð við menntun og starfsstétt íbúa í skólahverfi reyndust fremur tengj- ast hárri meðaleinkunn skólans en þættir sem tengjast skólanum sjálfum, svo sem framboð á stuðn- ingi við nemendur, og óheimilar fjarvistir nemenda, sem þó höfðu marktæk áhrif til lækkunar á með- aleinkunil. Hlutfall háskólamenntaðra íbúa í skólahverfum borgarinnar var frá 4% til 41%. Dreifing meðaleinkunna skólanna sýndi að tengsl þessa við einkunnir væru sterk. Einnig kom fram marktækur munur milli starfsstétta íbúa og einkunna. Rannsóknin var þannig unnin að fengnar voru upplýsingar um það sem snýr að starfi skólanna frá skólastjórnendum þeirra 20 grunnskóla í Reykjavík, að frá- töldu Kjalarnesi, sem hafa nem- endur í 10. bekk. Notaðar voru op- inberar upplýsingar um meðalein- kunnir skólanna á samræmdum prófum. Hvað varðar bakgrunnsupplýs- ingar um íbúa skólahverfanna - s.s. Bakgrunnur skýrir mun á meðaleinkunn menntun, starfsstétt, vinnutíma, fjölskyldutekjur og barnafjölda á heimili - var byggt á gögnum úr könnunum frá Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands sem náði til allt að 1.384 svarenda. Fyrsta rannsókn á innra starfi og bakgrunni nemenda Samkvæmt ritgerðinni, sem ligg- ur frarami í Þjóðarbókhlöðunni, er ' þetta fyrsta rannsóknin hérlendis þar sem reynt er að meta bæði innra starf skólanna og bakgrunn íbúa í skólahverfum. Af þeim þáttum sem kannaðir voru í starfi skólanna komu aðeins fram marktæk áhrif fjarvista á ein- kunnir. Þau áhrif birtust þannig að því lægra sem hlutfall óheimilla fjarvista nemenda úr kennslu- stundum var því hærri voru meðal- einkunnir í skóla. Fjarvistarhlut- fallið var frá 0,07% í Hvassaleitis- skóla og upp í 2,85% í Breiðholts- skóla. I 6 skólanna voni óheimilar fjar- vistir nemenda minni en 1% af kennslustundum og í 5 skólanna voru þær meiri en 2%. Tekið er fram að í sumum skólum séu örfáir nemendur með mjög margar óheim- ilar fjarvistir og geti það hækkað hlutfall nokkuð hjá skóla. Ekki kom fram að þættir á borð við aldur kennara eða kynferði kennara í skóla hefðu áhrif á meðal- einkunnir. Þá var kannað hvort fram 'kæmi marktækur munur eftir því hvaða úrræðum væri beitt til stuðnings nemendum, hvort þeim stæði til boða mismunandi námshraði, hvaða sérkennsluúrræði væru í boði, aukanámskeið eða aukinn tímafjöldi í kjarnagreinum. Einnig hvort nem- endum 10. bekkjar gæfist kostur á vali í kjai-nagreinum og aðstoð í skóla við heimanám. Aðeins í tveimur þessara þátta mældist munur en þá reyndist hann vera í öfuga átt við það sem búast mætti við. Þannig kom fram að meðaleinkunn var 0,33 lægri í þeim skólum þar sem boðið var upp á mismunandi námshraða í kjarna- greinum í 10. bekk. Þar sem auka- námskeið í kjarnagreinum voru haldin var meðaleinkunn 0,4 lægri en meðaltalið. Rannsakendur nefna þá skýringu á þessu að stuðningurinn sé veittur til þess að mæta þörf, sem er til staðar, og að munurinn á einkunn- um væri meiri ef stuðningur væri ekki í boði. Frá 4-42% íbúa í skólahverfuin með háskólamenntun Þegar greindir voru bakgi'unns- þættir íbúa skólahverfa sarn- kvæmt upplýsingum Félagsvís1 indastofnunar kom í ljós verulegur munur eftir menntunarhópum í skólahverfum. Þar sem háskóla- menn voru fæstir höfðu 4% íbúa í skólahverfi lokið háskólaprófi. Á hinum enda kúrfunnar var hlutfall háskólamanna í þeim hópi sem tal- inn var endurspegla foreldra 40^42%. I hópnum sem talinn var endur- spegla foreldra sem lokið hafa bók- legu framhaldsnámi voru frá 13% til 37% íbúa í skólahverfum en frá 15% og upp í 40% reyndust hafa lokið starfsnámi eða iðnnámi. Hlutfall þeirra sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi var frá 15% til 42%. Meðaleinkunn í hverfisskóla svar- enda sem lokið hafa grunnskóla- námi reyndist vera 5,35, Meðalein- kunn í hverfisskóla svarenda sem lokið hafa iðnnámi var 5,37; meðal- einkunn í hverfisskóla svarenda sem lokið hafa bóklegu framhalds- námi var 5,53 og meðaleinkunn í hverfisskóla þeirra sem lokið hafa háskólanámi var 5,65. Fram kemur að könnunin nái að- eins til eins skólaárs og beri því að líta á hana sem vísbendingu en ekki óyggjandi staðreynd þótt hún bendi til að félagslegur bakgrunnur hafi töluverð áhrif á niðurstöður á sam- ræmdum prófum. Sveiflur séu í meðaleinkunnum skóla milli ára og til að styðja niðurstöður þyrfti að skoða niðurstöður fieiri ára. Sú meginniðurstaða að munur á meðal- einkunnum skóla endurspegli mun á íbúum skólahverfanna sé svipuð niðurstöðum annarra kannanna, sem hafi sýnt að nemendur séu ekki jafnir þegar þeir koma í skólann heldur geti aðstöðumunur þeirra verið töluverður og eftir því sem bakgrunnur þeirra sé betri verði námsárangur betri. Leiðbeinandi Erlu Reimarsdóttur og Hildar Bjarkar Svavarsdóttur við gerð ritgerðarinnar, sem ber tit- ilinn Samræmd próf: Hvaða þættir í skóla og umhverfi sldpta máli?, var Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður þróunardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Umsjónarkennari var Stefán Ólafs- son prófessor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.