Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga Sighvats Bjðrgvinssonar kynnt í fram- VERTU ekkert að tárast yfir þessu, Magga mín, þú mátt vera prímadonnan okkar. Beinþynning kvenna eftir tíðahvörf Miklar framfar- ir í forvörn- um og meðferð NYLEGA var hald- in námsstefna um beinþynningu kvenna sem ætluð var fólki í heilbrigðisstéttum. Þar var m.a. fjallað um nýja gerð lyfja sem hindra myndun beinþynningar. Gunnar Sigurðsson, yfir- læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, var meðal fyrirlesara. „Efni þessarar náms- stefnu var beinþynning kvenna og var aðallega horft til beinþynningar eftir tíðahvörf. I því sam- bandi var fjallað um nýja gerð lyfja sem hindra framgang beinþynningar og eru skyld kvenkyns- hormóninu östrogeni. Lyfin vernda beinin á svipaðan hátt og hormónalyfin gera auk þess sem þau lækka blóðfitu.“ Gunnar segir að lyfin hafi á hinn bóginn ekki þær auka- verkanir sem kvenkynshormón geta haft á leg og brjóst. „Þessi lyfjaflokkur er vissulega viðbót við það sem við höfum upp á að bjóða til að koma í veg fyrir bein- þynningu eftir tíðahvörf og henta vissum hópi kvenna þar sem hormónagjöf á síður við.“ - Hversu hátt hlutfall kvenna á við beinþynningu að stríða um og eftir tíðahvörf? „Meginhluti kvenna er vel sett- ur en talið er líklegt að 10-20% kvenna þurfi á langtímameðferð að halda, hormónum eða þessum nýju lyfjum, til vemdar beinþynn- ingu. Þessar konur hafa fengið minna beinmagn að erfðum eða aðrar orsakir liggja að baki bein- þynningu þegar um miðjan ald- ur.“ - Hvaða aðrar orsakir en erfðir eru taldar eiga hlut að máli? „Næring skiptir máli í þessu sambandi og á Islandi stöndum við vel að vígi hvað kalkneyslu snertir en hún er mikilvæg. Skortur á D-vítamíni yfir veturinn hefur frekar valdið áhyggjum hér á landi en það fáum við úr sólar- ljósi, lýsi og fjölvítamínum. Hreyfing skiptir líka máli og líkamsáreynsla almennt. Þessi þáttur er einkanlega mikilvægur á ung- lingsárum þegar verið er að taka út beinvöxt en einnig á efri árum þegar beintap fer að ágerast.' Gunnar Sigurðsson ►Gunnar Sigurðsson er fæddur í Hafnarfírði árið 1942. Hann lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1968 og stundaði síðan framhaldsnám í Bretlandi og Bandaríkjunum á sviði efnaskipta og innkirtlasjúk- dóma frá 1969-1977. Hann hefur starfað sem yfir- læknir við lyflækningadeild Borgarspítala og síðar Sjúkra- húss Reykjavíkur frá árinu 1982. Gunnar varð dósent við lækna- deild Háskóla íslands árið 1980 og prófessor við sömu deild frá árinu 1995. Eiginkona hans er Sigríður Einarsdóttir pianókennari og eiga þau þrjú börn. Mikilvægt að fá næga hreyf' ingu, kalk og D-vítamín Gunnar bendir á að þó unnt sé að gera ýmislegt til að sporna við beinþynningu geti síðan sumir sjúkdómar ýtt undir myndun hennar eins og sumir efnaskipta- sjúkdómar og vissir meltingar- sjúkdómar. „Bólgueyðandi lyf sem eru notuð við astma og liða- gigt eru slæm fyrir beinin og þeir einstaklingar sem taka þau lyf eru í áhættu." - Hver eru fyrstu einkenni beinþynningar? „Það er nú mergurinn málsins að beinþynning er einkennalaus þangað til að beinbrotum kemur. Þess vegna er mikilvægt að geta stuðst við beinþéttnimælingar, til að finna þá einstaklinga sem eru í hvað mestri hættu á að fá bein- þynningu." Gunnar segir að með aukinni þekkingu almennings á beinþynn- ingu og ekki síst mikilvægi for- vama í því sambandi komi vax- andi hópur kvenna og karla í bein- þéttnimælingu. „Námsstefnu sem þessari er einnig ætlað að vekja athygli heil- brigðisstarfsfólks á þeim mögu- leikum sem við höfum upp á að bjóða í dag eins og beinþéttni- mælingum og fleiri valkostum í meðferð." -Getur eitthvað í sögu ungra kvenna bent til beinþynningar síð- ar meir á lífsleiðinni? „Mestu máli skiptir að kven- hormónar séu í jafnvægi. Það endurspeglast í tíðablæðingum. Ef konur eru reglulega á blæðing- um eru þær í minni áhættu en þær konur sem fá tíðateppu til ---------- lengri tíma. Þær kon- ur sem við það kann- ast ættu að láta mæla beinþéttnina og láta fylgjast með sér. Allar konur ættu síðan að —l—huga að því að fá nægt kalk og D-vítamín og stunda hreyfingu." - Geta karlar ekki fengið bein- þynningu? „Vissulega en það er þá aðal- lega eftir miðjan aldur. Þeir verða ekki fyrir því hraða beintapi sem konur verða fyrir við tíðahvörf þegar kvenkynshormóninn lækk- ar í líkamanum. Það er talað um að fyrir hvem karl sem brýtur sig brotni að minnsta kosti tvær til þrjár konur. Beinbrot sem verða af völdum beinþynningar má skipta í þrennt. Fyrst má nefna framhandleggs- brot um og eftir tíðahvörf, þá hryggsúlubrot sem eru algeng eftir sextugt og mjaðmabrot sem verða fyrst algeng eftir sjötugt. Tíðni hryggsúlubrota og mjaðma- brota er hér, eins og á hinum Norðurlöndunum, mun hærri en í flestum öðrum löndum. Við vitum ekki fyllilega hvers vegna, hvort þar er um erfðir að ræða, þætti í umhverfi eða eitthvað í næringu sem veldur."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.